Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 44

Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA B. ÞORS TEINSDÓTTIR + Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1. desember 1945. Hún lést 12. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 20. október. Fyrir hálfum öðrum áratug urðu ýmsir þess áskynja hér á landi að tölvur gætu gagnast fötluðu fólki betur en margt annað. Rauði krossinn, Stjórnunarfélagið, Ör- yrkjabandalag íslands og fleiri hrundu af stað Skóla fatlaðra og skömmu síðar hóf hinn atorkumikli baráttumaður, Hrafn Sæmundsson, að reka áróður fyrir stofnun Tölvumiðstöðvar fatlaðra. Að því verki komu ýmsir forystumenn og fulltrúar samtaka sem vinna að þessum málaflokki. Fulltrúi Þroska- hjálpar var Asta B. Þorsteinsdóttir. Vinnubrögð Ástu vöktu undir eins athygli. Hún kom vel undirbúin til fundanna, hafði gjarnan með sér skrifaðar tillögur og ritaði meira hjá sér en flestir fundarmenn. Ásta hafði talsvert vit á þessum málum - og umtalsverða þekkingu, enda hafði dóttir hennar, Ásdís Jenna, notað tölvustýrð hjálpartæki um nokkurn tíma. Hún gat því miðlað af reynslu sinni og var það ekki h'tils virði. Haustið 1986 var sýnt að stjórn- völd ætluðu að skerða fram- kvæmdasjóð fatlaðra meira en góðu hófi gegndi. Var þá blásið til funda, stofnað svokallað byltingarráð og haldin vaka á Hótel Borg eftir að < Steingrímur Hermannsson hafði tekið við áskorun fundar á Austur- velli. Það lá í loftinu að Öryrkja- bandalag íslands og Landssamtök- in Þroskahjálp væru að missa þolin- mæðina og framboð vofði yfír. Stjómmálamenn létu undan og skertu ekki framkvæmdasjóðinn. En Ásta taldi ekki nóg að gert. Vet- urinn 1987 vann hún ásamt hópi fólks ósleitilega að því að móta kröf- ur heildarsamtaka fatlaðra um úr- bætur og voru stjómmálamenn krafðir svara á fjölmennum fundi sem halinn var á Hótel Sögu á út- mánuðum þetta ár. Hins vegar ent- ust sum þeirra loforða, sem gefín voru á þeim fundi, ekki lengur en fram yfír kosningar og fljótlega syrti í álinn aftur. Það skipti miklu að á þessum ár- um tóku forystumenn Öryrkja- bandalagsins og Þroskahjálpar höndum saman og höfðu virkt eftir- lit með ríkisstjóminni. Á meðan Steingrímur Hermannsson var for- sætisráðherra og Jóhanna Sigurð- ardóttir stýrði félagsmálaráðuneyt- inu var gott samstarf við ríkis- stjórnina. Fundir voru haldnir með ráðherram og reynt að tryggja að hagur öryrkja væri ekki borinn fyr- ir borð. Samvinnunefnd Öryrkja- bandalagsins og Þroskahjálpar gegndi þar lykilhlutverki og enn kom Ásta til fundanna vopnuð skjöl- . um og staðreyndum sem erfítt var að hrekja. Ökkur Öryrkjabanda- lagsmönnum þótti hún stundum heldur óbilgjöm í kröfum sínum en hlutum þó að viðurkenna að hún leiddi baráttuna á þessum áram og mótaði mjög störf og stefnu hvorra tveggja samtakanna. Hún var vel máli farin, skelegg og lét ekki und- an fyrr en full rök höfðu verið færð fyrir því að öðravísi skyldi vinna en hún taldi vænlegast. Þegar ákveðið var að endurskoða lög um málefni fatlaðra í lok 9. áratugarins var sam- tökum fatlaðra einung- is gefinn kostur á að skipa einn fulltrúa í endurskoðunarnefnd- ina. Undirritaður fékk því Framsóknarflokk- inn til þess að skipa sig í nefndina og Alþýðu- bandalagið skipaði Helga