Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sókn í kvikmyndum NYLEGA kom út skýrsla á vegum Afl- vaka hf. um kvik- myndaiðnað hérlendis. Aflvaki er samstarfs- fyrirtæki Reykjavík- urborgar, Hafnar- fjarðarbæjar og nokk- urra lífeyrissjóða og vinnur að stuðningi við nýsköpun í atvinnulífi með þátttöku í nýjum fyrirtækjum og úttekt- um á afmörkuðum sviðum þar sem eru sóknarfæri. Mikil tækifæri framundan Mér er málið skylt vegna þess að ég var stjórnarformaður Aflvaka nokkur misseri og hafði þá frum- kvæði að því að ráðist var í gerð skýrslunnar um kvikmyndaiðnað. Slík kortlagning hafði ekki verið gerð áður hérlendis. Skýrslan sýn- ir glöggt að það eru miklir mögu- leikar í þessum atvinnuvegi ef rétt er á spilum haldið. Kvikmyndir eru ekki aðeins listform heldur víða arðbær atvinnuvegur. I kvik- myndagerð er ekki einungis um leiknar myndir að ræða heldur er mikil framtíð fólgin í heimildar- myndum og auglýsingamarkaður- inn er einstaklega stór. Kvik- myndagerð er alþjóðleg og Islend- ingar eiga nokki-a þætti sem gagn- ast vel í harðri, alþjóðlegri sam- keppni, s.s. vel menntað fólk, anda frumkvöðlanna og einstaka nátt- úru. Hér er hins vegar lítið fjár- magn bundið í greininni, stuðning- ur stjómvalda sáralítill og viðhorf almennings meira í ætt við góðlát- legt afskiptaleysi. Það er ekki ríkj- andi skilningur á möguleikunum. Ég tel að í kvikmyndaiðnaði sé fólgin ein stærsta auðlind framtíð- arinnar fyrir íslend- inga. Stækkun markað- arfyrir myndefni Markaður fyrir myndefni hefur aukist vemlega síðustu ár og mun stækka gríðar- lega næstu áratugi vegna hins nýja upp- lýsingasamfélags. Það verða sífellt fleiri sjón- varpsstöðvar, fleiri vömr að selja og sífellt fleiri klukkutímar sem Ágúst myndrænt efni þarf að Einarsson vera til fyrir. Ein- hverjir munu fram- leiða þetta efni og einungis þeir sem gera það vel munu selja sína framleiðslu. / / Eg tel, segir Agúst Einarsson, að í kvik- myndaiðnaði sé fólgin ein stærsta auðlind framtíðarinnar fyrir * Islendinga. Við höfum sýnt að við eigum kvikmyndagerðarmenn á heims- mælikvarða á sviði leikinna mynda og heimildarmynda. Það er ekkert sem bindur þetta fagfólk við að starfa á Islandi nema skilyrðin séu hagstæð. Landamæri í viðskiptum era að hverfa en einhvers staðar verða myndir til. Okkar markmið á að vera að það verði að hluta til hér á landi, gerðar af okkar fólki og verðmætasköpunin fari fram í ís- lensku hagkerfí. Ef við grípum ekki gæsina þegar hún gefst gerir það einhver annar. Leiðir til úrbóta Stjórnvöld geta gert ýmislegt til að styrkja grunngerð þessa at- vinnuvegar. Það ætti að þrefalda fé í Kvikmyndasjóð en fjármagn þangað skilar sér margfalt í ríkis- sjóð aftur en það er einmitt ein af niðurstöðum skýrslunnar. Samspili kvikmynda og ferðaþjónustu, sem er annað sóknarsvið, er lýst vel í skýrslunni og fáir hafa áttað sig á því. Allt þetta snýst um að við er- um að hverfa frá hinu iðnvædda tæknisamfélagi sem hefur verið að þróast síðustu 250 ár. Við höldum nú inn í upplýsingasamfélagið þar sem upplýsingar og þekking móta atvinnuhætti nýrrar aldar. Ég lagði fram fmmvarp á Al- þingi, sem ríkisstjórnin hefur stoppað í tvígang, sem eykur þátt fyrirtækja í menningu, vísindum og kvikmyndum. Aðferðafræðin