Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um bóka-
vertíð
„ Utgefendur standa á þröskuldinum kjá
prentaranum og veina upp yfir sig að þeir
verði að ná í búð fyrir efsta dag. Fæð-
ingarhátíð frelsarans kefur í kuga þeirra
orðið að prójsteini á lögmál Darwins: Hin-
ir sterkustu lifa af Markaðurinn er orðinn
að táknrænum staðgengli frumskógarins. “
Þá er hin árlega
bókavertíð hafin og
eins og á öllum ver-
tíðum rennur æði á
menn, öðruvísi
gengi þetta ekki upp.
Sviðið birtist okkur ein-
hvernveginn svona:
Rithöfundar og skáld bíða.
Sum ganga um stræti og torg
með einhvem torræðan glampa
í augum, kannski sigurviss,
kannski með höfuðið fullt af
gjammandi hundum. Onnur
skjálfandi á
VIDHORF höndum og
„ .. . fótum, drep-
Eftir Þrost r ,
Helgason andl tltlmSa a
kaffiböram,
ílóttaleg á svip, halda að allir
hljóti að kunna á sér deili, allir
séu að horfa og tala um skrifin,
þessar opinberanir á sálarlífinu,
- ó ó æ æ, það er troðið á sjálfs-
mynd minni, það er smjattað á
sjálfsveru minni, - ó ó æ æ,
himinhvörf, heimsslit, ég hef
kastað mér fyrir ljónin. Enn
önnur mega vart mæla, hafa
sett það allt á bók, horfa dreym-
in inn í framtíðina eins og þar sé
eitthvað fallegt og gott sem bíð-
ur þeirra, saklaus, oftast
óreynd. Og svo eru alltaf þau
sem þusa ógurlega yfir öllu og
engu eins og þau hafi uppgötvað
eitthvað nýtt í párinu sínu, móð
og másandi í öllum miðlum svo
varla heyrast orðaskil: Þetta er
bók um lífið, um tilvist manns-
ins, um tilverarétt alheimsins,
hún er heimurinn, heimur út af
fyrir sig, merking hennar er
einstök, stök, þetta er allt önnm-
bók en sú síðasta, ég hef tekið
stökkbreytingum, þarna era
stílhvöif, hughvörf, umhvörf,
hvörf manns og heims sem mást
út í einni svipan og við eram að
deyja, við erum dáin, við lifum
ekki nú heldur á öllum tímum,
það er guð, ég er guð, höfundur-
inn3 skaparinn.
Utgefendur standa á þrösk-
uldinum hjá prentaranum og
veina upp yfir sig að þeir verði
að ná í búð fyrir efsta dag.
Fæðingarhátíð frelsarans hef-
ur í huga þeirra orðið að próf-
steini á lögmál Darwins: Hinir
sterkustu lifa af. Markaðurinn
er orðinn að táknrænum stað-
gengli frumskógarins. Ef ég
fæ bara einn smell, eina
sprengju, lukkusprengju, einn
höfund, einn titil, einn sem sel-
ur, sem meikarða, ég skal
aldrei biðja um meira, guð
láttu neytandann neyta, láttu
kaupandann kaupa, gef mér
dag, Þorláksmessudag. Og á
línunni liggja vælandi höfund-
arnir sem ekki hlutu náð, -
þetta mun ég aldrei fyrirgefa
þér, ég skal grafa undan þér,
þú hefur ekki vit á þessu, þú
kannt ekki gott að meta, þú ert
fúskari, þú ert fifl, og á línunni
liggja höfundarnir sem vilja fá
auglýsingu í Mogganum, -
hálfsíðu, heilsíðu, ekkert
minna, ég á það skilið afætan
þín, flettiskilti á Miklubraut, ég
er að missa af lestinni, mínútu í
sjónvarpinu, hálfa í útvarpinu,
komdu mér að, komdu mér inn,
inn í litlu hænuhausana þarna
úti, komdu mér á kortið, það
veit enginn af mér, það heyrir
enginn í mér, ég er einn, aleinn
í heiminum og enginn til að
lesa mig, - einn! einn! og eng-
inn lesandi!
Bókagagnrýnendur sitja
sveittir yfir afurðunum. Sumir
telja sig eiga sviðið, að þeir sitji
með pálmann í hendinni, þeirra
sé valdið. Guðir. Komnir til að
dæma lifendur og dauða. Rang-
láta sem réttláta. Þessum er al-
veg sama þótt þeir fái ekki frið
til að setjast niður í makindum
að eta sitt brauð án þess að
spurningar um útgáfuna og
beiðnir um tafarlausa dómsúr-
skurði dynji á þeim. Þeir svara
bara á milli bita, jafnvel í miðj-
um bita ef mikið liggur við og
ekki hægt að bíða með boð-
skapinn: Herfileg bók! eða: Al-
veg stórkostlegt meistaraverk!
eða: Það vantar neistann! eða:
Það neistar af þessu! eða ef
stund gafst til að hugsa: Það er
eitthvað í þessari bók, eitthvað
sem, eitthvað... Og spyrjandinn
veit ekki að allt eru þetta inn-
takslausar tilraunir gagnrýn-
andans til að upphefja sjálfan
sig, sýna mátt sinn og megin.
