Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Olafur og Hermann Lárus-
synir sigruðu á Suðurnesjum
BRIPS
Félagsheimilið við
Sandgerðisveg
STÓRMÓT MUNINS OG
SAMVINNUFERÐA/
LANDSÝNAR
14. nóvember - 49 pör.
BRÆÐURNIR Ólafur og Her-
mann Lárussynir sigruðu í Stór-
móti Munins og S/L eftir hörku-
keppni. Spilaður var tvímenningur
- með monrad-fyrirkomulagi, fjórtán
umferðir í tveimur lotum, samtals
56 spil, þ.e. 4 spil milli para.
Hjördís Siguijónsdóttir og Kri-
stján Blöndal leiddu mótið lengst
af en gáfu eftir á lokasprettinum
og enduðu í 2. sæti.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
BRÆÐURNIR Hermann og Ólafur Lárussynir voru ánægðir með sigur-
inn í árlegu Stórmóti Munins og S/L. Bak við þá stendur Garðar Garð-
arsson prímusmótor félagsins, en hann afhenti verðlaunin í mótslok.
Lokastaðan í mótinu varð annars
þessi:
Ólafur Lárusson - Hermann Lárusson 225
Hjördís Sigurjónsd. - Kristján Blöndal 203
Steinberg Ríkarðss. - Guðbjöm Pórðars. 186
Asmundur Pálsson - Jakob Kristinsson 162
Bjöm Dúason - Karl Einarsson 155
Þórður Sigurðsson - Gísli Þórarinss. 142
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 140
Þröstur Ingimarsson - Þórður Bjömsson 126
Góð þátttaka í mótinu er
ánægjuleg fyrir þetta litla félag,
Munin í Sandgerði. Það má líka
hrósa þeim fyrir skipulagið sem
alltaf er í góðu lagi og húsnæði
þeirra Suðurnesjamanna er mjög
boðlegt.
Verðlaunin voru mjög þokkaleg
og að þessu sinni voru aukaverð-
laun þar sem dregið var úr nöfnum
HJÖRDÍS Sigurjónsdóttir og
Kristján Blöndal voru efst á
mótinu lengst af en urðu að
sætta sig við annað sætið.
þátttakenda. Tveir spilaranna
fengu matarboð fyrir tvo og eitt
parið fékk 50 þúsund kr. ferðavinn-
ing. Gleði þeirra var ósvikin þegar
dregið var úr krúsinni.
Garðar Garðarsson afhenti verð-
launin en keppnisstjóri var Sveinn
Rúnar Eiríksson. I mótslok bauð
Muninn að venju í „aðra tána“.
Skammt er stórra högga á milli
hjá Suðumesjamönnum. Að þrem-
ur vikum liðnum mun Bridsfélag
Suðumesja halda 50 ára afmælis-
mót á sama stað og munu eflaust
einhverjir hafa áhuga á að ná sér í
skotsilfúr fyrir jólagjöfum en þar
verða einnig vegleg verðlaun. Mót
þetta verður nánar auglýst í brids-
þættinum.
Arnór G. Ragnarsson
Kæru Reyknesingar.
Ég vil þakka öllum þeim sem
studdu mig í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi
og Reyknesingum fyrir góða
þátttöku í prófkjörinu. Einnig vil
ég þakka þeim sem unnu að
framboði mínu og studdu mig
til forystu.
A. A[
BLÓMAPOTTAR geta bjargað ýmsu smávöxnu í garðinum.
VETRAR-
SKÝLING
LOKSINS er veturinn mættur á
svæðið með allt sitt hafurtask.
Hausthreingerningu trjánna er
rétt að ljúka, þau era að fella
síðustu laufblöðin og vinalegar
haustlægðir sjá um
að feykja blöðunum
á haf út. Norðlend-
ingar hafa ekki farið
varhluta af vetrar-
komunni, þar er allt
á kafi í snjó og ekki
þarf að hafa neinar
áhyggjur af við-
kvæmum gróðri,
snjórinn sér um
vetrarskýlinguna á
þeim bæjunum.
Sunnlendingar aftur
á móti ættu að fara
að huga að vetrar-
skýlingu á viðkvæm-
ari tegundum, það
er víst ekki hægt að
tryggja eftir á í garðyrkjunni
frekar en annars staðar.
Islenskt veðurfar er með ein-
dæmum duttlungafullt og varla
hægt að bjóða nema allra harð-
gerðustu plöntutegundum upp á
að vaxa hér á klakanum. Segja
má þó að þar hitti skrattinn fyr-
ir ömmu sína sem íslenskir
garðeigendur era, þrjóskari
skepnur fyrirfínnast sennilega
ekki á jarðarkringlunni. Islend-
ingar rækta það sem þá langar
til að rækta og láta ekki segja
sér hvað gengur upp og hvað
ekki. Ef einhver vafi leikur á um
dugnað hinna ýmsu tegunda við
íslenskar aðstæður er lítið mál
að skutla yfír þær strigapjötlu
eða öðra hentugu vetrarskýli og
björninn er unninn.
