Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR * A stöðuvatni munúðar TOM.IST Digraneskirkja PÍANÓTÓNLEIKAR Beethoven: Píanósónötur Op. 27 nr. 13 í Es og 14. í cis; Debussy: Images 1-3 (I); L’isle joyeuse. Orn Magnús- son, píanó. Digraneskirkju, mánu- daginn 16. nóvember kl. 20.30. MIÐAÐ við fyrri reynslu af Digraneskirkju ætti að vera þar góð- ur hljómburður fyrir píanó, en það var þó ekki fyrr en á tónleikum Arn- ar Magnússonar á mánudagskvöldið var að undirrituðum lánaðist að heyra Bösendorfer guðshússins knúðan í einleik. Og þó að aðeins meiri aðsókn hefði orðið til óm-mýk- ingar, þá var samt engum blöðum um að fletta að Digraneskirkja er með beztu kirkjum höfuðborgar- svæðisins fyrir slaghörpuleik. Örn Magnússon réðst ekki á lægsta garðinn til að hita upp. Beet- hoven-sónöturnar tvær í Op. 27 frá 1802, báðar merktar „quasi una fantasia", þykja enn vandmeðfæri- legar, auðvitað ekki sízt fyrir al- kunna túlkun stærstu slaghörpu- snillinga sem bjóða upp á miskunn- arlausa viðmiðun, enda þótt seinna verkið, „Tunglskinssónatan", sé mun kunnara en hið fyrra. Kröfumar gagnvart túlkanda eru ekki aðeins tæknilegs eðlis, heldur verður hann einnig að draga skýrt fram nýjungar Beethovens í fonni, er m.a. felast í ýmsum tilraunum í breidd og lengd, skarpari andstæðum en vínar- klassíkuram voru tamar og nýstár- legri áferð eins og með brotnum þrí- óluhljómum 1. þáttar Tunglskins- sónötunnar, sem að vísu kunna að hafa sótt innblástur til arpeggio- prelúdíanna í Veltempruðu hljóm- borði Bachs, þó að engin bein fyrir- mynd sé þar fínnanleg. Svo maður gleymi ekki tilfinningalegu inntaki, enda var rómantíkin komin á fullt flug í píanósónötum Beethovens vel á undan 3. sinfóníu, sbr. „Pathét- ique“ og sorgarmarsinn „sulla morte d’un Eroe“ í Op. 26. Emi tókst margt vel upp. Fyrsti þáttur Es-dúrsins var yfirvegaður þrátt fyrir fáeinar loftnótur í loka- andantekaflanum. Allegro molto vivace var líflegur, en þó tæpast „molto“, og hefði mátt svífa léttar á bárunni, ekki sízt vegna miðtaktsá- herzlnanna í stakkató-Tríóinu, en í Adagio con espressione náðist aftur á móti fram fallega mótaður hljóm- borðssöngur. Hinn úthaldskrefjandi lokaþáttur (Allegro vivace) er fing- urbrjótum stráður og komst píanist- inn ekki að öllu leyti klakklaust í gegn, þrátt fyi-ir fremur áhættulítið tempóval, sem dró nokkuð úr þeim brilljans sem til þurfti, auk þess sem áslátturinn var í heild fremur harð- ur. Hraðaval Arnar í Tunglskins- sónötunni var meira sannfærandi. Hinn dreymandi fyrstiþáttur, erkií- mynd rómantískrar píanótónlistar, sveif fallega yfir vötnum og hefði stappað nærri fullkomnun með ögn minni rúbatóbeitingu á taktstrikum. Maður hefur svosem heyrt annað eins, en að mínu viti orkuðu hinar allt of mörgu ögurtafir Arnar líkt og árabátur tveggja elskenda tæki í sí- fellu niðri á grynningum í stað þess að skríða áreynslulaust á spegil- sléttu stöðuvatni munúðar. AI- legretto-þátturinn hélt dansþokka sínum þrátt fyrir ögn silalegt tempó er leiddi hugann að virðulegum menúett, en í stormandi fínalnum (Presto agitato) rifu kappar sig úr faðmi kvenna í hildarleikinn líkt og í Bjarkamálum forðum af hressilegri karlmennsku. Þó varð hér stöku sinni aftur vart við óþörf taktstriks- rúbatí; í þetta sinn kannski fremur af tímaþröng en ásetningi. Hápunktar tónleikanna vora Dagskráin þín er komin ut 12.