Morgunblaðið - 21.10.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 43
kær. Ég veit, elsku Dóri minn, að nú
ert þú laus við alla verkina. Þú sem
gerðir aldrei neitt úr veikindum þín-
um, þú varst svo duglegur, mættir
alla daga til vinnu þrátt fyrir veik-
indi þín. Núna ert þú kominn til
ömmu, afa, Dóra sáluga og Jennýjar
þar sem þér hefur verið tekið með
opnum örmum. Ég sit núna og hugsa
aftur í tímann, það er svo margt sem
kemur upp í hugann. Allt sem þú
gerðir fyrir mig og Jennýju mína, ég
get ekki fullþakkað þér það allt enda
veit ég að þú ætlaðist ekki til þakk-
lætis. Þú hugsaðir alltaf um aðra,
börnin sem þú elskaðir og þau elsk-
uðu þig. Allt sem þú gerðir fyrir
börnin sem sóttu öll til þín. Ég man
þegar ég var barn tveggja þriggja
ára og við áttum heima á Laugaveg-
inum þá fékk ég að hanga með þér
og strákunum frammi í herberginu
þínu, þá strax varð ég eigingjörn á
þig. Allar götur síðan höfum við ver-
ið bestu vinir. Takk fyi-h’ það, elsku
Dóri minn. Þegar ég átti Jennýju
mína varst þú svo góður við hana. Þú
gerðir allt fyrir okkur enda var það
svo þegar við bjuggum á Rekagrand-
anum þá komum við oftast til þín um
helgar til að gista hjá þér og afa.
Jenný mín vildi helst alltaf vera hjá
þér. Þú varst svo mikill barnavinur,
það var yndislegt að sjá hvað þú gast
málað, föndrað, tekið upp á videó
allskyns leikþætti sem þau sömdu
sjáif. Allt þetta þótti þér nú aldeilis
sjálfsagt. „Kobbaherbergið" var
alltaf fullt af krökkum að mála og
fondra. Það var sama hvað þú, Dóri
minn, tókst þér fyrir hendur, þú gast
allt, þú varst svo Iistrænn en fórst
hljóðlega með það. Allt það sem þú
rósamálaðir, allar myndirnar sem þú
málaðir og allt það sem þú marmara-
málaði, það var ekkert lítið. I fyrra
sumar máluðuð þið Nonni húsið okk-
ar að utan enda sjá allir að þar hafa
snillingar verið að verki, þið Nonni
voruð svo duglegir. Garðurinn okkar
var alltaf svo fallegur hjá þér enda
voruð þið bræðurnir komnir út strax
á vorin með börnunum sem hjálpuðu
til. Kirkjugarðurinn, leiðin hjá ömmu
og afa voru alltaf svo falleg því þú
hugsaðir svo vel um þau.
Nú er tómlegt hjá okkur öllum
ekki síst hjá okkur í Gnoðarvoginum.
Þú varst svo hlýr, góður, svo glettinn
og orðheppinn. Allar stundirnar sem
við áttum í kaffi hjá Nonna fyrir kl. 7
á morgnana, þetta voru ómetanlegar
stundir. Þar var hlegið og rabbað um
hvað ætti að gera. Það var þér mikið
kappsmál, elsku Dóri minn, að klára
yfirbygginguna hjá mér og nú er
henni lokið. Þú kláraðir að mála það
núna í sumar. Takk fyrir allt og allt
elsku Dóri minn, ég kveð þig með
sálminum:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Mai’gs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Mai'gs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég þakka þér fyrir allt, elsku Dóri
minn, hvíl þú í friði.
Unnur.
