Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 17.11.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 61 Spilin alkort og lomber kennd FÉLAG eldri borgara, Þorraseli, Þorragötu 3, ætlar miðvikudaginn 18. nóvember að spila og kenna gömlu spilin lomber og alkort. „Alkort mun vera með elstu spil- um á íslandi. Taldi Eggert Ólafs- son á 18. öld alkort innlend spil, enda þótt nafnið beri með sér út- lendan keim. Ólafur Davíðsson seg- ir í riti sínu um íslenskar skemmt- anir fyi'ir hundrað árum, að alkort hafí verið spilað mest allra spila í gamla daga. Á hans dögum hafði það alveg lagst niður, a.m.k. þar sem hann þekkti til þ.e. á Norður- landi. í V-Skaftafellssýslu var það aftur á móti örugglega spilað á ýmsum heimilum, einkum um jól og Fundur um forvarnir og vímuefnamál FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla (FOK) heldur fund um forvarnir og vímuefnamál í Breiðholtsskóla þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20. Á fundinn mætir Eiríkur Péturs- son sem er í forvarnadeild lögregl- unnar og verður með fræðslu fyrir aðstandendur barna sem eru í Breiðholtsskóla. Rætt verður um hvernig hægt er að draga úr þvi að börn og unglingar leiðist út í fíkni- efni. Þróun mála í dag og hvað er framundan í heimi sem vonandi fæstir kynnast. Anna Elísabet sem er hverfíslögi'eglumaður í Breið- holti verður með umfjöllun um hverfíð og hver þróun þessara mála er í hverfinu. ÍTR verður með kynningu á hugmyndafræði um fé- lagsmiðstöð, dagskrá félagsmið- stöðvar og samstarf við félagsstarf kennara i skólanum. Á vegum ITR verða Linda Udengaard, forstöðuT maður fyrir félagsmiðstöðina Fella- helli, Eygló Rúnarsdóttir verkefn- isstjóri og Margi'ét Ingadóttir tóm- stundaráðgjafí og tengill við Breið- holtsskóla. Síðan verður umræða um foreldraröltið en það er styrkur hverfísins hve vel því er sinnt. Fundurinn er fyrir foreldra barna á öllum aldri og ekki síst þeirra sem hafa ekki komið nálægt fíkniefnum því eins og komið hefur fram er mikilvægt fyrir þjóðfélagið að koma í veg fyrir þessa þróun sem er í gangi. Jafnframt er það mikilvægi foreldranna að standa saman í að stöðva þróunina. Nemendur í 9. bekk verða með kaffísölu í hléi. Sálfræðistöðin 15 ára SÁLFRÆÐISTÖÐIN sf. varð 15 ára 11. nóvember sl. Hún er fyrsta einkafyrirtækið sem stofnsett var á sviði sálfræði á Islandi, segir í fréttatilkynningu. Sálfræðistöðin hefur sinnt meðferð bæði fyrir ein- staklinga og hjón en einnig sérhæft sig í námskeiðahaldi. Einnig segir: „Eigendur eru sál- fræðingarnir Álfheiður Stejnþórs- dóttir og Guðfinna Eydal. Á þess- um fímmtán árum hefur áhugi fólks á sálfræði og samskiptum í einkalífí og starfi aukist verulega. Fólk er upplýstara og meðvitaðra í dag um mikilvægi sálarlífsins fyrir heils- una. I dag þykh' einnig sjálfsagt að samskipti og samvinna á vinnustað séu til umræðu og sérstök nám- skeið í vinnusálfræði hafa verið þróuð vegna þessa. Þessa dagana eru þær Álfheiður og Guðfínna einmitt að halda slík námskeið á ólíkum sviðum. Eitt er fyrir Reykjavíkurborg og heitir ,jVð taka á samskiptavanda á vinnustað" en hitt er vinnusálfræði fyrir verk- stjóra í málmiðnaði." áramót, fram á þessa öld. Þaðan barst alkort svo til Reykjavíkur og var spilað þar á hverjum vetri í einni fjölskyldu fram yfír 1980. Spilið er því ekki enn með öllu horf- ið úr minni manna. Lomber er eitt af elstu spilum sem spiluð hafa verið í Evrópu og er talið að uppruni þess sé á Spáni á 14. öld. Hér á Islandi mun lomber hafa orðið vinsælt heimilisspil á síð- ustu áratugum 19. aldar. Aðallega voru það karlar sem spiluðu lomber. Mun það vera aðallega fyrir það að spilað var upp á peninga, þótt í smá- um stíl væri, en það þótti ekki við hæfi að konur tækju þátt í slíkum leik,“ segir í fréttatilkynningu. Villibráðar- veisla og vopnasýning‘ HIÐ íslenska byssuvinafélag gengst fýTÍr villibráðai-veislu í sam- vinnu við Broadway næstkomandi laugardagskvöld, 21. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19 og þá gefst gestum kostur á að skoða byssusýningu HÍB á Hótel íslandi, þar sem sýnd verða mörg söguleg og merkileg vopn. Einnig verða skotfæraverslanir og fleiri hags- munaaðilar með sýningarbása. Á borðum verður fjölbreytt villi- bráð og meðlæti. Gestakokkur kvöldsins er Ulfar Finnbjömsson, sem kunnur er fyrir matreiðslu á villibráð. Á dagskrá er tískusýning þar sem það nýjasta í veiðifatnaði er sýnt. Haldið verður happdrætti og dregið úr aðgöngumiðum. Loks tek- ur við ABBA-sýningin. Þá munu Páll Óskar og Casino halda uppi fjörinu fram á nótt. Veislustjóri verður Magnús E. Ki'istjánsson. Forsala aðgöngumiða og borða- pantanir eru í Broadway á Hótel ís- landi. Miðaverð er 4.900 krónur og takmarkaður fjöldi miða í boði. Sunnudaginn 22. nóvember verð- ur skotvopnasýningin opin