Morgunblaðið - 21.10.1998, Page 56
' *56 MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
Forvitnilegar bækur
FARIÐ er mjúkum höndum
um Morrissey í ævisögunni.
Að vakna
sem
brjóst
Brjóstið. „The Breast". Eftir Philip
Roth. 89 blaðsíður. Vintage,
New York, árið 1972.
Eymundsson. 1.350 krónur.
„EINN morgun þegar Gregor
Samsa vaknaði heima í rúmi sínu
eftir órólegar draumfarir, hafði
hann breytzt í risavaxna bjöllu,“
segir í upphafi Hamskiptanna eftir
Franz Kafka; hugmynd sem Philip
Roth grípur á lofti í Brjóstinu.
Söguhetja þessarar óvenjulegu
skáldsögu er prófessorinn David
Kepesh. Hann er heilsuhraustur
38 ára karlmaður sem hefur aldrei
veikst alvarlega og er hvorki far-
inn að missa hár né tennur, að eig-
in sögn.
Það er því óneitanlega dálítið
áfall fyrir hann þegar hann vaknar
á Lenox Hill-spítalanum við það að
verið er „lauga andlitið á honurn".
„Andlitið?" hrópar hann. „Hvar er
það! Hvar eru hendurnar?
Fætumir? Hvar er munnurinn á
mér? Hvað kom fyrir mig?“ Það
sem gerðist, þótt læknarnir hafi
átt bágt með að greina David frá
því, var að á fjórum sársaukafull-
um klukkutím-
um eftir
miðnætti 14.
febrúar árið
1971 breyttist
hann í risavaxið
155 punda
brjóst.
H v e r n i g
glímir virðuleg-
ur bókmennta-
fræðiprófessor
við þann veru-
leika (eða nokk-
ur annar ef út í
það er farið)?
David er í hlut-
verki sögu-
manns og lýsir
því óaðfinnan-
lega á raunsæj-
an, stundum
kátbroslegan og
iðulega brjóst-
umkennanlegan
hátt.
Maður veit
vart hvort mað-
ur á að hlæja
eða gráta þegar
maður fylgist
með þjáningar-
fullri togstreit-
unni innra með honum þegar hann
reynir að hemja löngunina í snert-
ingu og kynlíf; fantasíunum sem
hefðu sómað sér vel í einni af
myndum Russ Meyers; kaldri rök-
hyggjunni þegar hann reynir að
klæða málsatvik í búning skyn-
seminnar og vonlausum tilraunum
til að viðhalda sæmdinni í kring-
umstæðum sem gætu ekki orðið
meira auðmýkjandi. Brjóst verða
varla mikið álitlegri en þetta.
Pétur Blöndal
GRÍMUKLÆDDA HETJAN MEÐ SVÖRTU SKIKKJUNA
ÞAÐ er ekki amalegt fyrir hina fátæku að eiga verndara á borð við Zorró.
Refurinn Zorró
DRAKÚLA hefur sýnt á sér
mörg andlit á hundrað árum.
Öll andlit
Drakúla
„Dracula: The fírst hundred ye-
ars“. Drakúla: Fyrstu hundrað
árin. Ritstjóri: Bob Madison. 322
blaðsíður. Midnight Marquee
Press, Inc., Baltimore, árið 1997.
Mál og mennning. 2.695 krónur.
DRAKÚLA eftir Bram Stoker
var fyrst gefin út áríð 1897.
Drakúla: Fyrstu hundrað árín er
gefm út í tilefni af aldarafmæli
vampírunnar ódauðlegu. Hún lýsir
því hvernig goðsögnin um transyl-
vanísku vampíruna hefur þróast á
þessum hundrað árum og reynt er
að varpa Ijósi á það af hverju
Drakúla hefur átt þessum
vinsældum að fagna í
gegnum tíðina.
Þetta er samansafn
greina eftir fræðimenn
og aðdáendur
vampírunnar og litið er
á Drakúla frá ýmsum
sjónarhornum. Mest-
megnis fjallar bókin um
kvikmyndir sem gerðar
hafa verið um Dracula eða
aðrar persónur honum ná-
skyldar. Mikið er fjallað
um þá leikara sem leikið
hafa Drakúla og þeirra
framlag til þeirrar þróunar
sem orðið hefur á persón-
unni Drakúla.
ítarlega er fjallað um sögu
Bram Stokers og að auki er
litið á það hvernig Drakúla
birtist sem barnafigúra,
myndasöguhetja, _ skrímsli,
goðsögn og kynvera. I raun má
segja að hér sé fjallað um öll
andlit Drakúla, um þá sem
gerðu greifann að goðsögn með
einum eða öðrum hætti og
hvernig hann hefur breyst í
gegnum tíðina.
Vegna þess að bókin byggir á
innleggi margi-a sem líta á
Drakúla frá mismunandi sjónar-
hornum þá verður hún mjög
mistæk og oft er mikið um endur-
tekningar. Sumir kaflar eru mjög
áhugaverðir og skemmtilegir, eins
og þeir sem fjalla um Drakúla inn-
an ákveðins tímabils, til dæmis
hafði ég ekki hugmynd að Drakúla
hefði stundað diskótek í satín-
skyrtum á sjöunda áratugnum.
