Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 67

Morgunblaðið - 17.11.1998, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ O. J. Simpson ekki laus allra mála Harðvítug forræðisdeila ÞAÐ LINNIR ekki látunum í kringum 0. J. Simpson þótt hann sé minna áberandi í fjölmiðlum en áð- ur. Á miðvikudag úrskurðaði áfiýj- unardómstóll í Kaliforníu að ekki hefði átt að veita honum forræði yf- ir börnum sínum. Þarf því að taka málið fyrir á nýjan leik. Simpson kom fram í sjónvarpsþætti eftir úr- skurðinn og lá ekki á skoðunum sín- um. Morðingi á ekki að fá forræðið I úrskurðinum kemur fram að dómarinn í málinu hefði átt að taka með í reikninginn sannanir gegn Simpson sem notaðar vora í réttar- höldum vegna morðanna á Nieole Brown Simpson og vini hennar Ron Goldman. Hann var sýknaður í sakamálinu sem höfðað var gegn honum en fundinn sekur í einkamáli og dæmdur til að greiða rúma tvo milljarða króna í skaðabætur. Simpson kom fram í sjónvarps- þætti á fímmtudag og sagði að mað- ur sem myrti konuna sína ætti ekki að fá forræði yfir börnum sínum, en á sama tíma hélt hann því fram að hann væri enginn morðingi. Simp- son sagði einnig að hann myndi halda áfram að berjast fyrir forræði barna sinna, þrátt fyrir úrskurð áfrýjunardómstólsins. Skapast geta aðstæður... í þættinum gagmýndi Simpson dómstólinn ítrekað af fullri hörku þótt hann féllist á að maður sem myrti konuna sína og skildi líkið eft- ir þar sem börnin gætu fundið það væri ekki hæfur til að ala þau upp. „Ég verð að vera sammála þeim um það,“ sagði Simpson. „Fyi'ir mér er það ekki við hæfí að fremja morð. Það geta skapast aðstæður... þar sem tiltölulega góðar manneskjur hafa gert það og það hefur því mið- ur haft áhrif á allt líf þein-a. Ég geri mér fulla grein fyrir að það getur gerst.“ Og Simpson heldur áfram: „En ég er saklaus. Ég gerði þetta ekki, og ég fór fyrir rétt og sannaði í rétt- arhöldum að ég gerði það ekki.“ Segist vera góður faðir Simpson var sýknaður af morð- unum árið 1995 eftir æsileg árslöng réttarhöld sem kölluð voru „Réttar- höld aldarinnar" af bandarískum fjölmiðlum. Hann gaf eftir forræðið yfir börnunum meðan á réttarhöld- unum stóð en vann það svo aftur. Dómarinn í forræðismálinu tók morðákæruna ekki með í reikning- inn og sagði að hún ætti ekki að hafa áhrif á dómsniðurstöðuna. Simpson sagði í viðtalinu að hann hefði aðeins barist fyrir forræðinu vegna þess að börnin hefðu beðið um að fá að komast aftur til hans og sagði að jafnvel Brown-fjölskyldan hefði viðurkennt óopinberlega að hann væri góður faðir. „Ég held að enginn faðir í Banda- ríkjunum eyði meiri tíma með börn- unum sínum en ég,“ sagði hann. „Ég fer með þau í skólann, fer í golf og sæki þau svo aftur í skólann." Predikar ekki um hvað gerðist Simpson fellst á að erfitt tímabil sé framundan hjá börnunum vegna fjölmiðlaathyglinnar, en segist jafn- framt vera best til þess fallinn að búa þau undir það. „Ég held að eng- inn annar sé færari um að búa börn- in mín undir það sem er framund- an,“ segir hann. „Sama hvað gerist BÍÓIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson /Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN A Perfect Murder kkk Peningar og framhjáhald trylla ást- arþríhyi'ninginn. Ur því verður fín spennumynd sem sífellt rúllar uppá sig og kemur skemmtilega á óvart. The Horse Whisperer ★★★'/2 Falleg og vel gerð mynd á allan hátt, sem lýsir kostum innri friðar í samhljómi við náttúruna og skepn- ur. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Það er eitthvað við Maríu kkk Skemmtilega bilaður húmor sem fer ótroðnar slóðir í ferskiú og sætri mynd um Maríu og vonbiðlana. Snake Eyes ~k'h Brian De Palma fer vel af stað í nýj- ustu spennumynd sinni, en svíkur síðan áhorfandann í tryggðum, fyrst og fremst sem handritshöíúndur. Hver heilvita maðm- sér fljótlega í gegnum næfurþunnt plottið og gam- anið er úti. Foreldragildran kk Rómantísk gamanmynd um tvíbura sem reyna að koma foreldrum sínum saman á ný. Stelpumynd útí gegn. A Perfect Murder kkk Peningai' og framhjáhald trylla ást- arþríhyrninginn. Úr því verður fín spennumynd sem sífellt rúilar uppá sig og kemur skemmtilega á óvart. Töfrasverðið kk Warner-teiknimynd sem nær ekki gæðum né ævintýrablæ Disney- mynda. Kærður saklaus kk Sæmilegasta skemmtun, gerir grín að bíómyndum dagsins. Það þarf greinilega Leslie Nielsen í þessar myndir. Daprast flugið eftir hlé. The Mask of Zorro irk'h Gmansamt og dramatískt ævintýi'i um þróttmiklar hetjur sem er mest í mun að bjarga alþýðunni frá yfir- boðunjnum vondu. Banderas og Zeta-Jones era glæsilegar aðalper- sónur. HÁSKÓLABÍÓ Stelpukvöld kk'h Tragikómedía um tvær miðaldra konur sem halda til Las Vegas þegar í ljós kemur að önnur þeirra er kom- in með krabbamein. Klútamynd mik- il. Maurarkkk Frábærlega vel gerð tölvuteikni- mynd. Leikaravalið hið kostulegasta með Woody Allen í fararbroddi. Fín- asta skemmtun fyrir fjölskylduna. The Truman Show kkkk Frumlegasta bíómynd sem gerð hef- ur verið í Bandaríkjunum í áraraðir. Jim Carrey er frábær sem maður er lifir stöðugt í beinni útsendingu sjónvarpsins án þess að vita af því Primary Colors kkk'h Nichols og May eiga stórkostlegan dag, kvikmyndagerð þeiraa eftir metsölubók um kosningabaráttu Clintons (leynt og ljóst), er fyndin, dramatísk og skynsamleg innsýn í ósvífna valdabaráttu og mannlega bresti á æðstu stöðum. Magnaður leikhópur túlkar litríkar persónur. Ein besta mynd ársins. Smáir hermenn kk'h Allt fer á annan endann þegar stríðsleikföng fara á stjá. Hugvits- samlega gerð og skemmtileg, lítil stríðsmynd. Dansinn kk'h Nett og notaleg kvikmyndagerð smásögu eftfr Heinesen um afdrifa- ________________________________ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM O.J. SIMPSON með fyrrverandi eiginkonu sinni Nicoie Brown og börnunum Sidney Brooke, sem er 9 ára, og Justin, sem er 6 ára, við frumsýningu á Beint á ská 16. mars árið 1994. eiga böi-nin eftir að takast á við þetta það sem eftir er ævi sinnar." Hann hélt áfram: „Hvaða afstöðu sem þau taka til mín þegar þau verða fullorðin eiga þau eftir að hafa traustan grunn til að byggja á. Ég ætla ekki að predika ýfir þeim hvað gerðist þessa nótt. Ég ætla að láta þau gera upp hug sinn sjálf.“ Simpson sagðist ætla að berjast fyrir forræði barnanna sama hver niðurstaðan yrði og sagðist ekki hlusta á þá sem kölluðu hann morð- ingja. „Mér er alveg sama hvað þetta fólk heldur," sagði hann. „Ég hef einn starfa og hann er að gera þessa tvo krakka eins frambærilega og ég mögulega get. Ef dómstólarnir láta okkur í friði og ef fjölmiðlar láta okkur í friði mun árangurinn áfram sýna að þau eru frábær í skólanum, þau fá frá- bærar einkunnir, þau eru virk í fé- lagslífínu; þau eru mjög hamingju- söm. Hvers annars getur banda- ríska réttarkerfíð krafist?" MYNPBÖND Franken- stein í pöddulíki Hermipöddur (Mimic) Hrollvekja ★★ Leikstjóri: Guillermo De Toro. Handrit: Matthew Robins og Guill- ermo De Toro. Byggt á sögu Don- ald A. Wollheim. Kvikmyndataka: Dan Laustsen. Aðalhlutverk: Mira Sorvino og Jeremy Northam. (104 mín.) Bandarísk. Skffan, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. ÞEGAR hræðileg barnafarsótt herjar á íbúa New York, útbýr skor- dýrafræðingurinn Susan Tyler stökkbreytt pödduafbrigði sem fært er um að útrýma smitberum veikinn- ar, þ.e. kakkalakkastofninum. Með þessu móti ræður hún niðurlögum sóttarinnar en hrindir óafvitandi af stað þróun skæðrar mannætupöddu- tegundar. Að baki þessari (>-■- hrollvekju liggur góður hugmynda- grunnur sem snertir á sígildum hryllingsminnum, afleiðingum vís- indalegs ofmetnaðar og meindýra- vanda nútímastórborga. Þá er vand- að mjög til heildarútlits og sviðsetn- inga. En útfærsla hugmyndanna er fremur