er góð enda hefur hún borið góðan ár- angur erlendis. Það ætti að veita sérstakar ívilnanir vegna fjárfest- inga við kvikmyndir. Það þarf meira fé í atvinnugreinina. Fram- leiðendur verða að opna fýrirtæk- in, sækjast eftir nýjum hluthöfum og greinin verður að tala einni röddu í hagsmunagæslunni. Þetta er ekki einfalt mál. Samstarf við erlenda aðila er mjög mikilvægt og auðvitað á að styðja erlend stórfyr- irtæki sem vilja reisa hér kvik- myndaver. Þorum að liugsa stórt Það á að setja það markmið að markaðurinn fyrir leiknar myndir sem nú er um 300 milljónir á ári velti 2 milljörðum innan 5 ára og sambærileg auking verði í annarri myndgerð. Það er engin fjarstæða að við gætum framleitt myndefni fyrir yfir 5 milljarða á ári eftir nokkur ár. Ef þetta væri umræða um álver myndu allir segja að þetta væri ekkert mál. Þjóðin er alin upp við slíkt tal. Það er kominn tími til að skipta um forrit í umræðu um at- vinnuuppbyggingu landsmanna. Við skulum nýta náttúruna, mennt- unina og listsköpunina til þess að fegra mannlífið og hagnast á því. Höfundur er alþingismaður. Það er svo mörgu skrökvað SVONEFNT sólskinsframvarp til fjárlaga hefur verið lagt fyrir Alþingi og kynnt þjóðinni. Það lyktar af vel reyktu kosningafleski, þegar skrautumbúðirn: ar eru teknar utan af. í almenningsútgáfunni, sem kynnt var og fag- lega haldið að fólki, vora nú ekki maðkarnir í mysunni. Tveggja milljarða króna rekstr- arafgangur og greiðslu- afgangur mun meiri. Af einhverjum ástæðum þótti það hafa gott svip- mót að tala um, að nú yrðu skuldir ríkissjóðs gi-eiddar niður um 30 milljarða samtals í ár og næsta ár. En hverju skyldi nú þarna vera skrökvað? Auðvitað er engu skrökvað beinlínis, heldur einungis látið hjá líða að segja frá ýmsum grundvallaratriðum, sem skipta miklu máli ef fólk á að geta mótað sér vel grandaðar skoðanir á því mikilvæga efni, sem þarna er kynnt. Fyrst er þess að geta, að meðal tekna, sem færðar eru í fjár- lagaframvarpinu, era 2,4 milljarð- ar króna, sem er söluhagnaður vegna sölu eigna ríkisins, þ.e. sölu- verð eigna, aðallega vegna sölu á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, umfram það verð, sem hann er færður til eigna í ríkisreikningi. M.ö.o. dygðu rekstrartekjur ekki fyrir rekstrargjöldum ef téður banki væri ekki seldur. Það er nú allur herragarður afkomunnar í öllu góðærinu skv. sólskinsfrum- varpinu. En fleira kemur til. Þjóð- hagsspá fyrir árið 1999 mun gera Fórnum ekkí árangrinum ÞÚ GERIR ummæli mín á aðal- fundi LÍÚ að umtalsefni greinar þinnar í Morgunblaðinu á dögunum. Þar eyddi ég nokkrum orðum í tal um kaupmáttaraukningu og launa- þróun í landinu. Vegna þeirrar hættu sem alltaf er fólgin í því að slíta orð úr samhengi og af því að þú hafðir einungis heyrt brot af ræð- unni í útvarpinu þykir mér rétt að birta lesendum Morgunblaðsins þennan kafla ræðunnar í heild sinni. Góð afkoma þjóðarinnar „Engum blandast hugur um að afkoma almennings hefur aldrei verið betri og verður það fyrst og fremst rakið til aukinnar verðmæta- sköpunar sjávarútvegsins. Þrátt fyrir veralegar launahækkanir, sem eru langt umfram það sem' gerst hefur í samkeppnislöndunum, hefur gengi krónunnar haldist stöðugt. Þetta hefur valdið því að kaupmátt- ur