Aðrir kaflar falla í þá giyfju að
verða hrútleiðinleg upptalning, til
dæmis kaflinn sem fjallar um
Drakúla í hasarblöðum. Þar að
auki eru kaflar í bókinni sem mér
fannst alls ekki eiga erindi þangað,
eins og kaflinn um íjórðu eigin-
konu Bela Lugosi, leikarans sem
var samnefnari fyrir Drakúla lengi
vel.
Það mætti segja að það vantaði
meiri heildarsvip á bókina til þess
að saga þessa heillandi myrkra-
höfðingja sem hefur fylgt okkur í
hundrað ár yrði skýrari og hnit-
miðaðri. í bókinni eru margir góðir
sprettir en hún hittir ekki alveg í
mark.
Elsa Eiríksdóttir
GRÍMUKLÆDDI skylminga-
kappinn Zorró kom fyrst fram á
sjónvarsviðið árið 1919 í tíma-
ritinu „All Story Weekly“. Þar
birtist framhaldsssagan „The
Curse of Capistrano" eftir John-
ston McCulley, sem hafði
starfað áður sem blaðamaður
hjá lögreglunni. Þetta var
fyrsta sagan af 65 ótrúlega
vinsælum sögum um Don Diego
de la Vega sem var sonur
vellauðugs landeiganda í Kali-
forníu.
Ódauðlegur á
hvíta tjaldinu
Diego virtist lítilfjörlegur
maður og kaus hann frekar að
dansa og hlusta á kveðskap en
taka þátt í ofbeldisverkum. En á
næturnar setti Diego upp sína
sönnu grímu og kallaði sig Zor-
ro [refur á spænsku], sem
barðist gegn ranglæti rétt eins
og Hrói Höttur.
Árið 1920 varð Zorró ódauð-
legur á hvíta tjaldinu þegar
Douglas Fairbanks lék hann í
Dýrustu sjónvai’ps-
þættirnir
Zorró var eins og skapaður til
þess að vera efniviður í mynd-
araðir og gerði Republic tólf
mynda röðina „Zorro Rides
Again“ og fylgdu átta mynd-
araðir í kjölfarið á henni. Árið
1957 kom Zorro fyrst fram á
sjónvarpskján-
um og var
kappinn leik-
inn af Guy
Williams. Dis-
ney fyrir-
tækið stóð
fyrir þáttun-
um sem
voru á þeim
tíma þeir
dýrustu
sem gerðir
höfðu ver-
ið og
einnig
þeir
vinsæl-
ustu.
1981-1983 á sjónvarpstöðinni
CBS. Einnig komu fram grínút-
gáfur af goðsögninni t.d. „Gay
Blade“ með Guy Hamilton og
einnig Disney myndaröðin „Zor-
ro and Son“.
Ekki að gefa upp
öndina
Á þessum áratug hefur kapp-
inn verið mikið í sviðsljósinu en
88 þættir um Zorro voru gerðir
í samstarfsverkefni New World
Television (Bandaríkin), Ellipse
(Frakkland) og RAI (Ítalía).
Árið 1992 gaf Disney út útgáfur
af Guy Williams myndaröðinni
sem gæddar höfðu verið lit og
naut það mikilla vinsælda.
Árið 1995 gerði Ken Hill
söngleik um Zorro, sem fékk
góða dóma gagnrýnenda og eru
raddir uppi um að svartklædda
hetjan muni fara á fjalirnar á
Broadway. Nýjasta skrautljöð-
urin í hnappagat Zorro er
myndin sem fyrirtæki Spiel-
berg, Amblin Entertainment,
framleiðir og eru Antonio Band-
eras og Anthony Hopkins í aðal-
hlutverkum. Þetta ætti að
nægja til að sýna að Zorró er
langt frá því að gefa upp önd-
ina.
ANTONIO Banderas
og Catherine Zeta-
Jones í ldutverkum
sínum í Grímu
Zorrós.
„The Mark of Zorro“ sem var
endurgerð af fyrstu bók McCul-
leys. Myndin er enn álitin ein af
bestu þöglu kvikmyndunum.
Tveimur áratugum síðar léku
þeir Tyrone Power og Basil
Rathbone í endurgerð „The
Mark of Zorro“ en þá var
hljóðið komið til sögunnar.
Zorró var einnig árið 1937 í
fyrstu litmyndinni sem Republic
lét gera og hét hún „The Bold
Caballero".
Á 7. og 8. áratugnum voru
gerðar margar myndir um
Zorró í Evrópu og er „Zorro“
þeirra minnistæðust en þar var
Alain Delon í aðalhlutverki.
Árið 1974 lék Frank Langella
Zorro í enn annarri endur-
gerðinni af „Mark of Zorro“ fyr-
ir bandarískt sjónvarp.
Á 9. áratugnum komu fram
teiknimyndir um Zorró, sem
hétu „The New Adventures of
Zorro“ og voru þær sýndar árin