Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM birtist frétt á Stöð 2 um stórkostlegar framfarir kínverskrar fímleikastúlku sem hálsbrotnaði og lamaðist á Fríðar- leikunum sem haldnir vora í New York fyrr á þessu ári. I fréttinni var talað við endur- hæfíngarlækni stúlkunnar og taldi hann að stúlkan myndi ekki ganga framar nema til kæmu meiri háttar framfarir í læknavísindum. Sjálf lýsti stúlkan því yfír að hún myndi aldrei gefast upp enda bamung og _ v trúir í sakleysi sínu að læknar og vísindamenn hafí allir aðeins mannúð að leiðarljósi og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna megi fljótt lækningu við ör- kumlum hennar. Nú er því þannig farið að ég sem móðir lamaðrar stúlku og hjúkrun- arfræðingur með 25 ára reynslu í að standa við skurðarborð sá strax að fréttin stóð ekki undir kynn- ingu. Augljóst var að stúlkan hafði aðeins náð þeim árangi-i sem ástand taugakerfis hennar leyfði og búast mátti við. Ekkert nýtt kom fram í fréttinni sem skiptir máli fyrir mænuskaðað fólk, engar framfarir í læknavísindum. Eftir fréttina ályktaði ég sem svo að enn einu sinni væri sjúkrahús það sem stúlkan lá á, sem fær til meðferðar ríka og fræga fólkið, að nota sviðs- ljósið til að blekkja sauðsvartan al- múgann og til að krækja sér í óverðskuldaðan heiður umfram önnur sjúkrahús. Bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hefðu get- að gert það sama og þarna var sýnt og engum þótt tiltökumál. Leitið og þér i munið fínna Fyrir átta árum hófst leit mín að sannleikanum. Ég hafði þá gengið í gegnum mestu þjáningar lífs míns og lært hvernig það er þegar vonin ein er eftir. Lífí dóttur minnar sem slasaðist svo mikið hafði verið bjargað og nú átti hún að takast á við breytt og erfitt líf. Rétt eins og æsku kínversku stúlkunnar var æsku dóttur minnar svipt af braut eins og hendi væri veifað og yfir grúí'ði svartnættið. Dóttir mín leit svo á að lífið yrði henni um megn og þrábað mig um hjálp til að kom- ast yfir móðuna miklu. Þær voru margar andvökunæturnar sem ég í hyldýpi örvæntingar lagði á ráðin hvernig ég best gæti varðað veg barns míns í breyttri tilveru. Að endingu komst ég að niðurstöðu og lofaði henni að ég skyldi leita að hjálp að endamörk- um veraldar því ein- hvers staðar hlyti ein- hver að vera sem væri tilbúinn að freista þess að hjálpa henni að ganga að nýju ef ég leitaði nógu vel. Eftir að hafa lesið og lært hófst ég handa við að komast í sam- bönd. Ég skrifaði bréf og hringdi í lækna, vís- indamenn og samtök mænuskað- aðra víðs vegar um veröldina, alls staðar þar sem ég taldi að væri vonarglæta. Að sjálfsögðu réðst ég á Norður-Ameríku og þá sér í lagi á lækna og vísindamenn þar sem mest voru í sviðsljósinu og sem vitnað var í þegar blöðin Time og Newsweek fjölluðu um mænuskaða þeirra ríku og frægu. Ég stóð í þeirri trú eins og sauðsvartur al- múginn að fyrst alltaf væri vitnað í þessa menn hlytu þeir að vera brautryðjendur; guðir þeirra ótal einstaklinga sem fengið hefðu hlut- verk í þeim ógnvænlega harmleik sem mænuskaði er. Þvi miður komst ég að þeirri bitru Staðreynd að margir þessara manna voru ekkert annað en þröngsýnir aftur- haldsseggir sem höfðu meiri hæfni í að halda sér í sviðsljósinu en að finna lækningu við mænuskaða. Virðing mín fyrir frægu amerísku læknunum beið hnekki. Þremur ár- um eftir að leit mín hófst barst mér það svar að kannski gæti læknir í Kína eitthvað hjálpað dóttur minni. Það svar kom ekki frá hinum fína, þrönga hópi vestrænna lækna og vísindamanna sem einir virðast hafa leyfi til opinberlega að hafa álit á málefnum mænuskaðans, heldur lítt frægum bæklunarskurð- lækni sem sjálfur