Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þórarinn Eldjárn hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
ÞORARINN Eldjárn er
löngu landskunnur af
skáldskap sínum og rit-
störfum. Verk hans eru af-
ar fjölbreytt og óhætt að segja að
hann skrifí fyrir alla þjóðina. Fyrir
þá sem eru að feta sig óstyrkum
fótum í heim ritmálsins hefur hann
skrifað stafrófsbók, hann hefur
skrifað smásögur og skáldsögur
sem hafa orðið vinsælar og mikið
lesnar, ekki síst af nemendum, ljóð
hans eru sungin og lesin og í öllum
þessum verkum er litrófið breitt og
blæbrigðaríkt. Þá skulum við ekki
gleyma þýðingum Þórarins á verk-
um merkra erlendra höfunda og
þeim hefur hann skilað í hendur
okkar á góðu íslensku máli,“ segir í
umsögn framkvæmdastjórnar dags
íslenskrar tungu, sem formaðurinn,
Þorgeir Ólafsson, gerði grein fyrir.
Þar segir ennfremur: „Hann skrif-
ar á kjarnyrtu, frumlegu og
skemmtilegu máli, lesendur fínna
sterklega fyrir ást hans og um-
hyggju fyrir því og hann hefur ort
og skrifað um skrýtna og undarlega
hluti sem engum hefur tekist að
koma í orð fyrr.“
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra afhenti Þórarni verðlaunin,
500 þúsund krónur og heildarútgáfu
Máls og menningar á verkum Jónas-
ar Hallgrímssonar í skinnbandi, en
Menningarsjóður Islandsbanka
lagði til verðlaunin. Ráðherrann
fagnaði því sérstaklega hve margir
kennarar og nemendur, einkum í
grunnskólum og leikskólum, tóku
vel þeirri hvatningu sem felst í degi
íslenskrar tungu, en hann var nú í
fyrsta skipti haldinn hátíðlegur á
skóladegi.
Hákúra verri en lágkúra
Þórarinn sagði í ávarpi sínu eftir
að hann hafði veitt verðlaununum
viðtöku að við það tækifæri hefði
kannski verið eðlilegast að hann
setti á langar tölur um hve óverð-
skuldaður honum þætti heiðurinn,
„um það til hversu mikillar lotning-
ar ég fyndi gagnvart íslenskri
tungu, sem ég að sjálfsögðu kunni
nokkurn veginn ekkert í og muni
aldrei ná valdi á“. Þessu kvaðst
hann hins vegar ætla að sleppa.
„Enda væri slík hógværð hvort sem
er ekkert annað en uppgerð, trú-
legast sett fram í von um enn meiri
lofsemd. Ég segi í staðinn að all-
nokkur leikni í meðferð málsins
ætti varla að teljast til tíðinda hjá
svona þokkalega meðalgreindum
og fjölómenntuðum manni eins og
mér, sem er búinn að eyða lungan-
um úr ævinni í að reyna að banga
eitthvað saman á þessu tungumáli.
Ég er alveg prýðilegur í íslensku og
við erum það flest,“ sagði Þórarinn,
sem telur að stundum sé of mikið
gert af því að innræta ungu fólki að
það sé alveg óheyrilega erfitt að
tala og skrifa íslenskt mál.
„Oft er látið að því liggja að slíkt
sé varla á færi nokkurs manns sem
ekki er annaðhvort með Hómilíu-
bókina á náttborðinu eða hefur ver-
ið mikið heima í sveit á nítjándu
öld. En munum að Jónas Hall-
grímsson sagði „Orð áttu enn eins
og forðum", þau orð hans forðum
eru enn í fullu gildi. Það er sjálfsagt
að standa vel á verði gegn allri lág-
kúru en gætum okkar einnig á því
að lenda ekki í hákúru, hún er enn
verri. Munum að málið er fyrst og
fremst skemmtilegt og óendanlega
fjölbreytt, ástkært og yl-
hýrt í gleði og sorg.“
Þórarinn lauk máli sínu á
því að vitna í Tabúlarasa,
bók Sigurðar Guðmunds-
sonar um ástarsamband
hans og íslenskrar
tungu, og dró af henni
eftirfarandi ályktun: „íslensk tunga
er til í allt nema ástleysi.“
Stétt sem leggur verk sín
daglega í dóm almennings
Sérstakar viðurkenningar fyrir
ómetanlegt framlag til viðgangs ís-
lenskrar tungu hlutu Blaðamanna-
félag Islands og Félag íslenskra
leikskólakennara og voni formönn-
SIGURVEGARARNIR í upplestrarkeppni grunnskólanna, Panney Skarphéðinsdóttir úr Hafnarfirði,
Trausti Viktor Gunnlaugsson, Kópavogi, og Osp Viðarsdóttir, Suðurlandi, lásu ljóð eftir Jónas Hallgríms-
son, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Þórarin Eldjárn, við mikinn fógnuð viðstaddra.
„Islensk tnnga
er til í allt
nema ástleysi“
Ort og skrifað
um skrýtna og
undarlega
hluti
Dagur íslenskrar tungu
var haldinn hátíðlegur
víða um land í gær, á
fæðingardegi Jónasar
Hallgrímssonar, og er
það í þriðja sinn sem
haldið er upp á daginn
á þennan hátt. Margrét
Sveinbjörnsdóttir var í
Hafnarborg og fylgdist
með þegar verðlaun
kennd við skáldið voru
afhent Þórarni Eldjárn
rithöfundi og Blaða-
-
mannafélag Islands og
Félag íslenskra leik-
skólakennara hlutu sér-
stakar viðurkenningar.
um þeirra afhentar höggmyndir
eftir myndlistarkonuna Bryndísi
Jónsdóttur.
„I samfélagi okkar
gegna fjölmiðlar sífellt
stærra hlutverki og
áhrif þeirra á þróun
tungumálsins eru mjög
mikil. Islenskir blaða-
menn hafa frá upphafí
fjölmiðlunar á íslandi verið sér
meðvitaðir um þetta og óvíða er
meira rætt um móðurmálið en á
vinnustöðum þeirra. Það má því
með vissu halda því fram að ís-
lenskt fjölmiðlafólk sé að jafnaði
öflugustu framverðir íslenskrar
tungu og ekki er annað að sjá en að
íslensk málstefna sé þar í hávegum
höfð. Það er þó ætíð þarft að minna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞÓRARINN Eldjárn tekur við verðlaununum og hamingjuóskum
Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Að baki Þórarni er Þor-
geir Ólafsson, formaður framkvæmdasljórnar dags íslenskrar tungu.
á skyldur og ábyrgð þeirra sem
miðla málinu til almennings og ekki
síst til komandi kynslóða," segir í
umsögn framkvæmdastjórnarinn-
ar. Hjálmar Jónsson, formaður
Blaðamannafélags íslands, sagði
það mikið gleðiefni að taka á móti
slíkri viðurkenningu fyrir hönd
blaða- og fréttamanna. „Það ber
sjaldan við að okkur blaðamönnum
sé veitt viðurkenning og oftar en
ekki er okkur legið á hálsi fyrir
meðferð móðurmálsins. Og þó mis-
tök eigi sér vissulega stað vill það
samt gleymast að það er verið að
gagnrýna stétt sem á sjaldnast kost
á því að endurskrifa né að velja við-
fangsefnið og leggur verk sín dag-
lega í dóm almennings," sagði
Hjálmar. Hann minnti á að meðferð
tungunnar hefði alla tíð verið blaða-
mönnum hjai-tans mál, enda væri
skörp hugsun harla lítils
virði ef búningur orð-
anna hæfði henni ekki.
„Til vitnis um það er vert
að benda á að það voru
blaðaritstjórar, sem
urðu fyrstir til þess að
taka upp samræmda
stafsetningu í upphafi aldarinnar.
Mikill glundroði ríkti þá í þeim efn-
um og talið að ekki færri en sjö
ólíkir stafsetningarhættir væru
tíðkaðir. Yar stafsetningin sam-
þykkt mótatkvæðalaust í Blaða-
mannafélaginu og þrátt fyrir mikl-
ar deilur sem gusu upp í kjölfarið í
þjóðfélaginu var blaðamannastaf-
setningin svokallaða tekin upp víð-
Ég er alveg
prýðilegur í ís-
lensku og við
erum það flest
ast hvar og mæltist vel fyrir,“ sagði
Hjálmar ennfremur.
