Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 23 Áfall fyrir Le Pen ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Frakklandi bannaði í gær Jean-Marie Le Pen að gegna, eða sækjast eftir því að gegna, póli- tískum emb- ættum næsta árið en Le Pen hafði áður ver- ið dæmdur í 7|p| tveggja ára LePen baIm á læ&ra dómsstigi. Get- ur Le Pen því ekki verið í for- svari flokks síns, Þjóðfylking- arinnar, í kosningum til Evr- ópuþings í júní næstkomandi, og þarf jafnframt að hætta störfum á Evrópuþinginu og í sveitastjórn í suðurhluta Frakklands. Er þetta álitið nokkurt áfall fyrir Le Pen og gerist nú líklegra en áður að gerð verði atlaga að forystu- stöðu hans innan Þjóðfylking- Umdeildar hugmyndir NAWAZ Sharif, forsætisráð- herra Pakistans, hefur farið fram á að innleidd verði í land- inu hraðvirk hegningarlög, svipuð þeim er stjórn Talebana viðhefur í Afganistan, en skv. þeim væri t.d. hægt að hengja nauðgara innan 24 klukku- stunda frá handtöku. Koma þessar hugmyndir stjórnar- andstæðingum í Pakistan og mannréttindasamtökum í opna skjöldu og mótmæltu þau til- lögunum mjög í gær. Sharif benti hins vegar á að glæpir væru næsta fáheyrðir í Afganistan eftir að Talebanar tóku upp álíka lög. Senn ákvörð- un varðandi Pinochet BRESKUR dómstóll úrskurð- aði í gær að breska ríkisstjórn- in yrði að vera búin að gera upp við sig fyrir 2. desember hvort hún ætlaði að fara að óskum dómstóls á Spáni og framselja Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, til Spánar. Akvörðun Jacks Straws, innanríkisráð- herra, þar að lútandi kemm- hins vegar ekki til með að skipta máli úrskurði dómstóll á vegum Lávarðadeildar breska þingsins, sem er æðsta dómstig í Bretlandi, að Pinochet njóti friðhelgi diplómata. Akvörðun- ar dómsins er að vænta á næstu dögum. Indlandsher æfír sig INDVERSKI herinn stóð í gær fyrir einni af sínum um- svifamestu heræfíngum, að sögn þarlendra fjölmiðla. Tóku 10.000 hermenn landhers, sjó- hers og lofthers þátt í æfingun- um sem fram fóru einhvers staðar á vesturströnd Ind- lands. Sögðu fulltrúar stjórn- valda að hér væri um árlegar og venjubundnar æfingar að ræða. Pakistönsk stjórnvöld lýstu hins vegar furðu sinni á umfangi æfinganna og einnig tímasetningu þeirra, nú þegar stæði til að reyna að finna lausn á áratuga deilum land- anna tveggja, en mikil spenna hefur verið í samskiptum land- anna á þessu ári. ERLENT Reuters MARTA Moreno, ung kona í Hondúras, veltir fyrir sér lífinu og tilverunni á bakka Choluteca-fljótsins. Þeg- ar það var í sem mestum ham af völdum fellibylsins hreif það með sér heimili hennar og eiginmann. Bandaríkin auka aðstoð við Mið-Ameríkuríkin Tegucigalpa. Reuters. FORSETAFRÚ Bandaríkjanna, Hillaiy Rodham Clinton, tilkynnti í fyrradag um nýja aðstoð Banda- ríkjastjórnar, 12,7 milljarða ísl. kr., við Hondúras og önnur þau ríki í Mið-Ameríku, sem urðu fyrir barð- inu á fellibylnum Mitch. Hillary Clinton forsetafrú Bandaríkjanna, Jacques Chirac, forseti Frakklands, og Felipe, krónprins Spánar, voru í Hondúras í fyrradag til að kynna sér ástandið í landinu. Hillary tilkynnti um aðstoðina við komuna til Hondúras en heita má, að efnahagslífið í landinu sé í rúst af völdum fellibylsins, sem kostaði alls um 11.000 manns lífið og 13.000 manna er enn saknað. Sagði