Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 1
262. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters KURDAR komu saman víða í Evrópu til að mótmæla handtöku Öcalans. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjdðanna hefst að nýju í Irak _ Hóta árás standi Irak ekki við orð sín Bagdad, Washington, París. Reuters. BANDARISKI varnarmálaráðherr- ann, William Cohen, ítrekaði í gær að Bandaríkjamenn myndu gera árás á Irak fyrirvaralaust, ef Saddam Hussein, forseti íraks, bryti loforð sitt um fullt samstarf við vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, SP. Starfsmenn ýmissa stofnana SÞ héldu í gærkvöldi aftur til Iraks en þeir voru fluttir á brott fyrir helgi vegna hættunnar á loftárásum Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlits- sveitir SÞ halda til íraks í dag. Irak- ar fagna fullum sigri í deilunni við Bandaríkjamenn, en það gera þeir síðai'nefndu einnig. Lýsti Sandy Berger, einn öryggisráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, þvíjfir í gær að um algera „uppgjöf" Iraka hefði verið að ræða. Cohen lýsti því yfir í gær að Saddam Hussein hefðu borist nægar viðvaranir um að leyfa vopnaeftirlit SÞ í Irak og að ekki þyrftu að koma til frekari hótanir. Bryti Saddam lof- orð sitt yrðu gerðar árásir á Irak. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, tók i sama streng. Sagði hann að af- staða Breta og Bandaríkjamanna gagnvart Irökum nyti meiri stuðn- ings á alþjóðavettvangi en nokkru sinni fyrr og að Saddam Hussein væri einangraður. Cohen sagði að um fimmtíu her- flugvélum, þar af 12 F-117A orrustu- þotum, hefði verið snúið við og væru þær á leið til Bandaríkjanna, þar sem þeim yrði haldið í viðbragðs- stöðu. Hins vegar yrðu um 180 vélar, þ. á m. B-52 sprengjuflugvélar, og tuttugu herskip áfram á Persaflóa- svæðinu. Rússar kreíjast afnáms refsiaðgerða Því hefur verið fagnað víða um heim að mesta hættan sé liðin hjá. Hafa Rússai’ krafist þess að við- skiptaþvingunum gegn írökum verði þegar aflétt. Sagði ígor Sergejev varnarmálaráðherra að því færi fjarri að málinu væri lokið þótt írak- ar hefðu látið undan. Því lyki ekki fyi-r en refsiaðgerðunum hefði verið aflétt. Þá lýstu Irakar og Frakkar van- þóknun sinni á þeirri ætlun Clintons að koma Saddam Hussein frá völd- um. Sögðu Irakar yfirlýsingu Clint- ons þess efnis vera „hrokafulla og ögrandi" og Frakkar sögðu hana af- skipti af innanríkismálum íraka. Irökum tókst að komast hjá loft- árásum á laugardag er þeir aftur- kölluðu bann við vopnaeftirliti SÞ, sem sett var á fyrir hálfum mánuði. Afturkallaði Clinton þá árásarskipun á írak, þvert á ráðleggingar Madel- eine Albright utanríkisráðherra og Cohen. Attu orrustuvélarnar þá skamma leið ófarna að skotmörkun- um í Irak. Er í ljós kom að tilboð Iraka var háð skilyrðum fyrirskipaði Clinton loftárásh’ að nýju á sunndag og aft- urkallaði þær ekki fyrr en tvö bréf höfðu borist frá írökum um að engin skilyrði væru sett. Á sunnudags- kvöld lýsti öryggisráð SÞ því yfir að hættan á átökum væri liðin hjá. Heimildarmenn Reuters sögðu líklegt að vopnaeftirlitsmenn SÞ myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að finna og koma í veg fyrir frekari framleiðslu efnavopna, sem þeir eru sannfærðir um að Irakar stundi. Með þessu gefist þeim tæki- færi til að boða óvæntar eftirlitsferð- ir og breyta þeim á síðustu stundu, til að rugla íraskar öi’yggissveitir í ríminu. ■ Bill Clinton/26 Deilt um framsal • • Ocalans Rdm. Reuters. ÍTALSKIR ráðamenn áttu í gær fundi með fulltrúum tyrknesku stjórnarinnar sem krefst fram- sals kúrdíska skæruliðaleiðtog- ans Abdullah Öcalan en hann var handtekinn í Róm í síðustu viku. Um 1.500 Kúrdar söfnuðust sam- an í borginni í gær til að krefjast þess að honum verði veitt póli- tískt hæli en Öcalan sótti uin það um helgina. Málið er vandmeðfarið fyrir ítali, sem vilja viðhalda við- skiptatengslum við Tyrki en jafnframt koma í veg fyrir mót- mæli heimafyrir, ekki síst innan stjórnarinnar. Nokkrir flokk- anna sem styðja stjórnina hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að framselja mann sem eigi yfir höfði sér dauðadóm. Öcalan er leiðtogi Verkamanna- flokks Kúrda, sem tyrknesk stjórnvöld saka um að bera ábyrgð á 29.000 dauðsfölluin á sl. 14 árum. Dauðadómur er enn í gikli í Tyrklandi þótt honum hafi ekki verið beitt um árabil og segja tyrknesk yfirvöld að til standi að afnema hann. Samkvæmt ítölsk- um lögum má ekki framselja menn til landa þar sem dauða- dómur er í