Svo eru aðrir gagnrýnendur
sem segja fátt en skrifa þeim
mun meii-a og um allt, hvort
sem þeir hafa vit á því eður ei,
era afgreiðslumenn, bókaaf-
greiðslumenn. Enn aðrir segja
aldrei neitt, ekkert, skrif þeirra
era eins og fótspor rammvilltr-
ar rjúpu í víðáttumikilli snjó-
þekjunni. Margir era á því að
það sé ekkert gott um þessa
starfsstétt að segja.
Og svo era það fjölmiðlarnir
sem allir ofantaldir nærast á.
Það er pípandi bókatíð. Fyrir-
sagnir í styrjaldarletri: Út er
komin BÓK! Eftir HÖFUND!
Þetta er VERK! Fjallar um
ÞAÐ! Það er FRÉTT! HVERS
VEGNA??? ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI, HEF EKKI LESIÐ
HANA!? Hver er á línunni? Það
er útgefandi á línunni. Hvað vill
hann? Hann vill viðtal við at-
hyglisverðasta höfundinn. Hefur
hann eitthvað að segja? Hann
minntist ekki sérstaklega á það.
Við birtum ritdóm, okkar dóm.
Hann vill meira. Tökum eftir
honum þrjár setningar. Og dóm.
Og svo kemur dómurinn og á
eftir honum annaðhvort þögn
eða grátur og gnýstran tanna:
Höfundurinn er kominn. Hvað
vill hann? Hann vill annan dóm.
Annan dóm? Eða viðtal til að út-
skýra það sem dómarinn skildi
ekki, það fór mikilvægt atriði
framhjá honum, hann segir að
það gæti drepið bókina, viltu
taka ábyrgð á þvi?
Og þannig heldur yertíðarlíf-
ið áfram um stund. Svo slokkn-
ar allt.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ALLT féll í ljúfa löð á uppskeruhátíð hestamanna þótt aðeins gáraðist yfirborðið kringum fundahöld hesta-
manna í vikunni. Hér taka þeir Bergur Pálsson, Kristinn Hugason og Sigurður Sigmundsson þátt í
einu skemmtiatriði kvöldsins með Helgu Braga og Olafíu Hrönn við góðar undirtektir.
Málefnaleg samstaða en
ólga út af formannskjöri
HESTAR
Búnaðarþingssalur,
Hótel Sögu
AÐALFUNDURFÉLAGS
HROSSABÆNDA
HROSSABÆNDUR héldu sinn að-
alfund á Hótel Sögu í síðustu viku
þar sem afgreiðsla málefnanna gekk
greiðlega en meiri tíðindi urðu hins-
vegar í stjórnarkjöri. Sitjandi for-
maður, Bergur Pálsson, gaf ekki
kost á sér til endurkjörs að athuguðu
máli. Sagði Bergur á fundinum að
þegar hann kom til Reykjavíkur
daginn fyrir fundinn hafi hann verið
ákveðinn að gefa kost á sér til endur-
kjörs en skynjaði eftir að hann kom
á fundarstað að hann nyti ekki þess
stuðnings sem hann teldi sig þuríá
til að gegna formannsstöðunni.
Hafi hann því gert liðskönnun um
kvöldið og þá séð að hann hefði næg-
an stuðning þegar hann gekk til
náða. Morguninn eftir hafi annað
verið upp á teningnum og um miðjan
dag skömmu fyrir stjórnarkjör hafi
hann ákveðið að gefa ekki kost á sér.
Að kosningum loknum sagði Bergur
að hann vonaði að svona vinnubrögð
yrðu ekki viðhöfð aftur á vettvangi
Félags hrossabænda. Atti hann þá
við að eðlilegt væri að sitjandi for-
maður fengi lengi’i aðdraganda að
vitneskju um vantraust og menn
kæmu hreint fram þegar þeir væru
spurðir hvar í flokk þeir skipuðu sér.
Bergur vildi ekki tjá sig frekar um
formannskjörið og aðalfundinn.
Kristinn Guðnason var kjörinn
formaður með meginþorra atkvæða
en sjö seðlar voru auðir og örfáir
með öðrum nöfnum. Aðrir I stjórn
eru Ólafur Einarsson varaformað-
ur, Ingimar Ingimarsson gjaldkeri,
Skjöldur Stefánsson og Ármann
Ólafsson. í varastjórn voru endur-
kjörnir Jósep V. Þorvaldsson, Már
Ólafsson og Ægir Sigurgeirsson.
