Morgunblaðið - 21.10.1998, Side 40

Morgunblaðið - 21.10.1998, Side 40
>40 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jóhannes Jó- hannesson fæddist í Reykjavík 27. maí 1921. Hann lést á Landspítalan- um 12. október síð- astliðinn. Jóhannes var sonur Jóhannes- ar Bárðarsonar, sjó- manns, f. 1880, d. 1959, og konu hans Hallgrímu Margrét- ar Jónsdóttur, f. jf. 1899, d. 1995. Systkini hans: Elsa Dórothea, f. 1913, d. 1989, Kristín, f. 1922, Bárður, f. 1926, d. 1996, og Ómar, f. 1941, d. 1989. Árið 1954 kvæntist Jóhannes Álf- heiði Kjartansdóttur, þýðanda, f. 8.10. 1925, d. 28.11. 1997. Frá fyrra hjónabandi átti hún Sig- rúnu Guðnadóttur, f. 1948, maki Ingimar Sigurðsson, þau eiga 3 dætur og 3 barnabörn. Börn Álfheiðar og Jóhannesar: 1) Kjartan, f. 1955, maki María Guðmundsdóttir, eiga þau 3 börn. 2) Sigurður, f. 1959, maki Sóiey Reynisdóttir, þau eiga 4 ■*- börn. 3) EgiII, f. 1961, maki Elín María Guðjónsdóttir, þau eiga 3 börn. 4) Halla, f. 1965, maki hennar Andri Lárusson og eiga Ófyrirséð stefnumót á tröppum Grand Palais, þar sem rýnirinn var að koma af sýningu á verkum post- ula táknsæisins, Gustave Moreau, sem bæði Ásgrímur og Kjarval sóttu fóng til, bar honum döpur tíðindi. Mál var að efst í tröppunum sér hann til Harðar Ágústssonar list- málara og freyju hans sem voru að fíkra sig upp frá jaðri þeirra. Á þeim miðjum skarast leiðir og var upplit á Herði er hann var óforvarandis ávarpaður á tungu feðranna. Er hann hafði jafnað sig spyr hann um sýninguna og svo ræddum við um fleira sem á döfínni hefur verið í myndlist. Loks kemur að því að hann setur upp grafalvarlegan svip og segir Jóhannes Jóhannesson lát- inn, einnig Guðrúnu Katrínu for- setafrú. Spyr hvenær, en hann sagð- ist ekki vita það nákvæmlega, hafi verið að frétta það símleiðis rétt í þessu. Er svo var komið sýndist ekki lengur stætt á því að hindra för annarra svo leiðir skildust í það sinnið. Undarleg skikkun skaparans, að við Hörður hittumst þarna á tröpp- unum, þetta voru fyrstu íslending- arnir sem ég rekst á í heimsborginni og hafði þó víða farið á farskjótum postulanna dagana sem ég var búinn að vera í mannhafi milljónaborgar- innar aleinn og einangraður eða lík- ast til að hvíla mig á Islendingum um stund og Islendinga á mér. En var þetta tilviljun, sá þeim hjónum meira að segja bregða fyrir aftur á sama stað er ég átti leið hjá og var að koma úr Petit Palais. Eins og til áréttingar, og nú fór að fara um mig, og hugleiddi hvort þetta væru skila- boð tii mín um þá skyldu að minnast starfsbróður og samherja um langt — árabil. Einkum er í ljós kom að tíð- indin voru glóðvolg og höfðu birst samdægurs í fjölmiðlum heima. Átti í raun smáerindi á sýninguna sem ég var búinn að skoða vel og gaum- gæfilega áður. Var liður í löngum og mörkuðum göngutúr og sýningar og söfn síður á dagskrá, loks hafði mér seinkað um klukkustund. Ræddi síðast við Jóhannes snemmsumars við opnun sýningar í Listaskólanum í Hveragerði. Settist við borð andspænis honum, síst grunaði mig að þetta væri í raun kveðjustund. En einhvem tíma í samræðum okkar þar sem sitthvað fauk á milli að venju, spyr ég um hagi og heilsu. Ekki var þá langt um liðið frá andláti konu hans, sem hann kvaðst hafa komið að örendri þar sem hún hafði verið að taka_ til sundfötin sín í baðherberginu. Álf- heiður Kjartansdóttir var kjarna- kona sem bjó málaranum fagurt og 3^ traust skjól, þar sem tíma gests og þau 2 börn. Fyrir hjónaband eignaðist Jóhannes Jóhönnu Auði, f. 