Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 1
262. TBL. 86. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
KURDAR komu saman víða í Evrópu til að mótmæla
handtöku Öcalans.
Vopnaeftirlit Sameinuðu þjdðanna hefst að nýju í Irak
_ Hóta árás standi
Irak ekki við orð sín
Bagdad, Washington, París. Reuters.
BANDARISKI varnarmálaráðherr-
ann, William Cohen, ítrekaði í gær
að Bandaríkjamenn myndu gera
árás á Irak fyrirvaralaust, ef
Saddam Hussein, forseti íraks, bryti
loforð sitt um fullt samstarf við
vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna,
SP. Starfsmenn ýmissa stofnana SÞ
héldu í gærkvöldi aftur til Iraks en
þeir voru fluttir á brott fyrir helgi
vegna hættunnar á loftárásum
Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlits-
sveitir SÞ halda til íraks í dag. Irak-
ar fagna fullum sigri í deilunni við
Bandaríkjamenn, en það gera þeir
síðai'nefndu einnig. Lýsti Sandy
Berger, einn öryggisráðgjafa Bills
Clintons Bandaríkjaforseta, þvíjfir í
gær að um algera „uppgjöf" Iraka
hefði verið að ræða.
Cohen lýsti því yfir í gær að
Saddam Hussein hefðu borist nægar
viðvaranir um að leyfa vopnaeftirlit
SÞ í Irak og að ekki þyrftu að koma
til frekari hótanir. Bryti Saddam lof-
orð sitt yrðu gerðar árásir á Irak.
Tony Blair, forsætisráðherra Breta,
tók i sama streng. Sagði hann að af-
staða Breta og Bandaríkjamanna
gagnvart Irökum nyti meiri stuðn-
ings á alþjóðavettvangi en nokkru
sinni fyrr og að Saddam Hussein
væri einangraður.
Cohen sagði að um fimmtíu her-
flugvélum, þar af 12 F-117A orrustu-
þotum, hefði verið snúið við og væru
þær á leið til Bandaríkjanna, þar
sem þeim yrði haldið í viðbragðs-
stöðu. Hins vegar yrðu um 180 vélar,
þ. á m. B-52 sprengjuflugvélar, og
tuttugu herskip áfram á Persaflóa-
svæðinu.
Rússar kreíjast afnáms
refsiaðgerða
Því hefur verið fagnað víða um
heim að mesta hættan sé liðin hjá.
Hafa Rússai’ krafist þess að við-
skiptaþvingunum gegn írökum verði
þegar aflétt. Sagði ígor Sergejev
varnarmálaráðherra að því færi
fjarri að málinu væri lokið þótt írak-
ar hefðu látið undan. Því lyki ekki
fyi-r en refsiaðgerðunum hefði verið
aflétt.
Þá lýstu Irakar og Frakkar van-
þóknun sinni á þeirri ætlun Clintons
að koma Saddam Hussein frá völd-
um. Sögðu Irakar yfirlýsingu Clint-
ons þess efnis vera „hrokafulla og
ögrandi" og Frakkar sögðu hana af-
skipti af innanríkismálum íraka.
Irökum tókst að komast hjá loft-
árásum á laugardag er þeir aftur-
kölluðu bann við vopnaeftirliti SÞ,
sem sett var á fyrir hálfum mánuði.
Afturkallaði Clinton þá árásarskipun
á írak, þvert á ráðleggingar Madel-
eine Albright utanríkisráðherra og
Cohen. Attu orrustuvélarnar þá
skamma leið ófarna að skotmörkun-
um í Irak.
Er í ljós kom að tilboð Iraka var
háð skilyrðum fyrirskipaði Clinton
loftárásh’ að nýju á sunndag og aft-
urkallaði þær ekki fyrr en tvö bréf
höfðu borist frá írökum um að engin
skilyrði væru sett. Á sunnudags-
kvöld lýsti öryggisráð SÞ því yfir að
hættan á átökum væri liðin hjá.
Heimildarmenn Reuters sögðu
líklegt að vopnaeftirlitsmenn SÞ
myndu gera allt sem í þeirra valdi
stæði til að finna og koma í veg fyrir
frekari framleiðslu efnavopna, sem
þeir eru sannfærðir um að Irakar
stundi. Með þessu gefist þeim tæki-
færi til að boða óvæntar eftirlitsferð-
ir og breyta þeim á síðustu stundu,
til að rugla íraskar öi’yggissveitir í
ríminu.
■ Bill Clinton/26
Deilt um
framsal
• •
Ocalans
Rdm. Reuters.
ÍTALSKIR ráðamenn áttu í gær
fundi með fulltrúum tyrknesku
stjórnarinnar sem krefst fram-
sals kúrdíska skæruliðaleiðtog-
ans Abdullah Öcalan en hann var
handtekinn í Róm í síðustu viku.
Um 1.500 Kúrdar söfnuðust sam-
an í borginni í gær til að krefjast
þess að honum verði veitt póli-
tískt hæli en Öcalan sótti uin það
um helgina.
Málið er vandmeðfarið fyrir
ítali, sem vilja viðhalda við-
skiptatengslum við Tyrki en
jafnframt koma í veg fyrir mót-
mæli heimafyrir, ekki síst innan
stjórnarinnar. Nokkrir flokk-
anna sem styðja stjórnina hafa
lýst því yfir að ekki komi til
greina að framselja mann sem
eigi yfir höfði sér dauðadóm.
Öcalan er leiðtogi Verkamanna-
flokks Kúrda, sem tyrknesk
stjórnvöld saka um að bera
ábyrgð á 29.000 dauðsfölluin á
sl. 14 árum.
Dauðadómur er enn í gikli í
Tyrklandi þótt honum hafi ekki
verið beitt um árabil og segja
tyrknesk yfirvöld að til standi að
afnema hann. Samkvæmt ítölsk-
um lögum má ekki framselja
menn til landa þar sem dauða-
dómur er í gildi.
Bandarísk stjórnvöld sögðust í
gær styðja framsal Öcalans,
sögðu það lið í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Þá fiiuga Þjóð-
verjar að krefjast framsals hans.
Fundur APEC hefst í Kuala Lumpur í dag
Malasíumenn
æfír vegna um-
ummæla Gores
Kuala Lumpur, Washingou. Reuters.
SPENNA milli Bandaríkjamanna
og gestgjafanna í Malasíu skyggði á
tilkynningu Bandaríkjanna og
Japans um 10 milljarða dollara að-
stoð til Asíulanda í Kuala Lumpur í
gær, þar sem fundur leiðtoga aðild-
arríkja Efnahagssamvinnuráðs As-
íu- og Kyrrahafsríkja (APEC) hefst
í dag. Fyrtust Malasíumenn við
ávarpi Als Gores, varaforseta
Bandaríkjanna, í kvöldverðarboði
Mahathirs Mohamads, forsætisráð-
herra Malasíu en þar hrósaði hann
því „hugrakka fólki“ sem barist hef-
ur fyrir því að endi verði bundinn á
17 ára valdasetu Mahathirs, og
stutt hefur Anwar Ibrahim, fyi-rver-
andi aðstoðarforsætisráðherra og
fjármálaráðherra Maiasíu, sem leið-
ir nú stjórnarandstöðuna.
Viðbrögð gestgjafanna við um-
mælum Gores voru hörð. „Þetta var
viðurstyggilegasta ræða sem ég hef
heyrt á ævinni," sagði Rafidah Aziz,
viðskiptaráðherra Malasíu, við
fréttamenn á leið úr kvöldverðar-
boðinu. „Þetta er bein íhlutun í inn-
anríkismál landsins," bætti hún við.
Haft var eftir forsætisráðherranum
Mahathir að hann hefði „aldrei orð-
ið vitni að öðrum eins dónaskap".
