Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 4

Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 4
4 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/10 - 24/10 ►FIMM íslendingar náðu tíndi Ama Dablam, 6856 m.y.sj' Himalajafjölluiri á þriðjudag. ►VONSKUVEÐUR var á Vestijðrðum og á Norður- landi á fimmtudag og föstu- dag. Mikinn snjó settí niður og fjallvegir lokuðust flestir á Vestijorðum. Ófært var um Víkurskarð og vegir voru meira eða minna ófærir f Þingeyjarsýslum. ►KONUR hafa aukið áfengis- neyslu sína á siðustu áratug- um og drekka nú ekkert síð- ur en piltar. Stúlkur í 10. bekk reykja ennfremur meira en strákar á sama aldri. Þetta kom meðal annars fram í skýrslu Fræðslumiðstöðvar í fíkniefnavörnum. ►LAUN opinberra starfs- manna og bankamanna hafa að meðaitali hækkað nær tvöfalt meira i ár en laun á almennum vinnumarkaði samkvæmt madingum launa- vístölu Hagstofu Islands. ►FÁTÆKT er viðvarandi á íslandi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Há- skólans. Hæst er hlutfall fá- tækra i landbúnaði og fleiri konur eru fátækarí en karl- ar. Þetta kom meðal annars fram á ráðstefnu á föstudag um jaðarhópa i íslensku sam- félagi. ►RANNSÓKNIR á mengandi eiturefnum i islenskum fugl- um hafa leitt i ljós að fálkar reyndust mikið mengaðir af þrávirkum klórkolefnum og fannst svipað magn PCB-efna í islenskum og norskum fálk- um. Útför frú Guðrúnar Katrínar ÚTFÖR frú Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur forsetafrúar var gerð frá Hallgrímskirkju á miðvikudag. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjömsson, jarðsöng forsetafrúna að viðstöddum öllum þjóðhöfðingjum Norðurlandanna og um 900 öðrum gestum. Þorsteinn Pálsson hættir í stjórnmálum ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra hefur tekið þá ákvörðun að hætta þátttöku í stjóm- málum. Hann gefur ekki kost á sér til framboðs í Suðurlandskjördæmi í al- þingiskosningunum á næsta kjörtíma- bili og lýkur þar með sextán ára stjóm- málaferli Þorsteins. Kona kosin í kirkjuráð ÞRÍTUGASTA kirlguþingi lauk á mið- vikudag. Nýtt kirkjuráð var kosið og fékk kona, séra Dalla Þórðardóttir, kosningu í ráðið í fyrsta skipti. Fimmt- án nýjar starfsreglur voru settar á þinginu, þar af reglur um kjör til kirkjuþings og þingsköp, um val á prestum og um skiptingu sókna, presta- kalla og prófastsdæma. Nýr landlæknir skipaður DOKTOR Sigurður Guðmundsson yfir- læknir og sérfræðingur í lyflækningum á Landspítalanum var skipaður í emb- ætti landlæknis á fóstudag aí Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra. Sigurður tekur við af dr. Ólafi Ólafssyni, sem gegnt hefur embættinu síðan 1972. BILL Clinton og Yasser Arafat heils- ast við athöfn í Hvíta húsinu þegar samkomulag Israela og Palestí'nu- manna var undirritað. Benjamin Netanyahu stendur á milli þeirra. Netanyahu og Arafat ná samkomulagi LEIÐTOGAR ísraela og Palestínu- manna náðu á föstudag samkomulagi um friðarsamning tíl bráðabirgða eftír linnulitlar viðræður í Bandaríkjunum í níu daga og var það undirritað við hátíð- lega athöfri í Hvíta húsinu. Meginatriði samningsins eru að ísraelar munu flytja burt herlið sitt af 13% Vesturbakkans tU viðbótar á næstu þremur mánuðum. Gegn því heita Palestínumenn að skera upp herör gegn hryðjuverkahópum og handtaka þá, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir hermdarverkmn í