1951, maki Þorsteinn Jóhanns- son, þau eiga 3 börn og eitt barnabarn. Jóhannes lauk námi í gull og silfursmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1945, stundaði myndlist- arnám við Barnes Foundation í Bandaríkjunum 1945-1946 og á ítal- íu og í Frakklandi 1949-1951. Starfaði sem gull- og silfursmiður til 1975, en jafn- framt sem listmálari allt til dauðadags. Fulltrúi hjá Lista- safni íslands 1971-1988. For- maður Félags Islenskra Mynd- listarmanna 1951-1952, fulltrúi í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1959-1960. í safn- ráði Listasafns íslands 1965- 1973. Einn stofnenda Septem- bersýninganna 1947. Hélt margar einkasýningar og tók þátt í fjölda samsýninga, jafnt innanlands sem utan. Utför Jóhannesar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. gangandi hætti til að líða hraðar en venjulega gerðist. Jóhannes svaraði opinskátt að venju og kvað sér líða heldur illa, hvernig þá, spyr ég, svona allstaðar segir hann og tekur út úr sér pípuna og bendir með henni á allan skrokkinn, yppti lítil- lega öxlunum og hristi höfuðið hálf mæðulega. Lítur svo kankvís á mig og lyftir glasi, fleiri orð óþörf. Segist svo vera búinn að sleppa vinnustof- unni, sem hann hefði haft um árabil og fluttur heim í íbúðina með allt hafurtaskið. Einmitt það sagði meira en mörg orð. Á þeim rúmlega tveim árum sem liðin eru frá því Jóhannes hélt veg- lega upp á 75 ára afmælið sitt með því að bjóða til siglingar um sundin hefur margt áfallið dunið yfir. Fyrst lést Olafur Jensson blóðmeinafræð- ingur og einkavinur til fjölda ára, þarnæst Sigurður Sigurðsson list- málari sem var honum nánastur allra starfsbræðra og loks músa hans og freyja sem lagði alla tíð drjúgan skerf til búsins með yfir- gengilegum dugnaði við þýðingar. Hér er einnig rétt að nefna höfðingj- ann Helga Einarsson húsgagna- hönnuð og innrammara. Þessi sigl- ing um sundin er fyrir margt minn- isstæð og að henni lokinni bauð Jó- hannes örfáum heim til sín. Var ég kominn á undan hinum því Jóhannes þurfti í ýmsu að snúast og marga að kveðja á hafnarbakkanum. Fyrir heppilega atburðarás sat ég sallaró- legur inni í stofu er hina bar að garði, og kom þá heldur betur undr- unarsvipur á liðið. Eftir að hafa sótt veitingar fyrir gesti sína var gengið í innri stofu þar sem borð var hlaðið gjöfum. Þama kynntist ég nýrri hlið á listamanninum, eftirvæntingarfull- um og glöðum eins og barn þegar hann opnaði gjafirnar, sem voru í senn veglegar sem vel valdar þannig að hann ljómaði eins sól í hádegis- stað. Orlæti, tillitsemi og uppörvun eru þeir ásar hinna stóru dyggða, sem vísa veginn til farsældar - og ástin hefst þá endurgjalds er ekki vænst líkt og Saint Exup ~ ery orð- aði það. Ýmislegt fleira var Jóhannesi mótdrægt á þessum árum, fast sótt að málverkinu og markaðurinn skroppið saman. Þróunin nokkuð önnur hér á landi en í Danmörku og víðar, þar sem jafnaldrar og sam- herjar í óhlutlæga málverkinu eru vel metnir og þeim stíft haldið fram. Hér er ég heimildamaður, sem sótti allar sýningar Septembermálar- anna, utan þeirra sem haldnar voru er ég var erlendis, auk þess sótti ég allar sýningar meðlima Hel- hestens/Cobra árin mín í Kaup- mannahöfn um miðbik aldarinnar, þótt í báðum tilvikum væru mér ýmsir aðrir málarar kærari. Það hefði glatt Jóhannes að frétta að á nýlokinni FIAC listakaupstefnu hér í borg, risavaxinni framkvæmd listhúsa og listtímarita frá öllum heimshomum, reyndust 70-80% verkanna vera málverk og rúmtaks- verk, þótt flest