Morgunblaðið - 25.10.1998, Síða 50
í»0 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Námskeið um vefja-
gigt á Akureyri
SIGRÚN Baldursdóttir, sjúkra-
þjálfari, verður með námskeið um
vefjagigt á Akureyri helgina 31.
október og 1. nóvember.
Laugardaginn 31. október kl.
14-16 verður fyrsti fundur og á
þeim fundi verður rætt um vefja-
gigt og leiðir til bættrar heilsu. Á
þann fund er þátttakendum boðið
að taka með sér einhvem nákom-
inn, s.s. maka eða vin.
Sunnudaginn 1. nóvember verður
byrjað kl. 10. Á þeim fundi verður
fjallað um mataræði, næringu,
sjálfshjálp, vítamín, bætiefni og
slökun. Námskeiðinu lýkur kl. 15
þann dag.
Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru
15 einstaklingar. Athugið, nám-
skeiðið verður einungis haldið ef
næg þátttaka fæst.
PABBI
Sængurgiafír fyrir mömmu oe bamið
ÞUMALÍNA
Pósthússtræti 13, sími 551 2136.
www.mbl l.is
Samkvæmisblússur og kjólar
MISSTU EKKI A F EINSTÖKU TÆKIFÆRI!!!
GRUNNNAMSKEIÐ I VOGA
orka - jafnvægi - árangur
Pétur Valgeirsson er
reyndur yogakennari
og er nýlega kominn
frá einni þekktustu
yogastöð
Bandarikjanna, þar
sem hann kenndi
undirstöðuatriði í
Hatha Yoga o.fl.
Planet Pulse býður nú grunnnámskeið í yoga
hjá einum hæfasta yogakennara á íslandi,
Pétri Valgeirssyni
Námskeiðið er haldið í fallegu og róandi
umhverfi Planet Pulse á Hótel Esju og er
öllum opið.
Námsefnið er eftirfarandi:
• Grunnstöður í Hatha yoga
• Öndunaræfingar
• Slökun
• Hugleiðsla
• Hugmyndafræði
o.fl.
Kennt er tvisvar í viku, 90 mínútur í senn í fjórar vikur.
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 27. OKTÓBER.
Einnig bjóðum við kennslumyndbönd í yoga.
UPPLÝSINGAR OG
INNRITUN í SÍMA 588 1700
Ágæt þátttaka var í myndagetraun sem birtist í
aukablaði SÍBS — Sigur Irfsins — sem dreift var með
Morgunblaðinu 27. september sl.
Lausn gátunnar er. „Nú þarf Reykjalundur á þinni hjálp að halda.
Stöndum saman um byggingu sundlaugar og íþróttahúss".
1. verðlaun. 5 ársmiða í happdrætti SÍBS hlaut:
Erlineur Jónsson. Austurbergi 36, 111 Reykjavík.
2. verðlaun. 3 ársmiða í happdrætti SÍBS hlaut:
Kristián V. Rúriksson. Gautlandi 11, 108 Reykjavík.
3. verðlaun. 2 ársmiða í happdrætti SÍBS hlaut:
Sœrún Maenúsdóttir. Túngötu 44, 460 Tálknafirði.
4. —13. verðlaun.
1 ársmiða f happdrætti SÍBS hlutu eftirtaldir:
Kristín Gísladóttir. Árholti 9, 400 fsafirði.
Hallfríður Frímannsdóttir. Sólheimum 14, 104 Reykjavík.
Georg Halldórsson. Hellulandi 13, 108 Reykjavík.
Sif’urltna Eiríksdóttir. Smáragrund, Skagafirði, 566 Hofsósi.
Eria H. Ásmundsdóttir. Kringlumýri 10, 600 Akureyri.
Ástbiörq Öemundsdóttir. Lækjargötu 4, 530 Hvammstanga.
Fríða Sigurðardóttir. Hafnargötu 24, 580 Siglufirði.
Helei R. Einarsson. Leirutanga 31, 270 Mosfellsbæ.
Marerét Erlinesdóttir. Rauðaeerði 12, 108 Reykjavík.
Hrefna Þeneilsdóttir. Leirutanga 47, 270 Mosfellsbæ.
Vinningshafarnir fá miðana heimsenda
um miðjan desember.
Þökkum þátttökuna.
SIBS
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Við Wema Centre-heimilið í Kenýa.
Kæru
Kenýa-farar!
