Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Lögreglustjóri
til starfa á ný
BÖÐVAR Bragason, liigreglu-
stjóri í Reykjavík, mætti til starfa
í gær eftir hálfs árs veikinda-
leyfi. Starfsfólk embættisins tók
á móti honum og færði honum
blóm fyrsta vinnudaginn. Óskar
Bjartmarz og Böðvar Bragason
eru fremst á myndinni.
Hönnun Tjörness-
vegar langt komin
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra segir að ákvörðun um
vegarlagningu fyrir Tjörnes hafi
verið tekin fyrir löngu og hönnun
vegarins sé langt komin. Hann tel-
ur að önnur sjónarmið eigi að ráða
lagningu vega en hugsanlegar
virkjanir.
I Morgunblaðinu sl. sunnudag
kemur fram að Hreinn Hjartar-
son, bæjarverkfræðingur á Húsa-
vík, og fleiri Húsvíkingar hafí talað
fyrir því að kannaðir yrðu kostir
og gallar lagningar nýs vegar milli
Öxarfjarðar og Húsavíkur um
Rör fór inn
um botn bfls
LITLU mátti muna að mikið
slys yrði þegar rör í rörahliði
stakkst upp um botninn á bíl
sem ók yfir hliðið skammt frá
Hornafirði í gærkvöldi.
Þrír voru í bflnum þegar
slysið varð. Rörið stöðvaðist í
miðjum síls bílsins en svo
virðist sem suða í hliðinu hafi
gefið sig. Að sögn lögreglu
var þetta nýr bíll og er hann
talsvert mikið skemmdur.
Lögi-egla segir að slys hefði
getað orðið á farþegum í bfln-
um hefði rörið náð að stingast
inn í farþegarými bílsins.
Reykjaheiði í stað vegarins fyrir
Tjörnes. Þeir kostir fylgi lagningu
vegar um Reykjaheiði, að mati
Hreins, að stytta leiðina austur í
Öxarfjörð um 20 km og háhita-
svæðið á Þeistareykjum yrði í
þjóðleið.
„Húsvíkingar hafa fram að
þessu litið svo á að það væri ekki
til hagræðis fyrir þá að umferðin
til Norður-Þingeyjarsýslu lægi
fram hjá bænum. Þessi hugmynd
hefur komið upp einstaka sinnum
en ég held að önnur sjónarmið eigi
að ráða því hvar vegir liggja milli
héraða og byggðarlaga en hugsan-
legar virkjanir enda yrði kostnað-
ur af vegarlagningu að Þeista-
reykjum vegna virkjunarinnar
hverfandi miðað við heildarvirkj-
unarkostnað.
Bæjarstjórn Húsavíkur getur
tekið það mál upp við Vegagerðina
og þingmenn að breyta áherslum í
þessum efnum og fresta því að
tengja Kelduhverfi og Húsavík um
sinn. Ég tel víst að þingmenn hitt-
ist vegna þess en ég á von á því að
Norður-Þingeyingar og Húsvík-
ingar séu sammála því að nauð-
synlegt sé að hraða því eins og
kostur er að tengja Kelduhverfi
við Húsavík. Menn hafa verið
sammála um það að fara um Tjör-
nesið og ég er þeirrar skoðunar að
það sé rétta leiðin,“ sagði sam-
gönguráðherra.
Gamla Hæstaréttarhúsið við Lindargötu
Leyfí til niðurrifs
bíður deiliskipulags
VINNA stendur nú yfir við
deiliskipulag stjórnarráðsreitsins
svonefnda, þ.e. Amarhvál og ná-
grenni. Áfonn ei'u uppi um að rífa
gamla Hæstaréttarhúsið við Lind-
argötu og að stjórnarráðið byggi
þess í stað hús á milli Ai-narhváls
og íþróttahúss Jóns Þorsteinsson-
ar. Að kröfu bygginganefndar
Reykjavíkur var niðurrifi Hæsta-
réttarhússins frestað þar til
deiliskipulag reitsins lægi fyrir.
„Borgaryfirvöld hafa haft vissar
efasemdii' um að það eigi að rífa
þetta hús,“ sagði Magnús Sædal,
byggingafullti-úi í Reykjavík, í
samtali við Morgunblaðið. „Það
myndar ákveðinn svip í götumynd-
inni, klýfur sig út úr öðrum hlutum
af Arnarhváli og er hluti af þeii-ri
umgjörð sem var um þetta svæði
þegar samkeppni fór fram um nýja
Hæstaréttarbyggingu. Þó svo að
það komi eitthvað í staðinn vilja
menn fá að sjá hugmyndir um hvað
það gæti verið,“ sagði Magnús.
