Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 53

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 53 JÓN THEODÓR HANSSON MEYVANTSSON + Jón Theodór Hansson Mey- vantsson fæddist í Reykjavi'k 4. apríl 1928. Hann Iést á Landspítalanum 9. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ástríður Guð- mundsdóttir, f. á Skarði í Lundar- reykjadal 27. apríl 1886, d. 30. 1943, og Kristján Friðrik Meyvant Hansson skipstjóri, f. í Reykjavík 16. maí 1880, d. 27. febrúar 1949. Systkini Jóns voru Ásta, Guðbjörg, Sigurður, Hans og Valgeir, öll látin. Kona Jóns er Unnur Olafs- dóttir frá Syðri- Hraundal í Alfta- neshreppi, f. 18.3. 1934. Synir þeirra eru: 1) Víglundur Rúnar, f. 1. des. 1953, kona hans er Rannveig Christen- sen. 2) Kristján Meyvant, f. 20. sept. 1955, kona hans er Ásta Bald- ursdóttir. 3) Gunn- ar OIi, f. 25. mars 1957, kona hans er Ólöf Guðmunds- dóttir. Jón lætur eftir sig 12 barnabörn og tvö langafabörn. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Afi minn var alltaf góður við mig. Hann fór oft með mér, pabba og systur minni að veiða. Við fórum í Hítarvatn fyrir einu ári og aftur þetta árið að veiða. Við ætluðum að fara árlega, en því miður komst hann bara í tvær með okkur öllum. En við ætlum að halda áfram að fara þangað. Það verður auðvitað tómlegra að fara að veiða án afa. Og afi átti mjög góðan bíl sem hægt var að sofa í. En svona er lífið, mað- ur fæðist og maður deyr. Eg man líka þegar ég fór einn með afa að veiða í Elliðavatni. Það var gaman. Afi hafði mikinn áhuga fyrir að veiða. Guð blessi afa og ég vona að hon- um líði vel hjá Guði. Guðmundur Þór. Látinn er í Reykjavík móður- bróðir minn Jón Meyvantsson úr krabbameini aðeins 70 ára, sem er ekki hár aldur í dag. Jón eða Nonni frændi, eins og við systurnar kölluðum hann, var langyngstur sinna systkina og það nálægt okkur að árum, að hann var okkar félagi frekar en móðurbróð- Elsku afí minn. Það kom mér ekki beint á óvart þegar pabbi hringdi í mig snemma á mánudagsmorguninn og tilkynnti mér að þú værir farinn frá okkur. Þótt þú værir búinn að vera svona veikur allan þennan tíma, sérstak- lega seinustu 5-6 mánuði, þá léstu á engu bera. Þú vildir sko enga vor- kunnsemi hjá okkur, skaust bara til Portúgals í sumar og ég sá á mynd- um og myndbandsspólu frá ferðinni að þú skemmtir þér alveg konung- lega með ömmu, pabba, Rannveigu og stelpunum, þótt slappur værir. Núna þegar ég lít til baka hrann- ast upp minningarnar; um gamla Rússann sem þú gerðir að húsbíl svo snilldarlega að þið amma bjugguð í honum nær allt sumarið, allar ferðirnar upp í Hraundal til Tryggva heitins og langömmu og þegar þið komuð og heimsóttuð mig og mömmu til Seyðisfjarðar. Og ekki þurfti ég að hafa áhyggjur af því að fara svöng heim frá ykkur ömmu, því alltaf varst þú með pönnukökupönnuna að búa til heimsins bestu pönnsur, og grill- maturinn sem þið buðuð mér í sum- ar eftir að ég flutti að heiman - því ekki var ég dugleg að elda ofan í mig - hann var lostæti. Elsku afi minn, ég þakka þér fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman og ég mun geyma þær minn- ingar alla ævi. Þín verður sárt sakn- að elsku afí. Elsku amma, pabbi, Stjáni, Gunni, Kristvin, Siggi, Nonni og fjölskyldur. Guð styrki ykkur á þessum sorgartíma. Hilda Bára. Elsku afí minn. Ég á margar góð- ar minningar um þig. Ég man þegar ég var lítil og þú gafst mér bunka af umslögum til að teikna á. Og þegar þú varst að taka í nefið settirðu alltaf tóbakið á handarbakið og tókst það í nefíð í einni bunu. Ég man það svo vel. Svo líka einu sinni þegar ég kom í heimsókn sá ég prjónavél og þú varst þarna og varst að prjóna. Alltaf þegar ég kom á sunnudögum í heimsókn ang- aði húsið af bökunarlykt, þá varst þú að baka pönnukökur, kleinur eða jólaköku. Mér þykir vænt um þig afí minn. Ég á margar góðar minning- ar um þig sem ég gleymi ekki. Guð geymi þig, elsku afí minn. Þitt barnabarn, Karen Ásta. Leiðir skilur og samfylgdinni er lokið, komið er að kveðjustund. Við í fjölskyldunni þökkum fyrir vinátt- una sem þú sýndir okkur. Jón var ávallt hreinskilinn og heill í samskiptum og glaður á góðri stund. Ég man þegar Jón vann í Ferjukoti við laxveiðar á árunum ‘50-52, þá kom hann í heimsókn í Hraundal að heimsækja unnustu sína, systur mína. Hann gleymdi ekki litlu systkinum hennar og kom með sælgæti í skókassa, einn mola af hverri tegund, svo skipt væri jafnt, sem kom sér mjög vel. Jón var verkamaður og trúr sinni stétt og vann líka til sjós. Síðast vann hann hjá Vatnsveitu Reykja- víkur. Nú verða jólin öðruvísi. Á Þor- láksmessu kom ég oft í heimsókn til systur minnar og Nonna. Man ég hvað hann skreytti litla grenitréð af mikilli alúð og hvað hann var alltaf glaður að gleðja fjölskyldu sína og öll barnabörnin um jólin. Ég votta þeim og öðrum ættingj- um samúðarkveðju. Blessuð sé minning Jóns Mey- vantssonar. Elín