Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ
32
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
KIRKJUSTARF
í DAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hótel Búðir,
Snæfellsnesi
FYRIR hálfum mánuði
ski'ifaði ég bréf í Morgun-
blaðið þar sem ég var að
biðla til lesenda um að
senda mér bréf með
skemmtilegum minningum
frá Hótel Búðum í tilefni af
50 ára afmæli þess. Mig
langar til að minna lesend-
ur á að enn er tími til að
senda bréf. Þau skulu
merkt pósthólf „Búðir-
1588“. Með fyrirfram
þakklæti.
Andrés Erlingsson,
sagnfræðingur.
Óánægðar
með Bónus
VIÐ viljum lýsa yflr óá-
nægju okkar með Bónus í
Grafarvogi. Okkur finnst
orðnar miklai' breytingar sl.
mánuð eða svo. Verslunin
er orðin draslaraleg, lítið
vöruúrval og áberandi hvað
vantar verðmerkingar og
sömuleiðis vantar þetta
hlýja viðmót sem fyrri
verslunarstjóri sýndi. Við
viljum náttúrulega helst fá
verslunai'stjórann aftur og
skorum á fleiri sem eru
sammála að láta í sér heyra.
Björk Marinósdóttir,
Signý Pálmadóttir.
Tapað/fundið
Svört derhúfa
týndist
SVÖRT derhúfa týndist í
síðustu viku á Skúlagötu
milli Barónsstígs og Vita-
stígs. Finnandi vinsam-
lega hringið í síma
552 0484.
Grænn gómur
og iyklar fundust
við Sogaveg
GRÆNN gómur fannst á
gangstétt á Sogavegi. Tveir
lyklai' fundust við Sogaveg
103, merktir Subaru. Hafíð
samband við Fríðu eða Jón
í síma 588 9288.
Gullhringur týndist
GULLHRINGUR með
þremur steinum týndist í
miðbæ Reykjavíkur um
helgina. Þessi hringur er
útskiiftargjöf og er sárt
saknað. Skilvís og heiðar-
legui' finnandi vinsamlega
hafi samband í síma
566 6886.
Dýrahald
Freddy er týndur
FREDDY álpaðist út um
glugga á Holtsgötu 39
miðvikudaginn 7. október
og ratar ekki heim. Ef
einhver hefur séð hann þá
vinsamlega hafið samband
við Örnu og Bjarna í síma
552 3240 eða 899 4463
Hvolpar fást gefíns
TVEIR átta vikna hvolpar
fást gefins. Upplýsingar í
síma 554 4708.
Gulbröndóttur fress
Ekið var yfii- gulbröndótt-
an fress með rauða hálsól
við Glitanes 2. Upplýsingar
hjá Birnu í síma 561 3419.
Grár köttur
týndur
7. OKTÓBER týndist frá
Artúnsholti 11 ára gamall
fressköttur, grár á lit,
merktur með rauðköflóttri
ól. Gegnir nafninu Felli.
Hann býr í Grafarvogi.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 567 5506 eða
567 2344.
Skosk-íslenskur
hvolpur fæst gefíns
TVEGGJA mánaða skosk-
íslenskur hvolpur fæst gef-
ins. Upplýsingar í síma
565 0353.
Mási er týndur
MÁSI er fressköttur sem
var í pössun í Hæðargarði
og týndist þaðan 30.
september sl. en hann á
heima í Suðurhóium í
Breiðholti. Hann er
grábröndóttur með hvíta
höku og eyrnamerktur, og
þegar hann hvai’f var hann
með Ijósbláa ól með þremur
bjöllum. Hafi einhver orðið
ferða hans var er hann
beðinn að hringja í síma
557-6746 eftir kl. 17 eða í vs.
560-1647 á skrifstofutíma.
SKAK
I iii s j o ii llargeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
Ólympíuskák-
mótinu í Elista
í Kalmykíu á
dögunum.
