Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 41 SVEINSÍNA HJARTARDÓTTIR + Sveinsína Ingi- björg Hjartar- dóttir var fædd í Reykjavík 25. ágúst 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 10. nóvember 1998. Foreldrar hennar voru Hjört- ur Björgvin Helga- son frá Lykkju á Akranesi, bflstjóri og bóndi, síðar kaupfélagsstjóri í Sandgerði, f. 1898, d. 1994, og kona hans Sveinbjörg Jónsdóttir frá Bæjarskerjum í Miðneshreppi, f. 1903, d. 1978. Systkini Sveinsínu eru: Guðrún, Lilja og Erla, búsettar í Reykja- vík, og Jón Einar, sem býr á Læk í Ólfusi. Sveinsína giftist í Kaup- mannahöfn 17. júlí 1947 Árna Jónssyni, bryta, f. 14. janúar 1924. Foreldrar hans voru Jón Emil Ágústsson og Jóhanna S. Halldórsdóttir á Dalvík. Sveins- ína og Árni eignuðust sjö syni 1) Jón Emil, f 29.9. 1948. Hann á dóttur, stjúpson og tvö barna- börn. 2) Hjörtur Björgvin, f. 4.5. 1952, eiginkona hans er Unnur Halldórs- dóttir. Þau eiga ljögur börn. 3) Árni Björn, f. 21.10. 1953, d. 6.2. 1954. 4) Páll Ingi, f. 26.8. 1957, eiginkona hans er Margrét Sveinbjörnsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. 5) Helgi, f. 11.2. 1962, sambýl- iskona hans er Má- bil G. Másdóttir og eiga þau eina dótt- ur og Helgi á eina dóttur úr fyrri sambúð. 6) Hilmar, f 15.3. 1963, hann á einn son. 7) Guðni, f. 3.1. 1967, í sambúð með Lilju Loftsdóttur, og eiga þau einn son. Barna- börnin eru 13 og barnabarna- börnin 3. Sveinsína lærði tannsmíðar í Reykjavík og stundaði fram- haldsnám í þeirri iðn í Kaup- mannahöfn. Hún starfaði sem tannsmiður umn skeið en sinnti síðan húsmóðurstörfum og uppeldi sona sinna. Utför Sveinsínu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þótt andlát tengdamóður minnar veki hjá mér sorg og trega hlýt ég að viðurkenna að fyrir hana kom dauðinn sem líkn. Hún var orðin æði þreytt á sjúkdómum og heilsu- leysi og síðastliðið sumar var henni erfitt. Þrekið var búið og ekki var sýnilegt að læknavísindunum tæk- ist að létta henni tilveruna. Hún er vel að hvíldinni komin að loknu drjúgu dagsverki. Það eru tæplega þrjátíu ár síðan ég kynntist Sínu og fjölskyldu hennar er ég fór að venja komur mínar í Hlaðbæinn í fylgd næstelsta sonarins, Hjartar. Strax var mér tekið opnum örmum og það var eins og ég hefði þekkt Sínu alla ævi. Hún var á þessum árum önnum kafin húsmóðir með fullt hús af strákum og ég dáðist oft að því hve allt var í röð og reglu á heimilinu. Þegar ég hafði orð á þessu sagði hún að þetta væri sko einfalt, staður fyi-ir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Allt gekk áreynslulaust íýrir sig, elda- mennska í átta manna fjölskyldu var ekkert mál og þegar sest var að dúkuðu borði var ekki óhreinn pottur í eldhúsinu. Oft hef ég óskað þess að hafa þessa eiginleika en sá sem úthlutar slíku átti lítið afgangs handa mér. Já, Sína var sannarlega húsmóð- ir í bestu merkingu þess orðs og þótt heilsan væri oft á tíðum léleg var það fjarri henni að hlífa sér við heimilisstörfin. Eftir eitt veikinda- tímabilið dreif hún í því að þvo all- ar gardínur í íbúðinni og mottur á stigagöngum og lá svo steinuppgef- in í nokkra daga á eftir. Þegar við höfðum orð á því að henni hefði nú verið nær að hvíla sig og fá aðra til þessara verka sagðist hún bara