Ég mun ekki kveðja þig, Dóri
frændi minn, því ég veit að þú ferð
aldrei frá okkur. Líkami þinn er far-
inn en þú verður alltaf hjá okkur, í
anda og í öllum í kringum mig. Þú
snertir okkur öll og gafst okkur öll-
um hluta af þér, sem við hver á sinn
hátt, munum halda áfram með, eins
lengi og við fáum að lifa. Þú kenndir
mér svo margt, næstum allt sem ég
kann. Við gátum setið tímunum
saman inni í „Kobbaherbergi" að
teikna og rabba saman. Allir bíltúr-
arnii’ sem við fórum, í Rauðhólana
og Öskjuhlíðina, þar sem þú sagðir
mér frá kanínunum sem búa þar og
keyrðir um alla Öskjuhlíðina til að
athuga hvort þú fyndir ekki eina til
að sýna mér. Veturnir hafa alltaf
verið minn uppáhaldstími því þá var
svo gott að rölta á milli hæða í
skólafríum og spjalla við ykkur
systkinin. Setjast svo inn í „Kobba-
herbergi" að teikna og föndra
allskyns jóladót til að setja á jóla-
tréð þitt. Ég man líka eftir því hvað
okkur krökkunum fannst gaman
þegar það kom vont veður, því ef
það varð rafmagnslaust hlupum við
beint til þín og fengum stóra vasa-
ljósið þitt lánað og sátum svo hjá
þér og létum eins og fífl. A meðan
fullorðna fókið var að tala saman og
sussaði á okkur krakkana fórum
alltaf rakleiðis til þíri að kvarta yfir
þessu „óréttlæti" í okkar garð og þá
varst þú ekki lengi að finna uppá
einhverju fyrir okkur að gera svo
við gleymdum strax allri fýlu og átt-
um enn eina gleðistundina með þér.
Svo varð ég eldri en var nú samt
alltaf litla stelpan þín. Ég fylgdist
með þér og sá allt sem þú gerðir
fyrir hin litlu börnin. Ég fæ vart
með orðum líst, elsku Dóri, hversu
góður þú varst, og það var alltaf svo
yndislegt að heyra litlu börnin tala
við þig og sjá þau horfa á þig með
stjörnur í augunum, þú varst þeirra
besti vinur. Það voru ekki bara
börnin sem fengu að njóta góðs af
tilveru þinni, heldur dýrin líka. Ég
man þegar að við mamma „stál-
umst“ til að fá okkur kettling og
héldum að þið bræðurnir yrðuð ekk-
ert of hrifnir af því, en svo þegar
mamma kom með litla hnoðrann og
lét hann í fangið á þér tókstu strax
ástfóstri við hann. Hann varð eins
og einn af börnunum, fór í heimsókn
niður til þín og þú útbjóst alls kyns
dót fyrir hann að leika með, veiddir
flugu í krukku handa honum og
tókst ótal videómyndir af honum.
Smáfuglarnir voru heldur ekki
skildir útundan, alltaf gafstu þeim
þegar veðrið fór að versna. Var þá
alltaf talað um að nú væri hann
Aggi litli kominn aftur þegar fyrsti
fuglinn kom á svalirnar hjá þér. Þá
varð maður að labba hægt og læðast
fram hjá stofuglugganum svo þeir
yrðu nú ekki hræddir. Um síðustu
jól sýndir þú enn og aftur hversu
einlægur og umhyggjusamur þú
varst. Þá var Begga vinkona mín ein
heima yfir jól og áramót. Þú bauðst
hana velkomna til okkar og gafst
henni gjafir og komst fram við hana
eins og eina af fjölskyldunni. Ó,
Dóri minn, hvað gerum við nú? Enn
eitt skarðið er höggvið í þessa ynd-
islegu fjölskyldu sem ég á. Ég veit
ekki hvað ég geri nú þegar ég fæ
ekki að hitta þig lengur. Eg ólst upp
hjá þér og þú sýndir mér heiminn.
Þú varst alltaf svo glaður, jafnvel
eftir að þú varðst veikur varstu
alltaf kátur. Svo duglegar, málandi
ganginn og vinnandi við svalirnar
okkar. Hvernig verður húsið okkar
án þín? Hver sest nú niður og teikn-
ar með litlu börnunum, horfir á
teiknimyndir, fer í bíltúra með þeim
og tekur af þeim myndir. Það er
með ólíkindum hversu snöggt þú
fórst. Og eftir sitjum við hin, væng-
brotin með brostin hjörtu. Við erum
svo óskaplega lítil en saman
komumst við í gegnum þetta J)ó svo
skarð þitt verði aldrei fyllt. Eg veit
að núna líður þér vel og þú munt
vaka yfir okkur öllum.