almenn- ingi klukkan 10-17, gengið inn aust- an megin í Ásbyrgi. Aðgangur á sýninguna kostar 500 krónur, en fritt er fýrir börn 12 ára og yngri. Opinn borgara- fundur um mið- hálendi Islands OPINN borgarafundur um miðhá- lendi íslands verður haldinn á Hótel Borg miðvikudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Framsögumenn eru: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, en hann er einnig fundarboðandi, Umhverf- isstefna á miðhálendinu, Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur Rann- sóknarstofu landbúnaðarins, Gróð- ur og jarðvegsrof á miðhálendinu, Jón Albert Sigurbjörnsson, formað- ur Landssambands hestamanna, Al- mannaréttur á miðhálendinu og Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvís, Aðgengi útivistarfólks að hálendinu. Leitað að mynd- um af dansi KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Nýja Bíó leitar að myndefni af dansi. Fyrir- tækið undirbýr um þessar mundir heimildarþætti um sögu dans á Is- landi og leitar að lifandi myndum, ljósmyndum, málverkum og teikn- ingum af dansi. Þættirnir, sem eru fyrir sjónvarp, spanna sögu dans í íslensku samfé- lagi frá landnámi og fram til vorra daga. Þeir sem eiga ljósmyndir, teikningar, málverk eða lifandi myndir sem sýna dans á Islandi, eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við Nýja bíó kvikmyndafélag. FRETTIR og KFUK JÓLAKORT KFUM og KFUK eru nú komin á markað. Hönnuð voru ný kort fyrir þessi jól. Hönnuður er Bjarni Jónsson, myndlistai’maður. Andvirði af sölu kortanna rennur til æskulýðsstarfs KFUM og KFUK en félögin munu fagna 100 ára af- mæli strax í upphafi næsta árs. Hægt er að nálgast kortin ásamt frekai'i upplýsingum um þau á skrif- stofu KFUM og KFUK í aðalstöðv- um félagsins við Holtaveg í Reykja- vík frá kl. 10-17 alla virka daga. Bindindishelgi fj ölskyldunnar BINDINDISHELGI fjölskyldunnar verður um næstu helgi, dagana 21. og 22. nóvember. Um þessa helgi verður með ýmsum hætti minnst á forvarnarmátt fjölskyldunnar og hún hvött til þess að halda hópinn að gera sér glaðan dag á heilbrigðan hátt. Verðlaunasamkeppni verður um sköpunai-verk þau sem upp úr helginni kunna að spretta og skemmtidagskrá verður á sunnudag í Stangarhyl 4, segir í fréttatilkynn- ingu. A sunnudaginn verður opið hús í salarkynnum templara í Stangarhyl 4. Þar verður m.a. boðið upp á lifandi tónlist, dansatriði og hressingu. Kynnt verða tvö ný spil, sem tengj- ast forvörnum með skemmtilegum og nýstárlegum hætti. Þetta eru Latador Magnúsar Schevings, sem sótt er í smiðju Latabæjar og Hættuspil þeirra Reynis Harðarson- ar og Þórólfs Beck Kristjónssonar. Það er Stórstúka íslands ásamt ýmsum félögum og félagasamtökum sem standa að bindindishelginni. Félagsfundur hjá Samtökum um líknandi meðferð SAMTÖK um líknandi meðferð voru stofnuð 16. apríl sl. Fyrsti félags- fundur samtakanna verður haldinn fímmtudaginn 19. nóvember kl. 20 í húsi Krabbameinsfélags íslands 4. hæð. Á fundinum mun Valgerður Sig- urðardóttir, yfírlæknir, kynna fyrir- hugaða starfsemi líknardeildar í Kópavogi. Eftir kynningu verða um- ræður og léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Heinesen á bíótjaldinu ÁGÚST Guðmundsson, kvikmynda- leikstjóri, heldur fyrirlestur undir heitinu „Heinesen á bíótjaldinu" þriðjudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 í stofu 201 í Odda á vegum Félags íslenskra háskólakvennna. Ágúst mun ræða um mynd sína Dansinn sem byggð er á smásögu færeyska skáldsins William Heinesen. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna um ung- og smá- barnavernd HALDIN verður ráðstefna um ung- og smábarnavernd á vegum barna- deildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur miðvikudaginn 18. nóvember. Ráðstefnan verður á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 9. Meðal annars verður fjallað um mataræði íslenskra barna, járn- skort barna, áhættuþætti varðandi vöggudauða, svefn og svefnvanda- mál og greiningu þroskavandamála. Þá verður skýrt frá niðurstöðum úr íslenskri rannsókn á bóluefni gegn pneumokokkum, en eins og margir vita hafa sýkingar af fjölónæmum pneumokokkum verið vandamál hjá ungum börnum. Ráðstefnan er öllum opin og er einkum ætlað heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur í ung- og smábarna- vernd. Ráðstefnugjald er 1.200 kr. Jólakort Félags heyrnarlausra FÉLAG heyrnarlausra hefur hafíð sölu á jólakortum til styrktar félag- inu. Kortin prýða myndh- eftir heyrnarlausa listamenn og í þeim eru jólakveðjur á íslensku og á tákn- máli. Kortin eru til sölu á skrifstofu fé- lagsins á Laugavegi 26, 4. hæð, og einnig munu félagsmenn ganga í hús og selja JDY iACQOEUNE DE YOUNO 8V VEHO MOOA l\lý jólasending vikulega Laugavegi 95 iVERO MODA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.