sat í hjólastól eft- ir bílslys og alið hafði aldur sinn að mestu í mafíuborginni Las Vegas. Vegir guðs eru órannsakanlegir. Eftir að kínverska stúlkan slas- aðist las ég grein í Newsweek um atburðinn. Ég ákvað að senda blaðamanninum upplýsingar um tilraunaaðgerðir á fólki sem lofa góðu sem ég taldi að gætu komið kínversku stúlkunni að gagni þar sem hún hafði engu að tapa. Ég gaf blaða- manninum nöfn á þremur læknum og var hver frá sínu land- inu sem ég tel eftir átta ára skoðun á mál- efnum mænuskaðans að standi með grunn- þekkingu lækningar- innar í höndum sér. Hvort upplýsingamar stoppuðu hjá blaða- manninum eða lækn- um stúlkunnar veit ég ekki, en svo mikið er víst að ekki var haft samband við neinn læknanna. Á þeim tíma sem skoðun mín á / Eg er sannfærð um, segir Auður Guðjóns- dóttir, að þekking sú sem þarf til að lækna mænuskaða er til. þessu sviði hefur staðið yfír hef ég ýmislegt lært. Innan heims lækna- vísinda mænuskaðans er svo sann- arlega til gull sem glóir, en þar þrífst einnig öfund, barátta um peninga, samkeppni um heiður, fordómar og hroki. Þeir sömu menn og gefa sig út fyrir að vera leiðandi afl í að fmna lækningu standa því miður oft í vegi fyrir því að lækning finnist. Með skeyting- arleysi eða órökstuddum neikvæð- um fullyrðingum um gagnsemi vinnu og uppfinningar þein-a, sem eitthvað eru að reyna að gera, kæfa þeir í fæðingu þúfuna sem velt gæti þunga hlassinu. Svo ramt kveður að þröngsýninni að ég er stórefins í að ýmsir sem telja sig til merkilegra vísindamanna hafi nokkuð innan vísindaheimsins að gera. Ut um allan heim eru óþekkt- ir menn að gera góða hluti en kom- ast ekkert áfram m.a. vegna þessa. Einhvers staðar byrjar allt fyrst og hver ferð hefst á einu skrefi. Knýið á Ég er sannfærð um að þekking sú sem þarf til að lækna mænu- skaða er til staðar. Heimurinn þarf að taka höndum saman því þekk- ingin liggur í pörtum um víða ver- öld og ef ná á fram lækningu þarf að sameina hana. Til að svo megi verða þarf til að koma sterkur vilji og sterkt hlutlaust afl sem hefur yfir að ráða fé og frama og auglýsir eftir þekkingu og þá munu skjótast upp á yfirborðið ýmsir með áður óþekkt góð ráð í höndum. Slíkt afl gæti t.d. verið Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, WHO, eða sam- bærilegar stofnanir, auðugir sjóðir sem styrkja þjóðþrifamál eða auð- ugir einstaklingar. Eftir aðgerðir dr. Zhang og dr. Halldórs Jónssonar á dóttur minni hef ég knúið á ýmis öfl í veröldinni í þeim tilgangi að ávaxta þá talentu sem mér var trúað fyrir en með litlum árangri. Ekki hefði sakað að fá aðstoð í þeim efnum frá íslensk- um heilbrigðisyfii’völdum í ein- hverri fundarferð þeirra til stóru landanna, en við því er ekki að bú- ast því slíkt er áhugaleysið að þau átta sig ekki á að beint fyrir neðan nefið á þeim era hlutir að gerast sem breytt gætu gangi heimsmála í hjálp fyrir fólk, sem lamast hefur frá mitti, og þau gætu ef vilji væri fyi-ir hendi átt þátt í að styðja til vegs og virðingar. Meira segja ís- lenska utanríkisþjónustan sýnir meiri skilning á nauðsyn þess að boða fagnaðarerindið fyrir mænu- skaðað fólk og þykir manni þá skjóta skökku við. Frá árinu 1989 hef ég þurft að knýja á ótrúlegustu staði og oftar en ekki verið upplokið fyrir mér. Ég hef ekki knúið á með sverði svo fínu sem konungsnaut heldur með eina vopninu sem ég á, móðurást- inni. Móðirin Vigdís forseti lagði á sínum tíma kínverska herinn að velli er hún knúði á forseta Kína og yfirmann heraflans með eina vopninu sem hún hafði, orðinu, um fararleyfi dr. Zhangs til Islands eftir 9 mánaða stríð við hermálayf- ii'völd og fyi'ir henni var upplokið. Ef