ekkert geta að þessu gert, hún væri svona og ekki hefði sér liðið skár að vita af þessu óhreinu. Slík fyrirmyndarhúsmóðir sem hún var sýndi hún ótrúlegt umburðarlyndi gagnvart brestum mínum á þessu sviði og aldrei minnist ég þess að hún fáraðist yfir húshaldinu hjá mér. Hins vegar bauðst hún oft til að hjálpa mér og blómin mín nutu þess ítrekað að Sína fór um þau nærfórnum höndum, umpottaði og snyrti og því hélt hún áfram fram á síðari ár. Það var einstaklega gott og notalegt að koma til Sínu og Arna og það fundu margir, því töluvert var um gestagang. Heimil- ið var í þjóðbraut, hvort sem var í Hlaðbænum eða Skipholtinu og vel tekið á móti öllum sem litu inn. Heimabakað með kaffinu lengst af en hitt skipti þó meira máli, alúðin og áhuginn á gestinum og velferð hans. Það var afar notalegt að njóta umhyggju hennar og finna áhuga hennar á öllum málum sem snertu okkur í fjölskyldunni, bæði í stai-fi og leik. Hún tók virkan þátt í ýmsum vangaveltum um lífið og til- veruna og alltaf fór maður ríkari af hennai- fundi því hún kunni listina að hlusta og leiðbeina án þess að þröngva skoðunum sínum upp á mann. Þótt lífsbaráttan væri oft á tíðum erfið eins og búast má við hjá svo stórri fjölskyldu tókst Sínu snilldarlega að spila úr hlutunum og sjaldan heyrðist hún kvarta þótt þröngt væri í búi. Hún var ánægð með sitt og öfundaði engan. Hjóna- band hennar og Áma var farsælt, ást og gagnkvæm virðing ríkti milli þemra og alla tíð tókst þeim að halda lifandi neistanum sem kvikn- aði í rigningunni á Þingvöllum 17. júní 1944. Hafi einhver ágreiningur komið upp milli þeÚTa, eins og eðli- legt er í öllum hjónaböndum, tókst þeim að leysa slík mál í friðsemd og ró. Sonum sínum var hún ein- stök móðir og umhyggja hennar nálgaðist dekur á köflum en víst er að þeir kunnu að meta það og end- urguldu henni hver á sinn hátt. Sína hafði áhuga á pólitík og fylgdist vel með þjóðmálaumræð- unni og yfirgaf ekki þann málstað sem hún studdi frá unga aldri, bar- áttu verkalýðsins. Keypti Þjóðvilj- ann meðan hann kom út, sat í kjör- deildum á kosningadag fyrir flokk- inn sinn en sneri því upp í grín þegar synirnir hölluðust á hinn vænginn einn af öðrum og ekki minnist ég þess að hún hafi reynt að tala um fyrir þeim af neinni al- vöru. Hún var glaðvær og stutt í spaugið en hjartað var stórt og meðaumkun hennar rík með þeim sem minna máttu sín. Barnabörnin fundu það sannar- lega að amma Sína var vakin og sofin yfir velferð þeirra, hún taiaði við þau eins og fullorðið fólk, hellti mjólk í glös og hlóð kökum og kexi á diska og læddi peningum í lófa unglinganna, „vantar þig ekki aur, elskan mín“. Engan veit ég sem auðveldara var að gleðja en Sínu. Það var ein- staklega gaman að gefa henni gjaf- ir því hún var alltaf svo ánægð með allt sem henni var fært. Hvort sem um var að ræða fatnað, blóm, sér- ríflösku eða bara poka af súkkulaðikúlum kunni hún sannar- lega að meta það og gefandinn fékk marga kossa og þakkir. Hún leiddi mig oft ljómandi af ánægju inn í stofu til að dást að blómum sem einhver hafði fært henni og mér er sem ég heyri hana segja „sjáðu, hvað þetta er fallegt". Sömuleiðis var ákaflega gaman að fara með henni í leikhús eða á tónleika og lengi bjó hún að því að hlusta á Kristján