launa hefur aukist verulega. Það er leitt til þess að vita að launa- hækkanir hafa verið meiri til starfs- manna ríkis og sveitarfélaga en á hinum almenna vinnumarkaði. Með öðrum orðum hafa þeir, sem hafa tök á að afla fjár með sköttum, gengið fram í því að útdeila ábatan- um í ríkari mæli en aðrir og á þann veg stofnað jafnvægi á vinnumark- aðinum í hættu. Það líður vart sú vika að ekki komi til upphlaups hjá einhverjum hópi opinberra starfs- manna þrátt fyrir að launahækkanir þeiira hafi verið langt umfram hækkanir annarra. Jafnoft er látið undan á kostnað þeirra sem hafa framfæri sitt á almennum vinnu- markaði. Með framhaldi á þessari þróun mála er sá stöð- ugleiki sem mestu hef- ur ráðið um efnahags- legar framfarir settur í verulega hættu og víxl- hækkun launa og verð- lags gæti hafist á ný.“ Heildarmyndin skiptir máli Svo mörg voru þau orð Árni. Betri lífskjör á íslandi era markmið okkar beggja þótt við nálgumst viðfangsefnið eftir ólíkum leiðum. Þú telur upp 10 dæmi af starfsstéttum heil- brigðisstofnana þar sem launin eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Ég deili ekki við þig um að fólkið sem vinnur þessi störf njóti ekki hárra launa og þeg- ar horft er á þessi mál út frá þeirra sjónarhomi kunna orð mín að hljóma ósanngjörn. Laun þeirra eru þó til muna hærri en víða gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Ég tel mig þekkja samanburðinn sem ávallt fer fram milli stétta þegar kemur að kjarasamningum. Ég var því að lýsa áhyggjum yfir að opin- berir starfsmenn skuli hafa fengið tvöfalda kapmáttaraukningu miðað við það sem hefur gerst á almenn- um vinnumarkaði. Það getur leitt til togstreitu og ýtt verðbólgunni af stað á ný. Það yrði öllum lands- mönnum til óbætandi skaða. Ég var því að líta á heildarmynd- ina, áhrif launaþróunarinnar á sam- félagið og afkomu þjóðarinnar. Enginn græðir á því að kaupmátt- Kristján Ragnarsson araukningunni verði fórnað. Ríkisvaldið má alls ekki nota skattfé til þess að hækka laun umfram það sem einkafyrirtæki geta staðið undir. Það hleypir af stað skriðu sem enginn getur séð fyrir endann á. Núver- andi kaupmáttaraukn- ing er raunveruleg, ólíkt því sem áður var. Þótt margir hópar fái ekki gríðarhá laun, þá nýtast þau nú betur en áður. Þetta er munur- inn. Við verðum því að stuðla að aukinni kaup- máttaraukningu og megum ekki hætta á að glata þeim árangri sem hefur náðst. Stöðugleika í efnahags- málum má ekki fórna fyrir skamm- tímahagsmuni einstakra starfs- stétta. Kjaramál sjóinanna í ræðu minni ræddi ég um fleiri mál sem þú minnist einnig á. Ég til- tók að af þeim 50 fyrirtækjum sem hæstu launin gi’eiða á Islandi eru 29 útgerðarfyrirtæki og í 14 efstu sæt- unum era útgerðaríýrirtæki. Það er því Ijóst að sjómenn eru best laun- aðir allra stétta. Þrátt fyrir þessa staðreynd beittu foi-ystumenn sjó- manna verkfallsvopninu af mikilli hvatvísi síðasta vetur. Það er mikil þörf á að endurskoða launakerfi sjómanna. Hlutaskipta- kerfið er farið að virka gegn endur- nýjun fiskiskipaflotans og nauðsyn- legri hagi'æðingu. Fjárfesting í Þeir sem hafa tök á að afla fjár með sköttum hafa gengið fram í því að útdeila ábatanum í ríkari mæli en aðrir, segir Kristján Ragn- arsson í svari til Arna