ekki er gefist upp við að knýja á verður að endingu upplokið fyrir þeirri stórkostlegu nauðsyn að sameina þekkingu heimsins sem fyrst vegna allra þeirra sem þjást og eiga eftir að þjást vegna mænu- skaða. Því er ekki að neita að í þeirri baráttu yrði gott að hafa að- stöðu í bandarísku kapalsjónvarpi því þar virðast völd heimsins liggja. Ekki svo að skilja að það hafi ekki verið reynt, en því miður hafði ég ekki erindi sem erfiði, væntanlega vegna þess að dóttir mín er ekki mænusköðuð, rík og fræg persóna. Að breyta vatni í vín Sagt er að sársaukinn sé gjallar- horn guðs til að vekja sljóa veröld. Ég hef reynt af öllum mætti að nota þann sársauka, sem ég þekki svo vel, til að hreyfa heiminn með þeim árangri sem hér hefur verið lýst. Hægt og hljótt með ótrúlegum kjarki og æðruleysi er dóttir mín að breyta vatni í vín, þrátt fyrir að alltof langur tími liði frá slysi til að- gerða. Senn er árið 1999 að ganga í garð. Menn fara út í geiminn rétt eins og að bregða sér í næsta hús. Á þeim tímum, sem allt virðist vera hægt að gera, er ekki hægt að hjálpa manni sem hlotið hefur al- varlegan mænuskaða til að ganga einn og óstuddur. Það er greinilegt að eitthvað er að í kerfinu og því verður að eiga sér stað stefnu- breyting eins og ég hef hér reynt að sýna fram á. Nú, þegar ég er farin að þreyt- ast á baráttunni við ofureflið og er að horfa á hugsjónir mínar renna út í sandinn, hef ég aðeins eitt ráð eftir. Ég hrópa á hjálp frá ykkur, íslensku foreldrar. Ef einhver sem les orð mín veit um einn mann, eina stofnun, eitt fjölmiðlavald, sem þið teljið að gæti gert gæfumuninn til sameiningar á þekkingu þá gjörið svo að vel að gefa mér þær upplýsingar. Dæmisögurnar sem við lærðum öll í bernsku segja að hægt sé að lækna lama manninn og rukka þarf guð um að hann standi við orð sín. Það er kominn tími til að heimur- inn hætti að láta blekkja sig og kíki undir gljáfægt yfirborð amerísku sápuóperunnar. Heimurinn á að þrýsta á um að þeim læknum og vísindamönnum sé veitt brautar- gengi sem raunvei’ulega eru braut- ryðjendur í staðinn fyrir að störf þeirra og persónur séu rökkuð í svaðið. Það er mín trú að þá myndi fyrr en okkur grunar verða möguleikar á að segja við fólk sem mænuskað- ast orðin sem allir vilja heyra undir slíkum kringumstæðum; tak sæng þína og gakk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Lan dspítalan um. 44 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 AÐSENPAR GREINAR Tak sæng þína og gakk Auður Guðjónsdóttir Það er svo mörgu skrökvað Hér er endurbirt grein Jóns Sigurðssonar vegna mistaka, sem urðu við birtingu hennar í laugar- dagsblaði Morgunblaðs- ins. Höfundur og lesendur jtieru beðnir velvirðingar á mistökunum, sem urðu af tækniiegum ástæðum. HÉR VERÐUR fram haldið frá fyrri grein að segja frá dæmum af því, hvern- ig er skrökvað að al- menningi. Eftir gerð síðustu kjarasamninga hefur sem aldrei fyrr riðið yfir hrina hóp- uppsagna ýmissa mik- ilvægra starfshópa í þjóðfélaginu, hjúkrunarfræðinga, lækna, kenn- ara, meinatækna og annarra sér- hæfðra starfsmanna heilbrigðisiðn- aðarins og efalaust einhverra fleiri, sem hér gleymast. Sjaldnast er hér um að ræða uppsagnir fólks, sem ætlar að finna sér aðra vinnu, sem ekkert væri við að athuga. Nei. • Hér er opinskátt um að ræða skipulegar aðgerðir gagngert í því skyni að knýja viðkomandi rekstraraðila til samn- inga um bætt kjör, sem þeim er miðað við gildandi heimildir ým- ist óheimilt eða ómögulegt að semja um vegna nauðsynjar- innar á innbyrðis sam- ræmi í launakerfum. Þar á ofan eru kjara- samningar í gildi, þótt í sumum tilfellum sé uppi ágreiningur um framkvæmd þeirra. Og