Jóhannsson í Hallgríms- kirkju. Eg, sem í hjarta mínu er al- gerlega á móti reykingum, gat ekki stillt mig um að færa henni sígar- ettur í hvert sinn sem ég kom frá útlöndum, kannski af eigingirni að njóta þess að fá þakkimar og koss- ana fyrir „greiðann". Við, sem höfum notið þeirrar gæfu að eiga Sínu að, getum sann- arlega verið þakklát fyi-ir sam- fylgdina og fyrir mitt leyti er ég sannfærð um að ég er betri mann- eskja en ella vegna þess að ég var svo lánsöm að tengjast þessari fjöl- skyldu. Ég sagði raunar stundum í gríni að ég hefði unnið í tengda- mömmuhappdrættinu því aldrei á þessum tæplega þrjátíu árum varð okkur sundurorða. Hlýjan og ástin sem hún auðsýndi okkur nærði og laðaði fram það besta hjá okkur. Hún vissi hvað okkur þótti vænt um hana og við getum haldið minn- ingu hennar á lofti með því að rækta garðinn okkar, og vera góð hvert við annað. Orð skáldsins frá Fagi’askógi eiga vel við á þessari stundu: Þvi aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun að vera öðrum góður, og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stef.) Fjölskyldan hefur misst mikið og vandfýllt verður það skarð sem þessi litla kona, sem þó var svo stór, skilur eftir sig. Sár er missir Ai’na tengdafóður míns, sem nú kveður lífsförunaut sinn eftir ríf- lega fimmtíu ára sambúð. Hann á ríkan sjóð af góðum minningum um yndislega konu og þær munu ylja honum þótt nú syrti að um stund. Guð blessi minningu Sveins- ínu Hjartardóttur. Unnur Halldórsdóttir. En draumanna minnist ég með trega nú þegar dimmir og kólnar og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða. (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Elsku amma mín, ekki óraði mig fýrir því þegar við sáumst síðast að það yi-ði í hinsta sinn. Það var svo margt ógert, svo margt ósagt sem nú verður aldrei sagt. En minningarnar verða aldrei frá mér teknar og þær varðveiti ég. Astarþakkir fyrir sarhveruna. Þín Sigrún. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei fi-amar mun þessi rós blikna að hausti. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Formáli minn- ing-argreina ÆSKILEGT er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í fonnálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. HULDA JAKOBSDOTTIR Marbakkahjónin, Hulda og Finnbogi Rútur, heiðursborgarar Kópavogsbæjar. Málverk Baltasars. + Hulda Jakobs- dóttir, heiðurs- borgari Kópavogs- bæjar, f. 21. nóvem- ber 1911, d. 31. október 1998. Heiðursborgari óg kvenhetja hefur kvatt þennan heim, háöldruð með reisn. Lífsganga Huldu var glæsileg og henni til mikils sóma. Tigin framkoma henn- ar og hlýtt viðmót prýddu mjög persónu hennar. Aðalsmerki hennar voru æðruleysi og drengskapur. Sá er þessar línur ritar kynntist Huldu fýrst er hún var um- boðsmaður Brunabóta- félagsins í Kópavogi og bæjarfulltrúi á áttunda áratugnum. I störfum mínum fyrir bæjarfélagið á þessum árum var ég oft rækilega minntur á handarverk Huldu, sem var bæj- arstjóri 1957-62 auk margvíslegra nefndarstarfa um árabil. Þau hjón, Hulda og Finnbogi Rútur, voru móðir og faðir Kópa- vogs, handleiðsla þeirra var algjör - stórhuga og bráðgáfuð bæði tvö. Þau hjón voru hvort tveggja í senn heimsborgarar og íslenskt alþýðu- fólk með bændamenningu að