hún, að Bandaríkjaher myndi fjölga her- mönnum við hjálparstörf úr 1.600 í Hillary Clinton lofar aðstoð í heimsókn sinni til Hondúras 5.600, bæta við 16 þyrlum, auka læknisaðstoð og hjálp við að bæta brýr og vegi og koma upp búnaði til að hreinsa vatn. Meiri aðstoðar þörf Einn embættismanna Hvíta húss- ins sagði í gær, að gengið yrði frá aukinni aðstoð, einkum matvælaað- stoð, á næstunni og kvaðst hann ekki telja, að þær ráðstafanir þyrfti að bera undir þingið. Talsmenn AI- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa einnig tilkynnt, að Hondúras og Nicaragua verði hjálp- að til að greiða af erlendum skuld- um sínum. Chirae, forseti Frakklands, fór um Guatemala, Hondúras, E1 Salvador og Nicaragua á mánudag og átti viðræður við ráðamenn en franska stjórnin hefur gefið ríkjun- um eftir rúmlega níu milljarða kr. skuld. Felipe Spánarprins fór um þessi ríki um helgina og í fyrradag og aðrir fulltrúar erlendra ríkja hafa einnig verið þar á ferð. Mið-Ameríkuríkin hafa nú þegar fengið nokkra tugi milljarða ísl. kr. í aðstoð en Chirac sagði, að betur mætti ef duga skyldi þar sem ríkin fjögur skulduðu alls um 1.120 millj- arða kr. erlendis. Breska lávarðadeildin Forsetinn ekki lengur í sokkabuxum The Daily Telegraph. IRVINE lávarður, forseti lá- varðadeildar breska þingsins og dómsmálaráðherra Bretlands, þarf ekki lengur að klæðast hné- buxum, sokkabuxum og spennu- skóm við skyldustörf sín. Hann mun þó enn bera hárkollu og skikkju þegar hann kemur fram sem forseti deildarinnar, en sleppur við það þegar hann talar sem ráðherra. Lávarðadeildin fjallaði um klæðaburð forsetans á þriðjudag, og eftir heitar umræður sem stóðu í tvær klukkustundir var tillaga um nútímalegri klæðnað samþykkt með 145 atkvæðum gegn 115. Irvine lávarður óskaði sjálfur eftir breytingunum, og var sagður „ánægður" með niður- stöðuna, enda fær hann nú að klæðast svörtum buxum og skóm. Atlaga að þjóðlegum hefðum Hefðarsinnar í lávarðadeildinni voru ósáttir við lyktir málsins, og sökuðu Verkamannaflokkinn um að hafa beitt flokksvaldi til að tryggja samþykkt tillögunnar. „Þetta er enn eitt dæmið um at- lögu núverandi ríkissljórnar að þeim þjóðlegu hefðum og gildum sem önnur lönd öfunda okkur af,“ sagði jarlinn af Ferrers, einn for- ystumanna íhaldsflokksins í deildinni. „Þetta er bara byrjun- in. Ef við gefum eftir hér leiðir það til enn frekari krafna um nú- timavæðingu," sagði Waddington lávarður, fyrrverandi innanrfkis- ráðherra fyrir íhaldsflokkinn. Þingmenn sem fylgja Verka- mannaflokknum að málum lögðu áherslu á að nauðsynlegt væri að hlýða kalli tímans, og Addington lávarður, sem er frjálslyndur demókrati, benti hefðarsinnum á að þegar forseti lávarðadeildar- innar stæði í skikkju sinni væri ekki einu sinni hægt að koma auga á hnébuxurnar og spennu- skóna. MS . kVÍ' ■ * RYMINGARSALA A SMÐAVOR V, 1, y*. V V JfB$að7Ó% \ ! % ( I ,• JM ' Skíði Skíðaskór Bindingar Skíðastafir Skíðagallar Skíðaúlpur Skíðahanskar Skíðagleraugu Skíðahjálmar Skíðasokkar Big Foot SALOMON RUCES Keppnisskíði Keppnisskíðaskór Kepphisbindingar Ótrúlegt verð \ Ármúla 40 Símar: 553 5320, 568 8860. Skiðaþjónusta, slípum, . .r| = I brynum og berum a skiði. E i n stærsta sportvöruverslun I a n d s i n s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.