Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IMtrgmiiMnlíÍlí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMHVERFISVOTTUN SJÁVARVÖRU UMHVERFISVOTTUN fisks er mikið rædd meðal fiskveiði- og fiskneyzluþjóða. Það er tímanna tákn að hún var dagskrárefni á fundi norrænna sjávarútvegs- ráðherra í Ósló í síðustu viku. Það talar og sínu máli að þema aðalfundar Brezk-íslenzka verzlunarráðsins, sem haldinn var í Lundúnum í síðasta mánuði, var markaðs- setning sjávarafurða og umhverfismál. I frétt Morgunblaðsins af fundi norrænu sjávarút- vegsráðherranna um umhverfisvottun sagði m.a.: „Bæði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og norskur starfsbróðir hans Peter Angelsen eru sammála um mik- ilvægi þess að komið verði á opinberu kerfi en ekki að einkafyrirtæki og umhverfissamtök ráði þar ferðinni.“ I fréttinni segir ennfremur að ráðherrarnir stefni að því að taka málið upp á vettvangi FAO, Fiskveiði- og mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, enda sé fiskur verzlunarvara um allan heim. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra komst svo að orði á sýningu Norðurlandaráðs um hafið og mikilvægi þess: „Engin fullvalda þjóð á í jafn miklum mæli allt sitt undir fiskveiðum og íslendingar. Því hefur það mikið gildi fyrir þá að vakin sé athygli á hafinu og málum tengdum því.“ I sama streng tók Guðbrandur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa, á aðalfundi Brezk-íslenzka verzlunarráðsins. Að hans mati verða viðamestu verkefni sjávarútvegsfyrirtækja á næstu árum tengd umhverfismálum með einum eða öðr- um hætti, ásamt vöruþróun og aukinni framleiðni. Islendingar byggja afkomu sína og efnahagslegt full- veldi að stærstum hluta á veiðum og vinnslu og mark- aðssetningu sjávarvöru á heimsmarkaði. Hreinleiki hafs- ins, hyggileg nýting sjávarauðlinda og markaðsstaða sjávarvöru skipta okkur meginmáli. Þessvegna er eðli- legt að við leggjum okkar af mörkum til að móta alþjóð- leg viðhorf og reglur í umhverfismálum. Ef rétt er á málum haldið ættum við Islendingar að standa vel að vígi gagnvart umhverfisvottun sjávarvöru, m.a. vegna ábyrgrar fiskveiðistjórnunar hér. HÁSKÓLINN OG TÖLVUIÐNAÐURINN HUGVIT hf. og Háskóli íslands undirrituðu í síðast- liðnum mánuði samstarfssamning um uppbyggingu þekkingar á sviði skjalastjórnunar. Markmiðið með samningnum er að byggja upp og efla hugbúnaðariðnað hérlendis með sérstakri áherzlu á skjalastjórnun. Aðil- arnir, sem að samningnum standa, hafa sameiginlega hagsmuni af því að efla rannsóknir og kennslu á sviði skjalastjórnunar, tölvunarfræði og öðrum sameiginleg- um fræðasviðum. Samningur Hugvits hf. og Háskólans er með þeim hætti, að Hugvit veitir Háskólanum styrk til að ráða lektor í skjalastjórnun í hálft starf til þriggja ára við fé- lagsvísindadeild og einnig felur samningurinn í sér að einkafyrirtækið lætur Háskólanum í té hugbúnað fyrir 80 nemendur á þessu sviði og stúdentum, sem vinna í grunn-, meistara- og doktorsnámi innan Háskóla Islands verður gefinn kostur á að vinna verkefni undir leiðsögn starfsmanna Hugvits hf. og í sameiningu verður sótt um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Þetta er mjög víðtækt samstarf og brýtur blað í sam- vinnu Háskólans og einkafyrirtækis, sem eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta. Aður hefur Háskólinn átt mjög gott samstarf við Marel hf., sem þekkt er orðið. Tengsl Háskólans við atvinnulífið eru mjög mikilvæg og báðir aðilar hafa af þessari samvinnu mikið gagn. Þegar samn- ingar Hugvits hf. og Háskólans voru undirritaðir á dög- unum sagði Páll Skúlason háskólarektor: „Fyrirtæki eru að gera sér grein fyrir því að þróunarverkefni verður að vinna innan Háskólans. Þar er hægt að láta hugann reika og kanna vel alla möguleika, sem fyrir hendi eru. Þá koma tengsl við önnur fræði innan Háskólans til góða og víðari grundvöllur til rannsókna skapast.“ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 33 EINAR RAFN Haraldsson, formaður Bandalags ís- lenskra leikfélaga, sagði í ávarpi sínu í upphafí þings- ins að hann teldi að með áhugaleik- hússtai’fínu legðu leikfélögin sinn skerf til menningar, mannlífs og byggðar í landinu okkar. Áhugaleik- starf stendur á traustum gi-unni og geta og þekking innan okkar raða er almennt jafngóð eða ívið betri en ger- ist meðai nágrannaþjóða okkar.“ Ein- ar sagði jafnframt að leiklistin væri þess eðlis að áhugaleikarinn legði sjálfan sig ávallt að veði, hann tæki áhættuna af því að vera veginn og metinn af áhorfendum fyi-ir frammi- stöðu sína. „Stundum tekst vel og þá eigum við heiminn og stundum tekst miður og leikurinn vekur takmarkaða hrifningu. Ái-lega taka nokkur þús- und áhugaleikarar á íslandi þessa áhættu og vinna alltaf sigur; ef ekki á áhorfendum þá á sjálfum sér. Áhuga- leikhússtarf á sér alltaf tvær hliðar, listræna og félagslega.“ Breyttar aðstæður og bættar sam- göngur í byggðum landsins og aukið framboð á alls kyns afþreyingu hafa vafalaust haft þau áhrif að félagslegt mikilvægi áhugaleikstarfsins hefur aukist frá því sem áður var, án þess þó að dregið hafi úr gæðum eða list- rænum metnaði. Við blasir að þótt áhugaleikstarfið sé ekki lengur að fylla í stóra eyðu eftirspurnar um af- þreyingu, þá dregur ekki úr starf- seminni nema síður sé. Þó skyldi eng- inn líta á starf í áhugaleikfélagi sem eins konar óformlegan félagsmála- skóla þai’ sem fólk nýtur tilsagnar í framsögn, ræðumennsku og sviðs- framkomu. Vafalaust getur starf í áhugaleikfélagi aukið fólki sjálfs- traust og veitt aukna félagslega færni en það er þó ekki yfirlýst markmið starfsins og tæpast af þeim hvötum sem fólk leggur sig eftir því að starfa í áhugaleikfélagi. Áhuginn sprettur af annars konar þörf væntanlega. Að gera sig að fífli Guðmundur Andri Thorsson hóf mál sitt með þeim orðum að í fljótu bragði gæti svo virst sem það að vera áhugaleikari væri svipað og að vera áhugamúrari eða áhugapípulagninga- maður. „Það er hægt að ná þessu á borð við hvaða fagmann sem er, án þess þó að réttindi fylgi. Löghelguð réttindi til að vera með nokkurs konar óspektir á almannafæri. Atvinnuleik- arinn hefur semsé pappíra upp á það að hann megi láta eins og fífl en þurfi ekki þar fyrir að vera fífl. Þessu er því miður ekki að heilsa um áhugaleikara. Áhugaleikarinn er því berskjaldaðri en atvinnuleikarinn, persóna áhuga- leikarans er ævinlega lögð undir þeg- ar hann leikur, á meðan atvinnuleik- arinn getur yppt öxlum og sagt, takist illa til, að það gangi bara betur næst. Svona sé nú einu sinni jobbið." Guðmundur Andri benti einnig á að skil á milli áhugamennsku og at- vinnumennsku í leiklist hefðu ávallt verið óljósari hér en víða erlendis, metnaður áhugaleikaranna hefði iðu- lega rist dýpra en svo að þeim nægði að fara í búninga og setja á sig skringileg skegg. Atvinnuleikarinn leggur á sig langt nám og ómælt erf- iði til að ná tökum á rödd sinni og lík- ama til þess að verða þjált verkfæri í höndum höfundar, leikstjóra