-25. nóvember í allri sinni mynd! Debussy-verkin eftir hlé, sérstak- lega hið fyrra, Fyrsta hefti „Mynda“ (Images) frá 1903, er samanstendur af þrem sjálfstæðum stykkjum, Ref- lets dans l’eau („Speglanir í vatni“), Hommage a Rameau („Minni Ra- meaus“) og Mouvement („Hreyf- ing“). Impressjónískur litbrigðastíll Debussys er hér kominn langt á veg og laðar fram stemmningar milli draums og vöku sem hafa náð að endast, þó að hljóti að hafa þótt bylt- ingarkenndar á sínum tíma. I tilefni af Degi tungunnar var gerð tilraun með upplestri á undan hverju stykki, og las Þorvaldur Þorsteinsson upp stutta _ kafla úr nýútkominni bók sinni Eg heiti Blíðfinnur, sem þótt furðulegt megi heita náðu andblæ „myndanna" þriggja upp á hár. Leikur Arnar var afar fallegur og bar af nr. 1. Hér spilltu rúbatóin auðheyranlega hvergi fyrir, enda áferðin í fullkominni andstöðu við hrynskerpu Beethovens. Hylling Debussys til meistara Rameaus hefði mátt vera aðeins höfugri í anda, en hið síiðandi Mouvement rann áreynslulaust til enda í skemmtilegri samsvöran við draum Blíðfinns um flugnager í bakaríi. Lokaverk prentaðrar dagski’ár var L’isle joyeuse, „Gleðieyjan", sem að sögn píanistans spratt af rókókó- málverki sem Debussy sá af svo- nefndri eyju úr grísku goðafræðinni. Þó að verkið sé afar píanískt samið nálgast breidd þess sinfóníska hugs- un í úrvinnslu; einkar „virtúósískt" og kröfuhart verk, sem Örn lék með glæsibrag, þrátt fyrh’ kannski heldur mikla tónhörku í fortissimo-lokakafl- anum. Lauk þessum litríku píanótón- leikum á sömu glæsilegu nótum með aukalagi, ekki síður fimifrekri prelúdíu eftir sama höfund, sem Örn Magnússon lék eins og sá er valdið hefur. Ríkarður Ö. Pálsson Nýjar hljómplötur • Á GÓÐUM degi inniheldur tón- list eftir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikara; ellefu ný lög og eitt eldra lag. Tómas hefur samið djasstón- list af margvís- legu tagi, en síð- asti sólóplata hans, Landsýn (1994), var helguð íslenskri ljóðlist á 20. öld. Plötuna Koss vann hann í sam- vinnu við söng- Tdmas R. og leikkonuna Einarssona Ólafíu Hl’Önn Jónsdóttur árið 1995. Þeir sem leika með Tómasi eru Eyþór Gunnarsson (píanó), Jacob Fischer (gítar), Olivier Manoui-y (bandeoneón), Þórir Baldursson (Hammondorgel), Árni Scheving (víbrafónn), Arni Heiðar Karlsson (píanó), Gunnlaugur Briem (trommur), Einar Valur Scheving (trommur) og Guðmundur R. Ein- arsson. Utgefandi er Mál og menning. Upptöku annaðist Ari Daníelsson, hljóðblöndun ívar Ragnarsson og ÓlafurJóh. Ólafsson skrifarhug- leiðingu um tónlistina. Platan er framleidd hjá Sony í Austurríki. Verð er 1.980 kr. Iðnnemar í hundrað ár BÆKIJR