Seljan. Hins vegar þótti sjálfgefið að sameiginlegur full- trúi Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins yrði Ásta B. Þorsteinsdóttir. Og enn var það svo að hún leiddi þá hugmyndafræði sem mótuð var innan nefndarinnar með rökfestu sinni og víðtækri þekkingu. Eftir að ég hætti afskiptum af málefnum fatlaðra í árslok 1993 lágu leiðir okkar Ástu saman í bæjarmálum á Seltjamarnesi, en hún var varamaður Bæjar- málafélags Seltjarnamess í félags- málaráði bæjarins. Þegar hún gekk opinberlega til fylgis við Alþýðu- flokkinn brá ýmsum í brún, en sennilega hefur þessi ákvörðun hnnar verið rétt. Henni hefði vafa- laust tekist að sveigja flokkinn enn frekar til fylgis við málstað fatlaðra og hún var óumdeildur málsvari þeirra á Alþingi á meðan hún sat þar. Stundum kastaðist í kekki með henni og ósvífnum ráðherram núverandi ríkisstjórnar, en Ásta efaðist mjög um heilindi þeirra í málefnum fatlaðra. Nú þegar Ásta er kvödd hljóta menn að hugsa til þess jafnaðar og mannréttinda sem hún barðist fyrir. Hvernig skyldi henni hafa orðið við að heyra þau orð formanns Framsóknarflokksins, sem féllu á Alþingi fyrir skömmu, að alltaf væra einhverjir á íslandi sem ættu bágt. Ásta trúði því ekki að öryrkjar ættu bágt öðram fremur. Hún vissi að með réttum viðhorfum og góðri aðstöðu er hægt að bægja burt ýms- um bágindum. Bágindin þurfa ekki að stafa af fótlun eða örorku. Hins vegar búa þeir stjórnmálamenn við andleg bágindi sem treysta sam- borguram sínum ekki betur en svo að þeir varpa því fram í umræðum um hagsmunamál fatlaðra, að alltaf séu einhverjir, sem eigi bágt. Það væri í anda Ástu B. Þor- steinsdóttur að menn tækju hönd- um saman og brytu á bak aftur þetta bágindatal stjómmálamanna og þau viðhorf sem felast í því. Hafí stjórnmálamenn áhuga á að bæta kjör og aðstöðu samborgaranna þarf það að gerast á öðram forsend- um en þeim að líkna þeim sem bágt eiga. Til þess þarf hugrekki og víðsýni. Þessa eðlisþætti hafði Ásta í ríkum mæli. Henni var hins vegar skammtaður of naumur tími til starfa hér á jörð. Arnþór Helgason, fyrrverandi formaður Oryrkjabandalags íslands. Jafnaðarstefnan varð til í þjóðfélagsbreytingum iðnbyltingar- innar á síðustu öld, mörkuð nýjum framleiðsluháttum og starfsstétt- um. Hugsjónir frönsku byltingar- innar um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag urðu einkunnarorð hreyfingar- innar. Iðnbyltingin breiddist smám saman út frá Bretlandi til allra landa, hin nýja stétt varð því alþjóð- leg, með áherslur á jafna möguleika 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson SigunSur Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri einstaklinganna til lífs og hamingju og skyldur þjóðfélagsins að bregð- ast við, ef útaf bæri. Tveimur heimstyrjöldum og kreppu ríkari að reynslu hefur jafn- aðarstefnan einnig verið helsti burðarás samvinnu þjóðanna í vörn- um, alþjóðaviðskiptum, vís- indaþróun og pólitískum samrana. Jafnaðarstefnan setur einstak- linginn í öndvegi, umhverfi og verðmætasköpun lýtur hamingju hans. Barnstár er meira virði en afl fossins. Allir menn, allar þjóðir og alþjóðasamfélagið sjálft, er ein stór fjölskylda, þar sem vellíðan eins er hamingja hinna. Ásta B. Þorsteinsdóttir hafði allt það til að prýða, sem