og síð- ast en ekki síst sjálfs sín frammi fyrir áhorfendum. „Mig varðar samt ekk- ert um þetta,“ sagði Guðmundur Andri. „Mig varðar ------------------ ekkert um það í hvaða stéttarfélagi sá er sem stendur fyrir framan mig og mig varðar ekk- ert um búninginn sem leikarinn er í og ég tek aldrei eftir sviðsmynd- inni. Allt og sumt sem ... þarf í leikhúsi er svið og mikill texti og leikari sem skilur þennan texta og hefur sterka áru sem glóir aftur á aftasta bekk, svo sterka að ég hætti um stund að draga að mér ilmvatnslyktina af konunni á næsta bekk.“ Mörkin verða skýrari Þessum hugleiðingum Guðmundar Andra má svo snúa áhugaleikaranum í hag^ eða óhag eftir því sem verða vill. Áhorfandann varðar ekkert um annað en frammistöðu leikarans sem fyrir framan hann stendur og túlkar texta sinn. Hvort hann er áhugamað- ur eða atvinnumaður má einu gilda. Morgunblaðið/Golli „PERSONA áhugaleikarans er ævinlega lögð undir þegar hann leikur,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson á mál- þingi á áhugaleikhúsdeginum 14. nóvember. Aðrir frummælendur voru Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Stendur áhugaleiklistin á tímamótum? A málþingi Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldið var í tilefni af alþjóða áhugaleik- húsdeginum í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. laugar- dag, var rætt um stöðu áhugaleiklistarinnar og hlutverk hennar í nútíð og framtíð. Rætt var um frumvarp til leiklistarlaga og þátt sveitarfélaganna í fjármögnun leikstarf- seminnar. Hávar Sigurjónsson sat málþingið og var ekki annað að heyra en áhugaleikstarf væri víðast hvar blómlegt en breyttir tímar kalla á breytt viðhorf. Þrjátíu og sjö þús- und áhorfendur komu á 500 sýning- ar á vegum áhuga- leikfélaganna á síð- asta leikári En vissulega má færa góð og gild rök fýrir því að samtimis því sem gæði at- vinnuleiklistar verða sífellt meiri, að- gangur að henni betri og almennari þá aukast kröfumar til áhugaleiklistar- innai- í jöfnu hlutfalli; hugsanlega dregur úr umburðarlyndi áhorfenda gagnvart mjög áberandi vankunnáttu eða óöryggi í sýningum áhugamanna. Því mætti jafnvel halda fram að öflugt starf áhugaleikfélaganna á undanförn- um áratugum hafi átt hvað stærstan ------------ þátt í almennum leik- listaráhuga þjóðarinnar og sé ein af orsökum vaxtarins sem hlaupið hefur í atvinnuleiklist- ina á undanförnum ár- um. Hvort afkvæmið - atvinnuleiklistin - hefur ... ■ sprottið svo úr gi’asi að tímabært sé íyiir aldr- að foreldrið að setjast í helgan stein er aftur annað mál og langsóttara. Þá má jafnvel velta því fjrir sér hvort hin óljósu mörk áhugamennsku og at- vinnumennsku sem Guðmundur Andri nefndi í erindi sínu séu ekki að skýr- ast; áhugaleiklistin muni á næstu ár- um og áratugum þróast á eigin for- sendum og án hinna beinu tengsla við atvinnuleikljstina sem tíðkast hafa lengst af. Ýmislegt bendir a.m.k. til þess. Lífsleikni og leiklist I erindi sínu vitnaði Björn Bjarna- son menntamálaráðheiTa í menning- arstefnu Bandalags íslenskra leikfé- laga og lýsti yfir ánægju sinni með að þar skuli hvatt til aukinnar kennslu í leiklist og leikrænni tjáningu í grunn- skólunum. „Eg tel að þessar greinar, fyrir utan að vera sjálfstæðar í skóla- kerfinu, falli einnig mjög vel undir þá námsgrein sem við erum að innleiða og heitir lífsleikni. Með lífsleikni á að kenna fólki að njóta sín í nútíma sam- félagi, kenna því að geta gert grein fyrir skoðun sinni og látið í ljós álit sitt