Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 25 Schröder vill styrkja tengslin við fleiri ráðamenn en Jeltsín Moskvu. Reuters. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hét því í gær að Þjóð- verjar myndu aðstoða Rússa svo að Alþjóðagjaldeyi-issjóðurinn, IMF, féllist á efnahagsaðgerðir þeirra og greiddi út lán sem Rússum hefur verið heitið. Hins vegar væri sá tími liðinn að Þjóðverjar veittu umfangs- mikla efnahagsaðstoð. Schröder er í opinbeiri heimsókn í Rússlandi og mun í dag hitta Borís Jeltsín Rúss- landsforseta ef heilsa þess síðar- nefnda leyfír. Schröder lagði í gær á það áherslu að Þjóðverjar vildu styrkja tengslin við fleiri rússneska ráðamenn en Jeltsín, sem vai' afar vinveittur fyrr- verandi Þýskalandskanslara, Helmut Kohl. Hitti Schröder Jevgení Príma- kov, forsætisráðherra Rússlands, auk ýmissa fulltrúa stjórnarand- stöðuflokka. Schröder kvaðst í gær telja að efnahagsaðgerðirnar, sem Prímakov kynnti fyrr í mánuðinum, væru „góð byrjun á starfi sem vinna verður innan þess ramma sem IMF hefur dregið upp“. Var þó á orðum hans að skilja að þýska stjórnin teldi aðgerð- irnar ekki fullnægjandi. Sagði Schröder Þjóðverja reiðubúna að aðstoða Rússa við einstök verkefni, fremur en að veita almenna fjár- hagsaðstoð. Er fundurinn með Jeltsín barst í tal, sagði Schröder að tengsl manna yrðu að vera óháð stjórnmálum. „En ég vil jafnframt leggja á það áherslu að burtséð frá góðum persónulegum tengslum, byggja samskipti Þýska- lands og Rússland á afar, afar breið- um grunni.“ Eftir fundinn með Pilmakov hitti Schröder Gennadí Zjúgjanov, leið- toga kommúnista, Grígorí Javlinskí, leiðtoga Jabloko-flokksins, og Alex- ander Lebed, sem hyggst bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2000. Báru Javlinskí og Zjúgjanov lof á Schröder fyrir þann áhuga sem hann sýndi öðrum stjórnmálaöflum en þeim sem væru í stjórn. -gjörðu svo vel opið allan sólarhringinn mbl.is Þýzkaland Deilt um innflytj- endur Bonn. Reuters. ÞÝZKIR græningjar gagmýndu í gær harkalega samstarfsmenn sína í ríkisstjórn, jafnaðarmenn, fyrir að vilja setja hömlur við aðflutningi fólks til Þýzkalands og fordæmdu jafnframt nauð- ungarflutning fjölbrotaung- lings frá Bæj- aralandi til Tyrklands. Deilan í sam- steypustjórn Jafnaðarmanna- flokksins SPD og græningja blossaði upp eft- ir að innanríkisráðherrann Otto Schily lét þau orð falla að Þýzka- land hefði ekkert rúm fyrir fleiri innflytjendur. Talsmenn græningja sögðu um- mæli Schilys óskiljanleg með tilliti til þess að hin nýja stjórn ætti að vera að vinna að því að aðlaga hinar 7,5 milljónir útlendinga, sem þegar dvelja í landinu, að þýzku samfélagi. „Það er ekkert vit í því að vera að skvetta olíu á eldinn með því að taka sér í munn orð eins og „yfir- fullt“ og „báturinn er fullhlaðinn", þegar við þurfum að eiga við leynda og ljósa útlendingaandúð," sagði Rezzo Schlauch, formaður þing- flokks græningja, í útvarpsviðtali. Schily hafði sagt að ef tekinn yrði upp innflytjendakvóti í Þýzkalandi yrði hann undir núverandi kringum- stæðum að vera settur við núllið. „Farið hefur verið fram úr mögu- leikum Þýzkalands til að taka við innflytjendum," hafði Berlínai’dag- blaðið Der Tagesspiegel eftir Schily. Umdeild brottvísun afbrotaunglings Ummæli Schilys