Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kammertónlist- arleg samvirkni TOJVLIST iVurra‘.na húsið LÚÐRALEIKUR Kvintett Corretto flutti verk eftir Lutoslavskí, og Skandinavísku tón- skáidin Lundquist, Rabe, Nilson og Sandström. Föstudagurinn 13. nóvember, 1998. ÞRÓUN lúðrablásturs á íslandi er skemmtilegt sögurannsóknar- efni, því hljóðfærasaga okkar Is- lendinga hefst í raun með lúðra- blæstri í kjölfar konungskomunnar 1874, en þá „marseraði" lúðrasveit danska sjóhersins um götur Reykjavíkur. Helgi Helgason fór til Kaupmannahafnai-, lærði á lúður og heimkominn stofnaði hann Lúður- þeytarafélag Reykjavíkur 1876 og markar þar með upphaf hljómsveit- arleiks á íslandi. Það var svo 1921, að Þórarinn Guðmundsson stofnar Hljómsveit Reykjavíkur og strengjaleikara koma til sögu, í þeirri þróun sem blómstrað hefur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Kvintett Corretto er skipaður mönnum sem notið hafa bestu menntunar í lúðrablæstri en „rikti“ lúðrasveita hefur oft verið miðað við leik áhugamanna, er fluttu oft- ast hálfgerða „útigangstónlist" , marsa, þunglamalega danstónlist og misjafnlega vel gerðar umritan- ir. í Corretto hópnum eru Einai- Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Emil Friðfinnsson, Sigurður Þorbergs- son og Þórhallur Ingi Halldórsson, flestir starfsmenn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, auk þess að eiga hlutdeild í ýmsum þeim hópum, sem staðið hafa fyrir hljómleika- haldi á liðnum árum, hér heima og erlendis. Tónleikarnh- hófust á Mini-for- leik (1981) , eftir Witold Lutoslav- skí, skemmtilegu og músikantísku verki, sem var sérlega vel flutt. Eftir Thorbjörn Iwan Lundquist fluttu þeir félagar verk sem kallast Norðurlanda-tónlist og á að lýsa norrænni náttúru, norðurljósum, frosthörkum og lífseiglu náttúrunn- ar á stuttu sumri norðursins. Tón- líkingar eru erfiðar viðfangs og vegna mismunandi reynsluheims hlustenda, er óvíst hvort skilaboðin skiljast með réttum hætti. Hvað sem því líður, var margt fallega lit- að og unnið með ýmisleg blæbrigði í verki Lundquists og flutningur Corretto-manna glæsilega útfærð- ur. Escalations, sem þýða mætti „Klifur“, eftir Folke Rabe, er eitt af þeim verkum sem byggjast á leiktrikkum. Hraðar endurteknar nótur á móti sífellt endurteknum skölum og einstaka sinnum leikið með liggjandi hljóma, sem eins konar miðkafla, er heldur svona einhliða efniviður og breytir engu, þó þessi leiktrikk flytjist á milli hljóðfæra, því hlustandinn er fyrir löngu búinn að ná utanum efnis- innihald verksins, svo að framvinda þess verður aðeins staglkennd end- urtekning. Tónlist sem byggð er á slíkum vinnubrögðum mætti kalla fiff-isma, því í raun var verkið, sem var aldeilis vel flutt, ekkert annað en samröðun þriggja „fiffa“ í síend- urteknu formi, sem þrátt fyrir ágætan leik gefur hlustandanum ekkert til að geyma með sér. Bo Nilson (1937) átti næsta verk, Wendepunkt úr verki fyrir blásara og segulband en Nilson var um tíma einna frægastur sænskra „avant- garde“ tónsmiða, fyrir margvíslegar og athyglisverðar til- raunir. A seinni árum hefur hann aðallega samið söng- og kvik- myndatónlist á þjóðlegum nótum. Þessi þáttur er úr svítu, sem nefn- ist Infrastructure (grunnbygging eða innviðir) og heita seinni þætt- irnir Wendepukt og Endepunkt. Corretto-félagarnir fluttu aðeins hljóðfæraþáttinn úr Wendepunkt- kaflanum án meðvirkni segulbands- ins og hljómaði þessi stutti og óm- stríði þáttur mjög fallega, enda vel leikinn. Lokaverkið var samsuða eftir Sven-David Sandström, sem hann nefnir Heavy Metal. Þetta er ekta Fiff-isma verk og þó heyra mætti oft skemmtileg og jafnvel áhrifamikil samleiks-fiff, var heild verksins ákaflega ómarkviss. Corretto hópurinn er góður, enda skipa þar hvert sæti ágætir hljóðfæraleikarar og verður fróð- legt að fylgjast með þeim félögum, ef þeim tekst að halda hópinn og magna með sér en frekar en nú er orðið, hina „kammermúsikantísku" samvirkni í leik og túlkun. Jón Asgeirsson n \\ sgpilglr M ■ iv- —'•*» ISÉÉ LEIKHÓPUR á vegum Furðuleikhússins leikur Sköpunarsöguna. Sköpunarsagan í kirkjum og skólum FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir leikritið Sköp- unarsagan í skólum og kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. I dag, þriðjudag, verða fjórar sýning- ar: í Laugarneskirkju, kl. 9, 10 og 11.30 og í Engidalsskóla í Hafnarfirði kl. 13. Leikhópur á vegum Furðu- leikliússins velti fyrir sér hvernig það hafi verið þegar Guð skapaði heiininn og spann og lék sér með sköpunarsöguna úr Biblíunni. Úr varð ævintýri þar sem látbragði, texta og dansi er tvinnað saman. Leiksýningin segir frá sköp- un heimsins og mannsins og frá syndafallinu og þar kemur ljósengillinn Lúsífer einnig við sögu. Fjallað er um það hvern- ig maðurinn missir samband sitt við Guð og hvernig fer þegar Guð er ekki nálægur. Þetta er fjölskylduleikrif, sem þó er skrifað sérstaklega með börn í huga. Ólöf Sverrisdóttir samdi leikritið ásamt leikhópnum. Leikstjóri er Margrét Péturs- dóttir. Ólöf Ingólfsdóttir sér um hreyfingar. Leikmynd og búningar eru í höndum Aslaug- ar Leifsdóttur. Leikarar eru Ólafur Guðmundsson og Ólöf Sverrisdóttir. .HOtíW"11 tów.*WÍS! ■ jtotraWJ »I ■ K-i r-t rr- l«í 5| UsWHWftiK*" *aran'.»»t5'«r»»W5« * Vátt »4 ttfllí ÞRTAR ASTÆÐUR FYRIR ÞVI AÐ TENGTAST BREIDBANDINU NÚNA íiStrr i. Hraðvirkasta Internettenging sem völ er á til heimila Breiðbandstenging opnar þér nýja möguleika í fjölmiðlun og fjarskiptum, m.a. Internetsamband á áður óþekktum V 2. 20 spennandi sjónvarpsstöðvar með frábærum myndgæðum hraða. Breiðbandið er í senn sjónvarps- og margmiðlunar- dreifikerfi sem sinnir þörfum landsmanna til framtíðar. 3.20 útvarpsstöðvar, þ.á.m. 10 sérhæfðar erlendar tónlistarrásir Hringdu strax OG KYNNTU MR MÁLID! Opið allan sólarhringinn BREIÐVARPIÐ SJÓNVARPSÞJÓNUSTA SÍMANS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.