gildi. Bandarísk stjórnvöld sögðust í gær styðja framsal Öcalans, sögðu það lið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þá fiiuga Þjóð- verjar að krefjast framsals hans. Fundur APEC hefst í Kuala Lumpur í dag Malasíumenn æfír vegna um- ummæla Gores Kuala Lumpur, Washingou. Reuters. SPENNA milli Bandaríkjamanna og gestgjafanna í Malasíu skyggði á tilkynningu Bandaríkjanna og Japans um 10 milljarða dollara að- stoð til Asíulanda í Kuala Lumpur í gær, þar sem fundur leiðtoga aðild- arríkja Efnahagssamvinnuráðs As- íu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hefst í dag. Fyrtust Malasíumenn við ávarpi Als Gores, varaforseta Bandaríkjanna, í kvöldverðarboði Mahathirs Mohamads, forsætisráð- herra Malasíu en þar hrósaði hann því „hugrakka fólki“ sem barist hef- ur fyrir því að endi verði bundinn á 17 ára valdasetu Mahathirs, og stutt hefur Anwar Ibrahim, fyi-rver- andi aðstoðarforsætisráðherra og fjármálaráðherra Maiasíu, sem leið- ir nú stjórnarandstöðuna. Viðbrögð gestgjafanna við um- mælum Gores voru hörð. „Þetta var viðurstyggilegasta ræða sem ég hef heyrt á ævinni," sagði Rafidah Aziz, viðskiptaráðherra Malasíu, við fréttamenn á leið úr kvöldverðar- boðinu. „Þetta er bein íhlutun í inn- anríkismál landsins," bætti hún við. Haft var eftir forsætisráðherranum Mahathir að hann hefði „aldrei orð- ið vitni að öðrum eins dónaskap". Ummæli Gores fengu aukið vægi þegar Hvíta húsið lýsti því yfir í gær að Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hefði haft sama boðskap að færa hefði hann mætt til fundarins eins og fyrirhugað var. Erlendir ráðamenn ræða við eiginkonu Anwars Litið var á Anwar Ibrahim sem arftaka Mahathirs á stóli forsætis- ráðherra Malasíu, en eftir að ágreiningur þeirra um efnahagsmál varð óleysanlegur í kjölfar aftur- haldsaðgerða Mahathirs var Anwar vikið úr ríkisstjóminni og honum varpað í fangelsi. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hitti eigin- konu Anwars, Wan Azizah Ismail, að máli á sunnudag, við litla hrifn- ingu yfirvalda í Malasíu. Að fundin- um loknum sagði hún við frétta- menn að hún hefði miklar áhyggjur af réttarhöldum sem nú standa yfir Anwar. Joseph Estrada, forseti Fil- ippseyja, ræddi einnig við Wan Ázizah í gær, í stuðningsskyni við Anwar. 10 milljarðar dollara í aðstoð Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, gáfu út sameiginlega yfir- lýsingu í gær, þar sem kynnt var Reuters Mahatir Mohamad. áætlun þeirra um viðreisn í efna- hagslífi Asíuríkja. Munu Bandaríkin og Japan verja samtals 10 millj- örðumum dollara, eða um 700 millj- örðum ísl. kr., í að- AlGore stoð við banka og fyrirtæki í álfunni. Áætlunin verður kynnt nánar á fundi í Tókýó í næsta mánuði, að því er fram kemur í yfírlýsingunni, og hvetja leiðtogarnir önnur ríki til að taka þátt í verkefninu. Indónesía og Taíland þykja lík- legust til að hljóta aðstoð í íyrstu. „Óll ríki heims hafa hag af því að efnahagslífi Asíulanda verði komið á réttan kjöl. Með því að auka hraða uppbyggingar og auðvelda aðgang að nýju fjármagni í einkageiranum mun áætlunin vera mikilvægt skref í átt að því marki,“ segir í yfirlýs- ingunni. Israelar seinka af- hendingu lands Jerúsalein. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, sagði í gær að af- hendingu landsvæðis á Vesturbakk- anum yrði seinkað þai- til Yasser Ara- fat, forseti palestínsku heimastjórn- arinnar, drægi til baka hótanir um að Palestínumenn tækju aftur upp vopn- aða frelsisbaráttu sína. Arafat lýsti því yfii’ í gær að Palestínumenn myndu ekki víkja af braut friðar. Ai-afat sagði í útvarpsávarpi á sunnudag að Palestínumenn kynnu ef til vill að taka aftur upp vopnaða frelsisbaráttu sína, intifada, skrikaði ísraelsmönnum fótur á leiðinni til friðar. Mun Netanyahu hafa átt síma- samtal við Ai-afat í gær til að fá skýr- ingar á ummælum Arafats en ekki gert sér þær að góðu. Sagði fulltrúi Palestínustjórnar að Arafat hefði fullvissað Netanyahu um að Palest- ínumenn myndu áfram starfa í sam- vinnu við ísraelsk stjórnvöld og að hann hefði ekki verið að tala fyrir of- beldisherferð. Þá reitti Ariel Sharon, utanríkis- ráðheira Israels, Palestínumenn til reiði er hann hvatti ísraelska land- nema til að tryggja sér eins mikið landsvæði á Vesturbakkanum og þeii' mögulega gætu til að koma í veg fyrir að það félli í hendur Palestínu- mönnum. Sagði einn fulltrúi Palest- ínustjórnar að hvatning Shai'ons jafnaðist á við stríðsyfirlýsingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.