Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 46

Morgunblaðið - 17.11.1998, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ U mræðuh vetj andi bókmenntir „HEIMIR Pálsson ritar sögu íslenskra bókmennta á 20. öld,“ og „Mikilvægt að nálg- ast samtímann í bók- menntakennslu“ eru yfirskriftirnar (í Morg- unblaðinu 15. okt. -'‘1998) á kynningarvið- tali, afrakstri af sam- tali ónafngreinds blaðamanns við höfund bókarinnar Sögur, ljóð og líf, sem út er komin á þessu ári. í þeirri bók er „gerð grein fyr- ir stefnum og straum- um í íslenskum bók- menntum, allt frá nýrómantík til póstmódernisma, fjallað um fjölda einstakra höfunda og sjónum þeint að þjóðfélagsþróun á öldinni og hvemig hún speglast í bókmennt- um“, segir þar. Síðar er eftir höf- undinum haft beinni tilvitnun að . ^hann hafi með bókinni verið að reyna að verða við mikilli þörf: „Það hefur fyrst og fremst vantað efni varðandi 20. öld- ina. I framhaldsskól- unum eru menn nefni- lega enn þeirrar skoð- unar að það sé afskap- lega mikilvægt að geta nálgast samtímann í bókmenntakennslu." Bókarheitið sjálft seg- ir: skáldskapur-og-líf, og sú samtenging er síðan látin sjást aftur sem speglun þjóðfé- lagsþróunar-í-bók- menntum, og enn þeg- ar talað er um þöi-fina að nálgast samtímann-í-bókmenntakennslu. Eftir þessa þrennu hlýtur lesanda að vera ljós fyrirætlun höfundar, að bjóða, með eins konar yfirliti yf- ir bókmenntir aldarinnar með sér- stöku tilliti til mannlífs hennar og félagsþróunar, tækifæri til að Davíð Erlingsson Brandtex fatnaöur V_J*^---------1 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Málmenntir og þar með bókmenntir, segir Davíð Erlingsson, hljóta að vera í sjálfum sér mannvísindi. skilja hvort um sig betur hvort af öðru, bókmenntirnar og lífið, og gott ef ekki líka til að njóta hvors tveggja betur - og mundi sú þjóð þá væntanlega verða betur dafn- andi en áður í gróandi menningar sinnar. Enda þótt þetta sé bók um bókmenntir en ekki um menntir og menningu - þ.e. lífið - yfirleitt, er það sannarlega yfirlýstur vilji að skilja þetta í og með samtengingu viðbragða við og umræðu um bók- menntirnar. Fyrir lesanda eins og undirrit- aðan, sem trúir því að málmenntir og þar með bókmenntir hljóti að vera í sjálfum sér mannvísindi, þ.e. sama sem hugvísindi og félagsvís- indi, hlýtur þetta að hljóma vel og boða gott. Ef til vill munar nú mennta-lífi og mannlífi á rétta leið með slíku verki. Til bóta? Eða hvað? Blaðaviðtalið er, þar sem við var skilizt, á leiðinni til nánari hugleið- ingar bókarhöfundar um ætlunar- verkið, og blaðamaðurinn hefur eftir honum með óbeinni tilvitnun þetta: „Heimir segir löngunina til að fræða blunda í öllum kennur- um. Það hafi hann haft að leiðar- ljósi við skrifin. Samt sem áður langi hann, með Sögum, ljóðum og lífi, meira til að vekja spurningar heldur en veita svör.