Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 49 AÐSENDAR GREINAR Bjargvættur fyrir- tækja og stofnana? I UMHVERFI þar sem síaukinn hraði og þróun á sér stað er þörf fyrir nýjar stjórn- unaraðferðir til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja jafnt á heimamarkaði sem heimsmarkaði. Ein af þeim nýju stjómunar- aðferðum sem meðal annars hafa verið ár- angursiTkar í Ameríku er Supply Chain Management (SCM), þar sem markmiðið er að ná hámarkshagræð- ingu í heildarbirgja- keðjunni, allt frá hrá- efni til fullunninnar vöru, í hendur neytanda. Þrjú verkfæri innan (SCM) sem notuð em til að hámarka samvinnu milli allra liða í keðjunni og þar með ná settum markmiðum em: verktaka (outsourcing), náin sam- vinna (partnership) og besta við- miðun (benchmarking). Við verktöku er markmiðið að hvert fyrirtæki einbeiti sér að sín- um „kjarnaverkþáttum“, en láti síðan verktaka sjá um aðra verk- þætti fyrirtækisins. Einbeiting að kjarnaverkþáttum gerir fyrirtæk- inu kleift að losna við óþarfa fjár- festingar vegna annarra verkþátta og beina fjármunum sínum mark- visst til uppbyggingar á „kjarna- verkþáttunum". Samvinnu við verktaka má skipta í nána samvinnu og almenna samvinnu. Við nána samvinnu ber að líta á verktakann sem náinn samstarfsaðila, með það sem mark- mið að forystuhæfíleikar hans og sérþekking nýtist til að lyfta „öðr- um verkþáttum" fyrirtækisins upp á plan kjarnaverkþáttanna. Við al- menna samvinnu er átt við sam- vinnu við verktaka eins og við þekkjum hana í dag. Hvort sam- vinna eigi að vera náin eða almenn er matsatriði í hverju einstöku til- felli. Þumalfíngurregla til að skilja hér á milli er að það sem lagt er í samvinnuna má aldrei vera meira en það sem fæst út úr henni. „Besta viðmiðun" er síðan verk- færi sem notað er m.a. til að tryggja að það samstarf sem búið er að koma á sé í réttum farvegi. Einnig er „besta viðmiðun“ gott verkfæri til að þróa og bæta eigin aðferðir og framleiðslu í gegnum lærdóm og reynslusöfnun, t.d. frá keppinautum. Þörfín Sá tími þar sem fyrirtæki hafa sjálf staðið fyrir öllum verkþáttum sem tengjast framleiðslu þeirra er liðinn. í framtíðinni munu slík fyr- irtæki vart finnast. Atvinnulíf framtíðarinnar mun þess í stað byggjast á náinni samvinnu iðnfyr- irtækja í anda SCM. Samkeppnin á heims- mörkuðum verður ekki beint milli ein- stakra fyrirtækja heldur milli birgja- keðja sem saman- standa af fleiri fyrir- tækjum. Til að íslensk fyrir- tæki geti í framtíðinni mætt síharðnandi samkeppni er nauð- synlegt að koma til móts við þörfina á nýju stjórnunarkerfi í at- Kristinn J. vinnulífinu. Þörfm lýs- Gíslason ir sér í mörgum þátt- um: • Meira óöryggi í eftirspurn af hálfu neytenda, þar sem neyt- endur eru ekki eins trúfastir gagnvart ákveðnum vörum eða framleiðendum og þeir voru áð- ur. Þörf er á nýjum stjórn- unaraðferðum, segir Kristinn J. Gíslason, í umhverfí síaukins hraða og stöðugrar þróunar. • Meiri krafa til gæðamála en fyi-r, sem þýðir að fyrirtækin verða að einblína á neytenda- þjónustu sem afgerandi sam- keppnisþátt. • Mikill hraði tækniþróunar í ein- stökum greinum veldur mun styttri endingar- og ferlitíma vönmnar. Þetta þýðir oft að fyr- irtækin ná ekki að afskrifa þær fjárfestingar sem tengjast „ekki kjarnaverkþáttum“ meðan varan er í gildi. • I gegnum aukið upplýsingaflæði og minnkandi viðskiptahömlur hefur alþjóðleg iðnvæðing og myndun birgjakeðja í anda SCM aukist nú á seinni árum. Supply Chain Management Eins og fram kom hér fyrr er markmiðið með SCM að mynda birgjakeðju sem virkar sem ein heild, nánar skilgreint: birgjakeðju sem inniheldur „heimsmeistara" í