Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
KRANINN var mikið skemmdur.
Kastaði sér í gólf-
ið er bóman gekk
inn í stýrishúsið
Selfossi. Það þykir ótrúleg mildi
að tveir menn hafí sloppið ómeiddir
þegar kranabíll og fóðurflutninga-
bfíl skullu hvor framan á annan við
Bjamastaði í Grímsnesi á sunnu-
dag.
'Bflarnir voru ekki á mikilli ferð
þegar þeir skullu saman en mikil
hálka var á veginum þannig að ekki
var hægt að afstýra árekstrinum.
Bóma kranabílsins stakkst inn í
stýrishús fóðurflutningabílsins og
náði Gísli Sigurðsson, bílstjóri flutn-
ingabílsins, að bjarga sér með því
að kasta sér niður í gólf bílsins.
„Mér leist ekkert á blikuna þegar
ég sá kranann koma beint á móti,
þetta gerðist mjög hratt en ég náði
að kasta mér niður í gólf bflsins og
það mátti ekki miklu muna því að
sekúndubrotum síðar gekk bóman
inn í stýrishúsið og molaði það í
sundur, meira að segja stýrið sem
ég hélt í skömmu áður var í sund-
ur,“ sagði Gísli Sigurðsson, bílstjóri
flutningabflsins, en hann stóð upp
og gekk út úr bílnum án nokkurrar
skrámu.
Bílstjóri kranans slapp líka
ómeiddur þrátt fyrir að kraninn hafí
oltið á hliðina út fyrir vegkant eftir
áreksturinn.
GISLI Sigurðsson bílstjóri
stendur við fóðurbílinn,
ómeiddur eftir harðan árekst-
ur við kranabíl.
Kennir flugmönnum Cargolux viðbrögð á neyðarstundu
„Byrjaði fyrir átta árum
að kenna strákunuma
Áhrifamenn af íslenskum ættum
Dunn-bræðurnir
látnir á Englandi
RICHARD Dunn, fyrrverandi
yfirmaður Thames- og Sky-
sjónvarpsstöðvanna bresku, og
bróðir hans, David, yfirskurð-
læknir í Cambridge, létust fyrir
skemmstu á Englandi. Báðir
voru á sextugsaldri, Richard 54
ára og David 59 ára. Dunn-
bræðurnir áttu íslenska móður,
Guðlaugu Jóhannesdóttur
Dunn, sem fæddist í Reykjavík
1914. Hún hélt til Englands til
að læra hjúkrun árið 1932 og
giftist Edward Dunn, liðsfor-
ingja í breska hernum, árið
1936, en hann lést fyrir
nokkrum árum. Minningarhátíð
var um Richard Dunn í St.
Martin in the Fields-kirkjunni í
London í gær að viðstöddu fyr-
irfólki í bresku þjóðlífi.
Fjallað um lát, Richards í helstu
íjölmiðlum Bretlands
Karólína Lárusdóttir listmál-
ari, sem er vinkona Guðlaugar
Dunn, segir að hún og Edward
hafi átt fjögur börn, þar af þrjá
syni. Synimir eru nú allir látnir,
sá yngsti lést fyrir u.þ.b. fimm
árum. Dóttir þeirra, Helga, býr
á Englandi og er gift Rex Palm-
er.
Richard var einn af æðstu
stjórnendum Thames-sjónvarps-
stöðvarinnar um margra ára
skeið og Sky-sjónvarpsstöðvar-
innar um tveggja ára skeið.
Elísabet Englandsdrottning
veitti Richard MBE-orðu breska
heimsveldisins í hitteðfyrra í
Buckingham-höll. Fjallað var um
lát hans í öllum helstu dagblöð-
um á Englandi. Þar kom m.a.
fram að hann hefði orðið næsti
yfirmaðm- BBC hefði honum
enst aldur. Hann lætur eftir sig
eiginkonu, Jigga Dunn, sem
fædd er í Bandaríkjunum, og
þrjú böm.
David einn af brautryðjendum
smásjáraðgerða
David, bróðir Richards, var
þekktur skurðlæknn- á Englandi
og einn af brautryðjendum smá-
sjáraðgerða. Hann ferðaðist víða
um heim og hélt íyrirlestra um
þetta efni. I sjúkrahúsinu sem
hann starfaði við í Cambridge
hefur verið opnaður sérstakur
íyrirlestrasalur sem nefndur er
eftii- honum. Hann fékk krabba-
mein og var undir læknishendi í
Cambridge. Karólína segir að
Richard bróðir hans hafi verið í
helgarheimsókn hjá honum fyrir
skömmu og hafi hann fundist þar
látinn 4. ágúst sl. eftir hjartaá-
fall. David hafi dáið tveimur vik-
um síðar úr sjúkdómi sínum, 19.
ágúst sl. Hann lætur eftir sig eig-
inkonu, Önnu, sem er fædd í
Danmörku, og fimm böm.
Rannsókn á hvarfí fíkniefna
Ekki ástæða til
frekari aðgerða
vtkentralnlng Im Sehulungsraumi Keine 30 Sekunden dauert es, bít der Pllot die RéHUHI
ftehlonenen Augen korrekt Ubertegen hat
Lernen, Probleme
anzupacken
(Ullrt. .Bei elrieiri Brand Im Flug- der Falle schnelL W;
zeug kotnmi es darauf an. keinc fessionell tU reugie
Zelt zu Verllerén. Da kenn die vergessener Lappei
MYND úr blaðinu Telecran i Lúxeniborg þar sein segir frá
Salvöru og starfi hennar hjá Cargolux.
