Morgunblaðið - 17.11.1998, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Lítil athugasemd
veerna tveefgiia
orða í viðtali
Ofbeldiskvóti
fullnýttur við
Miklubraut
LAUGARDAGINN 14.11.1998
birtir Morgunblaðið gagnmerkt
viðtal við Þór Vilhjálmsson dómara
þar sem hann fer yfir reynslu sína
af alþjóðlegum dómarastörfum.
I viðtalinu er stuttlega vikið að
málinu Thorgeirson against
Iceland, sem mér er
^iokkuð vel kunnugt
því ég rak það sjálfur
með ómetanlegri að-
stoð Tómasar Gunn-
arssonar hrl., bæði
fyrir Mannréttinda-
nefnd og Mannrétt-
indadómstóli Evrópu-
ráðsins.
Þór Vilhjálmsson
dregur ekki dul á það,
að honum þyki dóm-
stólnum hafa fatast í
niðurstöðum sínum
þann 26.06.1992, en þá
féll sá úrskurður,
(með átta dómaraat-
„Jjvæðum gegn einu),
að íslenska ríkið hefði brotið 10. gr.
mannréttindasáttmála Evrópu-
ráðsins með Hæstaréttardómi yfir
Persónulega held ég,
segir Þorgeir Þorgeir-
son, að Island hefði
tapað þessu máli, eins
þó ÞV hefði setið dóm-
- •________inn sjálfur.__________
mér vegna gagnrýni minnar (árið
1988) á starfsháttum lögreglunnar.
Vitaskuld er ÞV frjálst að láta
opinberlega í ljós skoðanir sínar á
störfum dómstólsins, ekki síst þar
sem ég ruddi honum á sínum tíma
úr dómnum, og hann því óbundinn
af skyldum dómara gagnvart þessu
sérstaka máli. Enda tekur hann
það fram að hann hafi „vikið sæti“ í
málinu.
Þessi tvö orð hljóma eins og
fjærvera hans úr dómnum hafi ver-
ið í samræmi við einhverja al-
menna vinnureglu: að samlandar
málsaðila séu taldir vanhæfir, eða
eitthvað svoleiðis.
Svo er þó ekki, enda var annar
kerfisstrákur, Garðar Gíslason,
sendm' í dóminn til að koma „skoð-
unum Islands" á framfæri. Og það
gerði hann í sérat-
kvæði, sem lengi verð-
ur í minnum haft.
Sjálfur hefði ÞV ekki
unnið það verk dyggi-
legar.
Og persónulega held
ég að ísland hefði tap-
að þessu máli, eins þó
ÞV hefði setið dóminn
sjálfur.
Þess vegna hefði ég
getað sparað mér við-
varanir til dómsmála-
ráðherra (m.a. hér í
Morgunblaðinu) og
Þórs sjálfs um heils árs
skeið og jafnvel
kæruna til dómstjór-
ans í Strasborgardómnum, sem
loksins leiddi til brottviks ÞV úr
dómnum.
Nú vil ég ekki þjarka neitt frek-
ar um þessa túlkun Þórs á gerðum
sínum, en vona í lengstu lög að
túlkun hans á lagaákvæðum sé og
hafi verið nákvæmari en þetta.
Vilji menn ganga úr skugga um
allan sannleikann má að lokum
geta þess að nokkur frumgögn í
málinu Thorgeirson against
Iceland er að finna á heimasíðu les-
húss (slóðin er http://www.centr-
um.is/~leshus), en þá slóð má
einnig finna í símaskrá eða á
AltaVista leitarstreng.
Um þetta hef ég því ekki fleiri
orð, en bendi á það, að í efnisyfirliti
(contents) Strasborgarskjalanna á
netinu er að finna bókun
(memorandum) mína og þar undir
fyrirsögnina: 1) A note on Judge
Vilhjálmsson’s nomination to the
Court. Filed: September 5th 1991.
Sá texti segir allt sem þarf.
Höfundur er rithöfundur.
ÞAÐ eru ekki lög eða
reglugerðir um kvóta
sem heimila ofbeldi og
valdníðslu opinberra
valdhafa eða embættis-
manna gagnvart þegn-
um landsins. Valdníð-
ingar fara að mörkum
hegningarlaga, þeir
nota það lögfræðimark.
