Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 8

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ GÆTIRÐU ekki stungið mér í samband, Finnur minn. Það dugar ekkert minna en þriggjafasa rafmagn á Johnseninn í prófkjörsslagnum. FRÁ afhendingu framlags sjúkrasjóðs VR til SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, tekur við framlag- inu úr hendi Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR. SÁÁ fær FULLTRÚAR Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, þeir Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, og Pét- ur A. Maack varaformaður, komu færandi hendi í heimsókn á sjúkra- húsið Vog í byrjun þessarai- viku. Þar afhentu þeú; Þórami Tyrfingssyni, fonnanni SAÁ, 15 milljóna króna framlag úr sjúkrasjóði VR. Það renn- ur til byggingar á nýjum álmum við Vog, sem hýsa munu göngudeild og meðferðardeild fyrir ungt fólk. 15 milljónir frá YR Við þetta tækifæri sagði Magnús L. Sveinsson að stjórn sjúkrasjóðs VR vildi með þessu framlagi styrkja áframhald uppbyggingar meðferð- arstarfs SÁA. Hann sagði að SÁA hefði frá stofnun hjálpað þúsundum manna og kvenna til að hefja nýtt og betra líf. Þar hefðu félagar í VR og aðstandendur þeirra notið góðs af líkt og aðrir landsmenn. Magnús sagði að framlag sjúkrasjóðsins undirstrikaði hug verslunarmanna til meðferðar- og foi’varnastarfs SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ, þakkaði fyrir þetta höfðinglega framlag og sagði að ákvörðun stjórn- ar sjúkrasjóðs VR, sem tekin var fytr á þessu ári, hefði verið SÁA mikilvæg hvatning til að ráðast í við- byggingar á Vogi. Þórarinn sagðist ennfremur vona að stuðningur sjúkrasjóðs VR yrði sem flestum til eftirbreytni. 20% afsláttur þessa viku! Vattefni með efni báðum megin. Nokkrir litir. Áður 1.900 kr., nú 1.520 kr. m. Svart vattefiii með efni báðum megin. Áður 1.785 kr., nú 1.428 kr. m. Lycra-efhi með Jackard-mynstri. Ýmsir litir. Dæmi um verð: Áður 1.395 kr., nú 1.116 kr. m. Áður 1.550 kr., nú 1,240 kr. m. Áður 1.565 kr., nú 1.252 kr. -búðirnar Fyrirlestur um geðklofa 25% verða ein- kennalaus af lyfjameðferð Kristófer Þorleifsson A kvöld, þriðjudaginn 17. nóvember, hefst námskeið fyrir að- standendm- fólks með geð- klofa og geðhvörf. Nám- skeiðin sem haldin eru á vegum Geðhjálpar verða í formi fimm fyrirlestra og eftir jól verða stuðnings- hópar með leiðbeinanda. Kristófer Þorleifsson geð- læknir heldur í kvöld fyrsta íyrirlesturinn en hann fjallai- um geðklofa. „I Bandaríkjunum hef- ur verið talið að um 1% íbúa sé haldið geðklofa og á hverju ári greinist 0,1% með sjúkdóminn. Þetta eru hæm tölur en við sjá- um hér og í Danmörku benda nýjar tölur til að um 0,3-0,5% dönsku þjóð- arinnar séu með geðklofa. Þar er einnig talið að nýgreindir séu ekki nema 0,02% á ári.“ Ki-istófer segir að hægt sé að reikna með því að 0,4-0,8% íbúa íslensku þjóðai-innar fái geðklofa sem þýðir að á bilinu þúsund til fimmtán hundruð einstaklingar séu með sjúkdóminn hér á landi. - Hvenær kemur geðklofí fram hjá einstaklingum? „Hér áður fyrr var talið að geð- klofi væri jafnalgengur meðal karla og kvenna en sú er ekki raunin núna því í dag eru 50-70% fleiri karlar með geðklofa en kon- ur. Karlamir veikjast fyrr eða á aldrinum 15-25 ára en konurnar um tíu árum síðar eða á aldrinum 25-35 ára. Karlarnfr hafa verri batahorfur þai- sem þefr veikjast fyrr og persónuleiki þeirra er þá mjög ómótaður og sjúkdómurinn á auðveldara með að brjóta þá niður.