hitt sæist líka. Að auk var aðsóknin yfirþynnandi og mikið af ungu fólki. Það er síst góð tilfinning fyrir frumherja, alla þá er mddu brautina, að finna sig gleymda og forsmáða á sama tíma og félögum þeirra og samherjum er lyft á stall í útlandinu. Hann var líka snemma áhyggjufullur út af því að of margir listamenn kæmu úr skól- um, skildi það ekki fullkomlega að okkur lærimeisturunum gekk flest- um það eitt til að veita meiri og gild- ari menntun á myndlistir út í þjóðfé- lagið og að það væri drjúg hugsjón til að lifa fyrir. Þeir tímar voru þó langt undan er farið var að útskrifa listamenn eins og bakara, með próf- gráðum og bumbuslætti, af fólki sem ekki skilur og ekki vill skilja að í listum eru það einungis verkin sem tala og sýna merkin. Jóhannes stóð lengi framarlega í félagsmálum myndlistarmanna og unnum við saman í sýningarnefnd FIM á mikilvægum tímum. Settum m.a. upp sýningu Norræna mynd- listarbandalagsins í Myndlistarhús- inu að Klömbrum 1972, seinna Kjar- valsstöðum, sem var mikið verk og skilaði góðum árangri. Það var mjög gott að vinna með því liði úrvals myndlistarmanna og hér var hlutur Jóhannesar drjúgur. Dagamir sem ég vann með þessu fólki gleymast ekki, Jóhannesi og Svavari Guðna- syni var báðum ljóst að nú voru runnir upp nýir tímar og að meiri hlutlægni yrði að gæta. Er mér minnistætt að Svavar fékk það sam- þykkt, að þrátt fyrir alla gagmýni og brölt unga fólksins skyldi það ekki látið gjalda þess. Þótti það óvænt hljóð úr horni og var sam- þykkt einróma að ég best man, þótt umræður yrðu eðlilega um málið. Þá hefur það naumast verið uppörvandi fyrir hinn aldna hal að eiga aðeins eitt verk á sýningu geometríska málverksins á Listasafni Islands, eins virkur og hann var á sviðinu. Milli þess sem ég hef verið að skrifa þessar línur hefur mér verið reikað um laufskálagarðinn við St. Eustache kirkjuna fógru og nýja Les Halles hverfið. Grunnmál kirkj- unnar er gotneskt en frágangur að hluta í stfl enduiTeisnar, er til frá- sagnar að þar hafa bæði Berlioz og Lizt frumflutt verk eftir sig. Stígar eða trjágöng liggja til margi-a átta og hér minnast Frakkar skálda sinna og rithöfunda svo sem Blaise Cendrars, Saint-John Perse, André Breton o.fl. og er það ræktarsemi af hárri gráðu, þeir þekkja sína menn. Þótt ég teldist í innsta hópi sam- herja Jóhannesar Jóhannessonar var ég honum ekki svo náinn að geta fullyrt eitt né neitt. En ég ætla hann hafi verið nokkuð sáttur við að hverfa úr umhverfi áreitis og græðgi, þar sem verðmætamatið er mest á ytra byrðinu, en skoðanir, andleg gildi, hugvit og mannauður mæta afgangi, hlutfallslega sem aldrei fyrr. Virtist þó vel virkur í list sinni til hins síðasta og var alla tíð upplagi sínu og hugsjónum trúr hvernig sem á móti blés. Tilbúinn til að mæta skapara sínum. Fari hann á guðs vegum. París, á degi heilagrar Theresu frá Avila. Bragi Ásgeirsson. Kveðja frá Listasafni Islands. I dag verður borinn til moldar Jó- hannes Jóhannesson listmálari, einn merkasti myndlistarmaður okkar Islendinga. Jóhannes tilheyrir þeim hópi listamanna sem braut blað í ís- lenskri listasögu um 1950. Hann var einn af stofnendum Septembersýn- inganna árið 1947 en þeir listamenn sameinuðust um þá skoðun að lista- maðurinn ætti ekki að líkja eftir veruleikanum heldur skapa list sem væri nýr veruleiki sem notið yrði á eigin forsendum og hefði sín sér- stöku lögmál. Jóhannes Jóhannes- son var síðan í fremstu röð ís- lenskra abstraktmálara og í verkum hans var liturinn ávallt