“ Hér verður manni allt í einu svolítið bilt við lesturinn, víst af því að sjá ekki í svip andstæður sem gæfu ástæðu til tengingarinnar „Samt sem áð- ur“. Sú ástæða gefur sig ekki til fyrr en manni hugkvæmist að sagnorðið fræða hafi hér andstæða merkingu við það að „vekja spurn- ingar“ og merki að „veita svör“ og gæti átt við þá kennslu að koma vitneskju fyrir í hugarheimi nem- enda (ítroðsla). Það þykir mér heldur vond merking. Það er ætíð, eins og Heimir ræðir um, miklu mikilvægara að vekja spurningar en veita svör. Hvort þessi falska setning andstæðu milli fræða og vekja spurningar er hér galli (mér þykir sagnorðið fræða of gott til að hafa það um einbera ítroðslu, og víst er það að kalla fram spurning- ar óaðskiljanlegur hluti þess að fræða) á hugsun blaðamannsins eða þess sem hann talaði við má liggja milli hluta. I framhaldi af þessum orðum koma óbreytt orð Heimis, þau að: „Tilgangur bókar- innar er að vekja athygli á mis- munandi leiðum til að nálgast þetta efni“, en framhald þeirra sýnir berlega að með orðunum „þetta efni“ er enn verið að tala um samband skáldskapar og lífs. Eftir alla þessa áherzlu á af- stæðis-samtengslið (Sögur, ljóð) + (líf) og í annan stað á það sem grunnreglu eða leiðarljós um val höfunda og texta í bókina að þeir séu fallnir til að vekja til umræðu eða jafnvel andófs er ekki óeðlilegt að lesandi kvikni til nokkurra við- bragða og gefi sig að rýninni um- hugsun um þann málstað sem þarna er settur fram. Viðbrögðin geta hafizt á því að segja, að að rýnanda sem gengst við þeirri fullvissu sinni þegar að upphafi máls, að bókmenntir og listir geti aldrei átt sér annað við- fangsefni, né heldur neinn annan vettvang að vera til á, en lífið, mannlífið, að honum hvarflar að það sé eins og bókarheitið geri ráð fyrir öðru, nefnilega því að vera megi að það séu til sögur og ljóð sem hafi ekki lífið að viðfangsefni, heldur taki sér þá viðfangsefni úr einhverju öðru, hvað sem það mætti vera? Þetta hughvarfl út af bókarheitinu styrkist síðan við allt talið um höfunda og verk sem komi lífinu við með hæfni sinni til að vekja til umræðu eða jafnvel andspyrnu. Því að þá hljóti að vera til aðrir höfundar og önnur verk sem komi lífinu ekki við og gætu því þá varla heldur verið um lífið? Mér þætti sennilegt að bókarhöf- undur og viðtalsveitir mótmælti þessum skilningi og segði það alls ekki hafa vakað fyrir sér að menntir og listir gætu átt sér ann- að viðfangsefni og samastað en líf- ið. Hann hefði hins vegar aðeins viljað halda því á loft til athygli sem líklegast væri til að vekja til viðbragða og umræðu, líkt og margsagt er orðið. Torvelt sýnist að komast burt frá því, að ef sú fullvissa rýnand- ans sem hann játaðist undir áðan um viðfangsefni og samastað mennta og lista er rétt, og telst vera sjálfsagður hlutur, þá verður bókarheitið Sögur, Ijóð og líf und- arlegt og hálfgildings rugl. Því leitar nú samúðarskilningurinn sem ætíð er að verki í okkur ann- arra leiða til að það megi fá sæmi- lega staðizt. Mér detta ekki nema tvær leiðir í hug til þess að fá nauðsynlega spennuafstöðu milli merkingarliðanna tveggja án þess að lenda í mótsögnum. Fyi-st er sú, að með heitinu sé bókin að lofa að gerast rannsókn eða framsetning um líf og hlutverk ritbornu mál- menntanna á vettvangi hins víðara lífs mannfélagsins. En hin leiðin verður ekki önnur en sú að skilja svo, að sumar sögur og sum Ijóð Dagskráin þín er komin út 12.