bak- hjarli, ræktendur hugai’ og handar. Rætur þeiiTa beggja stóðu vestra, Hulda úr Önundarfirði og Finnbogi Rútur úr Isafjarðardjúpi. Hulda bæjarstjóri lagði grunn m.a. að fjölmörgum menningar- þáttum og valdi til verka víðsýnt og menntað fólk, einkum kvenfólk. Má þar nefna Högnu Sigurðar- dóttur, arkitekt sundlaugarinnar á Rútstúni, og Gerði Helgadóttur, höfund steindra glugga í Kópa- vogskirkju, sem eru gersemar, enda stolt bæjarbúa. Þessar konur þrjár, Hulda, Gerður og Högna, áttu það sameiginlegt að hafa franskt veganesti. Sterk frönsk menningaráhrif ríktu á Marbakka- heimilinu, en Hulda og Finnbogi Rútur bjuggu þar frá vordögum 1940. Minningar stíga fram. Þegar glæsilega sundlaugin á Rútstúni var vígð fyrir fáum árum áttum við stundarkom saman á heimili mínu, Högna, arkitekt laugarinnar, og Hulda, gamli foringinn. í höfn var langþráður draumur, áratuga gam- all, og rík ástæða til að gleðjast, en hjónin höfðu ennfremur gefið land undir bygginguna og starfsemi hennar. Kópavogskirkja - tákn Kópa- vogs - þar stýrði Hulda uppbygg- ingunni líka. Hún var formaður byggingarnefndar kirkjunnar. Eitt setti meiri svip á kirkjuna en títt vai’. Það voru steindu gluggarnir hennar Gerðar. Þeir eru víðfrægir. Birst hafa myndir af þeim í lista- verkabókum og á sýningum. A 40 ára afmæli Kópavogs sem sjálfstæðs sveitarfélags í janúar 1988 var í tilefni tímamótanna ní' ' hjúpað málverk af Marbakkahjón- unum, framsæknum og farsælum forystumönnum þessa sérstæða sveitarfélags í hálfan annan áratug, en byggðin hér á hálsunum spratt upp úr nær engu með örskotshraða eða eins og Þorsteinn Valdimars- son, skáld, segir í kvæði sínu, Kópavogsbær, 1965 risinn einn árdag úr eyði, heill undrunarheim- ur -“. Málverkið, sem að framan grein- ir, er sterkt, mikið og fallegt. Þaðtí- blasir við augum í bæjarstjórnar- fundarsalnum í Félagsheimilinu, sem verið hefur stjórnstöð kaup- staðarins alla tíð. Höfundur lista- verksins er hinn góðkunni Kópa- vogsbúi, Baltasar. UndiiTÍtaður kom nokkuð nærri aðdraganda þessarar listsköpunar og hafði af því mikinn lærdóm og fólskvalausa gleði. Eitt af mörgu í fari þessarar merku konu, sem vakti líka aðdáun mína, var sterk réttlætiskennd. Henni auðnaðist það, sem fáum er gefið, þ.e. að nálgast hina smáu í samfélaginu. Hún bar hag þeirra fyrir brjósti með sívökulum aug- um. Þessi fórnarstörf vann hún þögn, en ávann sér um leið virð- ingu og þökk þess sem naut. Við fráfall Huldu verða þáttaskil í lífssögu Marbakkaættarinnar. En tíminn tifai’ áfram. Ánægjulegt er fyrir þessa merku brautryðjendur í sögu Kópavogs, Huldu og Finn- boga Rút, að margir afkomendur þein-a búa þar í túnfætinum og halda merki þeirra á lofti. Ég sendi ættingjum öllum og vinum hugheilar samúðarkveðjur. Kristján Guðmundsson. t KRISTÍN ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Lindargötu 62, föstudaginn 13. nóvember, veröur jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30 Lilja Magnúsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson og börn. María J. Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, Árni Rósason. Bróöir okkar, + INGÓLFUR GUÐJÓNSSON frá Oddsstöðum, lézt í Hraunbúðum Vestmannaeyjum mánudaginn 16. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.