frammi fyiár hópi fólks. I nútíma þjóðfélagi er fátt mikilvægara en að hafa þessa hæfileika og búa að þeim frá æskudögum." Menntamálaráðherra vitnaði til kunningja síns sem hafði spurt hvort ekki væri líkt á komið með áhugaleik- félögunum og lestrarfélögunum í sveitunum á sinni tíð. „Þau gegndu mikilvægu hlutverki í byggðum landsins en eins og við vitum núna þá eru þau svipur hjá sjón og hafa ekki sama hlutverki að gegna og áður. Þjóðfélagið hefur tekið breytingum og aðrir aðilar eru komnir til sögunn- ar sem sinna því hlutverki sem lestr- arfélögin gegndu. Ég ætla ekki að leggja mat á þetta en þess má þó geta að í plagginu Byggðastefna til nýrrar aldar, sem út kom í maí sl., voru áhugaleikfélögin sögð 90 sem ríkið styrkti, hér hefur hins vegar komið fram að leikfélögin eru 70 talsins. Samkvæmt þessu hefur félögunum fækkað um 20 frá því þetta var skráð en ég sel það ekki dýrar en ég keypti og ég vona svo sannarlega að þeim muni ekki fækka meira en orðið er. Áhugaleikfélögin gegna mikilvægu menningarlegu hlutverki í hverri byggð fyrir sig því rannsóknir sýna að það er ekki síst skólakerfið og menningarstarfið sem ræður því hvernig fólki líst að búa í hinum dreifðu byggðum," sagði Björn Bjarnason. Gróska þótt áhorfendum fækki Ráðherrann vísaði með þessum orðum sínum um fækkun leikfélag- anna til erindis Bjarna Guðmarsson- ar, sagnfræðings og ritstjóra Leik- listarblaðsins, en hann sagði að félög- in hefðu oft verið fleiri og að fækkun- in benti vissulega til þess að víða eigi starfið undir högg að sækja. Þá kom ennfremur fram í tölu Bjarna að um 2.000 manns tækju árlega beinan þátt í starfí áhugaleikfélaganna, uppfærsl- ur á þeirra vegum voru á síðasta leik- ári 62 talsins og að skipting á milli ís- lenski'a og erlendra verka væru 2:1 íslenskum í vil. Heildarfjöldi sýninga hefði á síðasta leikári verið um 500. Þetta munu vera svipaðar tölur og næstu árin á undan og er ekki að sjá af þeim að dregið hafi úr starfseminni að ráði. Bjarni benti einmitt á að þrátt fyrir fækkun ----------------- leikfélaga virðist sem fjöldi þeirra sem þátt taka breytist ekki. „Þetta bendir raunar til þess að meðlimir leikfélags sem lognast út af leggi fráleitt árar í bát heldur leiti bara á önnur mið.“ Bjarni greindi einnig frá því að áhorfendum að sýningum áhugaleik- félaganna hefði fækkað ár frá ári og væru t.d. 5.000 færri síðasta leikár en fyrir fjórum árum. „Þrátt fyrir fjöl- breytileika og kraft í starfi áhuga- leikfélaga hefur borið á því í skýrsl- um félaganna á undanförnum árum að áhorfendum fær fækkandi. Leik- árið 1994-1995 sóttu liðlega 42.000 manns sýningar, 41.000 ári síðar, þá 39.000 og nú á siðasta leikári 37.000. Þetta eru vitaskuld nokkur tíðindi og ill. Ég held að að sumu leyti megi rekja þetta til þess að leikstarfið hef- ur búið við ansi harðan kost undan- Ákvæði í núgildandi leiklistarlögum um stuðning sveitarfé- laga við áhugaleik- félögin stangast á við stjórnarskrána farin hagræðingarár og mætt litlum skilningi víðast hvar. Þetta hefur orð- ið til þess að þau eru farin að skera sér þrengri stakk, setja upp minni og ódýrari sýningar, spara við sig í aug- lýsingum og af öllu flýtur minni að- sókn. En við skulum ekki gleyma því að 36-42 þúsund eru þó alltánt 15-16% þjóðarinnar," sagði Bjarni Guðmarsson. Stangast á við stjórnarskrána í máli Bjarna og í pallborðsumræð- um komu fram áhyggjur af breyting- um sem verða á skilgreindum fjár- stuðningi sveitarfélaga við áhugaleik- félögin í hinu