-25. nóvember Fíkniefni og ábyrgð á eigin lífi SKYNSAMIR menn hljóta að vera sammála um að einstaklingurinn eigi að hafa frelsi til at- hafna, svo lengi sem hann skaðar ekki aðra. Með því að viðurkenna það frelsi viðurkennum við að ríkið getur ekki bannað honum að fara sjálfum sér að voða. Það er einfaldlega ekki framkvæmanlegt. Hv- ar á að draga mörkin? Við óhóflega salt- neyslu? Hættulega fjallgöngu? Hverjum datt í hug að banna Everest-förunum að yfirgefa fjölskyldur sínar og halda á þennan tind, sem heimt hefur svo mörg mannslíf? A sama hátt er óréttlætanlegt að banna einstak- lingnum að neyta fíkniefna, þótt hann sé með því augljóslega að Jersey-, krep- og flónels- rúmfatasett Póstsendum SkóIavörduHlíg 21a, Hrykjavík, sími 551 4050. skaða sjálfan sig. Það er nefnilega aðeins stigs- en ekki eðlis- munur á hættunni sem maður bakar sér með fjallgöngu og fíkni- efnaneyslu. Annað er hættulegra en hitt. Við þessum rökum segja sumir að fíkni- efnaneysla skaði bein- línis aðra. Hvað með böm fíkilsins, sem fara á mis við svo margt og eru jafnvel beitt líkam- legu oíbeldi? Vanræksla á börnum er annað mál en frelsi til athaíha sem skaða ekki aðra. Þjóðfélagið leggur þær skyldur á herðar foreldra, að við- lagðri refsingu, að þeh- sjái íyrir bömum sínum og beiti þau ekki of- beldi. Vanrækslu á bömum ber ekki að líða. Foreldrar geta gert svo ótalmargt sem leiðir til þess að þeir sinna ekki bömum sínum sem skyldi. Verið á Netinu allan daginn. Unnið of mikið. Stundað snóker. Eytt öllum peningunum sínum í lottóið. Keypt vonlaust fyririæki. Neytt fíkniefna. Enn og aftur er að- eins um stigsmun að ræða, ekki eðl- ismun. En hvað með lækniskostnaðinn sem samfélagið ber af fíklunum? Ríkið segir við okkur: Eg mun sjá þér fyrir ókeypis læknisþjónustu. Getur það þá stjórnað lífi okkar? Getur ríkið bannað okkur að borða þrjú egg á dag? Getur það bannað okkur að reykja? Að neyta fíkni- efna? Þarna er stigsmunur, ekki Ivar Páll Jónsson Fíkill þarf að fremja glæpi til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína, segir ívar Páll Jóns- son, og staðhæfir að glæpum myndi fækka ef efnin yrðu lögleyfð. eðlismunur. Samningurinn um ókeypis læknisþjónustu er einhliða samningur. Loforð sem gefur lof- orðsgjafanum ekki vald yfir lífi mót- takanda loforðsins. Að þessum augljósu réttlætisrök- um slepptum fylgh- lögleiðingu fíkniefna sá kaupauld að glæpum fækkar. Fíkniefnasalar þurfa, eins og staðan er núna, að fremja glæpi til að halda uppi starfsemi sinni. Fíklar þurfa að fremja glæpi til að eiga íyrir efnunum, sem eru fokdýr. Hvað myndi gerast í fíkniefna- heiminum ef allt í einu yrði byrjað að selja fíkniefni í apótekum á lágu verði (þó þannig að þömum og ung- lingum yrði að sjálfsögðu bannað að kaupa þau)? I fýrsta lagi myndu gæði efnanna stóraukast. Framleiðslan myndi njóta aðhalds hins frjálsa markað- ar, nákvæmlega eins og aðrar vör- ur. Hvaða virta lyfjafyrirtæki dytti í hug að drýgja efnin með stór- hættulegum efnum, eins og tíðkast á hinum svarta markaði? Það myndi varða við lög. Neytendur myndu njóta verndar réttarkerfis- ins. Talið er að meirihluti allra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.