einkennir þessa miklu hugsjón og forastu- menn hennar. Hjartahlý, samvisku- söm, dugleg og stefnuföst. Það var unun að taka á með Ástu, hvort sem það var í málefnavinnu eða félags- starfi. Það sópaði af henni hvar sem hún fór, viljinn var stál og reynsla hennar einstök til hjálpar lítilmagn- anum. Hún var hjúkranarfræðingur að mennt, hafði aflað sér starfsreynslu um víða veröld og verið í stjóm stærstu heilbrigðisstofnana þjóðar- innar, auk þingmennskunnar og varaformennsku í Alþýðuflokknum. Fáir höfðu meiri innsýn inn í líf þeirra, sem örlögin voru mótdræg. Af sjálfri sér gaf hún von, trú og kærleika og æðraleysið og kjarkur- inn í eigin veikindastríði var ein- stakt. Alþýðuflokkurinn og jafnaðar- menn hafa mikið misst, svo hefur þjóðin öll og reyndar það samfélag í veröldinni, sem trúir á vináttu og bræðralag allra manna. Af vígvöll- um Evrópu, daunillum verksmiðj- um, fátæktarhreysum, mismunun og örbirgð, spratt vonin um það betra líf, sem Ásta og jafnaðarmenn berjast fyrir. Megi sú hugsjón ræt- ast. Ég votta eiginmanni, bömum, móður, fjölskyldunni allri, ættingj- um, félögum og vinum mína dýpstu samúð. Guð vonar og kærleika styrki þau í hræðilegri raun og veiti Ástu minni sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Við fráfall Ástu B. Þorsteinsdótt- ur, hjúkranarfræðings og alþingis- manns setur okkur hljóða og er stórt skarð höggvið í raðir hjúkran- arstéttarinnar. Við Landspítalann starfaði hún á skurðstofu kvenna- deildar frá 1982 og síðan sem hjúkr- unarframkvæmdastjóri frá 1988 til ársloka 1997, en þá tók hún sæti á Alþingi Islendinga. Við sem vorum með henni í önn- um dagsins, hrifumst af áhuga hennar og dugnaði. Hún var baráttumanneskja og ófeimin að segja meiningu sína sama hver í hlut átti. Það sem vakti sérstaklega athygli í starfi Ástu var hversu framsýn og áræðin hún var, opin fyrir nýjungum sem gætu orðið til að bæta hjúkrunarþjónustuna hvort sem það var stjórnunarlegs eðlis eða tengt sjálfri umönnuninni og hún hikaði ekki við að reyna nýjar leiðir. Þessi eiginleiki hennar fram- ar öðram teljum við að hafi gert hana að þeim leiðtoga sem hún var. Ásta var glæsileg kona, fas hennar einkenndist af hlýlegum virðuleik og hafði hún í framkomu sinni og starfi sterk mótandi áhrif. 10. september 1966 giftist Ásta eftirlifandi eiginmanni sínum Ástráði Benedikt Hreiðarssyni, yf- irlækni og eignuðust þau þrjú böm. Heimili þeirra var yndislegt og átt- um við samstarfsfólk Ástu margar ánægjustundir þar við höfðinglegar móttökur og vinarþel sem þar var ávallt ríkjandi. Ásta verður ógleymanleg öllum sem kynntust henni og hefur hún áreiðanlega fengið fyrirbænir frá sínum fjölmörgu vinum fyrir allt sem hún lagði á sig þeirra vegna og hvað er dýrmætara en hlýir hugir góðra vina og ættingja. Við minnumst hennar einnig sem þróttmikillar og æðrulausrar konu til hinstu stundar í baráttu við skæðan sjúkdóm. En þar sem í öðra vora eiginmaður, börn og móðir líf- akkeri hennar. Vinir og samstarfsfólk á Land- spítalanum kveðja Ástu B. Þor- steinsdóttur með virðingu og þakklæti og biðja Guð að helga minningu hennar og það starf sem hún vann í þágu spítalans. Við sendum eiginmanni, bömum og öðrum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Vigdís Magnúsdóttir, Bergdís