hverjum lið keðjunnar þannig að: • Ætíð fáist skjót og rétt viðbrögð keðjunnar við margbreytilegum kröfum neytenda. • Þróun sambands milli liða í keðj- unni sé á þann veg, að keðjan framleiði jafnharðan bestu lausnir fyrir neytendur. • Öll fyrirtæki í keðjunni hafi sameiginleg markmið og þekki alla helstu árangursvalda og gæðakerfi sem þurfa að vera fyr- ir hendi til að ná þessum mark- miðum. Til að ná árangri með SCM þarf hugarfarsbreytingu hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum, frá því að líta á neytendur og verk- taka/birgja sem „keppinauta" þar sem verðstríð er samningsgrund- völlurinn, til þess að líta á við- skiptavini sína sem nána sam- starfsaðila og mikilvægan hlekk í sameiginlegri keðju. Þegar fyrirtæki hefur gengið í gegnum þær breytingar sem SCM krefst hafa breytingar á stjórn- skipulagi þess lagt grundvöll fyrir ytri sameiningu við aðra hlekki í SCM-keðjunni. Með þessum breyt- ingum skapast grundvöllur fyrir aukið traust sem um leið þýðir aukið og mai'kvissara upplýsinga- flæði milli liða í keðjunni, þar sem „opnar bækur“ er lykilorðið. Mikilvægir árangursþættir Ai-ið 1997 tók greinarhöfundur þátt í rannsókn sem varpa átti ljósi á hvar dönsk framleiðslufyrirtæki standa með tilliti til náins sam- starfs í anda SCM. Einnig tók greinarhöfundur þátt í reynslu- söfnun frá dönskum framleiðslu- fyi-irtækjum sem voru að stíga sín fyrstu skref í átt að SCM, og rann- sókn á kenningum SCM-stjórnun- arfræðinnar þar sem leitast var við að finna mikilvæga árangursþætti. Hægt var út frá rannsóknum þessum að kortleggja eftirtalda mikilvæga árangursvalda: • Traust • Þróun upplýsingaflæðis • Sameining og samhæfing stjórn- skipulags • Stefnumótun og markmið • Stjórnun • Skoðun á og hæfileiki til nýsköp- unar • Náin samvinna Ekki verður hér farið út í að fjalla nánar um árangursvalda þessa hvern fyrir sig, aðeins bent á mikilvægi samspils og jafnvægis milli þeirra. Að lokum skal stuttlega sagt frá reynslu þess fyrirtækis sem komið er einna lengst danskra fyrirtækja í að nýta sér SCM. Fyrirtækið er Bang & Olufsen A/S, sem á árun- um ‘91-’92 steig sín fyrstu skref í átt að SCM, sem síðan hefur þróast til afgerandi velgengni, sjá mynd 1. I erindi Hennings Vestergárd, for- stjóra Bang & Olufsen-sam- steypunnar, á ráðstefnu um verk- töku þakkar hann meðal annars verktöku í anda SCM þann góða árangur sem náðst hefur hjá B&O^' á síðustu árum. Greinarhöfundur telm- engan vafa leika á, að íslensk fyrirtæki og stofnanir geti með svipuðum hætti og Danir nýtt sér SCM til að færa rekstur sinn tU betri vegar. Til að ná árangri með SCM hérlendis er full þörf á að laga aðferðir SCM að viðskiptaumhverfi okkar. Ef það tekst getur SCM orðið bjargvætt- ur margra fyrirtækja og stofnana, bæði í einka- og ríkisrekstri. Höfundur er rekstrar- verkfræðingur. 4 SÖLUKENNSLA GUNNARS ANDRA -4r Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlostrar Vift höfum sameiginlegt markmií • aft þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 Æ T-holir Tk* *efjiir Fleece peysur Stuttfauxur Útpur Skór UTILIF m\ m Glæsihæ - Sími 581 2922 r~ 20,24%: NordurlíimlasjóduHnn Carnegie All Nordk Frá síðustu áramótum til 13. nóvember var bein hœkkun bréfa hjá Carnegie Nordic Markets 20,24%*, en sá sjóður er rekinn á sömu forsendum og Norðurlandasjóðurinn. s Carnegie, sem er eitt virtasta verðbréfafyrirtæki á Norðurlöndum, ! hefur falið Verðbréfastofunni hf. að annast ráðgjöf og milligöngu í um málefni Norðurlandasjóðsins á íslandi. * * *Dœmi um árangursríkar fjárfestingar Carnegie-sjóðanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.