Kveðja,
Jenný.
Elsku Dóri.
Við söknum þín. Okkur þótt svo
vænt um þig. Það var alveg eins og
þú værir afi okkar. Það vai’ alltaf svo
spennandi að opna jólagjafirnai’ og
afmælisgjafii’nar frá þér. Þú hélst
alltaf upp á litlu jólin og þú bauðst
öllum krökkunum. Það kom jóla-
sveinn og allir fengu litla pakka og
þú tókst allt upp á myndband. Það
verður skrýtið að koma á Gnoðar-
voginn og geta ekki hlaupið upp til
þín. Við söknum þín og biðjum guð
um að passa þig uppi í himnaríkinu.
Sandra og Halldór.
„Dóri stóri“ elsku besti frændi
minn, núna ertu farinn frá mér. Ég
var að hugsa með mömmu allt sem
þú hefui’ gert með mér og fyrir mig.
Þú varst besti vinur minn og frændi.
Svo góður varst þú að ég hélt það að
vera kallaður frændi væri að vera
eins góður og skemmtilegur og þú og
þegar ég var minni og vildi vera sér-
staklega góður við mömmu þá kall-
aði ég hana, „mamma frændi minn“.
Allar stundirnar sem við áttum að
teikna og lita, í bíltúrum að leita að
kanínum og allar vídeómyndirnar
sem þú tókst af mér þetta var allt
svo gaman. Þú safnaðir líka alltaf
teiknimyndum á vídeóspólur og
sýndh’ mér þegar ég var í heimsókn í
Gnoðarvoginum. Þá sast þú í stóln-
um þínum við gluggann en ég færði
ruggustólinn nær þér svo ég gæti
haldið í hendina á þér á meðan við
horfðum. Desember var líka alltaf
svo skemmtilegur, þá kallaðir þú á
okkur öll til þess að hjálpa þér að
skreyta jólatréð. Við settum allt
ski’aut sem til var á tréð, svo var
happdrætti þar sem allir fengu vinn-
ing. Mikið er orðið tómlegt hjá okkur
núna. Þú varst alltaf svo góður við
mig, elsku besti frændi minn, og ég
trúi því ekki enn að ég eigi ekki eftir
að koma til þín aftur. Mamma segir
að Guð geymi þig núna og að þú
finnir ekkert til. Ég segi því bless við
þig, elsku „Dóri stóri“, en ég mun
alltaf hugsa um þig og biðja Guð að
geyma þig. Mamma kveður þig líka
með þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur og kennt.
Þinn frændi
Gísli.
Sú sorgarfrétt að Dóri frændi
væri látinn snerti okkur bræðurna
gríðarlega mikið því hann hafði
alltaf verið uppáhaldsfrændinn okk-
ar. Við gleymum aldrei þeim fjöl-
mörgu skemmtilegu stundum sem
við áttum með honum er við vorum
yngi’i. Það var svo gaman að fara í
heimsókn til hans í Gnoðarvoginn
og toppurinn var að fá að gista hjá
honum yfir nótt. Hann átti svo mik-
ið af skrítnum tækjum sem fönguðu
athygli lítilla stráka. Hann sýndi
okkur hvernig þessir hlutir virkuðu
og leyfði okkur að prófa þá. Við
horfðum á teiknimyndir og fengum
gos og nammi með og ávallt gaf
hann sér tíma fyrir okkur. Hann
svaraði öllum okkar spurningum og
sagði okkur skrítnar sögur og voru
þær samræður afar fræðandi og
gefandi, eitthvað sem við búum að
enn í dag.
Dóri frændi var alltaf til taks ef
einhver þurfti á hjálp að halda, enda
leitaði fjölskyldan ávallt fyrst til
hans, því hann var einn af þessum
einstaklingum sem gátu gefið góð
ráð um flesta hluti. Segja má að
hann verið miðpunktur fjölskyld-
unnar eða sá sem hélt henni saman.
