Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 29 LISTIR LJÓÐÁ TÁKNMÁLI SJONMENNTAVETTVANGUR Höll uppgötvananna, eða Palais de la Découverte er í útbroti Stóru hallarinnar, Grand Palais, er vísar að breiðgötu -------------------------------;--7---- kenndri við Franklin D. Roosevelt. Asamt litlu höllinni, Petit Palais, og brú Alexand- ers þriðja, skrifar Bragi Asgeirsson, voru þetta risaframkvæmdir í lok síðustu aldar vegna heimssýningarinnar aldamótaárið. ÞESSI ljósmynd af Sandrinu Herman að túlka ljóðið Eternité, eilífð, eftir Arthur Rimbaud, birtist á forsíðu Le Nouvel Observateur, sem tákn sýningarinanr um skynfærin. ALLT þar til Pompidou menningarmiðstöðin kom til sögunnar var svæðið mikilvægasti hvei’fípunkt- ur almenns stórsýningarhalds í París, en er svo er komið hýsir Stóra höllin einungis haustsalinn, Salon d’Autonne. Hins vegar eru þar reglulega haldnar viðamiklar yfirlitssýningar og um þessar mundir eru heilar fjórar í gangi og allar merkar. Fyrst ber að nefna sýningu á postula táknsæisins Gustave Moreau, 1826-1898, sem stendur til 4. janúar, þá á endur- reisnarmálaranum ítalska Lorenzo Lotto, 1480-1552, - til 11. janúar, og fjársjóði úr fornminjasafninu í Taipei, - til 25. janúar, allar í stóru höllinni. En litla höllin er að stórum hluta undirlögð sýningu á verkum síðasta mikla Feneyjamálarans Gi- ambattista Tiepolo, 1696-1770, en sagt er að þegar hann dó hafí hann lokað að sér og slökkt ljósin, - til 24. janúar. Frá öllum þessum sýning- um skal hermt nánar í greinaflokki sem vegna alveg sérstakra kring- umstæðna hefst naumast fyrr en um miðjan desember. Hér verður hins vegar greint lítillega frá sýn- ingu í höll uppgötvananna, er menn hafa kosið að nefna Leikhús skyn- færanna, eða „Exposition Théátre des Sens“ Um er að ræða að sýnt er hvernig skilningarvitin fimm vinna og er einnig skilgreint sem ferðalag inn á lendur skilningai-vitanna, ein- kenni þein-a og eðli kannað, - stendur til 3. janúar. Að baki framkvæmdanna er mik- ill fjöldi fyrirtækja sem öll eiga til- vera sína undir skilningai’vitunum, byggja starfsemi sína á grunneðli þeirra og rannsóknum á þeim, nefn- ir sig Comité Colbert. Hér eru tískufyi'irtæki áberandi, en einnig koma við sögu vínframleiðendur, hótel og veitingakeðjur, skartgripa- hönnuðir, ljósmynda- og kvik- myndafyrirtæki. Sýningin hefst á því að skilgreina hvernig dýr merkurinnar skynja umhverfi sitt og er viðamesti ein- staki hluti hennar og meistaralega vel úr garði gerður, þarnæst er kviksjá, hlustun, horfun, leikhús eð- alsteinanna, snerting, leikhús til- beiðslunnar, bragð og ilmur, leikhús ilmvatnanna og loks leikhús gnægt- anna, þ.e. matar og víns. TRÚLEGA rennur upp margt ljósið hjá mörgum við skoðun sýningarinnar og var ekki annað að sjá en að menn nytu hennar út í æsar. Það er einmitt lagið, að vekja áhuga og forvitni fólks á umhverfí sínu og fyrirbærum mannlífsins á blóðríkan hátt. Áhuginn er það sem gildir og gerir eftirleikinn stórum auðveldari. Telst einmitt gi'unnurinn að því sem gert hefur Frakka heimsþekkta á þessum sviðum. Hið einfaldasta er flóknara en margur heldur, jafnvel að sjóða kartöflur og fisk. Hér er veigurinn að kartöflurnar eigi að hafa bragð