Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 45

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.TTTDAGIJR 17. NÓVRMRRR 1998 45 AÐSENDAR GREINAR Höfuðborg og lands- byggð, ein heild? ÉG VERÐ að játa að vissulega hef ég koraið við í Reykjavík með óreglulegu milli- bili síðustu tvo áratug- ina í ýmsu erinda- gjörðum. Ekki get ég sagt að þar færi ég um blómleg héruð eða vænleg til búskapar, því kom mér á óvart að þar er til húsa ráðuneyti það sem fer með landbúnaðarmál, auk velflestra sérsam- banda íslenskra bænda, yfirdýralækni, Rannsóknastofu land- búnaðarins, Bænda- höllina, yfírkjötmat, lífeyrissjóð bænda, áburðarverksmiðju, mjólk- ursamlag, Bændasamtök Islands og sitthvað sem virðist í fyrstu og svo að athuguðu máli síst eiga mik- ið skilt við starfsemi þá sem al- gengust er á höfuðborgarsvæðinu. Eg sé ekki að það yrði alvarlegt efnahagsáfall fyrir þjóðina, eða stórfelld fækkun býla, ef allir bændur á Seltjarnarnesinu þyrftu að fara út á land til að nýta sér þá þjónustu sem áðurnefndir aðilar hafa með höndum. Ekki þótti mér síður furðulegt að rekast á Lands- virkjun og Rafmagnsveitur ríkis- ins í höfuðborginni fjarri vel flest- um virkjanlegum vatnsföllum landsins. Eins þykir mér einkenni- legt að Ratsjárstofnun skuli vera í Reykjavík þó svo að engar ratsjár- stöðvar séu í því lögsagnarum- dæmi. Menn geta líka spurt því í ósköpunum sambærileg þjónustu- fyrirtæki við sjávarútveginn séu einnig staðsett í Reykjavík því ekki nándar nærri öllum afla landsmanna er skipað þar upp, Landhelgisgæslan, Kvótaþingið, sjávarútvegsráðuneytið, Hafrann- sóknastofnun og Fiskistofa gætu gott betur en sómasamlega borið sig í útgerðarbæjum á landsbyggð- inni. Mikill meirihluti þeirra stofn- ana, íyrirtækja og samtaka sem bera ýmist nafn ríkisins eða lands- ins eru með sveitarfesti sína í Reykjavík. Reykvíkingar eiga ekki einir rétt á því að hirða útsvör af opin- berum stofnunum og fyrirtækjum og njóta annara margfeldisá- hrifa sem starfsemi þeirra hefur í för með sér. Reykjavík hefur með einhverju móti náð að tryggja sér það mikil ítök í þjóðmál- um, að útgjöld hins opinbera þangað eru farin að vefja sjálf- krafa upp á sig í óvið- ráðanlegan bandhnyk- il. Utgjaldaaukningin er orðin svo mikil að flestir eru sammála um að aðgerða sé þörf en fæstir vilja draga úr út- gjöldum í Reykjavík. Ég trúi tæp- ast að sjónarmið meirihluta lands- manna sé að leggja niður lýðveldið Þó sjórinn taki lengi við, segir Arnljótur Bjarki Bergsson, þá taka útnesið við Skerja- fjörðinn og nærsveitir ekki endalaust við. og stofna borgríki, því þó sjórinn taki lengi við þá tekur útnesið við Skerjafjörðinn og nærsveitir ekki endalaust við. Landsmenn geta ekki látið sér fátt um fínnast með þá byggðaþróun sem er í landinu, þaðan af síður alþingismenn. Byggðaáætlun hefði átt að vera komin nú þegar í framkvæmd. Þessi þróun gengur ekki til lengd- ar. I sjálfu sér eru margir sem fremur vildu búa á landsbyggðinni en í höfuðborginni, það sem í veg- inum stendur eru ytri skilyrði sem ekki er ýkja erfítt að ráða bót á og í raun felst hagur allra lands- manna í því að það verði gert. Höfundur er formaður Varðar FUS, Akureyri. Arnljótur Bjarki Bergsson Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:00 Einleikari: Steven Isserlis Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani Efnisskrá. Antonin Dvorak: Dmitri Shostakovich: Sellókonsert Sinfónía nr. 5 Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói við Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is RAUÐA ROÐIN Miðasala á skrifstofu hljóm sveitarinnar og við innganginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.