féllu er hin íhaldssömu stjórnvöld Bæjaralands sendu úr landi 14 ára ungling af tyrknesku foreldri efth' að hann hafði verið margdæmdur íyrir glæpi. Unglingurinn, Muhlis Aris að nafni, var settur um borð í flugvél sem flutti hann til Istanbúl á laug- ardag, eftir að stjórnlagadómstóll Þýzkalands hafði úrskurðað að brottvísunin væri lögleg. Stjórnvöld í Bæjarlandi hugðust einnig vísa foreldrum afbrotaunglingsins úr landi fyrir að hafa enga stjórn á honum, en dómstóllinn leyfði þetta ekki. Cem Özdemir, þingmaður græn- ingja á Sambandsþinginu, sagði í gær að Aris væri „afurð Þýzka- lands“ og ætti að taka út sína refs- ingu þar en ekki í Tyrklandi. vhömbl.is _A.LLTAf= eiTTH\SA£.7 NÝTT Ráðstefna á vegum Hagfræóistofnunar Háskóla Islands og sjávarútvegsráðuneytisins á Hótel Loftleibum, föstudaginn 20. nóvember 1998. 12.00-13.20___________________________________ Hádegisverðarfundur í Víkingasal Stjórnandi Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Auðlindanefndar. 12.00-12.05 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra býður ráðstefnugesti velkomna. 12.05-12.45 Sjávarréttahlaðborð að hætti hússins. 15.10- 16.30_____________________________________ Reynslan af kvótakerfinu Stjómandi Þráinn Eggertsson, prófessor við Háskóla íslands. 15.10- 15.30 Phil Major, fyrrverandi ráðuneytisstjóri sjávar útvegsráðuneytis Nýja Sjálands: Kvótakerfið á Nýja Sjálandi. 15.30-15.50 Birgir Þór Runólfsson, dósent við Háskóla íslands: Kvótakerfið á íslandi. 13.00-13.20 Anthony Scott, prófessor emeritus við University of British Columbia, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. 13.30- 14.50_________________________________ Forsendur kvótakerfisins í Þingsal 5 Stjórnandi Guðmundur Magnússon, prófessor við Háskóla Islands. 13.30- 13.50 LeeAnderson, prófessor við University of Delaware: Hugmyndin um framseljanlega aflakvóta. 15.50-16.10 Michael DeAlessi, Centerfor Private Conservation, Washington DC: Ný tækni og myndun afnotaréttinda af sjávargæðum. 16.10-16.30 Julian Morris, Institute of Economic Affairs, London: Umhverfisverndarstefna hins frjálsa markaðar. Umræður og fyrirspurnir á eftir hverjum fyrirlestri. 16.30-17.30___________________________________ Hringborðsumræður 13.50-14.10 Ronald Johnson, prófessor við Montana State University: Renta, veiðigjald og kvótakerfi. 14.10-14.30 Ragnar Árnason, prófessor: Framfarir í fiskveiðistjórn með hjálp kvótakerfis. 14.30-14.50 Þórólfur Matthíasson, dósent við Háskóla (slands: Rök og sjónarmið í deilunni um kvótakerfi og veiðigjald. Stjórnandi Hannes H. Gissurarson. Þátttakendur: Anthony Scott, LeeAnderson, Phil Major, Ronald Johnson, Ragnar Árnason, Roger Bate (Institute of EconomicAffairs) og Markús Möller (Seðlabanki Islands). Móttaka á Hótel Loftleiðum í boði sjávarútvegsráðuneytisins. Ræður á ensku verða túlkaðar. 17.30-19.00 Umræður og fyrirspurnir á eftir hverjum fyrirlestri. 14.50-15.10 Kaffihlé. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til sjávarútvegsráðuneytisins í síma 560 9670 eða með tölvupósti (sjavar@hafro.is). Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 18. nóvember. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Þátttökugjald er 4.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.