Allir vissu það og komu þar af leið-
andi oft í heimsókn til hans, bæði til
að hitta hann og aðra fjölskyldumeð-
limi. Jól og áramót voru lýsandi
dæmi um slíkar samkomur og þá var
hann gjarnan með upptökuvélina á
lofti til að mynda næstu kynslóðir.
Hann átti einstakt safn af ljósmynd-
um og myndbandsupptökum sem
hann þreyttist seint á að skoða sjálf-
ur eða sýna öðrum meðlimum fjöl-
skyldunnar.
Sérstaklega barngóður, hjálpsam-
ur og með afbrigðum skemmtilegur
eru þau þrjú lýsingarorð sem koma
fyrst upp í hugann og lýsa honum
best, þó svo einlægni, heiðarleiki og
hógværð séu ekki langt undan.
Hvert einasta barn sem kynntist
honum elskaði hann út af lífinu enda
með afbrigðum einstakur pei’sónu-
leiki. Hann var líka mikill og góður
listamaður og fékk fjölskyldan að
njóta þess. Hann málaði fyrir ánægj-
una og gaf myndir sínai’ fyrir ánægj-
una.
Við vissum að hann hafði verið
veikur í mörg ár, en aldrei kvartaði
hann. Hann sat í stólnum sínum og
vildi vita hvernig öðrum liði í stað
þess að tala um sig og sín veikindi.
Þrátt fyi’ir hetjulega baráttu undan-
farin ár þá tókst honum því miður
ekki að sigrast á erfiðum sjúkdómi.
Erfiðleikar til margra ára eru
skyndilega að baki, en það er mjög
skrýtið að vita til þess að gamli,
trausti Dóri sé ekki á sínum stað
lengur og missh’inn er mikill. Um
leið og við kveðjum Dóra frænda
með miklum söknuði þá vitum við að
þær minningar sem við eigum um
hann munu fylgja okkur alla tíð og
við trúum því að Guð ætli honum
verðugt verkefni á öðrum stað.
Hallsteinn og Valur.
Lokað vegna
jarðarfarar
Skrifstofur og afgreiðslustaðir Islandspósts hf. um allt land
hafa lokað í dag. miðvikudaginn 21. október frá kl. 10.00 til
13.00. vegna jarðarfarar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur.
<sjpx
fslandspóstur hf
HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR verður lokuð fyrir hádegi og til kl. 13.00 miðvikudaginn 21. okt. vegna útfarar forsetafrúarinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Heilsugæslan í Reykjavík
Lokað Vegna jarðarfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGS- DÓTTUR, forsetafrúar, verða skrifstofur okkar og vörugeymslur lokaðar í dag frá kl. 09.00 til kl. 13.00. Rolf Johansen & Co ehf.
Lokað Vegna útfararfrú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar, verður Héraðsdömur Reykjavíkur lokaður í dag, miðvikudag, til kl. 13.00. Héraðsdómur Reykjavíkur.
Lokað Vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar, verða skrifstofur embættisins lokaðar fyrir hádegi og til kl. 13.00 í dag, miðvikudaginn 21. október. Embætti ríkissaksóknara.
Lokað Skrifstofa sýslumannsembættisins í Kópavogi verður lokuð til kl. 13.00 í dag, miðvikudaginn 21. október, vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR forsetafrúar. Sýslumaðurinn í Kópavogi.
Lokað Vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, verður skrifstofa okkar lokuð til kl. 13 í dag, 21. október. Kennarasamband íslands
Lokað Vegna útfarar frú GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR, forsetafrúar, verða skrifstofur Landsvirkjunar í Reykjavík og á Akureyri lokaðar í dag, miðvikudag 21. október, til kl. 13.00.
Lokað Skrifstofa Hæstaréttar íslands verður lokuð til kl. 13.00 í dag, mið- vikudaginn 21. október 1998, vegna útfarar forsetafrúarinnar, GUÐRUNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR.
Lokað Vegna útfarar GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR verður Rikisendurskoðun lokuð fyrir hádegi, í dag, 21. október.
Lokað Vegna útfarar GUÐRÚNAR KATRÍNAR ÞORBERGSDÓTTUR verður lokað til kl 13.00 í dag, miðvikudaginn 21. október. Heyrnar- og talmeinastöð íslands.