Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 87
MENNTUN
Eftirsóknarvert
að vera saman
FORELDRAR barna í 9. bekk í
Ölduselsskóla í Breiðholti í
Reykjavík ákváðu að láta hendur
standa fram úr ermum í vetur eft-
ir að hafa verið latir í foreldra-
starfi í 8. bekk. Hættan er að leið-
ir skilji með börnum og foreldrum
á þessum árum og vildu foreldr-
arnir ekki falla í þá gryfju og
stofnuðu eins konar útivistarklúbb
foreldra og barna. „Það er höfuð-
nauðsyn að foreldrar og börn geri
eitthvað skemmtilegt saman og
öðlist góðar minningar," segir
Oddur Sigurðsson, foreldri og
jarðfræðingur, „nefnd sex for-
eldra sá svo um að skipuleggja
ævintýralega rútuferð á Reykja-
nesið.“
Tæplega 40 manns sannfærðust
um að það væri þessi virði að fara í
ferðina. Hún spurðist hins vegar
svo vel út að 60 manns mættu á
dagskrá sem haldin var í skólanum
í liðinni viku til að rifja upp ferðina
með myndum, fara í ýmsa leiki og
borða kökur og brauð. Þangað
komu meðal annarra nemenda
Hildur Sunna Pálmadóttir og Sig-
fús Steingrímsson.
„Þetta var mjög skemmtileg ferð
þótt mörgum hafi litist illa á hana
fyrirfram og sumir ekki viljað fara
með. Sumum fannst asnalegt að
vera að fara í ferðalag með foreldr-
um sínum. En ég er alltaf með
mömmu og það fara allir í svona
ferðalög á sumrin. Þetta er svipað
og að fara út á land,“ segir hún.
„Við fengum ekki að vita fyrir-
fram hvað ætti að gera í ferðinni,"
segir Sigfús, „og óttuðust margir
að hún yrði bara leiðinleg göngu-
ferð.“ Svo reyndist ekki vera, held-
ur var hún mjög fjölbreytt.
Hildur Sunna og Sigíús segja að
þeir sem fóru ekki með hafi átt
erfitt með að samþykkja að þau
hafi misst af einhverju og sagt að
þau hin segðu bara að hún hefði
verið skemmtileg vegna þess að
þau sæju eftir peningunum en
ferðin kostaði 1.500 krónur. Þau
benda líka á að fjöldinn á þessu
skemmtikvöldi foreldra og nem-
enda sanni að ef til vill teldu marg-
ir að það hafi verið mistök að fara
ekki.
Guðrún Angantýsdóttir og Kol-
brún Hjaltadóttir foreldrar fóru í
ferðina. „Það er mjög eftirsóknar-
vert að vera með þessum krökk-
um,“ segir Guðrún og Kolbrún tel-
ur að svona ferðir minnki líkurnar
á því að tengslin við krakkana
minnki. „Þetta er í raun óbeint for-
varnarstai’f og sýnir þeim að þau
þurfi ekki í framtíðinni að grípa til
áfengis til að skemmta sér,“ segir
hún.
„Við munum skipuleggja aðraferð
á næstu önn og fara þá eftir ábend-
ingum nemenda um hvert þeh’ vilji
fara,“ segir Oddur, „við gerðum
skoðanakönnun í rútunni og höfðu
þau áhuga á ýmsum góðum stöðum
eins og Bláfjöllum, Akureyri og að
fara í siglingu á Hvítá.
Hitablásarar
ÞÓR HF
Reykjavík - Akurayrl
Reykjavík: Armúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sfml 461-1070
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
KOLBRÚN Hjaltadóttir, Sigfús Steingrímsson, Guðrún Angantýsdótt-
ir, Hildur Sunna Pálmadóttir og Oddur Sigurðsson.
Ferðin á Reykjanes var mjög
vel skipulögð. Rrakkarnir rifja
upp nokkur atvik; ratleik, get-
raun, krossgátu, söng, bátsferð,
karamelluveislu, pítsur og reipi-
tog. Það var alltaf éitthvað að ger-
ast. „Það er gaman að fara í svona
ferð,“ segir Sigfús. „Það átti
reyndar að fleygja þeim óvænt í
sjóinn og láta björgunarsveitar-
mennina veiða þau upp aftur,“
segir Oddur, „en það var því mið-
ur of kalt.“
Ólíklegt er að það þurfi að suða í
krökkunum til að fara aðra ferð.
