Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 21 Efnadeild Zeneca til sölu Loiulon. Reuters. BREZKI risinn Imperial Chemieal Industries segir að hann kunni að hafa áhuga á að kaupa hluta sér- efnafyrirtækis, sem fyrrverandi samstarfsaðili, lyfjafyrirtækið Zeneca Group, hefur sett í sölu. Þar sem ICI er skuldum vafíð fyrirtæki hefur það hins vegar ekki áhuga á að eignast alla Zeneca deildina, sem sérfræðingar telja að muni kosta um einn og hálfan millj- arð punda. Líklegast er því talið að kaupandi Zeneca Specialties verði fjársterkur aðili á meginlandi Evr- ópu eða í Bandaríkjunum. ICI losaði sig við Zeneca 1993, en hélt forkaupsrétti á vissum tak- mörkuðum hlutum Zeneca Speci- alties - fyrirtækjunum Zeneca Res- ins og Flexpack/Novacote. Hugsan- legur áhugi ICI nær aðeins til þess- ara fyrirtækja að sögn talsmanns fyrirtækisins. ICI skuldar 4,4 milljarða punda og nokkurn ugg vekur að fyrirtækið íhugi fyrirtækjakaup, þar sem erfíð- lega hefur gengið að ráðstafa ýms- um eignum þess. Verð hlutabréfa í ICI lækkaði um 1,4% eða 8 pens í 572. Vekur líklega áhuga Zeneca, sem er þriðji helzti lyfja- framleiðandi Bretlands, vill selja sérdeildina í heild. Deildin seldi efni fyrir 885 milljónir punda 1997 og 434 milljónir fyrri hluta þessa árs. Sérfræðingar segja að Zeneca Specialties hafí getið sér gott orð í atvinnugreininni og muni líklega vekja áhuga nókkurra voldugra að- ila. Búizt er við tilboðum frá hinu nýja fyrirtæki, sem Civa og Clari- ant í Sviss hafa ákveðið að stofna með 8,8 milljarða dollara samruna, eða fyrirtækjum eins og Eastman Kodak eða Allied Signal í Banda- ríkjunum. Aðrir hugsanlegir bandarískir bjóðendur eru Dow eða Dupont. í Evrópu kunna fyrirtækin BASF, Bayer og Hoechst í Þýzkalandi að sýna áhuga, þótt ýmsir sérfræðing- ar efist um að þau sjái sér hag í kaupunum. -gjörðu svo vel gakktu í bæinn Viðvörun frá Booker öðru sinni London. Reuters BOOKER Plc, hið bágstadda og bókmenntasinnaða, brezka matvörufyrirtæki, hefur sent frá sér aðra afkomuviðvörun- ina á sex mánuðum og hluta- bréf þess hafa fallið í verði. texti Stuart Rose aðalfram- kvæmdastjóri var ráðinn fyrir fimm vikum til að valda um- skiptum hjá fyrirtækinu, en nú hefur hann sent frá sér við- vörun, sem er síðasta áfallið af mýmörgum sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Reyndar er fyrirtækið þekktast fyrir bókmennta- verðlaun, sem við það eru kennd. Fyrirtækið varar við því að hagnaður þess fyrir skatta á síðari hluta árs verði um 11 milljónir punda, svipað- ur og á fyrri árshelmingi. Þekkt bókmenntaverðlaun Reynist spáin rétt verður árshagnaður Bookers 22 millj- ónir punda samanborið við 76,1 milljón á reikningsárinu 1997. Flestir miðlarar höfðu spáð 65 milljónum. „Þetta er hörmulegt," sagði sérfræðingur nokkur. „Stjórn fyrirtækisins virðist ekki fá við neitt ráðið. Hún virðist engar upplýsingar hafa um sölu og ekkert vita um rekstr- arkostnað." Verð bréfa í fyrirtækinu hefur lækkað og er nú komið niður í um 60 pens. Enn sem komið er hefur Booker ekki selt hlut sinn í Agatha Christie Ltd, eignir í Portúgal og Póllandi, fískvinnslufyrir- tæki eða danska fyrirtækið Daehnfeldt. DIT Ræstingavagnar DIT-ræstivagnar í mörgum stæröum og gerðum. Verð frá kr.ánvrt. 19.643,- Einnig moppur, rykklútar álsköft og önnur áhöld mímv Dn-irrromAnonAi vamwm Ræstivörur til hreingerninga og viðhalds verðmæta! Ræstivörur Lynghálsi 3»Sími 567 4142 örugg verndun persónuupplýsinga Ráðstefna um upplýsingakerfi, tölvuöryggi og miðlæga gagnagrunna á Hótel Loftleiðum 24. nóvember kl. 13.00 -18.00 Ávarp Davíð Oddsson, forsætisráðherra Trends in computer security ^ Tom Peltier, CISSP CyberSafe Verndun persónuupplýsinga - lagaumhverfið Oddný Mjöll Arnardóttir, lögfræðingur Ógnanir og lausnir hvað varðar öryggi á Internetinu Stefán Hrafnkelsson, forstjóri Margmiðlunar hf. Kaffi Öryggi miðlægra gagnagrunna í nútíð og framtíð Hrafnkell V. Gíslason, framkvæmdastjóri þjónustudeildar Skýrr hf. What are the risks in information security? Bjarne Hansen, Certified information systems auditor, Ernst&Young Samantektog ráðstefnuslit Margrét Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Skeljungs Léttar veitingar Ráðstefnustjóri: Hreinn Jakobsson, forstjóri Ský Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 569 5100 ekki síðar en mánudaginn 23. nóvember. ÖRUGG MISLUN UPPLÝSINGA Þátttökugjald er 6.800 kr. OIErnst&Young ENDURSkOOllN & RÁDGIÖf limúla 2 • 108 Rcykjavik ■ Slmi 589 5100 Bréfasími 569 525 1 > Netfang skyrr@skyrr.is Heimasfða http://www.skyrr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.