Tillaga Sunnlendinga um að end-
urskoðaður verði starfsvettvangur
hrossaræktarráðunautar með það í
huga að skilja að dómstörf frá öðr-
um störfum ráðunautarins, vakti
hörð viðbrögð Kristins Hugasonar
hrossaræktarráðunautar en fram
Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur
telur að sér og starfí sínu vegið
Lagt til að stöðu minni
verði kollvarpað
„TRÚNAÐARBRESTUR sá er
kominn er upp milli mín og Kristins
Guðnasonar helgast af tvennu. Ann-
ars vegar finnst mér hann standa
ómaklega að framboði sínu til for-
manns. Örfáum dögum fyrir for-
mannskjörið hringir hann í mig og
leggur áherslu á að hann fari ekki
fram á móti Bergi Pálssyni, sitjandi
formanni.
Hins vegar kemur maður sem ég
hef átt löng samtöl við þar sem
hann lýsir miklu fylgi við starf mitt
og persónu, í bakið á mér með til-
lögu um að starfi mínu sé kollvarp-
að. Ekki nóg með það, heldur er það
sem eftir er af starfi mínu auglýst
til umsóknar. I því felst vitaskuld
uppsögn mér til handa. Menn
skyldu aðeins átta sig á því hvað
þeir era að leggja til í raun,“ sagði
Kristinn Hugason hrossaræktar-
ráðunautur í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Varðandi þau ummæli sem Krist-
inn viðhafði í þætti á Rás 1 á laugar-
dag þar sem hann sagðist vera bú-
inn að fá nóg af hestamönnum sagði
hann það ekki gilda almennt um
hestamenn. „Ég tók það skýrt
fram,“ segir Kristinn og aðspurður
hvort hann hafí ekki með orðum
sínum í þættinum verið að grafa
sína eigin gröf sem hrossaræktar-
ráðunautur svaraði Kristinn: „Það
hlýtur að vera réttur hvers manns
að verja sig þegar að honum er sótt
sem svo sannarlega er gert með
þessari tillögu. Ég er hreinskiptinn
maður og hef lagt mig allan í starf
og á góðan embættisferil að baki.
Um það vitna verk mín. Ég tel það
fullkomlega eðlilegt að einhvern
tímann fyllist mælirinn vegna þess
hvernig menn geta leyft sér að
koma fram. Það væri frekar að
menn sem lagt hafa fram tillögur á
nýafstöðunum aðalfundi Félags
hrossabænda sem settar eru fram
alfarið mér og starfi mínu til höfuðs
skoði sinn gang. Ég rökstyð það
með þvl að ég hef alltaf litið á það
sem hyrningarstein starfs lands-
ráðunauts að í því felist hvað helst
formennska í öllum helstu sýning-
um landsins og á þann hátt sé rækt-
unarstarfið leitt enda hefur verið
svo frá upphafi og dómar hvergi
mikilvægari en í hrossaræktinni.
Ég hef mótað dómkvarðann í það
form sem hann nú er og staðið fyrir
útgáfu á bókinni „Kynbótadómar og
sýningar", sem nú hefur verið þýdd
á nokkur tungumál, og er umsetinn
til dómstarfa erlendis. Þá bendi ég
bara á það máli mínu til stuðnings
að óánægja með niðurstöðu dóma
hefur aldrei verið minni en í ár. Það
er alveg á hreinu hvað sem ein-
hverjir menn láta í veðri vaka. Hins
vegar eru ákveðnir mjög sterkir
óvildarmenn sem ég á,“ segir Krist-
inn og blaðamaður spyr hvort Krist-
inn Guðnason sé í þeim hópi?
„Ég hef alls ekki litið svo á hing-
að til, Kristinn hefur í fjölmörgum
persónulegum samtölum sem við
höfum átt ekki sýnt annað en mikla
hreinskiptni þar til nú þegar hann
kemur með tillögu sem gengur
þvert á þá stefnu sem ég hef talið
okkur algerlega sammála um,“
svaraði Kristinn Hugason.
Aðspurður um þau ummæli í áð-
urnefndum útvarpsþætti þar sem
hann setur fram þá ósk eða von að
samstarf þeirra nafna verði sem
styst, hvort nokkur grundvöllur sé
til samtarfs þeirra í milli, svarar
Kristinn: „Þetta var mitt mat þegar
þessi orð féllu á laugardag. En þótt
ég hafi sýnt ótrúlega stillingu í
gegnum árin sem ég hef gegnt
starfinu og oft fengið á mig ómak-
legar árásir þá getur verið að mig
hendi eins og einhverja aðra að
segja meira í hita leiksins en ég
kannski meina fullkomlega. Ef ég
hef ekki einu sinni þau mannlegu
réttindi þá býð ég ekki í frekara
samstarf við hestamenn. Ef menn
halda að ég sé einhver mannleysa
sem megi endalaust troða á og
megi aldrei bera hönd fyrir höfuð
sér þá skyldu þeir endurskoða sinn
gang.“
Þá var Kristinn spurður hvort
þetta þýddi að hann væri tilbúinn í
samstarf við Kristinn Guðnason?
„Ég hef ætíð verið tilbúinn til
samstarfs við hvern þann sem hefur
drengskap og hreinskiptni að leið-
arljósi og svo er enn,“ sagði Krist-
inn að endingu.
s