ísra- el. ísraelar féllu hins vegar frá þeirri kröfu sinni að þeir yrðu framseldir. Þá munu Palestínumenn fella burt úr stjórnarskrá sinni ákvæði, sem kveður á um upprætingu Israelsríkis. Samkomulagið náðist eftír átta stunda fund Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, á Wye Mills-plantekrunni í Maryland í fyrrinótt. Bill Ciinton Bandaríkjaforseti sat einnig fundinn og var sagður hafa átt stóran þátt í því að samkomulagið náðist ísraelskur embættismaður sagði að samkomulagið þýddi að lokaviðræður ísraela og Palestínumanna gætu hafist „bráðlega", en þær eiga m.a. að snúast um framtíð Jerúsalemborgar og stöðu sjálfetjómarsvæða Palestínumanna. ► MANNRÉTTINDASAMTÖK hafa fagnað handtöku Augu- stos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, en stjómvöld í heimalandi hans hafa mótmælt henni harð- lega. Pinochet var handtek- inn í London sl. laugardag að beiðni spænsks rannsóknar- dómara, sem vill að einræðis- herrann fyrrverandi verði framseldur til Spánar vegna ásakana um að hann beri ábyrgð á morðum og pynt- ingum á valdatúna sínum. Spænsk dómnefnd ákveður í vikunni hvort farið verður formlega fram á framsal. Spænska stjómin er í vand- ræðalegri stöðu vegna máls- ins, þar sem hún vill ekki skaða tengslin við Chile, og málið hefur valdið klofningi f stjórn Chile og gæti orðið henni að fallL ► MASSIMO D’Alema, fyrr- verandi kommúnistí og nú- verandi leiðtogi stærsta vinstriflokksins á ítalska þinginu, myndaði 56. ríkis- stjóra ítaliu frá lokum síðari heimsstyijaldar á miðviku- dag. Þykir tíðindum sæta að meðal ráðherra í stjóminni em marxistar, í fyrsta sinn í hálfa öld. ► SERBNESK stjómvöld héldu því fram á fímmtudag að þau hefðu dregið allt her- Iið sitt frá Kosovo og nú væm þar aðeins þeir her- menn sem vom þar fyrir áð- ur en deilan um héraðið spratt upp. Fulltrúar Vestur- veldanna drógu staðhæfingar þessar í efa og töldu að Ser- bar hefðu ekki staðið fylli- lega við skilmála samkomu- lagsins sem náðist við Slobodan Milosevic Jú- góslavíuforseta nýlega. íslendingar hvattir til að lögfesta sáttmála SÞ MANNRÉTTINDANEFND Sa- meinuðu þjóðanna hvetur Islend- inga til að festa í lög sáttmáia Sa- meinuðu þjóðanna frá 1966 um borgaraleg og stjómmálaleg rétt- indi. Kemur þetta fram í fréttatil- kynningu nefndarinnar sem gefin var út í vikunni í tilefni af umfjöllun nefndarinnar um reglulega skýrslu íslenska ríkisins um ástand mann- réttíndamála hér á landi. A fundi nefndarinnar í Genf í vik- unni svaraði ijögurra manna ís- lensk sendinefnd spumingum nefndarmanna. Kom þar meðal annars fram að íslensk stjómvöld hefðu ekki ákveðið að afturkalla fyrirvara við b-lið 2. mgr. 10. gr. sáttmálans um að halda beri föng- um á unglingsaldri aðskildum frá eldri föngum. Þó væri verið að kanna hvort vista mætti unga fanga á stofnunum er lytu forræði bama- vemdaryfirvalda. Um þessar mundir væm einungis tveir ung- lingar undir 18 ára aldri í fangels- um landsins. Réttlát málsmeðferð Fram kom að afstaða íslenska ríkisins væri óbreytt hvað snertir fyrirvara við 7. mgr. 14. gr. sáttmál- ans sem vemdar rétt manna tíl að vera ekki saksóttir að nýju fyrir brot sem þeir hafa verið sýknaðir af. Fyrirvarinn er tíl kominn vegna ákvæða í íslenskum lögum um með- ferð opinberra mála þess efnis að taka megi mál upp að nýju, þótt sakbomingur hafi verið sýknaður, ef fram komi ný sönnunargögn eða