af mold og fiskur af hafi eða vatni. Er mikilvægt að vita á tímum er aðalatriðið virðist orðið geymslu- og flutningaþol matvöru en ekki bragð né fjölbreytni. I stór- mörkuðum hér í nágrenninu eru t.d. 1-2 tegundir af eplum og appelsín- um, en á útimarkaðinum á Rue du Seine á milli Rue de Buci og Bou- levard St. Germain er svo mikil fjöl- breytni ferskra ávaxta og grænmet- is að maður tekst á loft. Húðin er stærsta líffærið, þekur allan líkamann og er vettvangui’ mikillar skynjunar og móttöku- næmi, algjörasti hluti mannsins. Húðin andar og er líka snertisvið kynþokkans. En öðru fremur er húðin það svæði þar sem tiifínning beinnar snertingar ræður ríkjum. Ekki gera sér allir grein íyrir mikil- vægi hennar frekar en annarra skynmiðstöðva líkamans né þýðingu hennar fyrir aðra starfsemi líkám- ans. En hér skal öðru fremur greint frá þeim skynheimi sem felst í táknum. Meðal hinna heyrandi skipta hún aðskiljanlegustu tákn til áherslu mæltu máli, eða sem hljóð- laus skilaboð, hundruðum í heimin- um og sömu táknin geta haft þver- öfuga merkingu í hinum ýmsu lönd- um og heimshlutum. Það sem er helgitákn á einum stað getur verið dónamál á öðrum! Og þannig er hið þróaða táknmál heyrnarlausra frá- brugðið frá einu landi til annars, þó hvergi nærri í líkum mæli og tungumálin. Fyrsta deildin eftir skynheim dýranna og kviksjána var heyrnin og var byrjað á þögninni! En sagði ekki tónskáldið Beet- hoven, að þögnin væri mikilvægasti og vandmeðfarnasti tónn hljóðfær- isins? Þar næst blasa við gestinum tvö ungmenni á stóru tjaldi, flytj- andi ljóð eftir Arthur Rimbaud og Jacques Prévert. Þetta eru heyrn- arlausu leikararnir Sandrine Herman og Oliver Schefrit og hefí ég aldrei litið jafn hreint og full- komið táknmál. Þetta voru stutt kvæði, eða hendingar úr kvæðum og var auðséð að þau skildu inni- hald þeirra til fulls. Eternité og Sensation eftir Rimbaud fluttu þau hvort fyrir sig og einnig Dejeuner de matin og Pour loi mon amour eftir Prévert, en bæði tvö í samein- ingu Le dormer du val eftir Rimbaud og Cancre eftir Prévert, þ.e. fjórhent! EINKUM meistraði hin þokkafulla Sandrine tákn- málið og allar áherslu- hreyfingar líkamans til fullnustu svo unaður var á að horfa. Oliver er líka býsna fær en áherslur hans aðeins grófari og ýkjukennd- ari. Hins vegar voru látbrögð Sandrine fullkomlega laus við allar ýkjur og hún minnti mig í senn á meistara Marcel Marceau og söng- konuna Edit Piaf, en þau hef ég oft- sinnis séð á tjaldi. Líkt og Piaf var einn rafmagnaður söngur fyrir framan hljóðnemann var líkami Söndru sem táknmynd Ijóðanna er hún flutti, Poesi! Aldrei hef ég skynjað það jafn vel, að til eru mörg stig táknmáls, ekki síður en talaðs máls og jafnframt þær miklu vega- lengdir sem eru á milli. Hér ber nefnilega einnig að vanda framsetn- inguna ekki síður en í mæltu og skrifuðu máli, og hér var um sér- þjálfaða einstaklinga að ræða. Hlýt- ur að vera ámóta fyrirhöfn að ná slíkri fullkomnun í táknmáli og varalestri en með nýjum áherslum og hátæknimiðlum ætti flestum heyrnarlausum að vera fært að ná mjög langt á báðum sviðunum. Ekki gat ég varist að hugsa til þess, að skáldin hefðu upplifað alveg nýjan áhersluflöt í ljóðum sínum í flutn- ingu Sandrínu og Olivers, jafnvel orðið uppnumin. Hér er vel að merkja komið enn eitt svið skynjun- ar og tjáskipta sem vert er fyllsta athygli og viðurkenningar. Er sömuleiðis sjónmennt af hárri gráðu. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MINNINGARDAGSKRÁ um skáldið Jón Óskar í Listaskálanum í Hveragerði var vel sótt. / Minningardagskrá um Jón Oskar Hveragerði. Morgunblaðið. NÓTTIN á herðum okkar var heitið á minningardagskrá um skáldið Jón Óskar sem flutt var í Listaskálanum í Hveragerði síðastliðinn sunnudag. Það voru nokkrir vinir og velunnarar Jóns Óskars sem vildu með þessari dagskrá votta honum virðingu sína en Jón Óskar lést fyrir skömmu, Dagskráin var fjölbreytt en hún hófst á því að Jón frá Pálmholti flutti erindi um Jón Óskar. Þór Stefánsson las smásögu eftir Jón Óskar og Pétur Hafstein Lárusson las kafla úr endurininningum skáldsins. Þá fluttu leikararnir Baldvin Halldórsson og Karl Guðmundsson ljóð og ljóðaþýð- ingar eftir Jón Óskar. Skemmti- legt innlegg í dagskrána átti dóttir skáldsins, Una Margrét, en hún flutti ljóð eftir föður sinn við tónlist eftir Carl Möll- er. En það voru tónlistarmenn- irnir Guðmundur Steingríms- son og Jón Möller sem sáu um þann flutning sem og annan tónlistarflutning milli atriða í dagskránni. Dansið þér sardas eða kvadrillu...? TONLIST II I j oiniliskar RÚSSÍBANAR/ELDDANSINN Rússíbanar: Einar Kristján Ein- arsson (gítar, búsúkí), Guðni Franzson (klarínetta, bassaklar- fnetta), Jón Skuggi (kontra- bassi), Kjartan Guðnason (trommur, slagverk), Tatu Kantomaa (harmóníka). Aðrir bljóðfæraleikarar: Áskell Más- son (darabuka), Szymon Kuran (fiðla), Eyþór Gunnarsson (cong- ur). Upptökur og hljóðblöndun í Hljóðhamri í maí og júní. Stjórn upptöku: Eyþór Gunnarsson. Upptökumaður: Tómas M. Tóm- asson. Utsetningar: Rússíbanar. Stafræn eftirvinnsla: Jón Skuggi. Mál og menning 1998. HER kennir ýmsra grasa, flest lögin þjóðlegir og alþjóð- legir dansar af einhverju tagi, þótt höfundar séu skráðir fyrir flestum (þ.ám. Einar Kristján fyrir Rússíbananum); svipað má segja um hljóðfærin. Þetta er svona í heildina hálfgerð „gúllasmúsik“ (og ekki verri fyrir það), með allskonar ívafi - svosem austurlensku kryddi og hinu og þessu ættuðu héðan og þaðan, jafnvel frá Brasilíu, m.ö.o. „heims gyðinga sömbu balkanskaga klassík“. Og hér höfum við „dans“ býflugunnar eftir Rimsky-Korsakow sem Guðni Franzson leikur á klar- inettuna sína (ásamt hinum) einsog sannur „virtúós", sem hann auðvitað er. Og við höfum Stundadansinn hans Ponchiellis og Elddansinn eftir J. Hein; X- Sömbuna hans Untos Jutila og Carioca eftir Vincent Youmans (ekki „klárinn dansaði kúna við“); Czardas og Quadrille og ég veit ekki hvað. Allt í útsetn- ingu Rússíbananna og leikið af þeim og nokkrum vinum - ekki völdum af verri endanum. Þetta eru sem sé fyrsta flokks tónlist- armenn að skemmta sjálfum sér og væntanlega öðrum líka, enda þótt undirrituðum þætti þetta dálítið einhæft prógi-am, þrátt- fyrir alla „fjölbreytnina". Samt er gaman að eiga þennan disk og eindregið mælt með honum við þá sem kunna að meta tón- list af þessu tagi. Hljóðritun er fín, að sjálf- sögðu. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.