Krlstjánsdóttir. Það er skarð fyrir skildi. ísland hefur misst eina af sínum bestu dætrum. Ég kynntist Ástu B. Þorsteins- dóttur í síðustu kosningum til Alþingis. Við voram saman á fram- boðslista Alþýðuflokksins í Reykja- vík og vorum oft send saman á vinnustaðafundi og út á meðal kjó- senda til að tala máli flokksins. Það fór aldrei á milli mála hversu mikill fengur var í henni íyrir Alþýðuflokkinn, sem háði erfiða baráttu fyrir stöðu sinni þar sem sótt var að honum úr öllum áttum. Það var einstök reynsla að fá að vinna með henni í þessum kosninga- slag. Málflutningur hennar var per- sónulegur, einlægur og strax við fyrstu kynni fannst manni sem mað- ur hefði alltaf þekkt hana. Hjá henni vora engin dulin markmið eða ásókn í völd eða virðingu. Hún var komin í þennan slag til að láta gott af sér leiða, til að vinna af heilindum og af öllu afli fyrir þá sem ekki eiga kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Hún hafði alltaf tíma til að tala við þá sem hún hitti. Ég sá hana síð- ast á sólríkum haustdegi í fyrra, þar sem ég var staddur í hópi ungra jafnaðarmanna við borð á verönd- inni á Kaffi Reykjavík. Ásta gekk hjá, sá okkur og settist við borðið okkar og fékk sér kaffibolla. Við spjölluðum um stjórnmálin auðvitað og hún hlustaði af áhuga á það sem við höfðum um þau að segja. Ég sagði henni að ég væri á leiðinni til Bandaríkjanna í nám og hún miðlaði mér af þeirri reynslu sem hún hafði af því landi. Þá var orðið Ijóst að Jón Baldvin Hannibalsson væri á leið út af þingi og að Ásta tæki þar sæti. Ég man að þegar við unga fólkið gengum heim af kaffihúsinu þennan dag ræddum við hvað þessi þrek- mikla og góða kona ætti mikið er- indi á Alþingi Islendinga. Þjóðin væri lánsöm að njóta krafta hennar þar. En það varð því miður ekki lengi. Eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm varð Ásta að lúta í lægra haldi. Á þeim tíma sem Ásta gegndi starfi varaformanns Alþýðuflokks- ins urðu vatnaskil í sögu íslenskrar vinstri hreyfingar. Nú hillir undir að hér verði til ein sterk hreyfing jafnaðarmanna, sem hefur burði til þess að fylgja sínum málum eftir af fullum þunga. Það er verkefni þeirr- ar hreyfingar að þau stefnumál, sem vora Ástu kærust, verði áfram í hávegum höfð. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum mína dýpstu samúð. Magnús Árni Magnússon. Við spyrjum út í tómið: Hvers vegna? en fáum ekkert svar annað en það að hér séu leiðarlok. Ásta var hugmyndarík, atorku- og hugsjónakona, eldhugi. Við kynntumst henni í byrjun sem móð- ur mjög fatlaðs barns, síðar sem óþreytandi baráttu konu fyrir rétt- indum og lífskjöram fatlaðra. Málefni fatlaðra vora hennar vettvangur, svo víður og fjölbreyti- legur sem hann er. Ásta tók verk- efnin þar mjög föstum tökum og sparaði hvorki krafta né tíma við að leiða mál til lykta. Um árabil var hún í forystu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Á því tímabili var efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu hér á landi um málefni fatlaðra. Þetta var árið 1994 og stóðu Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið saman að ráðstefnunni í samvinnu við Sameinuðu þjóðimar, félagsmál- aráðuneytið og fleiri. Sameinuðu þjóðimar höfðu þá nýlega sent frá sér meginreglur