verulegir annmarkar hafi verið á málsmeðferð. Þá barst réttarstaða samkyn- hneigðra í tal. Kom fram hjá ís- lensku sendinefndinni að ekki væri stefnt að því að samkynhneigðir í sambúð gætu ættleitt böm. Eins væri ekki ráð fýrir því gert að böm annars aðila í slíku sambandi gætu lotíð forsjá hins. Fyllri en MSE Islensku nefndinni var þakkað fyrir greinargóða skýrslu. Framfar- ir hefðu orðið í mannréttindamálum á Islandi. Aðaláhyggjuefni nefndar- innar væri að sáttmálinn um borg- araleg og stjómmálaleg réttindi hefði ekki verið lögfestur á íslandi. Sú aðstaða sem ríktí á íslandi að innlendar réttarreglur gengju fram- ar þjóðarréttí væri ekki í samræmi við anda Vínarsáttmálans um al- þjóðasamninga, en þess má geta að Islendingar hafa ekki fullgilt hann. Fram kom hjá nefndarmönnum að þótt Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem var lögfestur á íslandi árið 1994, væri afbragðsgóður þá væri sáttmálinn um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi fyllri. Mest traust til RÚV RÍKISÚTVARPIÐ og Ríkissjón- varpið era þeir fréttamiðlar sem íbúar á Akureyrarsvæðinu bera mest traust tiL Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Ráðgarður hf. gerði fyrir Morgunblaðið. 42,5% svarenda sögðust bera mest traust til fréttaflutnings Ríkis- útvarpsins, 31% tíl Ríkissjónvarps- ins, 93% til Morgunblaðsins, 4,2% nefiidu Stöð tvö, 2,7% Dag, 0,9% Bylgjuna, 0,4% Vikudag og 1,1% nefndu aðra miðla. Einn á kaffi- húsi KAFFIHÚS eru samkomustaðir þar sem margir sækjast eftir samræðum og mannlegum sam- skiptum. Stundum ber ekki vel í veiði. Á mannlausu kaffihúsi er bót í máli að vera með farsún- ann í vasanum og geta sigrast á einmanaleikanum með því að tala í símann. Morgunblaðið/Golli Jólavörur komnar í Holtagarða JOLAVÖRUR era komnar í versl- animar Holtagarða, IKEA, Bónus og Rúmfatalagerinn. Þetta eru fyrstu verslanimar með jólavörur í ár. Þær vora einnig fyrstar tíl að bjóða upp á jólavörur í fyrra. Vör- urnar er heldur fyrr á ferðinni en í fyrra. Um er að ræða jólavörur og vörur sem tengjast undirbúningi jólanna. Forseti ASÍ um viðræður um lífeyrissamning Enginn ágreiningur við VSÍ um efnistök GRÉTAR Þorsteinsson, forsetí Al- þýðusambands Islands, segir að enginn ágreiningur sé milli ASÍ og Vinnuveitendasambands íslands um efnistök vegna málefna lífeyris- sjóða og samböndin muni væntan- lega á allra næstu dögum setjast sameiginlega yfir að skoða þau mál. VSI hefur óskað eftir viðræðum við ASÍ um endurskoðun á lífeyris- samkomulagi samtakanna þar sem meðal annars samskiptareglur líf- eyrissjóðanna verði endurskoðaðar svo að tryggt verði að menn hvorki hagnist né tapi á flutningi milli sjóða, þó að sjóðimir kunni að miða við mismunandi reglur um réttínda- ávinnslu. Grétar sagði að í gegnum tíðina eða allt frá því lífeyrissjóðakerfið var sett á laggimar á almennum markaði fyrir þremur áratugum hefði verið gott samkomulag á milli heildarsamtakanna í þessum efnum og þau hefðu borið gæfu tíl þess að vera nokkuð samstíga í áherslum. „Þetta tilefni er auðvitað bara hluti af því viðfangsefni að reyna að halda sameiginlega á í þessum efn- um,“ sagði Grétar. Hann sagði aðspurður að það væri alveg augljóst að það þyrftí að setjast yfir þetta viðfangsefni og at- huga hvemig hægt væri að mæta þeirri þróun sem þama væri á ferð- inni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.