Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Söfnun kennitalna vegna kaupa á hlutabréfum í Fjárfestingarbankanum
Eftirmarkaður hluta-
bréfa að færast framar
SÖFNUN kennitalna í þeim tilgangi
að komast yfir stærri hlut í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins, FBA, hef-
ur verið nokkuð í umræðunni og á
Alþingi fyrr í vikunni sagði við-
skiptaráðherra, Finnur Ingólfsson,
að slíkt væri þvert á stefnu ríkis-
stjórnarinnar um að ná fram dreifðri
eignaraðild að bankanum.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingis-
maður, sem vakti athygli á þessu máli
á þinginu, sagði að í bréfi sem henni
hefði borist og dreift hefði verið til
starfsmanna ákveðins verðbréfafyrir-
tækis, hefðu yfirmenn heimilað undir-
mönnum sínum að safna kennitölum
til að gera tilboð í FBA.
Ami Oddur Þórðarson, forstöðu-
maður markaðsviðskipta hjá Búnað-
arbankanum, sagði að Búnaðarbank-
inn hefði tekið að sér að hafa fram-
virk viðskipti með hlutabréf í FBA,
eins og hann orðar það, og hefði
keypt og selt hlutabréf áður en út-
boðinu lauk og eftir það. Þannig væri
eftirmarkaður með hlutabréf að fær-
ast framar.
„Það sem er ánægjulegast við þau
framvirku viðskipti sem áttu sér stað
er að almenningi gafst kostur á að
taka þátt í einkavæðingarverkefni án
þess að hafa yfíi- miklum fjármunum
að ráða og því var þátttaka almenn-
ings í hlutafjárútboði FBA jafn víð-
tæk og raun bar vitni,“ sagði Árni
Oddur.
Aðspurður hvort Búnaðarbankinn
hefði beinlínis safnað kennitölum,
eða kauprétti, fyi-ir ákveðna við-
skiptavini, sagði Arni Oddur að verð-
bréfaviðskipi gengju út á að leiða að-
ila saman, sumir kaupi og aðrir selji,
og hlutverk verðbréfamiðlara væri
að miðla viðskiptum. „Búnaðarbank-
inn er sterkt afi á verðbréfamarkaði,
tók virkan þátt í þessum viðskiptum,
og hafði mikið um það að segja að
einkavæðing FBA tókst svo vel sem
raun ber vitni.“
4.000 selt Landsbankabréf
með hagnaði
Hann sagði að mikil vakning væri
meðal almennings um þau tækifæri
sem eru til staðar á verðbréfamark-
aði. „Það er ánægjulegt að yfír
12.000 manns keyptu hlutabréf í
Landsbankanum og 10.000 aðilar
tóku þátt í hlutabréfaútboði FBA og
högnuðust á þeim viðskiptum.“
Af þeim 12.000 sem tóku þátt í
hlutafjárútboði Landsbankans hafa
nú þegar yfir 4.000 aðilar selt hlut
sinn með hagnaði, að sögn Arna
Odds. „I raun er eftirmarkaðurinn
með hlutabréf í FBA að færast fram-
ar en hann fór í gang um leið og út-
boðið hófst. Þetta er nýtt hér á landi
en er vel þekkt á þróaðri mörkuð-
um,“ sagði Arni Oddur.
Arni sagði að ekki mætti gleyma
að hlutabréfaviðskipti væru ekki
áhættulaus og skemmst væri að
minnast sölu á hlut ríkisins í Járn-
blendifélaginu en gengi hlutabréf-
anna er nú 16% lægra en útboðs-
gengi til almennings var. „Því kusu
allmargir að takmarka áhættu sína
með því að selja fyrirfram hluti sína í
FBA.
Hvorki ólöglegt né siðlaust
Brynhildur Sverrisdóttir, for-
stöðumaður verðbréfafyrirtækisins
Fjárvangs, sagði að sitt fyrirtæki
hefði engum kennitölum safnað.