Húsið var tekið í notkun á seinni
hluta fimmta áratugarins og Magn-
ús sagði að þótt það væri ekki gam-
alt og félli ekki undir friðunarlög
hefðu menn skyldur til að stuðla að
verndun húsa umfram það sem sett
er í lög og reglugerðir. „Mönnum
er ekki alveg sama um hvernig far-
ið er með 20. aldar byggingar,"
sagði hann.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hafa m.a. Guðrún
Agústsdóttir og Guðrún Jónsdótt-
ir, íúlltrúar R-listans, lýst efa-
semdum um það að húsið skuli rifið
en þær eru báðar erlendis og náð-
ist ekki tal af þeim í gær.
Þórhallur Arason, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði
við Morgunblaðið að talið væri dýr-
ara að endurbæta húsið, svo að það
yrði nothæft, en að rífa það og
Morgunblaðið/Kristinn
SEÐ austur eftir Lindargötu, fremst á vinstri hönd er Arnarhváll, þá
gamla Hæstaréttarhúsið og íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.
byggja nýtt. Auk þess hve húsið er
illa farið er einn af þröskuldunum í
vegi þess að nýta húsið sá að pallar
þess standaset ekki á við palla Ajrn-
arhváls, sem þýðir að nýting verð-
ur léleg, segir Þórhallur.
Stjórnarráðsreitur
skipulagður
Steindór Guðmundsson, forstjóri
Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði
að deiliskipulagsvinnan væri langt
komin. Hann sagði að sem eigandi
hússins væri iTkissjóður í fullum
rétti að rífa það, enda fellur það
ekki undir lög um friðun. Hins veg-
ar þurfí að leita leyfís til bygging-
arnefndar um slíka hluti. Steindór
kvaðst telja það sjálfsagða og eðli-
lega ósk þygginganefndarinnar að
sýnt verði fram á hvemig nánasta
umhverfi hússins eigi að líta út í
framtíðinni áður en sú heimild er
gefin.
Deiliskipulagsvinnan, sem nú
stendur yfir, nær yfir það sem
Óbyggðanefnd auglýsir
eftir lögfræðingi
FORSÆTISRAÐUNEYTIÐ hefur
auglýst eftir lögfræðingi í fullt starf
til að starfa fyrir óbyggðanefnd.
Óbyggðanefnd er ætlað að leysa
úr álitaefnum um eignar- og afnota-
réttindi utan eignarlanda á svoköll-
uðum þjóðlendum og er gert ráð
fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir
árið 2007.
Starfssvið lögfræðings nefndar-
innar verður gagnaöflun og aðstoð
við undirbúning að úrskurðum
óbyggðanefndar auk ýmissa verk-
efna fyrir ráðuneytið. Reynsla af
dómsstörfum er talin æskileg ásamt
sjálfstæði, frumkvæði og skipulagn-
ingu í starfi. Jafnframt samstarfs-
hæfni og að eiga auðvelt með að tjá
sig í töluðu og rituðu máli og hæfi-
leika til að vinna að fjölbreyttum
verkefnum í kreijandi starfsum-
hverfi.
Ritstj óraskipti á DV
ÖSSUR Skarphéðinsson alþingis-
maður hefur hætt starfi sínu sem
annar ritstjóra DV og hefur Óli
Björn Kárason, ritstjóri Viðskipta-
blaðsins, verið ráðinn ritstjóri í
hans stað frá næstu áramótum.
Össur segir að ákvörðunin helgist
af því að honum finnist hann sjálfur
vera orðinn hluti af atburðarás sem
er fréttaefni, þ.e. átökum í Reykja-
vík um framboð samfylkingar
vinstri manna. Hann hafi í upphafí
ekki ætlað að vera ritstjóri DV mik-
ið lengur en fram í desember en tók
ákvörðun um að hætta íyrr vegna
framboðsmálanna.
Fer með mikilli eftirsjá
„Ég taldi ekki ólíklegt að þessi
mál kynnu að verða mun rismeiri
þegar nær dragi jólum. Það hefði
getað bjagað fréttaskrif DV um
þetta efni. Þess vegna ákvað ég að
draga það ekki á langinn að hætta.
Ég vildi í raun og veru vera hættur
um miðjan síðasta mánuð en var
beðinn um að vera lengur. Þegar ég
kom úr sumarleyfi í ágústbyrjun
skýrði ég mínum ágætu yfirmönn-
um frá því að ég teldi að þetta yrði
ekki framtíðarstarf mitt og ég hefði
ákveðið að velja stjórnmálin. En ég
fer með mikilli eftirsjá því þetta var
virkilega gott samfélag sem ég var
þarna í. Ég er og verð sennilega
alltaf blaðafikill enda búinn að vera
ritstjóri á þremur dagblöðum,"
sagði Össur.
Að sögn Eyjólfs Sveinssonar,
framkvæmdastjóra Frjálsrar fjöl-
miðlunar hf. sem gefur út DV, lá
það ljóst fyrir í fyrrahaust þegar
hann og Sveinn R. Eyjólfsson,
stjórnarformaður Frjálsrar fjöl-
miðlunar, ræddu við Össur um
ráðningu hans sem ritstjóra að þeir
teldu það ekki ganga að ritstjóri DV
væri samhliða í framboði til kosn-
inga af augljósum ástæðum.
„Strax þá var ákveðið að fyrir
nóvember yrði Össur að velja á milli
áhugamála sinna í blaðamennsku og
pólitík. Síðla sumars eða snemma
hausts settumst við síðan niður og
hann kynnti okkur þá niðurstöðu að
hann ætlaði að halda áfram í póli-
tík,“ sagði Eyjólfur.
Óljóst með ritstjóra
Viðskiptablaðsins
Óli Bjöm sagði í samtali við
Morgunblaðið að ráðning hans hefði
ekki átt sér langan aðdraganda og
Óli Björn
Kárason
Össur
Skarphéðinsson
aðspurður sagði hann að koma yrði í
ljós hvort honum myndu fylgja ein-
hverjar áherslubreytingar hjá DV.
„Eg á bara eftir að setjast þarna
inn á nýju ári og kynnast nýju
starfsumhverfí og nýjum samstarfs-
mönnum og við verðum bara að sjá
til með það. Ég ætla ekki að vera
með neinar slíkar yfirlýsingar,“
sagði hann.
Oli Björn sagði það ekki liggja al-
veg fyrir hver tæki við ritstjórn Við-
skiptablaðsins af honum, en það
myndi koma í ljós á næstu dögum
eða vikum.
Steindór nefndi Stjórnarráðsreit
en það er svæðið sem afmarkast af
Lindargötu í suðri, Skúlagötu í
norðri, Klapparstíg í austri og Ing-
ólfsstræti í vestri.
Hann sagði að auk þess að rífa
Hæstaréttarhúsið og byggja nýtt
fyrir þarfir stjórnarráðsins séu
uppi áform um að byggja á lóðinni
Skúlagötu 6, austan við Sjávarút-
vegshúsið. Þar segir Steindór að
gert sé ráð fyrir að koma fyrir hús-
næði vegna þarfa Hafrannsókna-
stofnunar, auk þess sem talið er
æskilegt að flytja sem flest ráðu-
neyti á þennan reit, en umhverfís-
ráðuneyti, samgönguráðuneyti, fé-
lagsmálaráðuneyti og utanríkis-
ráðuneyti eru m.a. utan hans.
----------------------
Risna Pósts og síma
Tæpar 40
milljónir á
fjórum árum
RISNUKOSTNAÐUR Pósts og
síma var tæplega 40 milljónir
króna á árunum 1993 til 1996 að
báðum árum meðtöldum. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Hall-
dórs Blöndals samgönguráðheri'a
við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttir, þingmanns jafnaðarmanna,
en svarinu var dreift á Alþingi í
gær.
Fram kemur að risna hafi á
þessum árum verið veitt til nor-
ræns og alþjóðlegs samstarfs, við-
skiptaaðila, funda innan stofnunar-
innar, afmælis póstreksturs, síma-
reksturs og starfsmannafélaga og
að lokum til kaffiboða starfsmanna
í tilefni af sumarkomu og veitinga
fyrii' póstmenn við störf á háanna-
tíma í desember. Þá segir í svarinu
að risnukostnaðurinn hafi verið um
6,5 millj. árið 1993, rúmar 8 millj.
árið 1994, um 8,5 millj. árið 1995 og
16,8 millj. árið 1996.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
13 í dag. Eftir atkvæðagreiðsiu
verða eftirfarandi þingmál á
dagskrá:
1. Hækkun kvóta íslendinga hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 3. umr.
2. Viðauki við stofnskrá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3. umr.
3. Framleiðsla og sala á
búvörum. 3. umr.
4. Skýrsla forsætisráðherra um
Byggðastofnun 1997. Ein umr.
5. Stefna í byggðamálum fyrir
árin 1998-2001. Fyrri umr.