Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mozarteum í Salzburg lokað
um stundarsakir
Skólinn hættu-
legur heilsunni
HINUM vii-ta tónlistarskóla,
Mozarteum í Salzburg í Austur-
ríki, heldur verið lokað um stund-
arsakir vegna veikinda og dauðs-
falla kennara og nemenda við
hann. Allir þeir sem hafa kennt
eða stundað nám við skólann hafa
verið kallaðir í læknisskoðun en
við skoðun reyndist mikið magn
eiturefnisins PCB í teppum og
veggfóðri kennslustofa hans, að
því er segir í Aftenposten.
Heilbrigðisyfirvöld í Salzburg
ákváðu að loka skólanum þegar
kennari við hann lést úr hvítblæði
fyrir skömmu. Áður höfðu kennari
og nemandi látist úr sama sjúk-
dómi. Við skoðun kom í ljós að eit-
urefnið PCB, sem safnast fyrii' í
fituvef manna og dýra, var að fmna
í miklu magni í skólabyggingunni.
PCB er krabbameinsvaldandi.
Ekki er vitað hvernig PCB
barst í veggfóður, tréklæðningu
og teppi skólahússins, sem var
byggt árið 1979. Getgátur eru um
að það hafi borist inn í loftræsti-
kerfið við bruna í nálægu húsi eða
frá spennustöð í nágrenninu.
Frá upphafi hafa kennarar og
nemendui- kvartað yfu' húsinu og
segjast finna fyrir ýmiss konar
vanlíðan innan dyi’a. Varð það til
þess að sett var upp nýtt loft-
ræstikerfi árið 1994 en nú virðist
svo sem það hafi gert illt veiTa og
sé undirrót veikindanna.
Lokun skólans, sem kann að
vara í hálft til eitt ár, er mikið
áfall. Ekkja tónskáldsins W.A.
Mozarts stofnaði hann árið 1814
og er hann talin ein besta „útung-
unarstöð" heims í heimi óperu,
leikhúss og tónlistar. Um 1.500
manns stunda nám hjá 500 kenn-
urum skólans og fer nú kennslan
fram í bráðabirgðahúsnæði um
alla Salzburg.
Tvær listaþjóðir
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu miðvikudaginn 18.
nóvember kl. 12.30 syngur Tjarn-
arkvartettinn íslensk lög við ljóð
íslenskra skálda.
Tjarnarkvartettinn er blandað-
ur kvartett skipaður þeim Rósu
Kristínu Baldursdóttur, sópran og
stjórnanda, Krisljönu Arngríms-
dóttur alt, Hjörleifi Hjartarsyni
tenór og Kristjáni Hjartarsyni
bassa. Kvartettinn hefur starfað
saman í u.þ.b. 8 ár og á þeim tíma
sungið víða bæði innan lands og
utan. Hann hefur sungið inn á
þrjár geislaplötur og kom sú síð-
asta út nú fyrir nokkrum dögum.
Á efnisskrá tónleikanna eru lög
ýmist samin eða útsett af Hróð-
mari Inga Sigurbjörnssyni en
þessi lög er öll að fínna á nýju
plötunni.
_ Verð aðgöngumiða er 400 kr.
Ókeypis fyrir handhafa stúdenta-
skírteina. Dagskrá Háskólatón-
leika má nálgast á vefnum. Slóðin
er:
http://www.hi.is/~gunnag/tonlis
TÓJVLIST
Ilústaðakirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Á efnisskrá voru verk eftir Beet-
hoven og Mozart. Flytjendur voru
Guðrún Birgisdóttir, Auður Haf-
steinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir,
Bi-yndís Halla Gylfaddttir og Anna
Guðný Guðmundsdóttir. Sunnudagur-
inn 15. nóvember, 1998.
NÚ ÞEGAR tuttugasta öldin er
nærri liðin, er rétt að huga um
stund að liðnum tíma en líklega hafa
á þessari öld orðið meiri breytingar
á hugmyndum manna en nokkru
sinni fyrr í sögu mannsins. Eitt af
því, sem einkennt hefur þróun list-
sköpunar, er algjör höfnun á eldri
gildum, svo mjög, að nú búa í heim-
inum raunverulega tvær listaþjóðir.
Mörgum hefur tekist að tileinka sér
listviðhorf beggja en gera samt
skörp skil varðandi listsköpun
manna í dag og fyrrum. Þetta gæti
sem best verið túlkað í setningu
eins og að „allt gamalt er vont og
allt nýtt er gott“. Þessu mætti sem
best snúa við, enda eru menn farnir
að sjá til með því sem gamalt er og
endurlifa það sem nýtt væri. Þarna
er að fmna lykilinn að hinni enda-
lausu leit mannsins að sjálfum sér,
leit sem aldrei mun linna, fyrr en
við endalok tímans. Ef kenningar
nútímans um breyttan heim og lífs-
viðhorf eru réttar og að t.d. breytt-
ur hljóðheimur kalli á ný viðhorf til
hljóðlistar, ættu menn að hafna tón-
list eftir Mozart. Þetta hefur ekki
gengið eftir. Því lengur sem
„módernisminn" er virkur, eykst
leit manna eftir Mozart, svo mjög,
að hann hefur aldrei verið jafn vin-
sæll og í dag. Þetta er í raun mjög
sérkennilegt sambýli og ráðgáta,
sem aðeins gat orðið til á tuttugustu
öldinni.