HINN 12. september sl.
lagði 10 manna hópur upp í
tæplega þriggja vikna ferð
til Kenýa. Ferðin var farin
vegna árlegs þings WOCO
(World Council of Service
Clubs) og fórum við sem
fulltrúar frá Round Table-
hreyfingunni á íslandi. Það
er skemmst frá því að
segja að ferðin var í alla
staði frábær og vel heppn-
uð og væri allt of langt mál
að segja frá öllu ferðalag-
inu hér og verður það gert
á öðrum vettvangi. Round
Table og Ladies’ Circle í
Kenýa hafa verið að
styrkja heimili fyrir götu-
börn og þess vegna tókum
við með okkur í hálftómúm
ferðatöskum föt og leik-
fóng sem bömin okkar eru
hætt að nota. Við fórum
síðan í heimsókn á heimili
sem neftit er Wema Centre
fyrir ungar stúlkur á aldr-
inum 5-18 ára. Þessi heim-
sókn hafði mikil áhrif á
okkur þar sem við fengum
tækifæri til að tala við
stúlkumar og heyra sögu
þeirra. Stofnandi heimilis-
ins heitir Lucy W. Yinda
og rekur hún, ásamt eigin-
manni sínum, veitingastað í
Mobasa. Hún tók svo nærri
sér að horfa á öll þessi
götuböm sem skipta þús-
undum og ákvað að gera
eitthvað til að hjálpa þeim
og í dag hefur henni tekist
með hjálp styrktaraðila að
byggja þetta heimili sem
hýsir 62 böm. Þama fá þau
allt sem þau þarfnast, fæði,
húsaskjól, menntun og
mikla umhyggju.
Ástæða þessa bréf er sú
að við erum í sambandi við
Lucy W. Yinda og ef ein-
hver af ykkur sem emð að
fara til Mombasa með
Samvinnuferðum hinn 29.
október nk. hafið áhuga á
að taka með ykkur eitt-
hvað fyrir heimilið, þá vit-
um við að það væri vel
þegið. Þeir sem vilja geta
fengið að heimsækja heim-
ilið og sjá hvað verið er að
vinna merkilegt starf þar.
Það sem vantar helst em
notuð föt, skór, rúmföt,
leikföng, stílabækur, penn-
ar og blýantar.
Með ósk um góða ferð
og ánægjulegt frí.
Nánari upplýsingar em
veittar í símum 588 9991
(Hrafnhildur og Smári),
557 3186 (Hrafnhildur og
Kristján) og 577 6959 (Jó-
hanna og Birgir).
Nýju strætisvagna-
skýlin ekki góð
ÁSTA hafði samband við
Velvakanda og viidi hún
koma því á framfæri að
henni finnist nýju strætis-
vagnaskýlin ekld góð. Seg-
ir hún að í fyrsta lagi sé
heilmikil rifa efst og þar
rigni beint niður þó enginn
vindur sé, stór rifa neðst
þar sem einnig blæs og
rignir inn, og svo sé skýlið
alveg opið að framan
þannig að ekki myndast
neitt skjól, sé vindáttin
þannig. Einnig séu bekkir
blautir. Finnst henni skýl-
in frekar vera fyrir þá sem
aka framhjá og segir hún
að gömlu skýlin hafi verið
betri, þau veiti betra skjól.
Tapað/fundið
Gulur sundpoki týndist
á Selljarnarnesi
GULUR sundpoki með org-
anelituðu handklæði með
brúnu stóru R og sundbux-
ur og sundgleraugu, týndist
á samfélagsmótinu á Sel-
tjamamesi 2.-4. okt. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 5611617.
Dýrahald
Læða í óskilum
í Blönduhlíð
GRÁB RÖNDÓTT læða,
mjög ung, fannst í vikunni
hjá Blönduhlíð 4. Upplýs-
ingar í síma 562 2390.
ORÐABÓKIN
Hvernig hefurðu það?
Þetta orðalag skilja allir
og vita, við hvað er átt
með þessari frómu
spumingu, enda algengt
í talmáli a.m.k. Á skóla-
árum mínum fyrir margt
löngu, eins og margir
komast að orði nú á dög-
um, bentu íslenzkukenn-
arar mínir nemendum
sínum á það, að þetta
væri ekki góð íslenzka.
Vissulega er það rétt,
því að hér er um beina
tökuþýðingu að ræða úr
dönsku. Danir segja
einmitt: Hvordan har du
det? Að sjálfsögðu hefur
þetta orðalag borizt fyrir
löngu í mál okkar, ann-
aðhvort með dönskum
kaupmönnum og svein-
um þeirra eða þá ís-
lenzkum stúdentum,
sem vora við nám í
Kaupmannahöfn. Kenn-
aramir bentu á íslenzkt
orðalag, sem nær full-
komlega því, sem í
spumingunni felst. Ekki
þarf annað en spyrja:
Hvemig líður þér? Eg
þykist vita, að margir
komist líka þannig að
orði. I ýmsum útvarps-
og sjónvarpsþáttum,
sem em á dagskrá undir
vikulok, segja stjómend-
ur oft, þegar þeir kveðja:
Hafið eða hafiði (hér
nota ég rithátt venjulegs
talsmáls) það gott um
helgina. Áð sjálfsögðu
fer betur að segja: Líði
ykkur vel um helgina.
Eg held engum geti
fundizt þetta orðalag of
bókmálskennt. Hvemig
hefur sjúklingurinn það?
Hann hefur það nokkuð
gott, gæti verið svarið.