Mikil ábyrgð lögð á herðar
starfsfólki leikskólanna
í umsögn vegna viðurkenningar
til Félags íslenskra leikskólakenn-
ara segir að gninnurinn að móður-
máli barna sé lagður á fyrstu árum
þeirra og á síðustu áratugum hafi sú
breyting orðið í þjóðfélaginu að það
sé ekki einungis á heimilunum sem
sá gnmnur sé lagður heldur einnig á
leikskólum. „Þangað fara börn í
mörgurn tilvikum ársgömul og eru
fram til þess að skólaganga hefst í
grunnskóla. Foreldrar leggja því
mikla ábyrgð á herðar stai-fsfólks
leikskólanna og það er samdóma álit
okkar að þar sé unnið markvisst og
skipulega að því að kenna bömunum
gott mál og örva málþroska þeÚTa.
Leikskólakennarar leggja í stai'fi
sínu mikla rækt við móðurmálið og
þeim er ljós ábyrgð sín við að koma
því áfram til komandi kynslóða. Það
er ekki síst núna á tímum tölvuleikja
og fjölmiðlaefnis á erlendum tungu-
málum að þörf er á að hvetja alla
uppalendur til að standa vörð um
móðurmálið."
Björg Bjarnadóttir, formaður Fé-
lags íslenskra leikskólakennara,
veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir
hönd félagsins. Hún sagði viður-
kenninguna mikinn heiður og að
með henni væri leikskólakennurum
sýnd virðing um leið og áhersla væri
lögð á að starf þeirra væri afar mik-
ilvægt hvað varðaði viðgang og
varðveislu íslenski-ai- tungu. „Það er
mikilvægt að vandað sé til móður-
málskennslu bama, allt frá upphafi.
Þar gegna leikskólamir miklu hlut-
verki, sem þeir verða að sinna af
þekkingu og alúð í samvinnu við for-
eldra barnanna. Málörvun er veiga-
mikill hiuti af uppeldi og menntun
barna í leikskólum,“ sagði Björg og
bætti við að málörvun í leikskóla
færi ekki fram í afmörkuðum tímum
innan leikskólans eða á ákveðnum
tímum dagsins heldur fléttaðist hún
inn í allt starf leikskólans. „I sam-
skiptum barna og leikskólakennara í
þroskandi umhveifi þróa bömin
málvitund og málskilning og bæta
stöðugt við orðaforðann. í leikskól-
um er lögð rækt við að kenna börn-
unum þulur, rímur og kvæði og að
lesa gömul ævintýri og sögur. Með
þessum hætti gefst tækifæi'i til að
viðhalda menningararfinum. Ein-
hverjum kann að þykja það gamal-
dags og óþarfi, auk þess sem böm
eigi erfitt með að læra að skilja
gamlar þulur og vísur, en það er
ekki rétt, því yfirleitt vanmetum við
getu og hæfileika barna frekar en
hitt og þau koma manni stöðugt á
óvart,“ sagði Björg.
Við athöfnina lásu sigurvegarar í
upplestrarkeppni grunnskólanna,
þau Fanney Skarphéðinsdóttir,
Trausti Viktor Gunnlaugsson og
Ösp Viðarsdóttir, ljóð eftir Jónas
Hallgrímsson, Davíð Stefánsson,
Tómas Guðmundsson og Þórarin
Eldjárn. Þá söng Signý Sæmunds-
dóttir við píanóundirleik Önnu Guð-
nýjar Guðmundsdóttur þrjú lög, og
var eitt þeirra fmmflutningur á
þýðingu Páls Bergþórssonar á ljóð-
inu Komið hér blessuð börnin við
lag Sveinbjöms Sveinbjörnssonar.
I framkvæmdastjórn dags ís-
lenskrar tungu sitja, auk fonnanns-
ins, Þorgeirs Ólafssonar, deildar-
sérfræðings í menntamálaráðu-
neytinu, Kristján Arna-
son prófessor, Vilborg
Dagbjartsdóttir, skáld
og kennari, Ólafur Odds-
son menntaskólakennari
og Sigmundur Emir
Rúnarsson, skáld og
fréttamaður. Verkefnis-
stjóri er Jónmundur Guðmarsson.
I reglum menntamálaráðuneytis-
ins um verðlaunin segir m.a. að
þeim beri að veita „einstaklingum
er hafa með sérstökum hætti unnið
íslenskri tungu gagn í ræðu og riti,
með skáldskap, fræðistörfum eða
kennslu og stuðlað að eflingu henn-
ar, framgangi eða miðlun til nýrrar
kynslóðar."