í aðalhlut- verkinu, oft í stífri, knappri hrynj- andi. Sjálfur komst hann eitt sinn svo að orði „að galdurinn væri að fá tóninn til að njóta sín“. Liturinn í verkum Jóhannesar í ríkulegum blæbrigðum hefur jafnframt oft á tíðum ríka skírskotun til náttúrunn- ar. I mörgum verkum hans og þá sérstaklega frá seinni árum búa formin jafnframt yfir þeirri tví- ræðni að umbreytast í þekkjanleg tákn og skírskota til ljóðrænna minninga, brot af fugli, manni eða birtu. Jóhannes Jóhannesson átti sæti í safnráði Listasafns Islands á árun- um 1965-1973 og í byggingarnefnd safnsins 1976 til 1992. Á árunum 1973-1991 var Jóhannes starfsmað- ur safnsins og hafði einkum umsjón með uppsetningu sýninga í safninu og kynningu á verkum safnsins úti á landsbyggðinni. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Listasafns Islands þakka Jóhannesi margvísleg og mikilvæg störf hans í þágu safnsins um langt árabil. Fjölskyldu hans sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Ólafur Kvaran. Kveðja frá Félagi íslenskra myndlistarmanna Litbrigði jarðar verða líklega aldrei skírari en á haustin. Haustið er sú árstíð sem felur í sér þá sér- stöku tegund birtu sem stundum virðist fegurri en sú er sveipar land- ið á sólríkum sumardegi. Það var ár- ið 1947, að haustið færði íslenskum listunnendum ný litbrigði - ólík þeim er þeir höfðu átt að venjast til þessa. Þau litbrigði voru hins vegar ekki af ætt náttúrunnar heldur list- arinnar, sem blasti við sjónum gesta fyrstu Septembersýningarinnar. Á táknrænan hátt endurspegluðust í verkum þessara listamanna aðrir lit- ir en heyrðu að jafnaði til þessari árstíð, enda yfirlýst stefna þessara listamanna að hverfa frá beinni eft- irlíkingu náttúrunnar, sem hafði sett mark sitt á og mótað hinn viðtekna smekk listunnenda í landinu til þessa. Þeim, sem þá unnu listum af heilum hug, varð ljóst að á þessari sýningu kvað við nýjan tón í íslensk- um listum. Jóhannes Jóhannesson listmálari var einn þeirra tíu listamanna, sem sýndu verk sín á fyrstu September- sýningunni. Eins og þeir mætti hann mótlæti og á stundum kald- lyndu háði samlanda sinna, sem ekki gátu sætt sig við þá staðreynd, að þau verk sem liðsmenn Septem- bersýningarinnar höfðu stillt upp, heyrðu yfirleitt til því margræða hugtaki, sem kallast list. En krapyrðin og geðvonska sam- borgaranna höfðu lítil áhrif á þenn- an hávaxna og hógværa mann. Af alúð helgaði hann sig listsköpun sinni jafnhliða því sem hann starfaði við gull- og silfursmíði á árunum 1953-68. Jóhannes Jóhannesson listmálari var í listsköpun sinni trúr hugmynd- um abstraktlistarinnar og náði að skapa sér persónulegan stíl innan hennar þar sem viðfangsefnin sner- ust fyrst og fremst um form, liti og byggingu. Jóhannes Jóhannesson var for- maður Félags íslenskra myndlistar- manna árin 1951-52. Auk þess gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir félagið og var um skeið full- trúi FIM í Bandalagi íslenskra lista- manna. Jóhannes bar alla tíð mikinn hlýhug til FÍM og var ætíð reiðubú- inn að veita aðstoð eða upplýsingar um málefni myndlistarmanna, þegar til hans var leitað. Það er með þakklæti og virðingu sem við kveðjum félaga okkar Jó- hannes Jóhannesson listmálara og sendum fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Lauffall- ið ristir rúnir sínar í landið að hausti. Megi minningin um ljúf- mennið Jóhannes Jóhannesson lifa í litbrigðum listar hans. Fyrir hönd Félags íslenskra myndlistarmanna, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, formaður