Hún sagði viðskipti sem þessi ekki
mikið stunduð en sagði að almenn-
ingur væri að vakna til vitundar um
þennan möguleika, að framselja
kauprétt sinn. Hún nefndi sem dæmi
að hún vissi til þess að um 80 manns
hefðu hringt í einn lífeyrissjóðanna í
tengslum við útboðið í FBA og boðið
kennitölur sínar til afnota.
„Mér finnst ekkert óeðlilegt að
fólk framselji rétt sinn til að kaupa
hlutabréf. Mér finnst það hvorki ósið-
legt né ólöglegt," sagði Brynhildur.
Safnað á eftú-markaði
Bjami Adolfsson hjá Viðskipta-
stofu íslandsbanka sagði að þær
sögusagnir að Viðskiptastofan hefði
safnað kennitölum af kappi væru al-
farið rangar. „Hér var engin söfnun í
gangi og í raun kom þetta mönnum í
opna skjöldu á markaðnum," sagði
Bjarni.
Bjarni sagði að fyrirtækið hefði
ekki lagt stund á kaup með þessum
hætti þótt öðru máli gegndi um kaup
á efthTnarkaði fyrir aðila sem óska
eftir að kaupa eitthvert tiltekið
magn af bréfum. „Eftir lok Lands-
bankaútboðsins kom í ljós að hlutur-
inn sem hver og einn fengi yrði lítill
og ákveðnir fjárfestar höfðu hug á að
kaupa meira. Þegar slíkt er þá get-
um við farið að safnað hlutabréfum
fyrii- ákveðna aðila á ákveðnu verði.
Hið sama á við um kaup í FBA. Það
er ekkert óeðlilegt við slík viðskipti."
Ekki trygg viðskipti
Gunnar Helgi Hálfdánarson, for-
stjóri Landsbréfa, sagði að ef um
söfnun á kennitölum hefði verið að
ræða hjá Landsbréfum hefði það
verið mjög óverulegt. „Það var ekki
stefna fyrirtækisins að standa í slíku
enda eru þetta engan vegin trygg
viðskipti. Menn verða bara að bíða
og sjá hvernig málið leggur sig áður
en þeir fara að draga of víðtækar
ályktanir af þessu kennitölufári.“
Global Refund
Arssalan
nálægt
750 mkr.
SALA til erlendra ferðamanna
nam 600 milljónum króna fyrstu 9
mánuði ársins samkvæmt upplýs-
ingum Global Refund á Islandi.
Gert er ráð fyrir að heildarsala
ársins verði um 750 milljónir
króna og fari í einn milljarð á
næsta ári.
I samanburði við höfuðborgir
hinna Norðurlandanna kemur í
Ijós að á þessu ári hefur aukningin
í Reykjavík verið mest eða tæp-
lega 28%. Sú höfuðborg sem kem-
ur næst er Ósló með 3,76% aukn-
ingu.
Efnahagskreppan
í Asíu hefur áhrif
Að sögn Önnu Pétursdóttur,
starfsmanns Global Refund á Is-
landi, hefur efnahagskreppan í As-
íu og Rússlandi dregið talsvert úr
ferðalögum frá svæðunum og hafa
þær þrengingar bitnað meira á
ferðamannaiðnaði höfuðborga
hinna Norðurlandanna heldur en
Reykjavík.
Auk þess að afgreiða allt milli-
landaflug í Keflavík, Reykjavík og
á Akureyri, þá þjónustar félagið
einnig öll skemmtiferðaskip, sem
hingað koma, um endurgreiðslu
„Tax-free“ ávísana frá þeim 600
verslunum sem eiga aðild að sam-
tökunum hér á landi.
Atvinnuleysi í ágúst, september og október 1998
NORÐURlAND
VESTRA
NORÐURLAND
EYSTRA
2,0% 2,0%
2,0% 2,0*
AUSTURLAND
fD* 0,9% 0,9% ““
SUÐURLAND
1'5* 1.3«, 1.3%
Hlutfall atvinnulausra
af heildarvinnuafli
Á höfuðborgarsvæðinu standa
1.984 atvinnulausir á bak
við töluna 2,5% i október
og hafði fækkað um 27
frá því í september.
Alls voru 2.788 atvinnu;/
lausir á landinu öllu
í októbermánuði (2,1 %),
og voru nákvæmlega
jafn margir og
í september.