Tónleikar Kammermúsíkklúbbs-
ins sl. sunnudagskvöld voru helgað-
ir tónlist eftir Beethoven og Mozart
og haldnir fyrir fullu húsi, svo að
eitthvað var heim að sækja í Bú-
staðakirkjuna að þessu sinni. Tón-
leikarnir hófust með tríó-serenöðu
fyrir flautu, fiðlu og lágfiðlu, op. 25,
eftir Beethoven. Þetta elskulega
verk er samkvæmt Gi'oves samið
1801 og var það vel flutt af Guð-
rúnu, Auði og Svövu, sérstaklega
tilbrigðaþátturinn (nr. 4) en þar
áttu hljófæraleikarnir skemmtileg-
ar einleiksstrófur og án þess á aðra
sé hallað, var lágfiðlutilbrigðið sér-
lega vel flutt af Svövu. Síðasti þátt-
urinn, Adagio-Allegro, var og fal-
lega mótaður.
í öðru viðfangsefni tónleikanna,
kvartett fyrir flautu, fiðlu, lágfiðlu
og selló, K.285, eftir Mozart, bætt-
ist Bryndís Halla í hópinn. Þessi
kvartett er helst frægur fyrir hæga
þáttinn, sem er undurfögur flautu-
sóló. Það má deila um tónmótun
flautuleikarans, hvort betur fari á
að leika þessa undrasóló með mikl-
um syngjandi tóni, eða hamið, eins
og Guðrún gerði. Hvort sem hlust-
endur vilja frekar, þá var leikur
Guðrúnar mjög sannfærandi og
gæddur þeirri dulúð, sem má finna
í þessu einstæða tónverki. Fyrsti
kaflinn og lokaþátturinn eru sér-
lega glaðlegir og var leikurinn í
lokakaflanum mjög skemmtilega
mótaður.
Tríóþátrinn, WoO 39 (1812),
samdi Beethoven fyrir tíu ára
stúlku, Maximiliane Brentano, og
var þetta létta en laglega verk mjög
vel flutt af Önnu Guðnýju, Auði og
Bryndísi Höllu. í lokaverki tónleik-
anna, píanókvartett K.493 eftir
Mozart, er var ásamt sams konar
verki í g-moll, K.478, fyrsta verk
sinnar tegundar, var tekist á við
stórbrotið tónmál snillingsins.
Fyrsti kaflinn er viðamikil tónsmíð
er var sérlega vel flutt og í lokakafl-
anum, sem er einn allsherjar „pí-
anókonsert", lék Anna Guðný með
miklum glæsibrag perluglitrandi
tónlínur meistarans.
I heild voru þetta skemmtilegir
tónleikar, þar sem góð tónlist var
vel leikin og á köflum snilldarlega,
svo að vel má horfa til komandi ald-
ar af bjartsýni, að enn um sinn muni
Beethoven og Mozart eiga erindi
við þjóðir, því fegurðinni verði
aldrei fargað á altari tísku eða ein-
hverrar hugmyndafræði, að hún
eigi sér það óræði, er enginn fái við
snert eða á snúið og búi aðeins með
þeim, er vilja hennar njóta, án
nokkurra skilyrða.
Jón Ásgeirsson
TJARNARKVARTETTINN.
Tj arnarkvartettinn
á háskólatónleikum
Allir undir grun
LEIKLIST
II V O IIII', II V O 1 S V o 11 i
Leikfclag Rangæinga
MÚSAGILDRAN
eftir Agötu Christie. Leiðbeinandi:
Benedikt Árnason. Leikendur: Fjóla
Jónsdóttir, Benóný Jónsson, Berg-
sveinn Theodórsson, Ásgerður Ás-
geirsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson,
Hjördís Ólafsdóttir, Svavar Friðleifs-
son, Ingvar Guðbjörnsson. Leikmynd:
Sigrún Jónsdóttir. Ljósahönnun: El-
var Bjarnason. Ljósamaður: Jón Sig-
urðsson. Förðun: Arndís Sveinsdóttir,
Vigdís Guðjónsdóttir. Hárgreiðsla:
Vigdís Guðjónsdóttir. Sviðsmaður:
Ingyar Siguijónsson. Föstudagur 13.
nóvember.
NÚ ÞEGAR Leikfélag Rangæ-
inga fagnar tvítugsafmælinu færist
starfsemi félagsins af saumaverk-
stæðinu yfir á félagsheimilið Hvol,
og það fyrir tilstilli Hvolhrepps.
Þetta er við hæfi, því leikfélagið
hefur verið í sókn á undanförnum
árum og á skilið rýmri og betri
húsakynni en buðust í iðnaðarhús-
næðinu. Þar að auki vai- iðnaðarhús-
næðið þannig staðsett, að það tók
ókunnuga hálft kvöldið að ramba á
það.