En valdafíknin getur
leikið þá grátt og þeir
misstigið sig í valda-
stiganum. Borgarstjóri
hefur ofmetnast af
hröðu valdaskeiði og
notar einræðisvald í
borgarmálefnum.
Stjómsýslan á að
miðast við siðferði, mannúð og rétt-
læti gagnvart þegnunum, heimilum
og fjölskyldulífi þeirra, stjómarskrá
mælir svo fyrir. Mannréttindi skulu
vera virt. Um árabil hef ég krafíst
þessara vinnubragða af hendi borg-
arstjórans í Reykjavík, en einungis
mætt hroka og fyrirlitningu. Hverri
aðfinnslu minni og gagnrýni á um-
ferðarhávaða og umferðarmengun
við heimili mitt á Miklubraut 13 hef-
ur verið mætt með aukinni vald-
níðslu og ofbeldi frá borgaryfirvöld-
um, aukinni umferð, meiri ökuhraða
og minna viðhaldi verið beint að
neðanverðri Miklubraut.
Borgarstjóri hefur notað ósann-
indi og blekkingar um staðreyndir í
vandamálinu til að villa um fyrir
fólki, enda hefur það verið áberandi
hvað borgarstjóra er það tamt.
Borgarstjóri hefur notað borgar-
verkfræðing og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur til að gefa villandi og
rangar upplýsingar um ástand á há-
vaða og loftmengun við neðanverða
Miklubraut. Styrkveitingar til hjálp-
ar íbúum sem mega þola hávaða-
mengun og búa við óviðunandi skU-
yrði em í umsjá borgarverkfræð-
ings. Þær reglur sem stuðst er við
byggjast á blekkingum og ósannind-
um, til að villa um fyrir fólki og láta í
veðri vaka að eitthvað sé gert til úr-
bóta.
Miklabraut var ekki
byggð sem þjóðvegur
heldur sem íbúðargata,
bygging Miklubrautar
samrýmist ekki kröfum
sem gerðar eru um
þjóðvegi, hvorki um
hönnun né fjarlægð frá
íbúðarbyggð. Mikla-
braut neðanverð upp-
fyllir engin skilyrði
sem krafist er að þjóð-
vegur fullnægi sam-
kvæmt reglum um gerð
þjóðvega og nálægð við
íbúðarbyggð, hvað þá
að hafa bflastæði fyrir
heimilin í miðjum þjóð-
vegi sem 42.000 - fjöm-
tíu og tvö þúsund - ökutæki fara um
á sólarhring að meðaltali og án
stjórnunar á hámarkshraða.
Hér er mannslífum stefnt í hættu
Eg skora á borgar-
stjóra, segir Guðlaugur
Lárusson, að bera af
sér ásakanir með rök-
um - og gera viðunandi
úrbætur.
með skipulagsaðgerðum á umferð-
armálum um Miklubraut neðan-
verða, íbúar þurfa að fara frá heimil-
um sínum til nauðsynlegra erinda á
bflastæðið í miðri götunni og yfir
götuna í verslun gegnum 42.000
ökutækja umferð, sem er ekkert
annað en bein lífshætta, og hætta
þar með á örkuml. Þvílíka stjómun
er ekki hægt að afsaka eða láta
standa lengur, þetta verður að taka
enda. Gera þarf úrbætur þegar í
stað áður en stórslys verður á fólki.
Það þykir nauðsyn að setja 30 km
hraðamörk í íbúðarhverfum til ör-
yggis fyrir íbúa og vernda líf þeirra
og heilsu. Með þeirri stjómun er
umferð beint um Miklubraut. Hvaða
ábyrgð bera yfirvöld á lífi og heilsu
Þorgeir
Þorgeirson
Guðlaugur
Lárusson
Ástvaldsson hf.
^z4=s Skipholti 33, sími 533 3535
•bls -systeme Laufenberg
• Gott úrval skurðarhnífa
• l’ýsk gmðavara
urðarhnifar|
Fegurðin
kemur
innan
MIKIÐ hefur verið
rætt og ritað um ýmsa
virkjunarkosti á há-
lendi okkar það sem af
er hausti. Hefur einna
hæst borið umræðuna
um Eyjabakkalónið og
nýtt miðlunarlón við
Norðlingaöldu. Sem
gamall Austfírðingur,
sérfróður um fjölgun
jurta og vistfræðilega
plöntulífeðlisfræði, get
ég ekki lengur orða
bundist um Eyjabakk-
ana og fyrirhugaðar
framkvæmdir þar.
