Morgunblaðið - 17.11.1998, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
SBM HUS0OMDIMN ’A HEJMIUNU
------vþAVEEÐaSAÐSESJAþÉ,
.WAðÞóXrrdÐGsei
11 o& sbm HusKörroRiMW vew
S ÉG AE> L'»TA BAÐ5&M l/IND UiM
■ F’^íÍKA ,
VAVfs e-n
Hundalíf
Ferdinand
600P M0RNIN6..IM
HERE TO A5K IF YOU'D
CARET0 5UB5CRIBE
TO THE "6REAT
PUMPKIN" NEW5LETTER
6ET0FF OUR PORCH
OR 1 LL 5IC OUR D06 ON YOU'
—ux i —
{Yftf? / ■
/0-20
l’M 50RRY.. I
dipn't mean
TO BOTHER
YOU..
THAT 5 ALL RI6HT..
WE DON'T HAVE
A D06..
Góðan dag ... ég kem
hingað til að spyrja
hvort Jní viljir gerast
áskrifandi að fréttabréf-
inu „Graskerið mikla“
Komdu þér burt af
stigapallinum eða
ég siga hundinum
okkar á þig!
Fyrirgefðu ... Þetta er allt í
ég ætlaði ekki lagi við eigum
að ónáða þig ... ekki hund ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Meinleg fáfræði
eða gró ðasj ónarmið
Frá Alberti Jensen:
ENGU er líkara en að þrátt fyrir
mikla fræðslu takist mönnum að
halda í óverðskulduð völd með
blekkingum og mögnuðum áróðri
sem þeim tekst jafnvel að láta þá
borga sem verið er að leika með.
Sannast það m.a. á útsmognum
auglýsingum íslenskra útvegs-
manna í blöðum og sjónvarpi, en
þar er um að ræða óhemjudýra sí-
bylju sem látin er dynja á þjóðinni
úr öllum áttum. Líklega eru aug-
lýsingar þessar ólöglegar, en hvað
sem því líður eru þær í meira lagi
ósmekklegar og í anda þess valda-
kerfís sem áróðursmeistarar út-
vegsmanna hafa byggt þeim.
Sagt er að sjaldan sé góð vísa of
oft kveðin og þegar allur sá fjöldi
fólks sem látið hefur í sér heyra til
varnar þjóð vorri og landi nú, þeg-
ar að er sótt í auðlinda- og hálend-
ismálum, þá gleður slíkt, því aldrei
má slakna á verðinum. Þótt mér of-
bjóði stundum hvað auðvelt virðist
að blekkja þjóðina, þá er ekki gefið
að barnaleg skrif Bjarna Hafþórs
Helgasonar fyrir vinnuveitendur
sína breyti einhverju. Mér finnst
miður að þessi fyrrum ágæti
fréttamaður skuli vera með svona
kjánalæti.
Svík þú aldrei ættland þitt í
tryggðum, voru orð þekkts þing-
manns til annars, að gefnu tilefni.
Seinni setningu kunns kvæðis
þekkja flestir og þó nokkrir mættu
taka báðar bókstaflega.
Að nokkrum heilvita íslendingi
skuli koma til hugar að virkja til
útflutnings á rafmagni um sæ-
streng er meira skilningsleysi á
náttúrulegum auðlindum í sinni
upprunanlegu mynd en ég hefði
trúað. En það er staðreynd að þeir
eru til sem svo hugsa og mjög
hættulegir landi okkar vegna mik-
ils valds og efnahagslegrar trúar.
Menn þessir eru svo utangátta að
allt í senn vilja þeir; kaupa meng-
unarkvóta af öðrum þjóðum svo við
getum byggt fleiri heilsuspillandi
iðjuver og virkja til útflutnings svo
hægt sé að minnka mengun ná-
grannaþjóða okkar. Þvílík speki.
An lofts lifir enginn. Nú þegar eru
ískyggilegar blikur hvað varðar
samspil og jafnvægi himins og
jarðar. Eyðing ósonlagsins gerir að
lokum jörðina óbyggilega og með
sama áframhaldi verður það í fyrir-
sjáanlegri framtíð.
Brasilíumenn hafa tekið sér það
vald að eyða regnskógum sem eru
aðalsúrefnisgjafi jarðarbúa. Ennþá
er freon notað í frystitækni. Á
norðurströnd Skotlands er unnið
úr og eytt kjarnorkuúrgangi sem
fluttur er víða að. Mengun frá
starfsemi þessari hefur þegar
borist að Noregsströndum og er á
leið hingað. Hver vill þá fiskinn
okkar? Hver er að tala um að
græða? Það græðir enginn þegar
hann er dauður, nema þá að hann
hafi látið gott af sér leiða lifandi.
Islendingar hafa ennþá mögu-
leika til að vera öðrum þjóðum gott
fordæmi. Þeir gera það ekki með
virkjunum sem eru undanfari
mengunar á landi og stóriðju sem
mengar himin, haf og jörð og er
verst þeim sem við slíkt vinna.
Að virkja umfram þarfir er mikil
skammsýni og á stóriðju fyrir út-
lendinga þufum við síst að halda.
Á meðan útlend stóriðja fær raf-
magn undir kostnaðarverði er
okrað á íslenskum ylræktendum og
reyndar eru útlendingar einir und-
anþegnir okrinu. Víða um landið
efast menn um að hagkvæmara sé
að nota rafmagn til hitunar húsa en
olíu.
Nýlega var lokið við að sökkva
hverasvæði undir uppistöðulón, en
talið er að gufuaflsvirkjun svæðis-
ins hefði skilað margfaldri þeirri
orku sem vatnsaflsvirkjunin gerir
og margfalt minni kostnaði og litl-
um landskemmdum. Umhverfis-
ráðherra sagði af því tilefni að vert
væri að læra af þessu og var að
skilja á honum að könnun svæðis-
ins hefði fengið flýtimeðferð.
Islendingar eiga að virkja eins
lítið og mögulegt er og alls ekki
íyrir önnur lönd. Við höfum ekki
sótt gull í greipar Norðmanna og
hafa þeir verið okkur erfiðastir
þjóða. Bretar láta sig engu varða
mengun sem þeir valda í hafinu við
Skotland. Og Rússarnir með Kóla-
skagann, en mengun Rússlands er
á neyðarmörkum og skaðar víðar.
Eins og Netið, sem hægt væri að
gera svo margt gott með, er að
hluta til notað sem andlegur rusla-
haugur alheimsins, svo er og um
náttúrulegt umhverfi, því skal
spillt ef peningar fást fyrir.
Það land sem er eyðilagt verður
aldrei lagað. Trúlega er ekki langt í
að rafmagn verði framleitt með
öðrum hætti og margfalt ódýrara
en nú þekkist. Líklega verður sól-
arorkan beisluð og virkjanir óþarf-
ar. Engin nauðsyn að eyðileggja og
menga. Verum þolinmóð. Það er of
seint að iðrast eftir dauðann.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
(WvV Brúðhjón
Allur borðbiínaður - Glæsileg gjáfavara Briiðhjúnalistar
verslunin
Laugnvegi 52, s. 562 4244.