En það getur verið erfitt að koma
foreldrum í fei’ð. Ahugann getur
líka skort þeim megin. „Eg held að
þegar unglingsárin hefjist verði
foreldrar og börn oft hrædd hvert
við annað,“ segi Oddur, „og því er
brýnt að gera eitthvað saman til að
sambandið slitni ekki á milli þeirra.
Svona ferðir eru kjörnar til þess.“
Kolbrún segir að hugmyndin að
þessu starfí hafi kviknað eftir að
foreldrar og börn í Breiðholtsskóla
lögðu í ferð í fyrra sem gafst vel.
Ráðstefna um
símenntun á
vinnumarkaði
DAGANA 19. og 20. nóvember
nk. standa Miðstöð símenntun-
ar á Suðurnesjum og Nordens
Folkliga Akademi (NFA) í
Gautaborg fyrir norrænni ráð-
stefnu á Flughóteli í Keflavík.
Umræðuefnið er símenntun á
vinnumarkaði og auk íslenskra
fyrirlesara munu norrænir
gestir flytja erindi um það sem
er að gerast í símenntun á
vinnumarkaði hinna Norður-
landanna. Hvernig verður
vinnumarkaður 21. aldarinnar
og hvernig getum við best búið
okkur undir hann? Hvaða leiða
hafa frændur okkar á Norður-
löndunum leitað? Geta hefð-
bundnar aðferðir fullorðins-
fræðslunnar nýst vinnumark-
aðnum? I áliti nefndar á vegum
menntamálaráðuneytisins um
símenntun (maí 1998) er stung-
ið upp á sérstöku fímm ára
átaki til að efla símenntun.
Fulltrúar frá menntamála- og
félagsmálaráðuneyti munu
flytja erindi um símenntun sem
afl á nýrri öld. Hansína B. Ein-
arsdóttir ráðgjafi fjallar um
vinnumarkað framtíðarinnar og
hvernig hún telur að við getum
best búið okkur undir hann.
Miðstöð símenntunar á Suður-
nesjum mun kynna verkefni
sem unnið er að í samstarfí við
Hitaveitu Suðurnesja og nefnist
Markviss uppbygging starfs-
manna. Einnig verður sagt frá
Leonardo verkefninu Across
sem fjallar um menntun
fræðslustjóra fyrirtækja og
stofnana.
A hinum Norðurlöndunum er
löng og sterk hefð fyrir fullorð-
insfræðslu. Sú áhersla sem nú
er alls staðar lögð á símenntun
kallar á nýjar aðferðir og nýjar
hugmyndir. Kunskabslyftet er
afar metnaðarfullt og víðfeðmt
verkefni sem sænska ríkistjórn-
in hrinti af stað haustið 1997 til
að gefa fullorðnum annað tæki-
færi til að hefja nám að nýju og
bæta við fyrri menntun. Carina
Abréu Farby, sænskur lektor
við NFA, mun segja frá verk-
efninu, kostum þess og göllum.
Fyrir norska Stórþinginu liggur
tillaga um víðfeðmt átak í sí-
menntun. Jan Sörlie, norskur
lektor við NFA, mun gera grein
fyrir hinu svokallaða Buer
udvalget sem sker sig frá
sænska Kunskabslyftet að ýmsu
leyti. Finnskur lektor við NFA,
Stina Tiainen, mun fjalla um
hvernig hugmyndir og verklag
fullorðinsfræðslunnar geta nýst
vinnumarkaðnum.
Allar nánari upplýsingar fást
á skrifstofu Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum í
síma 421 7500.
RTU TIL I VETRARAKSTURINN
SÍÐUSTU EINTÖKIN BALENO £^^4X41
ÁLFELGUR - VETRARDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI vökva/veltistýri • upphituð framsæti • 2 loftpúðar rafmagn í rúðum og speglum • aflmikil 16 ventla vél • vindkljúfur með hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum samlitaðir stuðarar • hæðarstillanleg kippibelti ^^SKvrD0B^NFVR,RVETt;i!^, BAI.ENO EXCLUSIVE 4X4 A. t 1.595.000kr. V $ SUZUKI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, síml 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is