nýja stjórnarfrumvarpi til leiklistarlaga sem liggm- nú fyrir Alþingi. í reglugerð við gildandi leik- listarlög er kveðið svo á að „fjár- stuðningur sveitarfélaga við starf- semi áhugafélaga skal eigi nema lægri fjárhæð til hvers leikfélags en ríkissjóður greiðir". I nýja frumvarp- inu er þessi jafngreiðsluskylda felld niður og sveitarfélögunum ætlað „...að veita fé til leiklistarstarfsemi í sveitarfélögum eftir því sem ákveðið er í árlegri fjárhagsáætlun þeirra". Áhyggjurnar beinast einkum að því að sveitarfélögin muni draga úr stuðningi sínum við leikfélögin þegar þau verði ekki lengur bundin laga- legri skyldu til þess að styðja þau. Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, benti á að breytingin í frumvarpinu væri til samræmis við breytt sveitar- stjórnarlög og ennfremur í samræmi við stjórnarskrárbreytingu sem gerð hefði verið fyrir þremur árum. Ákvæðið í núgildandi leiklistarlögum stangaðist í raun á við stjórnar- skrána. Vilhjálmur tók jafnframt fram að stuðningur sveitarstjórna við leikfélög hefði verið með ýmsum hætti og oft rausnarlegri en Iagaá- kvæðið segði til um. Erfitt hefði reynst fyi'ir leikfélög að leita réttar síns ef sveitarstjómir hefðu brotið á þeim og þess væru dæmi að ákvæðið hefði orðið til þess að samskipti milli sveitarstjórnar og leikfélags væru stirðari en ella hefði verið. „Ég tel að áhugaleikhúsið sé löngu viðurkennt af íslensku þjóðinni sem óaðskiljanlegur hluti af íslenskri menningu og í áhugaleikhúsinu kviknar gjarna sá neisti er nærir hinn lifandi áhuga fólksins í landinu á leiklist. Sveitarfélögin í Iandinu eru mjög mismunandi að stærð, fjárhags- legum styi’kleika og íbúafjölda, en þau eru í dag 124. Jarðvegur fyinr menningarstarfsemi er misjafnlega frjór en mjög víða er menningarstarf- semi öflug og margt fólk leggur mikið á sig til að vinna að og sinna þessu áhugamáli. Leikstarfsemi er undir- staða menningarstarfsemi í mörgum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sveitarfélögin hafa lengi styrkt leik- starfsemi hvert á sínum stað og mörg þeirra gert það mjög myndarlega," sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson. Sameining sveitarfélaga - fækkun leikfélaga Báðir voru þeir Björn Bjarnason og Vilhjálmur einhuga í því efni að með breyttu orðalagi í nýja leiklistar- lagaframvarpinu væri ekki verið að leysa sveitarstjórnir undan þeirri skyldu að styðja leikfélögin, hvert á sínum stað, sú skylda yrði enn ótví- rætt til staðar samkvæmt orðalagi frumvarpsins, þó ekki væri lengur ____________ miðað við framlag ríkis- ins hvað upphæð varð- aði. Aðspurður hvort líklegt væri að fækkun sveitarfélaga með sam- einingu þeirra gæti orð- ið til þess að leikfélög innan saman sveitarfé- lags myndu keppa inn- byrðis um styrki sveit- arstjórnarinnar sagði Vilhjálmur að ekki væri komin reynsla á slíkt enn- þá. Hann benti þó á dæmi um önnur félög sem hefðu valið þann kost að sameinast og kannski væri ekki óeðli- legt að ætla að svipuð þróun ætti sér stað með leikfélögin. Vilhjálmur spáði því að þróunin yrði sú að sveitarfélög myndu halda áfram að sameinast og þeim myndi fækka úr 124 í 70-80 á næstu 5-10 árum. Vafalaust á þessi þróun í sveitarstjórnarmálum eftir að hafa veruleg áhrif á starfsemi áhuga- leikfélaga á landsbyggðinni, bæði hvað varðar fjölda þeirra og fjármuni sem til ráðstöfunar verða. „Þorskurinn kemur alltaf við sögu“ Bandaríski rithöfundur- inn og blaðamaðurinn Mark Kurlansky er nú staddur hér á landi í til- efni