FÍM. JÓHANNES JÓHANNESSON Fyrsta málverkið eftir Jóhannes Jóhannesson sem ég kynntist er á stofuvegg tengdamóður minnar - systur hans - og sýnir unga konu sitjandi í ruggustól með kött í fangi. Sterk mynd í djörfum heitum litum. Listmálarinn Jóhannes var mjög ungur þegar hann málaði þessa mynd. Málverk númer tvö sá ég í Lista- safninu. Þá er Jóhannes kominn í hringina sína frægu. Þeir minna á himintunglin og hreyfingu háloft- anna. Litirnir sterkir og fallegir. Listamaðurinn Jóhannes þroskaður og kominn á miðjan aldur. Þriðja málverkið birtist mér á lít- illi sýningu i galleríi við Rauðarár- stíg íyrir fáum árum. Þar voru hringirnir hans Jóhannesar mark- vissir sem fyrr en inn í þá var komin konumynd, litirnir bjartir og mildir. Listmálarinn Jóhannes kominn á efri ár. Hár og glæsilegur - ljós yfirlitum - óaðfinnanlega klæddur með silki- klút um hálsinn. Sannur herramað- ur. Svona kom Jóhannes, móðurbróð- ir mannsins míns, mér fýrir sjónir. Hann skar sig úr - ekki bara í út- liti - heldur líka fasi og skoðunum. Listin var hans líf. Næmleiki fyrir litum og formi voru hans ær og kýr. Mamman hans, hún amma Margrét, sagði að ungur hefði hann byrjað að teikna og mála, móta og búa tfl. Allt lék í höndunum á drengnum. Og áfram hélt hann til síðasta dags. Jó- hannes var gæfumaður, listfengi hans bar árangur. Ungur lauk hann gullsmíðanámi og sló í gegn sem gullsmiður með nýstárlegum skartgripum úr silfri og gulli sem hann skreytti af mikilli smekkvísi með íslenskum steinum. Eitt frægasta hross á Islandi skap- aði Jóhannes, en það var Silfurhest- urinn, sem lengi var aðalviðurkenn- ing veitt framúrskarandi listamönn- um. En Jóhannes ákvað að söðla um. Hann lokaði gullsmíðabúðinni og málverkið tók yfir í lífi hans. Fljótlega varð hann einn af okkar þekktustu listmálurum og fékk að njóta sín sem slíkur. En mesta gæfan hans í lífinu var hún Álfheiður - hans ástkæra eigin- kona - sem kvaddi svo skyndilega - rétt eins og hann nú - fyrir tæpu ári. Saman höfðu þau gengið ævigöt- una, ótrúlega samstiga og sæl hvort með annað. Álfheiður, dökk og fínleg, geislandi greind með sitt bjarta bros, hún var hamingjudísin hans Jóa „frænda“. Hún sagði að einn besti tíminn í lífi þeirra hefði verið, þegar Jóhannes flutti vinnustofu sína inn í stofuna þeirra. Þar stóð hann við trönurnar og málaði af hjartans lyst með öll börnin og eril- inn á stóru heimili í kringum sig. Þarna urðu stórbrotin listaverk til og Álfheiður studdi manninn sinn, listamanninn, af alhug. Eg kynntist þessum fallegu hjón- um, sem klæddu hvort annað svo vel, fyrir 17 árum. Mér fannst dýr- mætt að sjá hvað ástin þeirra var heit og hvað þau höfðu varðveitt hana vel í lífsins ólgusjó. Þau virtust kunna listina að lifa og njóta - saman. Nú eru þau gengin bæði tvö, Jó- hannes og Álfheiður. Eg get ekki annað en samglaðst þeim innilega, að hafa fundist á ný, í eilífðarlandinu, um leið og við Dón- ald þökkum þeim samverustundirn- ar. Börnunum þeirra og barnabörn- um sendum við hjartans kveðjur frá heimskautsbaug. Helga Mattína og Dónald, Grímsey. Hann Jói dó alveg eins og hann lifði: Hafði lúmskt gaman af því að koma á óvart og var engum manni til ama. Blessuð sé minning meistara Jó- hannesar. Jón Baldur. Ám þess að iðka beint kenninga- smíð, hef ég hallast að þeirri skoðun, að um öldina ofanverða hafi borið einna hæst þrístirnið Þorvald Skúla- son, Kristján Davíðsson og Jóhann-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.