Vetrarskýling er einkum not-
uð á sígrænan gróður og við-
kvæmar sumargrænar plöntur.
Hún þjónar í raun tvenns konar
tilgangi, annars vegar að skýla
plöntunum fyrir veðram og
vindi og hins vegar að skyggja
þær fyrir vetrarsólinni. Sígræn-
ar plöntur halda laufblöðum sín-
um allt árið þannig að það er
alltaf einhver starfsemi í þeim.
Þegar sólin skín á blöð sígrænu
plantnanna hitna þær og til að
kæla sig niður gufa þær út vatni
um blöðin. Jörðin er hins vegar
yfírleitt gaddfreðin á vetuma
þannig að plöntumar ná ekki að
taka upp vatn með rótunum í
stað þess sem hefur gufað upp.
Smám saman verða því þurrk-
skemmdir á blöðum plantnanna
sem lýsa sér þannig að blöðin
verða brúnleit og detta að lokum
af. Skygging er því nauðsynleg
fyrir sígrænar plöntur, að
minnsta kosti fyrstu árin á með-
an rótakerfið er að þroskast.
Jafnvel harðgerðar tegundir
eins og greni og fura þurfa vetr-
arskýlingu fyrstu veturna. Al-
gengast er að nota striga,
strengdan á spýtur, sem vetrar-
skýli. Era þá 3-4 staurar reknir
niður í kringum viðkomandi
plöntu og striginn festur á spýt-
urnar t.d. með því að hefta hann
fastan. Kostir strigans era þeir
að hann skyggir vel á plöntum-
ar og veitir þeim skjól en hleypir
samt vel í gegnum sig lofti
þannig að ekki verður allt of
heitt á plöntunum. Önnur sams
konar efni eru auð-
vitað jafn góð og
striginn. Lyngrósir
má finna í æ fleiri
görðum. Þær era sí-
grænar og nauðsyn-
legt að skýla þeim
með striga yfir vet-
urinn. Einnig er gott
að hylja jarðveginn
næst lyngrósunum
með laufi eða mosa.
Þessi lífræna motta
hlífir rótakerfi
lyngrósanna en þær
era með mjög
grannstætt rótakerfi
sem getur kalið illa í
frostavetram.
Agræddar rósir era í við-
kvæmari kantinum fyrir íslenskt
veðurfar og borgar sig því að
skýla þeim. Skiptar skoðanir era
um það hvaða vetrarskýling
hentar rósum best. Er hverjum
og einum látið eftir að velja sér
tráarbrögð í þeim efnum en rétt
er að hafa í huga að stönglar
rósa eru mjög viðkvæmir fyrir
sveppasýkingum. Sveppirnir ná
tangarhaldi á rósunum í röku
umhvei'fi og því er nauðsynlegt
að skýlingarefnið hleypi vatni
greiðlega í gegnum sig og frá
stönglum rósanna. Gott er að
hreykja mold upp að stönglun-
um og einnig hefur komið vel út
að vefja þá inn í steinull.
Ræktun á plöntum í alls kyns
keram hefur aukist mjög undan-
farin ár. Oft verða mikil afföll af
þessum plöntum yfir veturinn
vegna þess að jarðvegurinn í
keranum gegnfrýs snögglega og
rætumar era ekki alltaf nógu
harðgerðar til að þola slíkt.
Hægt er að draga kerin í skjól
upp við húsvegg og helst á
skuggsælan stað þannig að sólin
valdi ekki miklum usla síðla
vetrar. Þá þarf hins vegar að
muna eftir því að vökva plönt-
urnar í þíðviðri. Einnig má taka
plönturnar úr keranum að
hausti til, gróðursetja þær í beð
yfir veturinn og skýla þeim með
striga. Að vori era þær svo tekn-
ar upp að nýju og settar aftur í
kerin. Þetta ráð er einkum
heppilegt þegar um dýrar, sí-
grænar plöntur er að ræða eins
og súlusýpras eða taxus.
Lágvöxnum gróðri er hægt að
skýla með grenigreinum sem
lagðar era yfir plönturnar. Ef
um mjög smávaxnar plöntur er
að ræða er hægt að hvolfa yfir
þær blómapottum en þá þarf að
tryggja að loftgöt séu á pottun-
um, annars morkna greyin yfir
veturinn.
Vetrai-skýlingin er svo tekin
af plöntunum þegar vorar, yfir-
leitt snemma í maí.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUMAR
402. þáttur
llmsjón ágnsU
Björnsdottir