íslenzkrar útgáfu bókar hans, Ævisaga þorsksins. Hjörtur Gíslason ræddi við hann og komst að því að þorskurinn breytti heiminum. ÞVÍ einfaldlega laust niður í mig að skrifa um þorskinn. Því laust reyndar íýrst niður í mig að ég hafði skrifað reiðinnar býsn um þorskinn, greinar í tímarit, dagblöð og fleira og þessar greinar voru af sérlega margvíslegum toga. Sumar voru um matvæli, aðrar um umhverfismál, sumar frá Banda- ríkjunum, aðrar um Baska eða frá Karíbahafseyjunum, Englandi og svo framvegis. Þá fór ég að velta því fyrir mér, hve stórmerkileg þessi saga væri í raun og veru,“ segir rithöfund- urinn og blaðamaðurinn Mark Kurl- ansky í samtali við Morgunblaðið. Bók hans Ævisaga þorsksins - fískur- inn sem breytti heiminum hefur nú verið gefin út á íslenzku og er hann staddur hér á landi í tilefni þess. Fjölbreytt skrif „Hvernig ég komst í þessa stöðu er á hinn bóginn nokkru flóknara,“ held- ur Kurlansky áfram. „Ég er fæddur og uppalinn á Nýja-Englandi og hef fengist við fjölmargt ólíkt á ævinni, en allt er það þó á einhvern veg tengt þorskinum. Þó ég sé frá Nýja- Englandi, hef ég skrifað mikið um Baska á síðustu árum og næsta bókin mín, sem verður gefin út næsta haust, fjallar um þá. Þá skrifaði ég fréttir og greinar árum saman frá Karíbahafseyjunum og skrifaði bók um þau málefni. Ég hef því fengist við margvísleg verkefni tengd Átl- antshafinu og þorskurinn kom alltaf við sögu, jafnvel í Vestur-Afríku. Eftir að hafa verið að rekast á þorskinn hvað eftir annað á 20 ára ferli, rann það loksins upp fyrir mér hve góð saga ævisaga þorskins er. Það einkennir flestar bækur mínar, að undanskilinni þeirri, sem ég er vinna að um Baskana, að þær teygjast yfii’ mjög vítt svið, mörg lönd. Ég hef hneigzt að bókum með víðan sjón- deildarhring. Það hefur auðvitað verið töluverð heimildasöfnun og ferðalög, en mikið átti ég auðyitað í fóram mín- um eftir fyrri skiif. Ég heimsótti með- al annars Island og talaði þar við vís- indamenn, útgerðarmenn og sjómenn. Island sérstakt Mér finnst Island mjög sérstakt, að þar skuli vera hægt að byggja upp öfluga nútíma hagsæld að mestu á fiski er eiginlega einstakt í veröld- inni. Þá er það einstakt að þurfa að fara til „Baskalands“ til að fá hinn frábæra íslenzka saltfisk að borða á svo sérstakan hátt. Það er markaður í borginni San Sebastian, sem selur aðeins íslenzkan saltfisk. Það er frá- bær fiskur og manni finnst það merkileg staðreynd að Islendingar skuli ekki vilja borða þorsk.“ Hvað með framtíð þorsksins? „Island gefur mér vissulega nokkra von um bjarta framtíð fyrir þorskinn. Eitt af því, sem ég vildi ná fram í bókinni, var að sýna fram á þróun ofveiði og skilning manna á því að það gæti verið eitthvað til, sem héti ofveiði. Lengi vel héldu menn að auðlindin væri ótæmandi og það kem- ur fram í bókinni hve langan tíma það tók almennt að átta sig á því, að of- veiði væri ekki aðeins möguleg, held- ur væri hún staðreynd. MARK Kurlansky Morgnnblaðið/Þorkell „ÞORSKURINN á sér framtíð ef við höfum nægar áhyggjur af honum,“ segir mark Kurlansky. Það er reyndar mjög stutt síðan of- veiði varð viðurkennd. Þegar ég var að hefja sjómennsku á sjötta ára- tugnum, vora skuttogarar tiltölulega ný hugmynd. Öll sú tækni, sem hefur verið fundin upp til að eyðileggja auðlindir hafsins, er tiltölulega ný. Það að reyna að hafa stjórn á þessari tækni og veiðunum um leið er ennþá nýrra fyrirbrigði. Aukin áherzla á gæði Ég held að ríkisstjórnir og sjávar- útvegurinn sjálfur