Það blandast engum
hugur um það sem
dvalið hefur á umræddu virkjana-
svæði norðan Vatnajökuls að hér
er margar einstakar náttúmperlur
að finna. Enda fær svæðið í heild
sinni mjög háa einkunn fyrir sér-
stæða náttúm í könnun Önnu Dóra
Snæþórsdóttur prófessors og em
Eyjabakkamir þá síst undanskild-
ir. Hér er að finna samfellt gróður-
lendi í um 650 m hæð y.s. Gróður
þama er aðlagaður að lágum sum-
arhita í regnskugga Vatnajökifls.
Hér er að finna vin sem er mikil-
vægur fræbanki fyrir nærliggjandi
svæði sem hafa litla gróðurþekju
og litla frægeymd. Ef þetta svæði
verður eyðilagt verður aldrei hægt
að bæta skaðann með
erlendum túnvingli og
áburðargjöf. Mýrlend-
ið gerir svæðið það
sterkt að það þolir beit
bæði gæsa og hrein-
dýra. Héma hjörðu
hreindýrin af þegar
þau dóu út alls staðar
annars staðar. Því hér
em stöðugir bithagar
á snjóléttu svæði þar
sem loftslag er megin-
landskennt. Enn í dag
er hér um afar mikil-
væga burðarhaga
hreindýranna að ræða.
Einnig era þetta svæði
beitiland um 13.000
geldfugla heiðagæsarinnar, en til
viðmiðunar má geta þess að
varppör heiðagæsarinnar í Þjórs-
árveram eru innan við 10.000. Sá
hluti geldstofns heiðagæsarinnar
sem nýtir sér Eyjabakkana er það
stór að hann fellur rúmlega undir
Ramsarsáttmálann um vemdun
votlendis.
Öll afgreiðsla málsins hefur ein-
kennst af flýti, Það mætti ætla af
viðbrögðum utanríkisráðherra að
málið væri að falla á tima. Hér sé
um mikil verðmæti að ræða sem
gætu farið í súginn. Allt sé undir
því komið að samningar takist við
Norsk Hydro og til þess að það
megi verða verðum við að hafa
hannaða virkjun að bjóða þeim.
Þetta sé illskársti kosturinn, leyfð
hönnuð virkjun, hámarksafköst
miðað við byggingarkostnað og því
ekki annað hægt en að stökkva
beint á þetta.
I dag nota Islendingar ekki
nema liðlega helming þeirrar fall-
orku sem virkjuð er í landinu. Af-
gangurinn er seldur sem af-
gangsorka á u.þ.b. 70 aura
í yfírfullum tækni-
væddum heimi, segir
Ingileif Steinunn
Kristjánsdóttir, verður
óspillt náttúra æ eftir-
sóknarverðari.
kílowattstundina, til framleiðslu
áls og járnblendis í Straumsvík og
á Grandartanga. Það er ljóst að
gervihagvöxtur verður ávallt um
skeið meðan verið er að byggja
virkjanirnar og atvinnulíf blómstr-
ar. En hægt og sígandi borga síð-
an þú og ég upp alla milljarðana
sem virkjanirnar kostuðu, því allt
byggist þetta á erlendum lántök-
um. Og ég spyr, lesendur góðir;
vantar okkur meira til að borga?
Þrátt fyrir það að stöðugt séu
birtar tölur af útflutningsverð-
mæti stóriðjuafurða sem slagi hátt
í fiskútflutning að verðmæti má
segja að stóriðjuverðmætin séu
Evjabakkar
Ingileif Steinunn
Kristjánsdóttir
þeirra sem eiga heimili sitt við neð-
anverða Miklubraut?
Borgaiyfirvöld bera mikla ábyi'gð
á þeim umferðarslysum sem von-
andi verða ekki af völdum ökutækja
hér á neðanverðri Miklubraut. Þar
munu ökumenn ekki bera alla
ábyrgð þar sem borgaryfirvöld
skipuleggja umferðarstjómun og
aðstæður fyrir umferð.
Lögregla neitar að hafa afskipti af
hraðakstri á götunni um nætur, seg-
ir það skipulagsvandamál borgaryf-
irvalda og íbúar verði að sýna þolin-
mæði og halda ró.
