Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON + Jóhann Árni Sævarsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1976. Hann lést af slysförum 8. nóvember síðastlið- inn á gjörgæslu- deild Landspítalans. Foreldrar hans eru hjónin Sævar H. Jó- hannsson, skrif- stofumaður, f. 16.7. 1949, og Svandís Árnadóttir, launa- ** gjaldkeri, f. 15.1. 1950, bæði frá Reykjavík. Jóhann Árni á eina systur, Olgu Dís Sævarsdóttur, f. 30.4. 1985, auk þess á hann hálfbroð- ur, Guðstein Odd Sævarsson, f. 29.5. 1970. Hans móðir er Guð- laug Guðsteinsdóttir. Föðurforeldrar voru Olga Fanney Konráðsdóttir, f. 20.11. 1913, og Jóhann G. Magnússon, f. 3.9. 1911, d. 31.1. 1969. Móðurforeldrar voru Jónína Magn- úsdóttir, f. 9.1. 1919 og Árni Vilberg, f. 17.1. 1914, d. 31.10. 1996. Jóhann Árni lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Ármúla vorið 1997. Hann dvaldi sem skiptinemi í Kanada árið 1992/93. Hann hóf nám í Tölvuháskóla Verslunar- skólans haustið 1997 en kaus að fara aðra leið og _ hóf nám í Kennaraháskóla íslands sl. haust. Utför Jóhanns Árna fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besti karlinn minn. Nú lengur þú ert ei hér ei oftar í faðmi mér ég finna má aftur þig. Nú þegar þú farinn ert burt er mitt hjarta sem tómt og þurrt ég sjá þig ei lengur fæ. Svo fyllist mitt hjarta á ný er ég man eftir öllu því sem prýddi minn elskaðan son. Af skynsemi hafðir þú nóg og hógværð í hjarta þér bjó ég öðlast því von og trú. Þitt æðruleysi það var svo einstakt ef útaf bar og lundin svo létt og ijúf. Nær óskrifað var nú þitt blað ég engu fæ ráðið um það en sættast má við minn Guð. Hann tók þig svo fljótt sín til sem mannlegur fátt ég skil það meiningu hafa má. Eg veit nú að þín var þörf á himnum við leik og störf þar sem ýmislegt falla má til. Nú Jói minn þakka þér vil þann tíma er varstu hér til að sinni ég kveð þig minn son. Pabbi. Það er oft erfitt að trúa staðreynd- um lífsins, sérstaklega er erfitt að trúa því að ungur maður í blóma lífs- ins sé skyndilega látinn. Maður finn- ur fyrir smæð sinni og vanmætti. Fyrir tæpum fjórum árum þegar faðir minn lést skrifaði Jóhann Ami minningargrem um hann þar sem hann sagði: „Ég ætlaði ekki að trúa því að þú værir farinn án þess að kveðja, enda þótt það væri ekki langt síðan við sáumst slðast. Ég frétti að þú hefðir skyndilega orðið veikur og verið lagður inn og svo dáið stuttu síðar.“ Vissulega er það þannig að þegar einhver fellur frá sem við þekkjum vel, þá finnur maður fyrir harmi og ekki síður dapurleika yfir ví að hafa ekki ræktað betur sam- and, sem þó var ágætt, skyndilega er ekki hægt að bæta fyrir það. Þannig heid ég að mörgum sem skrifa minningargreinar sé innan- brjóst. Ég verð að gera eitthvað. Síðar í minningargreininni um föður minn sagði Jóhann Árni: „Þess vegna vil ég bara, Sveinki minn, kveðja þig með þessum fáu orðum og vil að þú vitir að góðu minningamar sem við áttum munu lifa um ókomna tíð.“ Þessi orð vil ég taka undir því það era myndirnar af minningunum sem eftir lifa, ég á margar fallegar myndir af Jóa með fóður mínum og Olgu í huga mér. Myndir sem ég mun geyma um ókomna tíð. Ég votta Svandísi, Sævari og Olgu Dís, og ömmunum Olgu og Jónínu mína dýpstu samúð. Rúnar Sveinbjörnsson. Með örfáum orðum langar mig til að minnast vinarrníns og bekkjarfé- laga, Jóhanns Árna Sævarssonar. Honum kynntist ég síðastliðið haust er við hófum báðir nám við Kenn- araháskóla íslands. Strax fyrsta daginn varð mér ljóst að þarna hafði ég eignast nýjan vin. Við töl- uðum saman eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Við áttum eftir