sínar um jafna þátttöku fatlaðra. Að nokkru leyti var það tilgangur ráðstefnuhaldsins að kynna meginreglurnar á heims- vísu. Ásta var formaður undirbún- ingsnefndarinnar og vann að undir- búningnum helga daga sem virka í marga mánuði, síðustu vikurnar má segja að hún legði nótt við dag. Hún var einnig ráðstefnustjóri. Öll þessi mikla vinna hennar skilaði sér í formi metnaðarfullrar og fjölsóttrar ráðstefnu. Það lá mjög beint fyrir hjá Ástu að snúa sér að stjórnmálum þegar hún lét af formennsku í Landssam- tökunum. Menn væntu mikils af störfum hennar á Alþingi en þing- setan varð sorglega stutt. Það var klippt á þráðinn og atorku- og hug- sjónakonan Ásta horfin sjónum okkar á besta aldri. Við sendum Ástráði, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. María og Haukur Þórðarson. Ásta B. Þorsteinsdóttir, alþingis- maður og fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látin eftir stutt stríð við illvígan sjúkdóm. Með henni er gengin einhver ötulasti og jafnframt litríkasti baráttumaður fatlaðra á Islandi. Orðspor Ástu náði einnig langt út fyrir Islandsstrendur og nægir þar að minnast 700 manna alþjóðlegrar ráðstefnu „Eitt samfélag fýrir alla“ sem haldin var á Islandi 1994, en Ásta var aðalhvatamaður og fram- kvæmdastjóri þeirrar ráðstefnu. Sú ráðstefna markaði ef til vill meiri tímamót í sögu fatlaðra en almennt er vitað. Þegar Bengt Lindqvist, sérlegur sendifulltrúi Sameinu þjóðanna um málefni fatlaðra, kom hingað til lands í desember 1997 fyrir milligöngu Ástu, lét hann þess getið að þótt hann væri störfum hlaðinn, þá skuldaði hann Islandi heimsókn vegna þess að ályktun alþjóðlegu ráðstefnunnar í Reykja- vík hafi á margan hátt lagt grund- völlinn að því starfi sem hann gegndi nú. Undirritaður átti því láni að fagna fyrir hönd Landssamtakanna Þroskahjálpar, að taka þátt i norrænu samstarfi með Ástu B. Þorsteinsdóttur og komast að raun um, hversu mikillar virðingar hún naut á þeim vettvangi. Norræna samvinnuráðið um málefni þroska- heftra, N.S.R., og aðildarfélög að þeim samtökum, sem era systur- samtök Þroskahjálpar á öllum Norðurlöndum, hafa beðið um að skilað sé kveðju með dýpstu samúð til ættingja og vina hennar á Is- landi. Ásta B. Þorsteinsdóttir var glæsi- legur fulltrúi íslands á erlendri grand. Hún talaði sínu máli af sömu festu á þeim vettvangi og heima fyr- ir. Stærð lands og þjóðar skipti hana engu í þeim efnum, hún sannaði að ef hugmynd er góð og vel er fyrir henni mælt, skiptir engu máli frá hversu fjölmennri þjóð málshefjandi kemur, það er hlustað og hrifist. Það var svo sannarlega hlustað og hrifist af málflutningi Ástu og henni margur sómi sýndur. Um sumt er það einnig svo, að fá- menn þjóð með sterkan leiðtoga átti auðveldara með að framkvæma ýmislegt af því sem nýjast var í hugmyndafræði í útlöndum. Svo vitnað sé aftur í Bengt Lindqvist, þá kom það honum skemmtilega á óvart að hér á Islandi skyldi vera ákveðin hefð fyrir samvinnu Mann- réttindaskrifstofu og Þroskahjálpar og að þegar árið 1994 hefðu Lands- samtökin Þroskahjálp helgað full- trúafund sinn manméttindabaráttu fatlaðra. Bengt Lindqvist gat upp- lýst að einmitt þetta sjónarmið, að líta á baráttu fyrir réttindum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.