Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 15
Byggingaramkvæmdir hafa verið stöðvaðar við Laugaveg 53b
Unnið undir handleiðslu
borgarskipulagsins
JÓN Sigurjónsson, einn bygging-
araðila við Laugaveg 53b, segir að
öll vinna vegna byggingarfram-
kvæmdanna hafi verið unnin í
góðri trú undir handleiðsiu starfs-
manna borgarskipulags. „Borgin
er mjög hlynnt þessu húsi og hefur
reynt að hjálpa mér en hefur ekki
unnið rétt að málinu og það er ég
ósáttur við,“ sagði hann og bendir
á að ferlið sé þannig að kærar
vegna hússins hafi ekki verið tekn-
ar til greina fyrr en búið var að
veita byggingarleyfi en síðan taki
við þrír mánuðir þar til úrskurður
úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingamála liggi fyrir. „Þetta er
prófsteinn á frekari framkvæmdir
við Laugaveg," sagði Jón.
í úrskurði úrskurðarnefndar
skipulags- og byggingamála er
ákvörðun byggingarnefndar um
byggingarleyfi fyrir verslunar-,
þjónustu og íbúðarhús við Lauga-
veg 53b fellt úr gildi og verður
þeirri ákvörðun ekki hnekkt nema
fyrir dómstólum. Jón sagði þetta
umfangsmikið mál. „Það er allt
stopp,“ sagði hann. „Við erum bún-
ir að semja við byggingaraðila um
að byggja húsið en þeir era farnir
heim. Þetta er ein dýrasta lóðin í
bænum og þar átti að byggja versl-
unar-, þjónustu- og íbúðarhús.
Þetta eru feiknalega miklir fjár-
muni, sem þarna liggja og margir
aðilar hafa verið að velta því fyrir
sér annaðhvort að kaupa verslun-
arhúsnæði eða leigja hjá okkur og
það er allt í uppnámi.“
Borgin skaðabótaskyld
Jón sagðist vera afar ósáttur við
framkomu borgai-yfirvalda sem
ekki hafi haft framkvæði að því að
tilkynna byggingaraðilum um nið-
urfellingu byggingarleyfisins eða
að veita upplýsingar um hvernig
bragðist verður við. Sagði hann
ljóst að borgin væri skaðabóta-
skyld gagnvart byggingaraðila fyr-
ir að veita byggingarleyfi sem ekki
stæðist.
„Borgin og borgarskipulagið er
búið að leiða okkur allt frá upphafi
og við höfum verið undir hand-
leiðslu borgarskipulags frá því við
vildum byggja á lóðinni og vorum
við í góðri trú um að við værum að
gera góða hluti, en svo endar þetta
svona,“ sagði Jón. „Það er mjög
einkennilegt þar sem við erum ekki
að gera neitt að eigin framkvæði.
Þessi ferill sem við þurftum að
ganga í gegnum sem almennir
borgari í Reykjavík er út í bláinn.
Það er ekki hægt að kæra bygging-
una fyrr en framkvæmdir eru
hafnar og byggingarleyfið liggur
fyrir. Okkur er hleypt af stað til
þess að hægt sé að stoppa okkur.
Þetta fólk kærði á sínum tíma
skipulagið en þá var það ekki
kæruhæft fyrr en búið var að fá
byggingarleyfið og teikna húsið frá
granni. Um leið og menn eru búnir
að fá byggingarleyfið fara þeir auð-
vitað að byggja. Síðan tekur þessi
nefnd [úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingamála], sér þrjá mánuði
til að úrskurða um það hvort þetta
sé í lagi eða ekki. Attum við að bíða
eftir þessari kæru sem kom fljót-
lega eftir að byggingarleyfið lá fyr-
ir? Það er gersamlega vonlaust.
Þetta ferli er óvinveitt og óviðun-
andi. Auðvitað á að stoppa mann af
áður en allt húsið hefur verið teikn-
að.“
Bitbein ríkis og borgar
Jón sagði að úrskurður nefndar-
innar bæri með sér að fram-
kvæmdin væri bitbein ríkisins og
borgaryfirvaldá en ekkert deili-
skipulag liggur fyrir af svæðinu.
Þeim væri gefið að sök að nýting-
arhlutfall hússins væri of hátt en til
þessa hafi ekki tíðkast að gera ráð
fyrir bílageymslum í kjallara húsa
á þessu svæði. Ef bílakjallarinn
kæmi ekki til væri húsið hæfilega
stórt. „Reykjavíkurborg túlkar
þetta á annan hátt og reiknar ekki
bílakjallarann með,“ sagði Jón.