Gunnarssonar. nýrri tækni leysir oft mannshönd- ina af hólmi. Vonlaust virðist þó vera að ná sameiginlegum skilningi á því að fækkun manna í áhöfn leið- ir til lægri launakostnaðar. Meðan svo er erum við á rangri leið. Hagsmunir sjómanna og útvegs- manna eru ekki gagnstæðir. Verði ekki breyting á viðhorfi sjómanna- forystunnar er nauðsynlegt fyrir okkur að gera kröfu til að hluta- skiptakerfið verði endurskoðað frá grunni og taka þeim átökum sem því kunna að fylgja. Ella sitjum við hér eftir með úreltan og gamlan flota sem ekki stenst samkeppni við aðra og útgerðarfýrirtæki fá ekki tækifæri til þess að takast á við ný verkefni. Að lokum þakka ég þér bréfið Arni. Baráttan fyrir betri lífskjör- um mun halda áfram. En það má ekki fórna þeim efnahagslega ár- angri sem náðst hefur með því að hleypa af stað víxlhækkun launa, sem er engum til góða. Höfundur er fornuiður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. ráð fyrir um 25 milljarða króna neikvæðum vöraskiptajöfnuði árið 1999. Sá neikvæði vöraskiptajöfn- uður ætti eftir venjulegum sólar- merkjum að gefa rík- issjóði 6-8 milljarða króna í auknar tekjur umfram það, sem væri, ef jöfnuður væri í vöruskiptum. Þetta skilar síðustu 6-8 milljörðunum í likis- kassann og allir vita, að vöraskiptahallinn er sjúkleikamerki efnahagsþróunarinn- ar. Þess vegna væri Jón (þ.e. ríkiskass- inn) ekki svona hress ef hann væri ekki svona veikur. Jafnvel J°n á veltiári Hins Mikla Sigurðsson Góðæris virðist svo sem virðingarverðri og sjálfsagðri niðurgreiðslu lána sé haldið á loft til að breiða yfír það, að í rauninni duga bólgnar rekstrartekjur ekki Lyktin af kosninga- fleskinu leynir sér ekki, segir Jón Sigurðsson í þriðju grein sinni af 7. til að greiða rekstrargjöldin og hluti þeirra er greiddur með því að selja borðsilfur ættarinnar. En það er fleiru leynt af sömu tegund í sól- skinsframvarpinu til fjárlaga. Sam- tímis því að haldið er hátt á loft, að skuldir ríkissjóðs eru til mikillar fyrirmyndar greiddar niður um 30 milljarða króna á árunum 1998 og 1999, fer það eiginlega eins og í dulsmáli fyrr á öldum, að á þeim sömu áram safnast upp nærri 20 milljarða króna lífeyrisskuldbind- ing hjá ríkissjóði, sem að einhverju leyti þarf að vísu ekki að koma til greiðslu fyrr en eftir alllangan tíma, en er engu að síður veraleg skuldasöfnun ríkissjóðs. Framsetn- ingin ber með sér handbragð förð- unarmeistarans. Lyktin af kosn: ingafleskinu leynir sér ekki. í rauninni helst í-íkisstjórninni af- arilla á þeim ógnarlegu fjármun- um, sem þessi veltiár skila inn í ríkissjóð, að hafa í rauninni engan rekstrarafgang til að greiða niður skuldir og þurfa hluta af eignasöl- unni til að greiða rekstrargjöld. Þar við bætist, að væri þjóðin að gera það skynsamlega, að spara meira í stað þess að búa sér til við- skiptahalla, væri beljandi halli á ríkissjóði í miðju góðærinu. Vonandi gefst færi til að segja frá fleiri skröksögum. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og fyrrum ráðuneyt- isstjóri i fjármálaráðuneyti. AR0MAZ0NE Sogæðanudd/Díeitmn Frábær ieið di að iosa líHamann við eiturefni Þægiiegt ÚUltsbætandi Snyrtistofa Hönnu Kristínar Laugavegi 40 • Síml 561 8677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.