RAGNAR H. Hall hæstaréttarlög-
maður, sem var settur ríkislögreglu-
stjóri til að kanna hvarf hálfs kílós af
amfetamíni úr vörslu ávana- og fíkni-
efnadeildar lögreglustjóraembættis-
ins í Reykjavík, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða
til frekari aðgerða í málinu.
Ragnar telur ósannað að tiltekinn
starfsmaður ÁFD hafí misfarið með
haldlögð efni og jafnframt telur
hann ósannað að Böðvar Bragason,
lögreglustjóri, hafi fengið upplýs-
ingar um grunsemdir rannsóknar-
lögreglumanns, sem vakti athygli á
þessu máli.
Settur ríkislögreglustjóri telur í
niðurstöðum skýrslu sinnar að afar
sennilegt sé, að amfetamíninu, sem
lögreglumaðurinn taldi horfið hafi
verið eytt undir eftirliti Lyfjaeftir-
lits ríkisins 22. júní 1998.
„ÉG byijaði að fljúga sem flug-
freyja árið 1969 hjá Loftleiðum,
flutti til Lúxemborgar árið 1972,
hef verið hjá Cargolox frá árinu
1979 og byijaði fyrir átta árum að
kenna strákunum þetta,“ sagði
Salvör Th. Sverrisson í Lúxem-
borg í samtali við Morgunblaðið
en hún starfar við að kenna flug-
mönnum Cargolux viðbrögð á
neyðarstundu. Grein um hana
birtist nýverið í vikuritinu Telecr-
an sem gefið er út í Lúxemborg.
Salvör, sem er Þormóðsdóttir og
segist hlífa mönnum við að nota ð
og þ og því kalla sig Sverrisson,
býr með fjölskyldu sinni í Lúxem-
borg og kvaðst hafa byijað hjá
Cargolux sem flugfreyja, fór fyrst
einn og einn túr en síðan í föstu
starfi. „Svo byrjaði þessi kennsla
fyrir rúmum átta árum og sé ég
um kennslu í neyðarviðbrögðum,
tek bæði nýja flugmenn gegnum
skólann og þá eldri í upprifjun
einu sinni á ári.“
Alls eru tæplega 300 fiugmenn
hjá Cargolux og eru milli 70 og
80 þeirra íslenskir. í flugmanna-
hópnum eru þrjár konur, írsk,
portúgölsk og ein svissnesk-ís-
lensk. „Islendingarnir voru nú í
meirihluta hjá félaginu en það er
ekki lengur, það er alltaf verið
að ráða nýja flugmenn og að
undanförnu hafa margir Þjóð-
verjar bæst í hópinn,“ segir Sal-
vör. En í hverju er kennslan fólg-
in?
Læt þá prófa allt
„Við förum yfir allan öryggis-
búnaðinn, björgunarvestin, súr-
efnisgrímur, slökkvitæki, rennum
okkur úr 10 metra háum neyðar-
rennunum og er kennslan bæði
verkleg og bókleg. Ég fer með þá
út í vél og læt þá prófa allt og
káfa á öllum tækjum þannig að
ekkert komi þeim á óvart," segir
Salvör en kennslan fer fram við
aðalstöðvar Cargolux á flugvall-
arsvæðinu. Hún sótti í upphafi
námskeið til að öðlast réttindi til
kennslunnar, m.a. á slökkviliðs-
skóla í Englandi og hefur síðan
setið ýmis námskeið vegna við-
haldsmenntunar.
„Galdurinn er að lesa aðeins
meira og vita aðeins meira en
þeir, þá geta þeir ekki rekið mann
á gat,“ segir Salvör og segist í
upphafi hafa þurft að setja svolít-
ið undir sig hausinn til að standa
frammi fyrir hópi karla og kenna
þeim þessa hluti. Segir hún að sér
hafi yfirleitt verið tekið vel, ein-
staka maður hafí í fyrstunni ætlað
að gera henni lífið leitt en hún
hafi séð við því með því að láta
einn þeirra sýna með sér notkun á
björgunarvesti og náð sér niður á
honum þegar hún lét það blása
upp óvænt.
Salvör flýgur stöku sinnum
ennþá sem flugfreyja fyrir Car-
golux, er reyndar sú eina sem er í
starfi hjá félaginu og segist því
einnig vera yfirflugfreyja yfir
sjálfri sér! Hún segist kunna vel
við sig í starfinu hjá Cargolux.
Það tók smá tíma að venjast þessu
en það hefur síðan allt gengið
vel.“
LJÁÐU ÞEIM EYRA
í kvöld á Súfistanum
í Bókabúð Máls og menningar
Söqur oq Ijóð
Björn Th. Björnsson: Brotasaga
Ameríka eftir Franz Kafka. Ástráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson lesa úr þýðingu sinni
Þorsteinn Gylfason: Réttlæti og ranglæti
Sigurlaugur Elíasson: Skjólsteinn
Sveinbjörn I. Baldvinsson: Stofa kraftaverkanna
Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30
ftSfBtSB
Mðl og merming • Laugavegi 18 • Slml 515 2500