Sagnfræði MEÐ FRAMTÍÐINA Að VOPNI Hreyfing iðnnema, nám og Iífskjör í 100 ár. Eftir Helga Guðmundsson. Mál .og mynd, 1998, 300 bls. IÐNNEMASAMBAND Islands var stofnað 23. september 1944 og hefur starfað samfellt síðan. Ai’ið 1944 var því hálf öld liðin frá upp- hafinu. Þá fæddist sú hugmynd að rita hálfr- ar aldar sögu sam- bandsins. Af ýmsum ástæðum varð þó drátt- ur á söguritun. Þegar höfundur tók að grúska í gömlum plöggum kom í ljós að fyrsta iðn- nemafélagið var stofn- að haustið 1898. Það voru skósmíðanemar í Reykjavík og hét félag þeirra Lukkuvon. I rauninni er því rétt öld frá því að iðnnemar hófust fyrst handa um samtök. Heil öld er þetta því, en ekki hálf. Að vísu er starfsemin slitrótt fyrri helminginn, en engu að síður frásagnarverð. Helgi Guðmundsson var ráðinn til að rita þessa sögu. Hann er sjálf- ur iðnaðarmaður, var í forystusveit iðnnema á sínum tíma, og hefur lát- ið sig verkalýðsmál skipta. Þar sem hann er þar að auki hinn prýðileg- asti penni, eins og fyrri bækur hans bera vott um, var hann sem kjörinn til þesa verks. Auk formáls- og kveðjuorða og heillaóskaskrár skiptist bók þessi í fimm kafla, sem allir eru drjúglang- ir nema sá fyrsti. í fyrsta kafla er stiklað á stóru í sögunni frá því að prentlistin barst til íslands á fyirí hluta 16. aldar. En þá kemur líklega einnig fram fyrsti iðnneminn, sem sögur fara af, Jón Jónsson, sonur Jóns Mattías- sonar, prentara Jóns Arasonar. Síðan er farið fljótt yfir sögu, enda gerðust ekki stórtíðindi í iðnaðar- málum Islendinga næstu aldirnar. Auðvitað höfum við lengstum átt góða handverksmenn, smiði á tré og málma og handíðakonur snjall- ar. En þar lærði einn af öðrum án þess að mikil formlegheit væru við- höfð. En þegar líða tekur á 19. öld- ina fara raunverulegar iðngreinar og iðnaðarmenn að verða til og þá fer að myndast hópur ungs fólks, sem kallast lærlingar. Annar kafli segir frá iðnnemafé- lögum frá 1905-1944, stofnun Iðn- nemasambandsins 1944 og starf- semi þess fyrstu árin. Þetta er mik- ill kafli og í raun mikil átakasaga. Iðnnemar berjast hart fyrir bætt- um kjöram, sem ekki var vanþörf á, og gengur hægt þó að í áttina miði. En þetta er líka saga mikilla og harðvítugra pólitíski’a átaka. í þriðja kafla er megináherslan lögð á iðnnám. Þróun þess er rakin allítarlega og greint frá baráttu iðnnema, tillögum þeiraa, frum- Helgi Guðmundsson vörpum, viðræðum við ráðamenn, umræðum á Alþingi og lagasetn- ingu. Er þessi saga sögð allt frá upphafi vega og til síðustu ára. Ekki fer á milli mála hversu stóran hlut Iðnnemasambandið átti að þeirri þróun. Þá er komið að fjórða kaflanum, sem ber heitið Sagan skráð með að- Stoð Iðnnemans. Iðnneminn er mál- gagn Iðnnemasambandsins, en á sér þó mun lengri sögu. Fyrsta tölublað þess, fjölritað smáblað, kom út árið 1932 og var gefið út af Félagi ungra kommúnista í Iðnskólanum í Revkja- vík. Næstu árin kom blaðið út á vegum „nokkurra nemenda" Iðnskólans eða skóla- félagsins, uns Iðn- nemasambandið tók við því og gerði að