Eg tel mig hafa fullan rétt til að
viðhafa stór orð og ásakanir á hend-
ur borgaryfirvöldum, því nú er kom-
ið í ljós að langvarandi hávaði og
umferðarmengun frá óleyfilega mik-
illi umferð gegnum íbúðarhverfið
hefur valdið mér líkamsmeiðingum
og heilsutjóni. Sjálfsagt munu fleiri
íbúar hér við neðanverða Miklu-
braut vera fórnarlömb þessa ofbeld-
is, öndunarfærasjúkdómar munu
vera viðar í götunni. Eg skora á
borgarstjóra að bera af sér þessar
ásakanir með rökum eða gera viðun-
andi úrbætur þegar í stað. Borgar-
stjóri fer með allt vald í þessu skipu-
lagsmáli.
Umhvei'fismálaráðuneytið hefur
verið krafið um að beita ákvæðum
mengunarvarnareglugerðar til að
stöðva þá níðingslegu umferðar-
stjórnun sem ríkir á neðanverðri
Miklubraut. Dómsmálaráðuneyti
hefur verið krafið um að koma á um-
ferðarlöggæslu við götuna. Þessum
kröfum hefur ekki verið sinnt á
nokkum hátt, ekkert verið gert.
Nú eru komin eitrunareinkenni í
öndunarfæri af völdum umferðar-
mengunai- hjá íbúum á mínu heimili,
sem lýsa sér sem bólgur og blóð-
gröftur, bæði í nefgöngum og hálsi,
og fara vaxandi með hverri viku.
Ibúamir verða að fara að yfirgefa
heimilið eftir skipun lækna sem
skoðað hafa. Tvisvar á nóttu hverri
þarf að nota svefnlyf til að njóta ein-
hverrar hvfldar og taugatöflur era
notaðar á daginn vegna óþolandi
umferðarhávaða, sem er að nálgast
sársaukamörk oft og tíðum. Þetta
eru ekkert annað en níðingsverk,
framin af borgaryfirvöldum, á íbú-
um Miklubrautar. Hér með íylgja
sjúkraskrár frá læknum sem hafa
skoðað mig og stundað í veikindum
mínum. Þessar skrár sanna mál
mitt. Mbl. hefur fullt umboð til að
birta þær.
Höfundur er fyrrverandi skipstjóri
og íbúi við Miklubraut.
eins konar nýju fötin keisarans.
Því það er almenningur sem borg-
ar virkjanirnar, tiltölulega lítið
vinnuafl þarf til að skapa mikil
verðmæti, og gróði framleiðslunn-
ar lendir í erlenda vasa. Að vísu
borga verksmiðjurnar skatta sem
ríkið rennir hýru auga til. En ég
spyr; er sá hagnaður ekki of dýra
verði keyptur?
I yfirfullum tæknivæddum
heimi verður óspillt náttúra æ eft-
irsóknarverðari. Ferðamannaiðn-
aður er mannfrekur iðnaður og við
uppbyggingu hans skapast mörg
störf hjá fólkinu í landinu. Næg at-
vinna stuðlar að bættum lífskjör-
um og auknum arði þjóðarbúsins.
Þrátt fyrir tiltölulega litla upp-
byggingu í ferðaþjónustu miðað
við mörg önnur lönd eins og til
dæmis Irland skilar ferðaþjónusta
okkar í dag ámóta tekjum og stór-
iðjan, en án skugga mikillar er-
lendrar lántöku. Það er grátlegt til
þess að hugsa að við ætlum nú með
ákafa að spila burt einum
frjósamasta vaxtarsprota ferða-
mannaþjónustu á Islandi með því
að færa í kaf eina auðugustu dýra-
lífsvin á hálendi íslands. Hér virð-
ist algerlega hafa gleymst að
reikna inn í umhverfisskaðann, á
formi tapaðra tekjumöguleika,
þegar virkjun þessi var hönnuð.
Það er líkt og virkjanasinnaðir
Austfirðingar séu margir hverjir
með glýju í augunum. Vilja virkjun
og vísa öllum rökum um Eyja-
bakkana sem einstæða nátt-
úruperlu á bug. Þetta séu ekki
annað en fúamýrar sem enginn
N
*