Þetta frumsýningarkvöld tók það
hins vegar áhorfendur allt kvöldið
að komast að hinu sanna um hver
morðinginn er í Músagildrunni, og
var þeim þar líkt farið og þeim
ótöldu þúsundum manna sem séð
hafa leikritið á fjölunum í London,
en þar hefur það gengið lengst allra
leikverka, eða síðan skömmu eftir
síðari heimsstyrjöld, ef ég man rétt,
og ekki að ástæðulausu. Það er til
marks um hvernig til tókst hjá
Leikfélaginu að þessu sinni, að
áhorfendur fylgdust spenntir með
því sem var að gerast á sviðinu og
vildu af engu missa. Þar ber að
þakka einbeittum leik og skarpri til-
sögn Benedikts Árnasonar, sem
augsýnilega hefur miðlað leikendum
drjúgt úr digrum sjóði reynslu sinn-
ar og vakað yfir uppsetningunni
með fránu auga atvinnumannsins.
Það er hverju samfélagi happ að
hafa slíkan listamann innan seiling-
ar, og má reyndar segja svo um þau
hjón bæði, Benedikt og Agnesi
Löve.
Þá var leikmyndin hæfileg og
sannferðug: ágætlega hallærislegar
mublur eins og sjást í öðrum hverj-
um „prívat" gististað með eggi og
beikoni á Bretlandseyjum. Ekki
væri rétt að fjalla sérstaklega um
frammistöðu einstakra leikara, en
þau komust vel frá sínu öll. Fjóla
Jónsdóttir, dugmikill formaður
Leikfélagsins, lét í ljós þá ósk að
leikslokum, að áhorfendur hefðu
skemmt sér eins vel og þau sem að
sýningunni stóðu. Eg fann þá ósk
rætast með sjálfum mér og allt um
kring á áhorfendabekkjunum þetta
frumsýningarkvöld, og er þess
reyndar fullviss að svo muni verða
um áhorfendur á næstu sýningun-
um.
Og það þýðir ekkert að spyrja
mig hvaða morðingi það er sem
gengur laus á Hvoli um þessar
mundir. Sunnlendingar verða bara
að komast að því sjálfir.
Guðbrandur Gíslason
B O K.M EKIKITAKVÖ LD
í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM
ÍRSKI VERÐLAUNAHÖFUNDURINN
RODDY DOYLE
HEIÐURSGESTUR
Vaka-Helgafell efnir til bókmenntakvölds í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 20:30.
Heiðursgestur kvöldsins verður Roddy Doyle, einn þekktasti núlifandi rithöfundur íra og mun hann
lesa úr nýútkominni bók sinni Paddv Clarke ha. ha. ha! en fyrir hana hlaut Doyle Booker-verðlaunin
bresku fyrir nokkru. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
Lesið verður úr eftirtöldum bókum:
Paddv Clarke ha. ha. ha! eftir Roddy Doyle.
Sérðu það sem ég sé? eftir Þórarin Eldjárn.
Flugnasuð í farangrinum eftir Matthías Johannessen.
Aunun íbœnum eftir Sindra Freysson sem hlaut Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness á dögunum.
Borein bak við orðin eftir Bjarna Bjarnason sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar fyrr í haust.
Dauðarósir eftir Arnald Indriðason.
Veröld víð eftir Jónas Kristjánsson.
*
VAK\-HELGAFELL
Síðumúla 6 - sími 550 3000
Fyrirgefning synd-
anna í nýrri útgáfu
í Þýskalandi
FYRIRGEFNING syndanna efth-
Ólaf Jóhann Ólafsson er nú komin út
í nýrri innbundinni útgáfu í Þýska-
landi hjá Steidl Veflag. Bókin kom
fyrst út þar í landi órið 1995 hjá sama
forlagi og hlaut lofsamlega dóma.
Berliner Morgenpost sagði þá að
sagan væri spennandi, lágstemmd og
rituð á fágaðan hátt. Að mati
Recklingháuser Zeitung var bókin
engin hversdagslesning og sagði þar
að Ólafur Jóhann væri einstaklega
næmur skáldsagnahöfundur. Loks
sagði Sudkurier söguna kunnáttu-
samlega byggða. Fátítt er að sama
bók komi út með svo skömmu milli-
bili í innbundnu formi fyrir almennan
markað í Þýskalandi en algengara er
að önnur útgáfa sé í kiljuformi.
Fyrirgefning
syndanna hefur
nú komið út inn-
bundin og í kilju í
Bandaríkjunum
og Englandi,
tvisvar sinnum
innbundin í
Þýskalandi en
jafnframt í
Frakklandi, Nor-
egi og Danmörku.
Dómai’ hafa hvarvetna verið lofsam-
legh'. Vaka-Helgafell á nú í viðræðum
við forlög í nokkrum Evrópulöndum
um útgáfu á bókinni, meðaí annars í
Hollandi, Finnlandi og á Ítalíu. Fyrir-
gefning syndanna kom fyrst út hjá
Vöku-Helgafelli árið 1991.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
í