hverju er nú skrökvað að almenningi í þessu sambandi? Það er gert með allsherjarþögn um, að samkvæmt íslenskum lög- um eru þessar aðgerðir í öllum til- fellum ólögmæt verkföll, misneyt- ing á aðstöðu, sem löggjöf réttar- ríkisins tekur á, ef þeim væri rétti- lega beitt. Rekstraraðilarnir, sem hópuppsagnirnar beinast gegn, þegja um þetta af skiljanlegum Slakastur er þáttur fjölmiðla í þessu skröki með þögmnni, segir Jón Sigurðsson í annarri grein sinni af sjö. ástæðum. Þeir vilja ekki gera and- rúmsloftið í viðræðum enn erfið- ara. Stjórnmálamenn þegja til að hrekja ekki frá sér atkvæði. Þannig eru þau hugsanlegu at- kvæði metin meira virði en heilsu- far réttarríkisins, sem þeir hafa tekið að sér að gæta. Forystumenn stóru verkalýðssambandanna þegja líka, en þó ekki. Þeir áfellast stjórnvöld fyrir frávik frá þeirri al- mennu launastefnu, sem mörkuð var í síðustu heildarkjarasamning- um, án þess að viðurkenna þær málsbætur, sem stjórnvöld hafa að því leyti sem þessi frávik hafa ver- ið knúin fram með ólögmætum ráðum. Að því leyti láta þeir eins Jón Sigurðsson og ekkert sé á seyði, sem er at- hugavert. Slakastur er þó þáttur fjölmiðla í þessu skröki með þögninni. Beri það við, að galinn maður tekur ein- hvern, barn eða fullorðinn í gísl- ingu í erlendri stórborg, til að komast yfir eitthvað, sem hann vill, er frá því sagt í fréttum sem þeim afleita verknaði^ sem það er. Þegar heilvita fólk á Islandi tekur fársjúk gamalmenni, í raun allt vanheilt fólk í landinu og jafnvel börn og framtíð þeirra í gíslingu til að knýja fram sér til handa ein- hverjar kjarabætur með ólögmæt- um hætti, segja fjölmiðlarnir frá þessu rétt eins og það sé jafnsjálf- sagt og að vetur sé lagstur að fyrir norðan. Þannig er með þögninni komið í veg fyrir, að almenningur nái að skilja eðli þessara starfsað- ferða. Hópuppsagnaliðið ætlast til þess, að réttarríkið gæti hags- muna þess í hvívetna, en vill geta beitt ólögmætum aðferðum til að kúga viðsemjendur sína, ef því býður svo við að horfa, án þess að almenningi sé gerð grein fyrir eðli verknaðarins. Það væri í þessu sambandi fróð- legt rannsóknarefni fyrir félags- sálfræðing, hversu algengt er, að slíkar hópuppsagnir þykja einna helst við hæfi meðal mislangskóla- genginna kvenna í hefðbundnum kvennastarfsstéttum. Sú spurning verður nærtæk, hvort nám þeirra hefur verið svo þröngt, að þær skilji ekki mikilvægi réttarríkisins fyrir þær og telji þess vegna í góðu lagi að varpa reglum þess fyrir róða. Ætli þeim brygði ekki í brún, ef lögregla og dómstólar væru þeim ekki til aðstoðar, ef þær yrðu fyrir yfirgangi eða kúgun af hálfu granna sinna. Og vert er að gæta að því, að all- ir gætnir og vel viljandi menn fyr- irlíta ofbeldi kaida gegn konum og börnum sem og aðra ofbeldis- verknaði manna til að koma fram vilja sínum. Hitt yfirsést mörgum, að hópuppsagnirnar eru líka of- beldi. Ætti það almennt að teljast við hæfi, að þeir, sem telja sig og störf sín vanmetin í samfélaginu, megi eftir sínu höfði beita ofbeldi til að ná fram „rétti“ sínum? I rétt- arríkinu á ekkert ofbeldi að vera til nema það, sem réttarríkið sjálft kann að þurfa að beita til að fram- kvæma sína eigin stefnu, eins og hún er mörkuð í lögum, enda ger- ist það þá í þeim afmarkaða far- vegi og með þeim tryggingum fyr- ir borgarann, sem lögin kveða á um. Fleiri skröksögur verða raktar síðar. P.S. Eftir að þetta var skrifað hefur forsætisráðherra myndar- lega úttalað sig um þetta mál á þeim nótum, sem hér er gert. Að- gerða hans er beðið. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæindastjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.