LANDSBYGGÐIN
1,4% 1,4%
VESIURLAND
2,5% 2,5%
LANDIÐ
ALLT
2,2% 2.0% 2,1%
Handunnið úr fyrsta
flokks hráefní
Sérmerkjum með nafni
og/eða vörumerki
Dagskinna
Seðla- og kortaveski
Lyklaveski
og margtfleíra
Fundarmöppur
Sölumöppur
Nafnspjaldamöppur
Nafnspjaldahylki
LEÐURIÐJAN ehf
Sími 5610060 • Fax 5521454 •atson@simnet.is »Verslun Laugavegi 15 • Sími 5613060
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
©
Fjöldi atvinnulausra í október
Minnkar um
36% á milli ára
FJÖLDI atvinnulausra var óbreytt-
ur milli september- og októbermán-
aðar en þeim fækkaði um 36,4%
miðað við október í fyrra. Undan-
farin tíu ár hefur atvinnuleysi auk-
ist um 9,3% að meðaltali frá sept-
ember til október en árstíðasveiflan
hefur ekki verið minni síðan árið
1981.
Atvinnuleysi stóð nánast í stað
milli september- og októbermánað-
ar að því er fram kemur í frétt frá
Vinnumálastofnun. Atvinnuleysis-
dagar í október jafngiltu því að
2.788 manns hefðu að meðaltali ver-
ið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.
Þessar tölur jafngilda 2,1% af áætl-
uðum mannafla á vinnumarkaði
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar
eða 1,3% hjá körlum og 3,1% hjá
konum. Það eru að meðaltali jafn-
margir atvinnulausir og í síðasta
mánuði á undan en um 1.592 færri
en í október í fyrra. Síðasta virkan
dag októbermánaðar voru um 3.445
manns á atvinnuleysisskrá á land-
inu öllu en það voru um 208 fleiri en
í lok septembermánaðar. Síðast-
liðna tólf mánuði voru um 4.018
manns að meðaltali atvinnulausir
eða 3% en árið 1997 voru um 5.230
manns að meðaltali atvinnulausir
eða um 3,9%.
Atvinnuástand breyttist lítið á
flestum atvinnusvæðum milli sept-
ember og október. Atvinnuleysið
jókst hlutfallslega mest á Suður-
nesjum og Vestfjörðum en minnk-
aði mest á höfuðborgarsvæðinu og
Norðurlandi vestra. Atvinnuleysi er
nú hlutfallslega mest á höfðborgar-
svæðinu en minnst á Vestfjörðum.
Það er nú talsvert minna en í októ-
ber í fyrra á öllum atvinnusvæðum
nema á Vestfjörðum; þar er það lítið
eitt minna.
Vinnumálastofnun býst við að at-
vinnuleysi breytist lítið á landinu í
nóvember og geti orðið á bilinu
2-2,4%
Jón Ragnarsson
býður í Fosshótel
JÓN Ragnarsson, eigandi Lykilhót-
elanna, hefur lagt fram formlegt
kauptilboð í Fosshótelkeðjuna. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
þykir tilboðið fara nærri raunvirði
félagsins og því ekki ólíklegt að
gengið verði frá kaupum á næstunni
eftir að eigendur fyrirtækisins og
forkaupsréttarhafar hafa fjallað um
málið. Meðal hluthafa eru ferðaskrif-
stofan Úrval-Útsýn, Ómar Bene-
diktsson, ferðaskrifstofa Guðmundar
Jónassonar og Safari ferðir.
Fari svo að samningar takist er
ljóst að umsvif Jons Ragnarssonar í
hótelrekstri á Islandi munu aukast
verulega því í dag eru rekin alls 11
Fosshótel víðsvegar um landið og
ræður samstæðan t.a.m. yfir um 70%
af því hótelgistirými sem í boði er á
Akureyri.
Samkvæmt kauptilboðinu mun
rekstur Fosshótelanna haldast
óbreyttur í framtíðinni en þó er gert
ráð fyrir talsverðri hagi-æðingu á
milli félaganna.