sé að ná betri tök- um á þessu vandamáli. Sá árangur sem Island hefur náð er eftirtektar- verður en slík vinna er aðeins rétt að hefjast í Nýja-Englandi. Það er að hverfa frá áherzlu á magn yfir í áherzlu á gæði. Slík breyting er alls staðar nauðsynleg og það er hluti af lausninni. Þegar hagfræðingar tala um árangursríkar fiskveiðar, meina þeir að miklum afla sé náð á skömm- um tíma á mjög ódýran hátt og með mjög fáu fólki. Það er í raun þveröf- ugt við það, sem þarf. Það er þó reyndar óhjákvæmilegt að sjómönn- um fækki. Dagar ódýrs, lélegs fisks eru að enda. Breytingar af þessu tagi munu stuðla að viðreisn þorskstofnsins, en ég hef reyndar miklar áhyggjur af Miklu miðum við Kanada. Þar eru lít- il sem engin merki um bata. Það er hugsanlegt að stofninum hafi verið gjöreytt, en við vitum það reyndar ekki. Vantar nákvæmari mælingar Vandamálið er að aðferðir við að mæla fiskistofna eru ekki nógu ná- kvæmar. Fyrir vikið fer hver sína leið og ómögulegt er að vita hverjum skuli trúa. Hinn bitri lærdómur, sem dreginn verður af hruninu á Miklu miðum, er sá að stjórnvöld og togara- flotinn, studd af vísindamönnum, stuðluðu að hruni stofnsins. Þeir eltu fiskinn uppi og veiddu allt kvikt, þar til ekkert var eftir. Ég vildi að stjórnvöld og vísinda- menn tækju höndum saman um að bæta tæknina til að meta stofnstærð fiska. Þá vissum við hvernig stjórna bæri sókninni í þá. Rannsóknir eru grunnurinn að því að veiðunum verði stjórnað af skynsemi, en þegar ég var að rita bókina kom mér það veralega á óvart hve lítið vísindamennirnir vissu. Sjómenn vita oftast mun meira en vísindamennirnir, en þeim gengur venjulega verr að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þorskurinn á sér framtíð, ef við höfum nægar áhyggj- ur af honum. Meðan við höldum því fram að hættan sé engin, er hættan fyrst yfirvofandi. Við verðum að halda vöku okkar. Ofveiði í eigin landhelgi Ofveiðin varð mest eftir að land- helgin var almennt færð út í 200 míl- urnar, sem bendir til aðildar stjórn- valda að rányrkjunni, á hvaða for- sendum sem það hefur verið. Island var frumherji í landhelgismálum, bæði sem hluta af þjóðernisbaráttu og fískvernd. Þegar aðrar þjóðir færðu sína landhelgi út, var það nán- ast eingöngu til að losa sig við útlend- inga af fiskimiðum sínum. Það snérist um þjóðernisbaráttu, en hugtakið fiskvernd var hvergi nefnd. Þá fyrst hófst eyðileggingin. Það voru Kanadamenn sjálfir sem eyðilögðu sín mið og sama er að segja um Nýja- England, en allir vilja kenna útlend- ingum um það. En það þýðir aðeins í raun að menn eru ekki að takast á við vandann.“ Fiskveiðum verður að halda áfram Kurlanski segir mikilvægt að huga að gæðum þess afla, sem á land kem- ur. Nauðsynlegt sé að markaðurinn gi’eiði hærra verð fyrir ferskasta fiskinn, en lægra fyrir þann lakari. Með því móti verði dregið úr kapp- inu, sem leiði til ofveiði og illrar með- ferðar á fiskinum og sjómenn fái meira fyrir minni en betri afla. Hvatning til betri meðferðar aflans og betri umgengni um auðlindina sé nauðsynleg til að koma í veg íýrir stórslys. „Það er alltaf ljóst í mínum huga að ; ég vil að fiskveiðar verði stundaðai- áfram. Ég er ekki hlynntur hug- myndum um umhverfisverndun, sem vilja breyta höfunum í eins konar þjóðgarða eða skemmtigarða. Ég vil að við getum haldið áfram að veiða og vinna fisk og halda þannig nauðsyn- legum og eðlilegum tengslum við náttúruna," segir Mark Kurlansky. ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.