M. Tryggvadóttir. Mánudagsmorguninn 9. nóvem- ber barst okkur sú frétt að afí okkar væri dáinn eftir löng og ströng veik- indi. Hver hefði trúað því að afí færi svo rosalega fljótt frá okkur, nýorð- inn sjötugur og á besta aldri. Hann afí var frábær afí og fór oft og mörgum sinnum með okkur í veiði- ferðir. Síðasta veiðin sem hann fór í var þegar hann fór með okkur í Hít- arvatn í júní á þessu ári. Það var rosalega gaman þar og afi veiddi fjöldann allan af fískum. Hann hafði algjört yndi af að veiða. En eitt er víst að Guð gefur og Guð tekur þó svo okkur finnist það ósanngjarnt, en svona er víst lífíð. Við eigum ávallt eftir að minnast afa með þakklæti í huga fyrir hvað hann var góður afi og munum við varðveita minninguna um hann í hjarta okkar. Við trúum að til sé líf eftir dauðann. Og að afí sé nú í góðum höndum uppi hjá Guði. Guð geymi þig elsku afí. Berglind Unnur. ir. Ég man hann sem strák, frekar alvörugefinn, í prjónuðum ullar- sokkum og stuttbuxum eins og drengir klæddust þá, ungum manni, mesta fjörkálfi og seinna sem ástríkum afa. Jón var aðeins 15 ára þegar amma dó, og um tíma bjó hann með bróður sínum Hans á Gríms- stöðum á Mýrum og kynntist þar heimasætunni á næsta bæ, Hraun- dal, henni Unni. Þau giftast ung og eignast þrjá myndar syni, en seinna skilja leiðir. Unnur giftist aftur og eignast aðra þrjá syni og elur upp strákana sína sex. Nonni frændi var duglegur að koma með strákana sína, Rúnar, Kristján og Gunnar til okkar, svo við gátum fylgst með þeim. Þeir voru einkar prúðir ungir drengir og sem fullorðnir menn hin mestu ljúfmenni, sem gott er að hitta. Ég man afa Meyvant, þar sem hann sat við gluggann á Bergþóru- götunni, hægur og ljúfur með bók í hönd og fannst mér Jón alltaf svo líkur afa. Unnur varð ekkja og síðar liggja leiðir þeirra Jóns aftur saman, sem færði Jóni mikla hamingju í faðmi barna og barnabarna. Mestan hluta ævi sinnar stund- aði Jón sjóinn, en síðustu ár vann hann hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Við systurnar, Halla og Hrafn- hildur, vottum Unni og fjölskyldu samúð okkar og þökkum Jóni árin með honum. Blessuð sé minning hans. Anna Georgsdóttir. Elsku afí minn, uppi í himnaríki ertu nú þar sem guð passar þig og verndar. Ég veit að þú engill verður því þú varst svo góður við alla. Gabriella Unnur Kristjánsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, GUÐNÝ NIKULÁSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Keldulandi 3, laugardaginn 14. nóvember. Svava Sigríður Gestsdóttir, Sigurjón Gestsson, Rósa Guðný Gestsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR SIGURÐSSON, Efstasundi 50, lést laugardaginn 7. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Marín B. Jónsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi cg langafi, SVEINN MATTHÍASSON, Eyjahrauni 9, áður Brimhólabraut 14, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 15. nóvember. Jarðsungið verður frá Landakirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 11.00. María Pétursdóttir, Matthías Sveinsson, Kristjana Björnsdóttir, Pétur Sveinsson, Henný Dröfn Ólafsdóttir, Sævar Sveinsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Halldór Sveinsson, Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir, Ómar Sveinsson, Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir, Þórunn Sveins Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA MAGNÚSDÓTTIR, fædd í Ólafshúsum, Vestmannaeyjum, Rauðarárstíg 30, Reykjavík, lést föstudaginn 6. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Garðar Sigurgeirsson, Dagný Ellingsen, Þorvarður Sigurgeirsson, Bertha Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir og dóttur- sonur, BRAGI GUNNARSSON, Mururima 4, sem lést á gjörgæsludeild Landsþítalans mánudaginn 9. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. nóvember nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Ágústa Bragadóttir, Hallur Páll Jónsson, Haukur Hallsson, Gróa Aradóttir, Bragi Einarsson. t Elskuleg systir okkar og mágkona, BERTA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Hóli, Stöðvarfirði, lést á Sólheimum, Grímsnesi, föstudaginn 13. nóvember. Hjördís Stefánsdóttir, Maggý Ársælsdóttir, Arthúr Stefánsson, Helga Þorsteinsdóttir, Carl Stefánsson, Ásta Tómasdóttir, Stefán N. Stefánsson, Ragnheiður Pálsdóttir og fjölskyldur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN VALDIMAR KRISTJÁNSSON kjötiðnaðarmeistari, Lambhóii v/Starhaga, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 19. nóvember kl. 15.00. Ragnhildur J. Magnúsdóttir, Sigurlína Sjöfn Kristjánsdóttir, Trausti Björnsson, Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Magnús Heigi Kristjánsson, Jóhannes Bragi Kristjánsson, Svava Hansdóttir, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Bragason, Unnar Jón Kristjánsson, Guðný Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.