“ - Hver eru einkennigeðklofa? „Þeim er skipt í tvennt. Fyrst ber að nefna svokölluð jákvæð einkenni sem eru ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsanatruflanir. Þessi einkenni sem eru meiri og alvarlegri en svokölluð neikvæð einkenni svara betur meðferð. Neikvæðu einkennin koma oft hægt og rólega og þau eru fram- taksleysi, skortur á fmmkvæði, félagsleg einangi-un, aimennt áhugaleysi, gleðileysi, tilfinninga- leg flatneskja og hirðuieysi um sjálfan sig og umhverfi. Flestfr eru með blöndu af jákvæðum og neikvæðum einkennum." Kristófer segir að í byrjun geti sjúkdómurinn verið svo lúmskur að fólk átti sig ekki á því hvað er að gerast. „Oft er þetta hægfara þróun sem byrjar við 15-16 ára aldur og lýsir sér með því að viðkomandi missir fótfestu í námi, flosnar úr starfi og einangrast smátt og smátt.“ Hann segir að á síð- ari árum hafi menn horft á forstigsein- kenni geðklofa sem má skipta í fjóra flokka, féiagslega einangrun, minnkaða starfsgetu og hæfni til náms, breytingu á hegðun, söfnunar- áráttu, hvatvísi og laka persónu- lega hirðu. Sums staðar eins og t.d. í Nor- egi hafa menn lagt töluverða áherslu á að leita að forstigsein- kennum í von um að geta komið í veg fyrir þessa alvarlegu sjúk- dómsþróun. Því fyrr sem tekst að greina geðklofa og veita bestu meðferð dregur úr alvarleika þessa sjúkdóms." -Fer þeim fjölgandi sem fá geðklofa? ►Kristófer Þorleifsson er fæddur í Garðahreppi árið 1946. Hann lauk embættisprófi í Iæknisfræði árið 1973, starfaði á sjúkrahúsum í Reykjavík á árunum 1973-75 en var héraðs- læknir Vesturlands og heilsu- gæslulæknir í Ólafsvík frá 1975-1988. Hann hefur unnið á geðdeild Landspítalans frá árinu 1988 og varð sérfræðingur í geð- lækningum árið 1993. Frá sama tíma hefur hann rekið eigin lækningastofu. Eiginkona hans er Sigríður Magnúsdóttir og eiga þau fjög- ur börn. „Nei, þvert á móti benda ailar tölur tU að algengi og nýgengi fari lækkandi." - Er eitthvað vitað um orsakir sjúkdómsins? „Nei, þær eru ókunnar en þó er vitað að það er sterkur erfða- þáttur. Ef annað foreldri er hald- ið geðklofa eru 12 sinnum meiri líkur á að barnið fái geðklofa og ef báðir foreldrar eru með geð- klofa aukast líkurnar í 40%. - Er hægt að halda geðklofa í skefjum með lyfjagjöf? „Fyrstu geðklofalyfin sem komu á markað um 1950 virkuðu fyrst og fremst á jákvæð ein- kenni. Lyf sem hafa komið fram á síðustu árum hafa einnig áhrif á neikvæð einkenni. Um 25% þeirra sem fá geðklofa verða ein- kennalausir með lyfjagjöf, helm- ingur fær verulegan bata en 25% svara ekki meðferð. Með því að gefa önnur lyf sem geta haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir má lækka þessa tölu niður í 5%. Kristófer segir mikilvægt að hafa í huga að geðklofi er ólæknandi sjúkdómur og því þurfa sjúklingar að taka lyf ævi- langt rétt eins og þeir sem eru með sykursýki og þurfa insúlín. Hann segir að ef fólk sé ein- göngu á lyfjum þá séu 40% búin að fá bakfall innan árs en ef lögð sé áhersla á að þjálfa og fræða fjöl- skylduna og veita félagslega þjálfun og endurhæfingu fer tal- an niður undir núllið. „Það er því ljóst að lyfjameð- ferð þai-f að fylgja stuðningur og fræðsla til að árangur haldi.“ Hann bendir á, tii merkis um hvað geðklofi er alvarlegm- sjúk- dómur, að um 10% þeirra sem þjást af honum fyrirfara sér fyrr eða síðar. „Það er því ekki nógu oft ítrekað að góð meðferð og þjónusta strax frá byrjun skiptir sköpum." 50-70% fleiri karlar þjást af geðklofa en konur í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.