mál- gagni sínu árið 1945, sem það hefur svo síð- an verið. Eins og að líkum lætur endur- speglar Iðnneminn söguna, oft á fjörmik- inn og vígreifan hátt og án allrar tæpitungu. Fimmti og síðasti kaflinn nefnist Hreyfing iðnnema í 100 ár. Þar er gripið á stærstu dráttum í helstu áfongum þesarar aldarlöngu ferðar. Og er það vissu- lega fróðleg ferðasaga. Bókinni lýkur með Stjórnar- mannatali, Nafnaskrá, Myndaskrá og Heimildaskrá. Geysimikill fjöldi mynda er í bók- inni. Hún er prentuð á góðan papp- ír og er frágangur allur hinn vand- aðasti. Það leynir sér ekki að höfundur er æfður rithöfundur, því að bókin er prýðilega rituð og stíll á stund- um fjörlegur. Eins og gefur að skilja er bók þesi skrifuð „innan frá“, ef svo má segja. Hún lýsir baráttumálum iðn- nema og sjónarmiðum þeirra. Lítið ber á sjónarmiðum annarra, sem málið varðar, svo sem stjórnenda iðnskóla, meistara eða stjórnvalda. Hér er því auðvitað aðeins sagður hluti sögunnar, en gott innlegg er það engu að síður. Það fer ekki fram hjá neinum að höfundur er „vinstri maður“ og mikill áhugamaður um framvörp og þingmál. Má vera að sumum þyki nóg um um hversu nákvæmlega það er allt tíundað. Öðram kann að líka það betur. Iðnnemasambandið er sérstæð samtök að því leyti að eðli málsins samkvæmt eru stjórnarskipti tíð og áherslubreytingar því örar. Einnig eru þetta samtök ungs fólks, sem er að stíga fyrstu spor sín á vettvangi félagsmála. Mikið liggur á og tónn- inn er oft hvass. En kannski er það einmitt þess vegna sem Sambandið hefur getað velt stórum steinum úr götu. Þá má ekki gleyma því að Iðnnemasambandið hefur reynst góður æfingavöllur mörgum þeim, sem síðar hafa látið að sér kveða. Sigurjón Björnsson Fyrirlestur um rithöfunda BRESKI leikhúsfræðingurinn Michael Meyer flytur opinberan fyr- irlestur í boði heimspekideildar Há- skóla Islands í Endurmenntunar- stofnun, Dunhaga 7, sal á neðri hæð, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.15. Fyi’irlesturinn nefnist „Memories of George Orwell and Graham Greene", og mun Meyer fjalla um hina heimskunnu rithöf- unda George Oi’well Graham Greene, en hann var vinur beggja og kynnti þá hvorn fyrir öðram á sínum tíma. Michael Meyer fæddist í London árið 1921 og stundaði nám í Oxford. Ái’in 1947-1950 vai- hann lektor í enskum bókmenntum við háskólann í Uppsölum og lærði þá sænsku. Hann lærði síðar einnig norsku og dönsku upp á eigin spýtur. Hann hefur þýtt 16 af helstu leikritum Ib- sens og 18 leikrit eftir Strindberg og hefur auk þess skrifað ævisögur beggja skáldanna. Einnig liggja eftir Meyer sjö frumsamin leikrit, skáld- saga og ævisagan Not Pi’ince Ham- let. Árið 1964 var hann sæmdur gull- medalíu sænsku akademíunnar, en hann varð fyrstur Englendinga til að hlotnast sá heiður, líkt og árið 1995, þegar hann hlaut Fortjenesteorden í Noregi. Hann er félagi í The Royal Society of Literature og hefur starf- að sem gestaprófessor í leikhúsfræð- um við fimm bandaríska háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.