Þröstur Þór-
hallsson hafði
hvítt og átti
leik gegn Kól- m,
umbíumannin- ^
um Alonso
Zapata 23.
Rg6+! - fxg6
24. fxg6 - c4+
25. Hf2 - De7
26. d6! og
svartur gafst
upp. Mát á h7
og árás á
drottninguna
á c7 og hrókinn á h8 er of
mikið fýiTr hann.
Þröstur átti velgengni að
fagna á Ólympíumótinu,
hlaut sjö vinninga af ellefu
mögulegum og hækkar
verulega á stigum fyrir
frammistöðuna.
HVITUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
, Æ, se, haruverorðinn lei&jr & len-fijrrv. "
Víkveiji skrifar...
Safnaðarstarf
S
I auga stormsins
í Háteigskirkju
í AUGA stormsins er heiti á dag-
skrá í Háteigskirkju hvern fimmtu-
dag framvegis. Þar verður sérstak-
lega lögð áhersla á kyrrð, íhugun,
bæn, lofsöng og fræðslu. Taizé-
stundirnar verða auðvitað áfram kl.
21, en klukkan 19.30 verður innri
íhugun og kl. 20.15 stutt fræðslu-
stund.
Hugmyndin er sú að fólk geti tek-
ið þátt í þessum þremur þáttum eða
hverjum fyrir sig, allt eftir því, hvað
.fólk hefur tíma og löngun til.
Hafnarfjarðar-
kirkja -
taflklúbbur
NOKKRIR eldri borgarar hittast nú
í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn-
arflarðarkirkju, á miðvikudögum frá
kl. 13-16 og tefla og hafa mikið yndi
af. Allir sem hug hafa á að setjast að
tafli á þessum tíma í Strandbergi eru
þó velkomnir á hvaða aldri sem þeir
eru. Bjarni Linnet, sími 561 1440,
veitir frekari upplýsingar um þessa
taflfundi.
Tónlistarguðs-
þjónusta
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
orðið mikil endurnýjun í helgihaldi
kirkjunnar víða um Norðurlönd.
Ástæðurnar eru margar en efalaust
hefur það ýtt undir að tengsl ungu
kynslóðarinnar í dag við kirkjuna
eru veikari en fyrr og margt í helgi-
haldinu er henni því framandi. Hlut-
verk helgihaldsins, messunnar og
guðsþjónustunnar, er að vera far-
vegur tilbeiðslunnar. Spurningin
hlýtur því að vakna, hvemig getur
kirkjan best svarað kalli tímans og
skapað helgihaldinu farveg sem auð-
veldar t.d. ungu fólki að taka þátt í
tilbeiðslunni?
Þessari spurningu hafa kirkjurn-
ar svarað með því að semja sérstak-
ar guðsþjónustur og messur er gefa
nýjum straumum í helgihaldinu
tækifæri en varðveita um leið kjam-
ann, það er tilbeiðsluna. Sem dæmi
um þetta nýja helgihald má nefna
„Vísnamessuna" sem sænska kirkj-
an hefur þróað. Þar er allt helgi-
haldið byggt upp í kringum hina
hefðbundnu liði messunnai-, en hver
einasti liður hefur verið endursam-
ínn til samræmis við norræna vísna-
hefð. Annað dæmi sem nefna má er
„Tómasarmessan“ sem flutt hefur
verið í Breiðholtskirkju hér á landi
og margir kannast því við.
Tómasarmessan er ættuð frá
finnsku kirkjunni. I Danmörku hef-
ur verið samin sérstök íhugunar-
guðsþjónusta og á öllum Norður-
löndunum eru haldnar æskulýðs-
messur undir heitinu „poppmessa"
þar sem popptónlistin leiðir til-
beiðsluna. Þau sem sækja kirkjuna
sína hér á landi kannast efalaust vel
við öll þessi guðsþjónustuform og
auk þess mætti bæta við „Taize“
messunni sem er íhugunarmessa
ættuð frá Frakklandi.
Til þess að leitast við að samræma
þessi nýju tilbeiðsluform sem rutt
hafa sér til rúms á undanförnum ár-
um, hefur sænska kirkjan samið
guðsþjónustuform sem kallast^ einu
nafni „tónlistarguðsþjónusta". I tón-
listarguðsþjónustunni er kjarninn
ætíð hinn sami. Lesið er úr Biblí-
unni og fluttar eru bænir auk stuttr-
ar hugleiðingar, en megináherslan
er á tónlistina. Söngurinn og tónlist-
in eru þannig kjarni tilbeiðslunnar.
En þó formið sé hið sama getur tón-
listarhefðin sem notuð er verið ólík.
Þannig getur tónlistarguðsþjónust-
,an einkennst af popptónlist,
vísnatónlist, klassískri tónlist og
sérhverri tónlistarstefnu sem kosið
er að nota í tilbeiðslunni. Tónlistar-
guðsþjónustan hefur verið þýdd á ís-
lensku og formið notað í tvo vetur í
Hafnarfjarðarkirkju og hefur það
fallið vel að íslenskri tónlistarhefð
og tilbeiðslu. Fyrirhugað er að halda
~t-ónlistarguðsþjónustur kl. 17.00 í
kirkjunni annan hvern sunnudag í
vetur, þá næstu sunnudaginn 25.
október.
Sr. Þórhallur Heimisson,
Hafnarfjarðarkirkju.
Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn
kl. 17.
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Grensáskirkja. TTT-stai-f (10-12
ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja. Starf fyrir 9-10
ára kl. 16.30. Starf fyrir 11-12 ára kl.
18. Fræðslukvöld kl. 20.30. ,Ást og
agi í uppeldinu": Sæmundur Haf-
steinsson sálfræðingur. Fyrirspurn-
ir, umræður. Píanóleikm-: Ragnheið-
ur Bjarnadóttir.
Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir kl.
18.
Langholtskirkja. Starf eldri borgara
í dag kl. 13. Allir velkomnir. Bænar-
og íhugunarstund kl. 18.
Laugarneskirkja. Fundur
„Kirkjuprakkara“ (6-9 ára börn) kl.
14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl.
16. Fræðslukvöld kl. 20.30 í safnað-
arheimiii Laugarneskirkju með for-
eldrum barna í Grensás-, Langholts-
og Laugarnessöfnuðum. Fræðarar
eru prestarnir Ólafur Jóhannsson,
Jón Helgi Þórarinsson og Bjarni
Karlsson.
Neskirkja. Mömmumorgunn kl.
10-12. Ungar mæður og feður vel-
komin. Kaffi og spjall. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16. Umsjón
Kristín Bögeskov, djákni. Bæna-
messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis-
son.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður í safn-
aðarheimilinu.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænii-. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu á eftir. „Kirkjuprakkarar",
starf fyrir 7-9 ára börn, kl. 16. TTT
starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æsku-
lýðsfundur kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja. KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10-12. Sarf fyrir 10-12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára
börnum, í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á sama
stað með 10-12 (TTT) ára börnum
kl. 17.45-18.45.
Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn-
um í kirkjunni og í síma 567 0110.
Léttur kvöldverður að bænastund
lokinni.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14-16.30. Helgistund,
spil og kaffí.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyirðarstund
I hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30.
Æskulýðsstarf, eldri deild, kl. 20-22
í minni Hásölum.
Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið
hefst með borðhaldi í Kirkjulundi kl.
19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22.
Námskeiðið er fræðsla um kristna
trú fyrir hjón og einstaklinga.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld
aldraðra fimmtudagskvöldið 1. okt.
kl. 20.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl.
10 mömmumorgnar í safnaðarheim-
ilinu. Samvera ungra barna og for-
eldra þeiiTa.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Fjöl-
skyldusamvera kl. 18.30 sem hefst
með léttri máltíð á vægu verði. KI.