stirðbusaleg, plottuppbygg- ingin er fullgegnsæ og spennan teygð óþarflega á langinn (fyrri hluti myndarinnar samanstendur mest- megnis af því er ólíkar persónur •■-r' uppgotva ýmiss konar klístur og púpur án þess að átta sig - þar til um seinan). I lokakaflanum komast at- burðarás og spenna á gott skrið og er þar með leyst sómasamlega úr því sem á undan er gengið. Heiða Jóhannsdóttir ríka brúðkaupsveislu í Færeyjum á öndverðri öldinni. Skilur við mann sáttan. Björgun óbreytts Ryans kkkk Hrikaleg andsfí’íðsmynd með trú- verðugustu hernaðarátökum kvik- myndasögunnar. Mannlegi þáttur- inn að sama skapi jafn áhrifaríkur. Ein langbesta mynd Spielbergs. Talandi páfagaukurinn Paulie kk Skemmtilega samsettur leikhópur með Tony Shaloub í fararbroddi bjargar miklu í einkennilegri mynd um dramatískt lífshiaup páfagauks. Gallinn er sá að myndin er hvorki fyrir börn né fullorðna. KRINGLUBÍÓ Popp i Reykjavík kkk Gagnleg og .skemmtileg mynd fyrir þá sem hafa gaman af rokki og vilja vita hvað er á seyði í þeim efnum sumarið 1998. Þeir sem ekki hafa gaman af rokki geta samt skemmt sér bærilega. Snake Eyes k'h Brian De Palma fer vei af stað í nýj- ustu spennumynd sinni, en svíkur síðan áhorfandann í fí-yggðum, fyrst og fremst sem handritshöfundur. Hver heilvita maður sér fljótlega í gegnum næfurþunnt plottið og gam- anið er úti. Foreldragildran ★★ Rómantísk gamanmynd um tvíbura sem reyna að koma foreldram sínum saman á ny. Stelpumynd útí gegn. LAUGARÁSBÍÓ The Truman Show kkkk Framlegasta bíómynd sem gerð hef- ur verið í Bandaríkjunum í áraraðir. Jim Carrey er frábær sem maður er lifír stöðugt í beinni útsendingu sjónvarpsins án þess að vita af því Hættuleg tegund II kk Skrímsli úr geimnum vill leggja jörðina undir sig með þvi að dreifa sæði sínu sem víðast. Mynd í anda Alien sem höfðar til frumhvata mannskepnunnar. Sliding Doors kk'h Frískleg og oft framleg og vel skrif- uð rómantísk gamanmynd um þann gamla sannleika: Lífíð er eitt stórt ef. REGNBOGINN Það er eitthvað við Maríu kkk Skemmtilega bilaður húmor sem fer ótroðnar slóðir í ferskri og sætri mynd um Maríu og vonbiðlana. Halloween H20 kk Sú sjöunda bætir engu við en lýkur seríunni skammlaust. Dagfinnur dýalæknir kk'h Skemmtilega klúr og hressileg út- gáfa af barnaævintýrum Loftings öðlast nýtt líf í túlkun Eddie Mui-p- hys og frábæiri tölvuvinnu og tal- setningu. STJÖRNUBÍÓ Vesalingarnir kkk Billy August tekur þessa klassísku sögu klassískum tökum og því lítið nýtt að uppgötva. Myndin er þó fal- lega gerð og vel leikin. Ánægjuleg og fáguð bíóferð. Snake Eyes k'h Brian De Palma fer vel af stað í nýj- ustu spennumynd sinni, en svíkur síðan áhorfandann í tryggðum, fyrst og fremst sem handritshöfundur. Hver heilvita maður sér fljótlega í gegnum næfurþunnt plottið og gam- anið er úti. Duglegir bankaræn- ingjar Newton-piltarnir (The Newton Boys)____ SpBiiniimynd k'h Framleiðandi: Anne Walker-McBay. Leikstjóri: Richard Linklater. Handritshöfundar: Ricliard Linklat- er, Claude Stanush og Clark Lee Walker. Kvikmyndataka: Peter James. Tónlist: Bad Livers. Aðal- hlutverk: Matthew McConaughey, Ethan Hawke, Skeet Ulrich og Vincent D’Onofrio. (94 mín.) Banda- rísk. Skífan, nóvember 1998. Bönn- uð innan 16 ára. KVIKMYNDIN um Newton-pilt- ana er byggð á afrekasögu fjögurra bræðra sem stunduðu bankarán um öll Bandaríkin á 3. áratugunum. Mun ferill þeirra einstakur sökum þess hversu auð- veldlega þeir komust upp með glæpina. í kring- um þessa sögu er spunnið fremur flatt og litlaust handrit sem kvik- myndað er með snoppufríðum leikurum og snyrti- legri sviðsetningu. Þar eru afrek þjófanna hafín til vegs og virðingar og bræðurnir lofaðir sem djarfir fulltrúar einkaframtaksins. Saga Newton-ræningjanna er reyndar hin áhugaverðasta en er sett fram á fremur þurran og spennusnauðan hátt í þessari kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.