„Nefndin er því að refsa okkur fyr-
ir að setja bflakjallarann undir hús-
ið þó að allir sjái nauðsyn þess að
útbúa svæði fyrir bfla á þessum
slóðum. I Kvosinni er komið
deiliskipulag og þar er kvöð um að
hafa bflakjallara í nýbyggingum."
Jón sagði að samkvæmt ábend-
ingu frá bresku ráðgjafarfyrirtæki
sem vinnur að endurskoðun skipu-
lags í miðborginni hafi byggingar-
aðilar keyp hlut í húsi við Hverfis-
götu til að greiða fyrir aðkomu að
bílakjallaranum í húsinu við
Laugaveg. Sagði hann jafnframt
ljóst að engin umbun væri veitt
íyrir að hafa rifið tvö ónýt hús við
Hverfisgötu þar sem þau væru á
annarri lóð.
Prófsteinn á byggingar
í miðborginni
„Við eram búnir að fá fallegan
Laugaveg núna og ef ekki á að
vera hægt að byggja upp hús við
Laugaveginn er það dauðadómur
fyrir verslunina," sagði Jón. „Það
hafa margir byggingameistarar
fylgst með þessum framkvæmdum
og þetta er prófsteinn á það hvort
menn nenna yfir höfuð að byggja
upp í miðbænum. Það var ekkert of
auðvelt að fá byggingameistara til
að byggja þetta hús. Þeir vilja ekki
að standa í svona rugli. Ef þetta
era skilaboð yfirvalda nenna menn
ekki að byggja í miðborginni, held-
ur fara frekar í nágrannasveitarfé-
lögin.“
Formaður skipulags-
og umferðarnefndar
Borgar-
yfirvöld að
kynna sér
úrskurðinn
GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaður
skipulags- og umferðarnefndar,
segir að borgaryfirvöld séu að
kynna sér og leggja mat á úrskurð
Úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingamála um niðurfellingu
byggingarleyfis við Laugaveg 53b.
„Lögfræðingar borgarinnar eru að
skoða þetta með okkur og má búast
við einhverskonar niðurstöðu eftir
næsta skipulagsnefndarfund," sagði
Guðrún.
Ánægjulegl; að
kæru er vísað frá
„Þetta er endanlegur úrskurð-
ur,“ sagði hún. „Mér finnst
ánægjulegt að kæru um að ekki
hafi verið rétt farið að samkvæmt
stjórnsýslulögum um kynningu á
byggingunni og samskiptum við
íbúa er vísað frá og ekki talið að
rangt hafi verið farið að. Það er
mjög mikilvægt.
Ekki fallist á vinnureglu
til margra ára
Hins vegar sýnist mér að ekki sé
fallist á þá vinnureglu sem við höf-
um viðhaft í Reykjavík um margi-a
ára skeið varðandi útreikninga á
nýtingarhlutfalli þegar um bfla-
geymslur er að ræða. Loks virðist
þarna vera deiliskipulagskrafa sem
er ríkari en við höfum átt að venj-
ast.“
Rafbíll Rafmagnsveitunnar
verður á sýningunni
Hún er opin almenningi helgina 21. og 22. nóv. kl. 12 -18
RAÐSTEFNA
OG SÝNING
á umhverfisvænni
farkostum í Ráðhúsi
Reykjavíkur 20. nóv. 1998
UMHVERFISVÆNNI
CA DI/nCTID
RAF 1
Tæknilegir eiginleikar:
Aksturseiginleikar
Hröðun 0-50 km 8,3 sek.
Hámarkshraði 90 km/klst.
Innanbæjarakstur á hleðslu 80 km (CEN hringur*)
Orkueyðsla á 100 km 20 kWh
Vél
Áritað afl
Hámarks afl
Hámarks tog (torque)
Hámarks snúningshraði
Rafgeymar
Nafnspenna
Venjuleg rafhleðsla
Hraðhleðsla
Fjöldi rafgeyma
Tegund
Þyngd
DC hreyfill SA13
11 kW
20 kW** milli 1600 og 5500 rpm
127 Nm milli 0 og 1600 rpm
6700 rpm
120 V
7 klst. hámark með 230 VAC / 16A tengill
80% orka á 30 mín. með 18-22 kW afli
20 stk. 6 V
Nickel-Cadmium
225 kg
* CEN: Staðlaður evrópskur hringur ** 20 kW eru 28-29 hestöfl
Frítt rafmagn!
Rafmagnsveita Reykjavíkur býður eigendum
rafbíla á höfuðborgarsvæðinu ókeypis rafmagn
5- á bílinn í eitt ár. Með því vill RR stuðla að aukinni
notkun rafbíla á íslandi.
UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU www.rr.is OG íSÍMA 560 4688
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR