Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Bekkjarstarf Félagsstarf skólabarna og foreldra þeirra heppnast vel ef byggt er á hæfileikunum sem liggja í
hópnum og á leiknum. Gunnar Hersveinn sannfærðist um að foreldrar eigi að hefja starfið áður en vandinn
lætur á sér kræla. Hann ræddi við Maggýju Magnúsdóttur og kynnti sér foreldrastarf í Olduselsskóla
Hvílir á
áhuga og
góðum vilja
foreldra
• Afskiptasamir og vinalegir foreldrar
eru ekki slæmur kostur
• Bekkur er heppileg stærð fyrir for-
eldra til að starfa með börnum
EKKJARSYSTKINI eru
hópur og foreldrar þeirra
eru annar hópur sera þarf
að vinna saman vilji hann
stuðla að vellíðan og samstöðu
barna í bekknum. Þessi foreldra-
hópur getur líka verið góður stuðn-
ingsaðili kennarans og einstakling-
ar innan hans komið til aðstoðar
þurfi þess með. „Það er mikilvægt
að foreldrar hefji félagsstarfið í
bekkjum af áhuga og vilja til að
gera eitthvað, byrji áður en vanda-
málin skjóta upp kollinum," segir
Þuríður Maggý Magnúsdóttir fé-
lagsráðgjaíi og bekkjarfulltrúi í 6.
bekk í Melaskóla, „og þá verður
auðveldara að finna lausnir."
Núna eru víða gerðar tiiraunir til
að efla starf foreldra í skólum. For-
eklrar í 9. bekk í Ölduselsskóia
stofnuðu t.d. til útivistarstarfs með
krökkunum sínum og hefur það
treyst böndin og minnkað líkurnar á
að gjá myndist á milli þeirra.
Maggý er foreldri í öðru hverfi og
segist hafa sagt á fundi í Melaskóla
í haust að hún myndi gjarnan vilja
vera bekkjarfulltrúi, og í ljós hafi
komið að fleiri en til þurfti höfðu
áhuga á starfinu og vinna því þrír
foreldrar að vetrarstarfinu. Astæð-
an fyrir því að Maggý bauð sig fram
til bekkjarfulltrúa var að hún vissi
að einmitt eftir ellefu ára aldurinn
er hætta á að samvinna foreldra við
bekkinn rofni, þótt lífið verði félags-
lega flóknara. Hún á eldri börn og
hefur áður verið bekkjarfulltrúi.
Oryggisrammi og áhugi
Maggý hefur langa reynslu af
starfi með unglingum í vanda og
fjölskyldum þeirra á íslandi og í
Noregi. Hún starfar núna hjá Grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Eitt
af því sem hefur sannfært hana um
mikilvægi félagsstarfs fullorðinna
og bama er þátttaka hennar í Há-
lendishópnum. „Eitt af því sem við
gerum er að fara í erfiða hálfmánað-
ar gönguferð um Homstrandir með
níu unglinga og vinnum við að því að
endurvekja traust þeirra á fullorðn-
um og viljann til betra lífs. Þeir geta
ekki í nýju umhverfi gripið til hefð-
bundinna ráða til að þurfa ekki að
horfast í augu við erfiðleikana og við
hjálpum þeim til að styrkjast með
sigmm sínum í ferðinni."
Hún segir að stundum spyrji
þessir krakkar, sem læri að treysta
þeim í ferðunum, af hverju fullorðið
fólk hafi ekki viljað hafa mikið sam-
an við þá að sælda á unglingsárun-
um. Henni finnst líka skortur þeirra
á trausti og reynslu af samvinnu við
fullorðna áþreifanlegur.
„Ég tel að foreldrastarfið í skól-
um leiði einmitt til trausts og sam-
vinnu,“ segir hún, „og ég tel bekk
mjög heppilega stærð til að stunda
þetta starf í. Börnin í bekknum eru
vön því að búa við öryggisramma og
áhuga foreldra og þessvegna finnst
þeim gott ef foreldramir vilja halda
áfram að vera með þeim og leika við
þau þótt þau eldist.“
Mikilvægi þess að
allir þekki alla
Það er auðvelt að gera eitthvað
með bömum í yngri bekkjum - en
það er ekki erfitt að vera með þeim
eldri, aðeins þarf að breyta áherslum.
Maggý telur mjög mikilvægt að for-
eldrar þessara bama hafi kynnst vel í
bekkjarstarfinu því ef eitthvert
vandamál verður, er auðveldara að
takast á við það í bekk þar sem allir
þekkja alla. „Hugsunin er að við eig-
um bömin saman. Ef eitt bam spark-
ar til dæmis í annað, á ég ekki bamið
sem sparkaði og hinn barnið sem var
sparkað í, heldui- eigum við þau sam-
an og finnum jákvæða lausn á málinu
vegna þess að ég þekki bamið og for-
eldra þess vel,“ segir hún.
Bekkjarstarf á ekki að vera leið-
inlegt og vera þannig að ávallt þurfi
að fá foreldra til að gera eitthvað
sem þeir hafa engan áhuga á. „Það
búa miklir hæfileikar í foreldra-
hópnum sem hægt er að nýta. For-
eldrar í bekk barns míns hittust og
ræddu vetrarstarfið, þá sagðist til
dæmis einn pabbinn hafa áhuga á
keilu og vera til í að fara með börnin
í keilu á starfsdegi kennara, annar
pabbi ákvað að vera með því hann
var líka áhugasamur um keilu.
Þannig er hægt að virkja marga í
hópnum til að vera með bekknum.
Börnin læra svo að njóta leiðsagnar
fullorðinna og líta á þá sem banda-
menn sem gaman er að vera með og
sem eru ekki alltaf í hlutverki
stjórnenda. Þannig getur bekkjar-
starfið verið jákvætt og skemmti-
legt.“ Sérhvert foreldri getur m.ö.o.
gefið bekknum eitthvað sem það að
öðmm kosti færi á mis við. Félags-
starfið með foreldrum víkkar því
sjóndeildarhring barnanna í bekkn-
um.
Erfiðar spurningar hverfa ekki
Hún telur einnig mikilvægt að
starfið byggist ekki á miklum fjár-
útlátum og að auðvelt sé að gera
ýmislegt sem lítið kostar, eins og
til dæmis að fara á skauta á tjörn-
inni, spila félagsvist, halda bekkj-
arkvöld eða fara í hjólaferð í
Öskjuhlíðina. Svo er hægt að vera
með stærri verkefni og fór bekkur
sonar hennar Steins Einars í
tveggja daga vinarferð í fyrra. Allt
þetta stuðlar að góðum kynnum
milli foreldra og barna sem njóta
samvistanna.
„Það þarf bara frumkvæði, hug-
myndafiug og vilja til samvinnu,"
segir hún, „þetta á ekki að vera
Morgunblaðið/Golli
HUGSUNIN er að við eigum börnin saman. Ef eitt sparkar í annað á ég ekki barnið sem sparkaði og annað
foreldri barnið sem meiddist. Við finnum jákvæða lausn á málinu vegna þess að við þekkjumst," segir Maggý.
kvöð og það er mai'gt sem foreldr-
arnir geta lært með því og bömin
hjálpað þeim að rifja upp hvað það
getur verið gaman að leika sér.“
Þetta starf veitir krökkunum ör-
yggi og þeim finnst í raun gott að
eiga afskiptasama en vinalega for-
eldra. Maggý telur starfið með for-
eldrum í bekknum gera þau víð-
sýnni, hjálpa þeim að leysa ági'ein-
ing sín á milli og til að takast á við
erfiðar ákvarðanir sem þau standa
sífellt frammi fyrir eins og um ein-
elti, reykingar, drykkju og kynlíf.
„Þau segja kannski: „Eg ætla ekki
að reykja“ en þau mæta spurning-
unni um reykingar aftur og aftur,
en því oftar sem þau taka rétta
ákvörðun í álitamálunum því
sterkari verða þau á svellinu. En
eftir því sem þau eldast bætast
erfiðar spurningar við. Ef foreldr-
um tekst að halda góðum tengslum
við börnin sín, gengur þeim betur
að taka jákvæðar ákvarðanir um líf
sitt.“
Völd foringjans byggð á óöryggi
Maggý segir að ef sambandinu
við börnin í bekknum er leyft að
verða að engu og þau látin sjálf
glíma við allar erfiðu spurningarn-
ar sem þau standa frammi fyrir og
látin komast upp með til dæmis
einelti, spyrji ef til vill sá sem stóð
fyrir eineltinu sig síðar: „Af hverju
var ég ekki stöðvaður?" og sam-
viskan nagar hann, en ástæða ein-
eltis er oftast vanlíðan. Hann þurfti
sjálfur aðstoð. Félagsstarf með for-
eldrum ætti að minnka líkurnar á
einelti.
Hún segir að bak við völd for-
ingja í bekkjum liggi oft óöryggi
hans fremur en raunverulegir for-
ystuhæfileikar. Og ef foreldrar
starfa með börnum í bekk slíkra
foringja, styrki það þau til að taka
afstöðu gegn hegðun hans þegar
hann stendur til dæmis fyrir einelti.