að þvælast mikið saman næstu tvo mánuði, bæði í skólanum og utan skóla. Við áttum margar góðar stundir þrátt íyrir stutt kynni, hvort sem það var í Kringlunni eða við lærdóm á bókasafni skólans. Sérstaklega er mér minnisstætt kvöld eitt í október síðastliðnum þegar nemendur á 1. ári í Kennara- háskóla Islands hittust í Olveri á sérstöku söngkvöldi. Þar sungum við félagarnir saman eitt lag og veit ég fyrir víst að því hafði hann Jói vinur minn gaman af. Þannig vil ég minnast hans. Jói var einstaklega ljúfur drengur. Hann var alltaf í góðu skapi og sá maður hann varla öðruvísi en með bros á vör. Jói reyndist mér traustur og góður vin- ur þann stutta tíma sem leiðir okkar lágu saman. Hann var ávallt tilbú- inn að koma til hjálpar ef á þurfti að halda og vildi allt fyiir mann gera. Minninguna um þá rúmu tvo mán- uði sem ég fékk að njóta návistar og félagsskapar hans mun ég ætíð geyma. Ég votta fjölskyldu Jóhanns dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Brynjar Karl Ottarsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnpdags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. __________________________ Þú leist hann, þegar lýsti af lífs hans fyrsta degi. - Svo mörg þú smábörn mundir og mismun greindir eigi. En hjarta mitt sló hraðar og hörmungunum gleymdi það frægðar drauma dreymdi. Þú sást hann vappa um vengi og veita mörgu gætur. - Þú vissir veika byrjun og vanans djúpu rætur. En ég sá vísi viljans til verka stórra og nýrra og fannst í heimi hlýrra. Þú sérð hann flytja frá mér í fógrum æskublóma. Þú sérð þar öran ungling og engan frægðarljóma. En ég sé giftu og gáfur á göfugmenni skarta og ég gef hálft mitt hjarta! (Jakobína Johnson) Vegir Drottins eru órannsakan- legir. Hvers vegna er burt kallaður ungur efnilegur piltur sem var rétt að byrja að takast á við lífið sem fuilorðinn einstaklingur? Til hugg- unar ástvinum er oft sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Víst eiga þau orð við um Jóhann Árna, þennan hjartahreina dreng sem var aðeins 22 ára þegar hann lést 8. nóvember sl. Við Sævar, faðir Jóhanns Ái-na eða Jóa eins og hann var kallaður, erum æskuvinir. Eftir að við félag- arnir festum ráð okkar höfum við f'ylgst hvor með annars börnum, þroska þeirra og framgangi. Jói var ætíð ljós í húsi og hvers manns hug- ljúfi. Hann átti foreldra sem lögðu sig fram um að hlúa að og laða fram það besta í börnum sínum. Hann var einnig svo lánsamur að umgang- ast mikið ömmur sínar, sem veittu honum gott veganesti fyrir lífið. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við Sævar tókum á móti son- um okkar ungum eftir dvöl í sumar- búðum. Þeir voru fegnir að sjá feð- ur sína, enda höfðu þeir haft áform um að strjúka úr þessari fyrstu vist sinni fjarri heimahúsum. Fyrir nokkrum árum fór Jói til Kanada sem skiptinemi. Sú dvöl í fjarlægu landi var lærdómsiTk og þroskaði hann mikið. Þar lærði hann að standa á eigin fótum og bjarga sér í framandi menningaramhverfi. Nú í haust hóf Jói nám við Kennarahá- skóla Islands og hafði þar með valið starfsvettvang þar sem góðir eðlis- kostir hans, glaðværð og umhyggja fyrir öðram, hefðu notið sín vel. Ástvinir Jóhanns Árna eiga bjart- ar minningar um góðan dreng. Við hjónin vottum Sævari, Svandísi, Olgu Dís, Jónínu og Olgu okkar dýpstu samúð. Bjarni Reynarsson, Jóhanna Einarsdóttir. Farinn er góður drengur. Óvæntur og miskunnarlaus er dauðinn og nú hefur hann höggvið svo nálægt mér. Við Jói vinur minn höfðum þekkst í tæp tuttugu ár. Þriggja og fjögurra ára strákar í Miðtúninu sem stigum spor okkar saman út í lífið. Engin orð fá lýst