19.30 er kennsla og þá er skipt niður
í deildir. Allir hjartanlega velkomn-
ir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg. Há-
degisverðarfundurinn sem vera átti í
dag fellur niður vegna útfarar frú
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
forsetafrúar.
AÐ fer ekkert á milli mála, að
hinn nýi alþjóðlegi flugvöllur
Norðmanna í Gardermoen og flug-
stöð eru mikil og glæsileg mann-
virki. Víkverji var nýlega á ferð í
Noregi og flaug með vél Flugleiða
til Gardermoen fimmtudaginn 8.
október, daginn sem flugvöllurinn
og flugstöðin voru formlega tekin í
notkun. Vélin var á áætlun og Vík-
verji náði tengiflugi áfram frá
Gardermoen klukkustund eftir
lendingu. Raunar mun það hafa
verið mjög óvenjulegt, fyrstu dag-
ana eftir að nýi flugvöllurinn var
opnaður, að vélar væru á áætlun.
Margir máttu sætta sig við langar
tafir og ef marka mátti norsku
pressuna og sjónvarpið fyrstu dag-
ana eftir opnun, þá jaðraði við
neyðarástand á flugvellinum,
vegna þess að óþolinmóðir flugfar-
þegar, sem höfðu beðið klukku-
stundum saman, létu skömmum
rigna yfir örþreytt starfsfólkið.
xxx
AÐ MATI Víkverja er nýi flug-
völlurinn afar vel heppnaður
og hönnun flugstöðvarinnar sömu-
leiðis. Innréttingar eru gullfalleg-
ar, bjart yfir öllu og hátt til lofts
og vítt til veggja. Að vísu sá Vík-
verji á heimleið um síðustu helgi,
að enn er ekki búið að ganga frá
öllu, að því er varðar skilti, merk-
ingar og þess háttar og enn má sjá
iðnaðarmenn að störfum í flug-
höfninni, þótt þeim hafi fækkað
verulega frá því að völlurinn var
opnaður fyrir tæplega hálfum
mánuði. Noregur virðist vera
mjög dýrt land, enda ljómar land-
ið beinlínis af velmegun og hvar-
vetna virðist snyrtimennska og
hreinleiki vera höfð í fyrirrúmi, ef
marka má það sem Víkverji sá á
ferðum sínum í þessari Noregs-
heimsókn.
XXX
LANDINN getur lent í
hremmingum á ferðalögum
erlendis, þótt ekki þurfi þær að
vera neitt stórdramatískar. Vík-
verji lenti í þeirri aðstöðu í liðinni
viku, að þurfa á upplýsingum um
símanúmer að halda í Noregi, en
hann hafði þá stundina ekki að-
gang að neinum síma nema eigin
GSM-síma. Hringdi hann því í
upplýsingar Landssímans hér í
Reykjavík og bað um aðstoð. Eft-
ir mikið japl, jaml og fuður sagði
stúlkan hjá upplýsingum að því
miður gæti hún ekki orðið Vík-
verja að liði, því hann væri að
biðja um símanúmer í öðru landi.
Reglur Landssímans væru með
þeim hætti, að það væri óheimilt
að veita upplýsingar um síma-
númer í öðrum löndum til íslend-
inga sem væru staddir í öðrum
löndum. Stúlkunni varð ekki þok-
að - ekki um svo mikið sem milli-
metra. Er það eitthvert misminni
að Landssíminn hafi ætlað að
taka sig á í sambandi við þjónustu
og viðmót við viðskiptavini, sem
svo sannarlega fá að borga fyrir
þjónustuna, þótt þeir fái hana
ekki nema með höppum og glöpp-
um? Ef reglur Landssímans eru
með þeim hætti sem stúlkan lýsti
fyrir Víkverja, þá telur Víkverji
að Landssíminn eigi að breyta
þeim hið snarasta - því þær eru
einfaldlega fjandsamlegar við-
skiptavininum og heimskulegar í
þokkabót.