„Það er lífsreynsla að taka afstöðu
gegn foringja og það þarf bakhjarl.
Samstarf við foreldra styrkir þau til
að segja nei og það hjálpar líka ein-
staka foreldrum í bekkjum til að
grípa í taumanna. Forsendan er að
allir þekki alla og hafi verið með í
starfinu." Hún segir að það skipti
líka sköpum fyrir kennarann til að
taka á erfiðum málum að hafa
reynslu af góðu starfi með foreldr-
unum.
Samstaðan í bekknum
Niðurstaða hennar er að mark-
mið félagsstarfs í bekkjum eiga að
vera að: stuðla að betri kynnum og
auka samkennd barnanna í bekkn-
um, stuðla að jákvæðu og skemmti-
legu félagslífi fyrir börnin þar sem
allir eru jafn mikilvægir og ágætir,
stuðla að kynnum á milli foreldra
og barna og hafa það skemmtilegt
með nýju fólki, vera jákvæður
stuðningsmaður kennarns og geta
komið honum til aðstoðar ef með
þarf. Leiðirnar að þessum mark-
miðum eru að skipuleggja starfið
þannig að sem flestir foreldrar taki
þátt í undirbúningi, að leyfa börn-
unum að finna að það sé gaman
þegar foreldrar þeirra eru með í að
gera eitthvað fyrir eða með bekkn-
um, og að leggja áherslu á samveru
og leik í starfinu. „Börnin okkar
eru hópur og þannig verðum við
foreldrarnir hópur sem verður að
vinna saman til að stuðla að sam-
stöðu barnanna í bekknum," segir
hún að lokum.
Ævintýraferð á Reykjanesið
HÉR á eftir fer túlkun úr
Ölduselsskóla á ferðalagi foreldra
og barna á Reykjanesið:
Sunnudaginn 18. október tóku
foreldrar nemenda í 9. bekk í
Ölduselsskóla sig saman og buðu
börnum sínum með
sér í ævintýraferð
út á Reykjanes.
Tæplega 40 manns mættu eldhress í
yndislegu veðri á björtum
sólskinsdegi við skólann.
Fyrst var ferðinni heitið í álverið
þar sem tekið var á móti hópnum
og honum sýnd starfsemin. Allir
fengu hjálma og gleraugu til að
gæta fyllsta öryggis.
Á leiðinni út á Reykjanes var
komið við hjá heilagri Barböru og
heitið á hana en hún er
verndardýrlingur jarðfræðinga og
iðnaðarmanna.
Við vitann á Reykjanesi voru
samlokurnar hennar Ragnheiðar
dregnar upp og þeim gerð góð skil.
Mjólkursamsalan styrkti okkur með
drykk til að skola þessu niður.
Veðrið Iék við okkur og allir fengu
sér göngu upp að vitanum.
Eftir að hafa
viðrað sig í góða
veðrinu og þegið
góðgæti hjá fararstjóranum var
haldið til Sandgerðis.
Björgunarsveitin Sigurvon í
Sandgerði tók á móti okkur og
bauð okkur í siglingu. Nokkrir
fengu að prófa björgunarbúninga
og fara í ferð með litla bátnum.
Haldið var til Keflavíkur í
pizzuveislu. Allir þurftu að leysa
krossgátu til að fá pizzu og kannski
verðlaun. Krossgátan fólst í því að
hlusta á leiðsögumanninn í rútunni
og finna orðin í krossgátuna sem
ferðalangar fengu, m.a. með
kennileitum í náttúrunni. Þetta
virðist gott ráð fyrir leiðsögumenn
til að fá farþega til að ljá sér eyra.
Sumir fengu bol eða ís í verðlaun
fyrir réttar lausnir en aðrir fengu
klippingu eða íþróttatösku. Einhver
fékk líka kynningartíma í tennis og
mátti bjóða með sér. Allir fengu
eins margar pizzusneiðar og þeir
gátu í sig látið.
Á leiðinni var farið í leiki og í
reiptoginu unnu stelpurnar
strákana, eða voru það mömmurnar
sem unnu strákana með aðstoð
pabbanna? Það var aldrei alveg
ljóst og skiptir víst ekki miklu máli.
Eftir velheppnaða ferð var gerð
skoðanakönnun meðal krakkanna
um það hvert þau gætu hugsað sér
að fara á vorönn. Niðurstöður eru í
athugun og foreldranefndin kannar
málið gaumgæfilega áður en
ákvörðun verður tekin.
FERÐASAGAN