þeim tilfinningum sem gripu um sig er ég frétti af láti hans. Stutt er síð- an ég hitti hann og kvaddi með þeim orðum að við heyrðumst fljótlega aftur. Þvílíkt reiðarslag að vera hrifinn á brott svo snögglega. Ég hef svo margs að minnast frá árunum okkar Jóa. Minningar sem ég mun varðveita nú. Þegar við vor- um yngri voru þær ófáar ferðirnar okkar austur í Álftaver með pabba, til að veiða og heimsækja hann Gísla bónda í Skálmabæ. Oft feng- um við að veiða í tjörninni hans og voru þeir ófáir fiskarnir sem voru dregnir á land. Það_ er birta yfir þessum minningum. Ég minnist líka allra skemmtilegu gamlárskvöld- anna, sem við áttum með foreldrum okkar beggja. Þá var glatt á hjalla og mikið sprengt og skotið upp af flugeldum. Margir voru kassabíiarn- ir sem Rúnar vinur okkar í Miðtún- inu smíðaði og lét okkur keyra og ýta. Svo allir boltaleikirnir í götunni. Seinna fór Jói sem skiptinemi til Kanada 1992 og 1993. Upp frá því varð sambandið heldur strjálla, en nú síðast var Jói kominn í Kennara- háskólann og líkaði honum mjög vel þar. Árin 1996 og 1997 eru mér líka minnistæð. Þá áttum við báðir tví- tugsafmæli. Hann í júní og ég í des- ember. Hann var hrókur alls fagn- aðar í báðum þessum veislum og lék á als oddi. Vorið 1997 útskrifaðist Jói sem stúdent frá Fjölbrautaskól- anum við Armúia og er eftirminnileg veislan sem haldin var í tilefni þess. Sævar, Svandís og Olga, sorg ykkar er mikil. Ég bið Guð um að styrkja ykkur öll á erfiðum tímum. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ijós og líf. (Stefán frá Hvítadal.) Sigurður Þórarinsson. Jónsmessa 1976. Lítill stúfur við móðurbrjóst. Grannir fingur, mjó- sleginn kroppur. Sæla, friður, ylur og öryggi. Væntumþykjan fyllir loftið. Ailir fagna þessum litla dreng. Ekki síst ég, „fjarskyldi frændinn", og á milli okkar mynd- uðust tilfinningabönd sem vöraðu æ síðan. Tíminn leið. Ég fylgdist með hvernig hann óx úr grasi: Þriggja mánaða kveisan; fyrsta tönnin og í útlöndum frétti ég af þegar hann tók fyrstu sporin. Árin tóku við hvert af öðra: Jói þriggja ára í heimsókn úti í Svíþjóð; Jói fimm ára úti í ingningunni með Siggu dóttur minni fjögurra ára; Jói byrjaður í skólanum og fyrr en varir fermdur. Svo grunnskóli og íjölbrautaskóli með stúdentsprófi - og alit í einu var Jói litii orðinn fullorðinn fríð- leiksmaður, einhvem veginn átaka- laust. „Lítiliátur, ljúfur og kátur“ eign- aðist hann fljótt vini og „vinageng- ið“ skipti hann máli. Sjaldan kom ég í Miðtúnið án þess að þar væri fullt hús af vinum hans - eða þá að hann væri úti hjá einhverjum vina sinna. Eitt skiptinemaár í Ameríku breytti engu þar um. I eðli sínu var hann staðfastur á þann liðlega máta sem kallst lempni og lítið gefinn fyrir rugl eða óraunverulega hluti. Hann tók eitt fyrir í einu og vann úr því á sinn hátt með góðum árangri. Jói var æðrulaus og þegar hann þurfti að gangast undir ei'fiða og hættu- lega æðaaðgerð, sem bragðið gat til beggja vona, var hann fljótur að ná sér aftur, að því er virtist. En kvill- inn blundaði og beið. Og nú hefur hinn stóri, hvíti vængur sveipað sig um hann og borið hann yfir á þau svið sem við þekkjum fæst - en vitum öll að okk- ar bíða. Við söknum hans. En í huga okkar hljómar þýð, kankvís rödd hans. Minningin um hann yijar okk- ur. Án hans hefði líf okkar verið snauðara. Guð blessi minningu Jóhanns Árna Sævarssonar og styrki okkur öll sem stóðum honum næst og unn- um honum. Hafsteinn Hafliðason. Það mun taka langan tíma að átta sig á því að góður vinur okkar, Jó- hann Árni Sævarsson, sé dáinn. Fyrir aðeins viku komum við saman eins og svo oft