Ummæli Gores fengu aukið vægi
þegar Hvíta húsið lýsti því yfir í
gær að Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti hefði haft sama boðskap að
færa hefði hann mætt til fundarins
eins og fyrirhugað var.
Erlendir ráðamenn ræða
við eiginkonu Anwars
Litið var á Anwar Ibrahim sem
arftaka Mahathirs á stóli forsætis-
ráðherra Malasíu, en eftir að
ágreiningur þeirra um efnahagsmál
varð óleysanlegur í kjölfar aftur-
haldsaðgerða Mahathirs var Anwar
vikið úr ríkisstjóminni og honum
varpað í fangelsi.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hitti eigin-
konu Anwars, Wan Azizah Ismail,
að máli á sunnudag, við litla hrifn-
ingu yfirvalda í Malasíu. Að fundin-
um loknum sagði hún við frétta-
menn að hún hefði miklar áhyggjur
af réttarhöldum sem nú standa yfir
Anwar. Joseph Estrada, forseti Fil-
ippseyja, ræddi einnig við Wan
Ázizah í gær, í stuðningsskyni við
Anwar.
10 milljarðar dollara í aðstoð
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og
Keizo Obuchi, forsætisráðherra
Japans, gáfu út sameiginlega yfir-
lýsingu í gær, þar sem kynnt var
Reuters
Mahatir Mohamad.
áætlun þeirra um
viðreisn í efna-
hagslífi Asíuríkja.
Munu Bandaríkin
og Japan verja
samtals 10 millj-
örðumum dollara,
eða um 700 millj-
örðum ísl. kr., í að-
AlGore stoð við banka og
fyrirtæki í álfunni.
Áætlunin verður kynnt nánar á
fundi í Tókýó í næsta mánuði, að því
er fram kemur í yfírlýsingunni, og
hvetja leiðtogarnir önnur ríki til að
taka þátt í verkefninu.
Indónesía og Taíland þykja lík-
legust til að hljóta aðstoð í íyrstu.
„Óll ríki heims hafa hag af því að
efnahagslífi Asíulanda verði komið á
réttan kjöl. Með því að auka hraða
uppbyggingar og auðvelda aðgang
að nýju fjármagni í einkageiranum
mun áætlunin vera mikilvægt skref
í átt að því marki,“ segir í yfirlýs-
ingunni.
Israelar
seinka af-
hendingu
lands
Jerúsalein. Reuters.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, sagði í gær að af-
hendingu landsvæðis á Vesturbakk-
anum yrði seinkað þai- til Yasser Ara-
fat, forseti palestínsku heimastjórn-
arinnar, drægi til baka hótanir um að
Palestínumenn tækju aftur upp vopn-
aða frelsisbaráttu sína. Arafat lýsti
því yfii’ í gær að Palestínumenn
myndu ekki víkja af braut friðar.
Ai-afat sagði í útvarpsávarpi á
sunnudag að Palestínumenn kynnu ef
til vill að taka aftur upp vopnaða
frelsisbaráttu sína, intifada, skrikaði
ísraelsmönnum fótur á leiðinni til
friðar.
Mun Netanyahu hafa átt síma-
samtal við Ai-afat í gær til að fá skýr-
ingar á ummælum Arafats en ekki
gert sér þær að góðu. Sagði fulltrúi
Palestínustjórnar að Arafat hefði
fullvissað Netanyahu um að Palest-
ínumenn myndu áfram starfa í sam-
vinnu við ísraelsk stjórnvöld og að
hann hefði ekki verið að tala fyrir of-
beldisherferð.
Þá reitti Ariel Sharon, utanríkis-
ráðheira Israels, Palestínumenn til
reiði er hann hvatti ísraelska land-
nema til að tryggja sér eins mikið
landsvæði á Vesturbakkanum og
þeii' mögulega gætu til að koma í veg
fyrir að það félli í hendur Palestínu-
mönnum. Sagði einn fulltrúi Palest-
ínustjórnar að hvatning Shai'ons
jafnaðist á við stríðsyfirlýsingu.