Olíkt fer betur að mínum
dómi að spyrja: Hvemig
líður sjúklingnum? og
svara síðan: Honum líð-
ur nokkuð vel. - J.A.J.
MORGUNBLAÐEÐ birt-
ir tílkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættar-
mót og fleira lesendum
sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
Sent í bréfeíma 569-
1329, sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavik.
Víkverji skrifar...
OKTÓBERMÁNUÐUR kemur
töluvert við sögu íslenzkra dag-
blaða. I þeim mánuði hófu tvö nafn-
fræg íslenzk dagblöð göngu sína,
sem settu svip á íslenzka fjölmiðlun
um áratugaskeið.
Alþýðublaðið, sem Alþýðuflokkur-
inn gaf út, hóf göngu sína 29. dag
októbermánaðar árið 1919; hefði
orðið 90 ára um þetta leyti næsta ár,
ef því hefði enzt aldur til.
Þjóðviljinn hóf göngu sína fyrir 62
árum, 31. október árið 1936. Komm-
únistaflokkur Islands [sem Steinn
skáld Steinarr orti fræg eftirmæli
um] gaf blaðið út fyrstu tvö árin, eða
til 1938. Þá tók Sameiningarflokkur
alþýðu - Sósíalistaflokkurinn við út-
gáfimni til ársins 1968, þegar sá
flokkur var lagður niður. Síðan tóku
önnur útgáfufélög við unz blaðið
gekk fyrir ættemisstapann.
Flokksblöð sem þessi stóðust ekki
tímans tönn, þ.e. harðnandi sam-
keppni markaðarins. Því fór sem
fór.
xxx
VAXTARBRODDUR höfuð-
borgarsvæðisins, Kópavogur,
skyggir um sumt á Reykjavík. Það
staðfestir bezt sú skoðanakönnun
sjálfs veruleikans, sem felst í bú-
setuvali fólks í landinu. Tvöfalt
fleiri þeirra, er sezt hafa að á höf-
uðborgarsvæðinu síðustu misserin,
kjósa Kópavog en Reykjavík til
framtíðarbúsetu.
Reykjavík, sem senn verður ein af
„menningarborgum Evrópu“, státar
þó af ýmsu. Víkverji fagnar sérstak-
lega þeirri tillögu sem fram er kom-
in í Menningarmálanefnd Reykja-
víkur um minnisvarða um St. Jós-
efssystur í Landakoti. Guðrún Jóns-
dóttir, formaður nefndarinnar, legg-
ur til að teknar verði upp viðræður
við Kristnihátíðamefnd um þetta
mál.
St. Jósefssystur stóðu í hartnær
heila öld að rekstri sjúkrahúss að
Landakoti. Starf þeirra í þágu ís-
lenzks samfélags var farsælt og
mikið. Það er glæstur kapítuli í sögu
höfuðborgarinnar. Minnisvarði um
St. Jósefssystur er verðugt verkefni
borgarinnar á þúsund ára kristni-
tökuafmæli Islendinga.
xxx
EFNAHAGSLEGAR framfarir
eru keppikefli flestra þjóða.
Framfaravegurinn er hvarvetna
varðaður menntun og rannsóknum,
tækniþróun og uppgötvunum, sem
rekja rætur til vísindalegra rann-
sókna. Tækniframfarir, einkum
framfarir í líf- og tölvutækni, hafa
venr geysilega örar á líðandi áratug.
Islendingar hafa löngum varið
hlutfallslega minna fé til rannsókna
en aðrar þjóðir. Einkum er hlutur
atvinnulífsins rýr. í þjóðhagsáætlun
fyrir árið 1999 má sjá að atvinnufyr-
irtæki í Danmörku fjármögnuðu
50% rannsóknar- og þróunarstarfs
þar í landi árið 1993, 57% í Finn-
landi, 44% í Noregi og 64% í Sví-
þjóð. Samsvarandi tala hér var 35%
og hafði hækkað úr 14% fyrir 20 ár-
um. Við eru sum sé á réttri leið. En
betur má ef duga skal!
xxx
EITT HELZTA áhyggjuefni
okkar er lítill þjóðhagslegur
spamaður. Hann er stundum skil-
greindur sem þjóðarframleiðsla að
frádreginni einka- og samneyzlu.
Vandamálið felst í því, ef Víkverji
skilur málið rétt, að annaðhvort hef-
ur fjárfesting verið lítil, sem leiðir til
minni hagvaxtar í framtíðinni, eða
fjárfesting hefur verið umfram
spamað, sem þýðir erlenda skulda-
söfnun - og skerðir framtíðameyzlu.
Hvemig má úr bæta? I þjóðhags-
áætlun komandi árs segir:
„Lauslega áætlað þarf fjárfesting
að nema um 20% af landsframleiðslu
á ári til að standa undir 3% hag-
vexti. Til að koma í veg fyrir erlenda
skuldasöfnun þarf sparnaður að
nema svipaðri upphæð.“
Þá vitum við það. Áfram Island!