áður, horfðum á sjónvarp með veitingar í hendi og skemmtum okkur vel. Kvöldinu lauk ekki fyrr en morguninn eftir, eftir mikla ánægjustund. Svona eru minningamar sem við höfum um Jóhann, þær eru allar góðar og innihalda mikla gleði og mikið sprell. Alveg frá því að við kynntumst Jóa fyrst, hefur okkur iiðið mjög vel í návist hans. Jói kvartaði aldrei, var sjaldan í fúlu skapi og kom fram við alla sem jafn- ingja. Jói hafði alltaf tíma fyrir okkur og það sem við höfðum að segja. Ef okkur lá eitthvað á hjarta, hversu lítilfjörlegt sem það nú var, hlustaði hann með athygli. Jói var þeim einstaka hæfileika gæddur að það var sama hvar hann var og hvað hann var að gera, hann gat alltaf aðlagast umhverfi sínu og eignast nýja vini. Við vitum að Jói, hvar sem hann er staddur, er hrókur alls fagnaðar og mun spjara sig. Við kveðjum þig kæri vinur og vonum að vegir okkar mætist síðar meir. Við þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og minningin um þig lifir að eilífu í hjörtum okkar allra. Við vinirnir sendum fjölskyldunni hans Jóhanns okkar dýpstu samúð- arkveðjur og óskum þeim styrks á þessari erfiðu stundu í lífi þeirra. Helgi Sigurður Karlsson, Nils Kjartan Guðmundsson. Það var dimmur dagur þegar okkur í 1. B var tilkynnt að Jóhann væri látinn. Stórt skarð hafði verið höggvið í samhentan hóp. - Eitt andartak stóð tíminn kyrr æddi síðan inn um glugga og dyr hreif burt vonir, reif upp rætur einhvers staðar engill grætur. (Bubbi Morthens.) Mikil og sterk vináttutengsl höfðu myndast þrátt fyrir stutt kynni. Jóhann var hvers manns hugljúfi, alltaf jákvæður og blíður. Hlutverk hans í bekknum var stórt. Hann var ávallt þátttakandi í því sem við gerðum saman og var gleði- gjafi okkar allra. Okkur er sérstak- lega minnisstætt þegar duldir leik- hæfileikar hans komu í ljós þegar við fluttum verkefni okkar í um- hverfismennt. Jóhann sló í gegn og var hrókur alls fagnaðar. Við horf- um öll með söknuði til þeirra stunda sem við áttum eftir hefðu örlögin ekki gripið inn í. Minningin um Ijúf- an og góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Tárin eru leið til þess að lækna undir lífið er aóeins þessar stundir gangverk lífsins þau látlaust tifa og við lærum öll með sorginni að lifa. (Bubbi Morthens.) Við vottum fjölskyldu Jóhanns og vinum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé björt minning Jó- hanns. Bekkjarfélagar úr Kennaraháskólanum. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir veti'ar vegir villa sýn á borgarhóli, sé ég oft í óskalöndum, eða skógum betri landa ljúfling minn, en ofar öllum Islendingum kunni að standa. Hann, sem eitt sinn undi hjá mér, eins og tónn á fiðlustrengnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu gengnum. Þó að brotni þom í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustrengur eg hef sæmt hann einni fylgju, óskum mínum, hvar hann gengur. (Halldór Kiljan Laxness.) Kveðjustund við æskumann, sem allt í einu er horilnn, dáinn, er stund sem enginn óskar sér að upplifa. Eftir stendur sorg, tóm og biturð. Svo streyma minningarnar fram og þær ásamt mætti vináttu og hiýju, gefa tilverunni þrátt fyrir allt, líf að nýju. Þetta eru minningar foreldra, systkina, annarra ættingja, leikfélaga, skólafélaga, vinnufélaga og annarra vina. Ljúflingurinn Jóhann Árni var svo lánsamur í allt of stuttu lífi, að skilja eftir það góða sem við öll kjósum okkur að förunautum í safni minninganna. Þær minningar eigum við hvert og eitt og verða ekki frá okkur teknar. Vertu sæll, frændi. Reynir Ingibjartsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.