Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 4gy aðlögunarhæfni og þolinmæði. Það sýndi Bragi vel þegar hann þurfti sífellt að upplifa nýtt aðstoðarfólk og liðsmenn sem mættir voru til að auðvelda Braga þátttöku í daglegu lífi. Bragi var mikill tónlistarunnandi og naut þess að hlusta á tónlist. Hann naut þess að fara á tónleika hvort sem það voru tónleikar skipu- lagðir af Hinu húsinu eða tónleikar í Listasafni íslands þar sem flutt voru íslensk nútímakórverk. Það var ekki aðeins það að Bragi nyti tónlistar, hann kenndi líka öðrum að njóta hennar. Hann kenndi manni að hlusta með sér, að njóta þess sem heyrnin sem skynjun færir okkur. Það er komið að kveðjustund. Ég kveð Braga Gunnarsson með djúp- um söknuði. Það eru margir sem sakna hans, allir í Munirimanum en þó sérstaklega fjölskylda hans. Salóme Þórisdóttir. Elsku Bragi okkar er dáinn. Okkur bekkjarsystur og vinkonur hans Braga langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Núna þegar Bragi er dáinn hugsum við um allar góðu stundirnar sem við áttum saman í Öskjuhlíðarskólan- um, í Víðihlíðinni og nú síðasta árið í Bjarkarási. Við gerðum margt saman í Öskjuhlíðarskólanum, en skemmti- legast fannst Braga í tónlist hjá Óla. Þar sungum við mikið enda kunni Bragi mörg íslensk lög. Böllin voru líka skemmtileg og þar dönsuðum við oft við Braga því honum þótti mjög gaman að dansa. í Víðihlíðinni hlustuðum við á músík og fórum í göngutúra og borðuðum popp. Einnig fórum við á Hard Rock og borðuðum hamborg- ara, franskar og kók. Braga fannst kók svo gott. Stundum leið Braga illa og þá fannst honum gott að dansa. Þá leið honum betur. Fyrir ári kom Bragi í Bjarkarás og var hann á annarri deild en við. I matartímunum sátum við þó oft við sama borð og á böllunum í Bjarkar- ási dönsuðum við saman. Kæri Bragi, við viljum þakka þér íyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafdu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kveðja. Birna Rós og Hildur. FINNBOGI PÉTURSSON + Finnbogi Pét- ursson fæddist í Reykjavík 11. júlí 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 11. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pétur Þorvaldsson, byggingameistari og húsgagnasmið- ur, fæddur í Geit- dal í Skriðdal 9. mars 1882, dáinn 26. maí 1950, og Guðfinna Steinunn Finnbogadóttir, húsmóðir, f. á Borg í Skriðdal, 20. maí 1889, dáin 30. sept. 1926. Bróðir hans var Svavar Þorvaldur, f. í Reykjavík 17. janúar 1918, d. 11. ágúst 1991. Starf- aði í mörg ár hjá Flugmálasfjórn á Reykjavíkurflug- velli. Finnbogi var ókvæntur og barn- laus. Hann lærði málaraiðn hjá Ós- valdi Knudsen og Daníel Þorkelssyni í Reykjavík 1932- 1936, og stundaði hana. I þónokkuð mörg ár söng hann með Karlakórnum Fóstbræðnim. Útför Finnboga fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar leiðir okkar Finnboga Pét- urssonar málara lágu fyrst saman var ég ungur maður, bæði að áram og lífsfjöri, en hann fullorðinn mað- ur, eða í þeirra flokki sem ungur maður lætur ná yfir alla þá sem honum era eldri. Nokkru fyrir síðai-i heimsstyrj- öldina leigðu foreldrar mínir íbúð á Laugavegi 72 hjá föður Fínnboga, Pétri Þotvaldssyni, trésmíðameist- ara. Hann hafði með dugnaði ráðist í að kaupa þetta stóra hús með verslunum á götuhæð og fjórum íbúðum á tveimur hæðum. Þessi litla íbúð okkar var í rishæð hússins og var um 50 fm að stærð. Samt hýsti hún fimm manna fjölskyldu í tugi ára. Þá var ekki óalgengt á þessum árum að ættingjar okkar utan af landi, sem þurftu að reka erindi í bænum, gistu hjá foreldrum mínum. Voram við krakkarnir þá látin víkja úr rúmum og sofa á gólfinu. Aldrei kom til þess að Pétur, faðir Finnboga, amaðist við þessum átroðningi því hann var friðsemdar- maður og hvers manns hugljúfi. Þessi einkenni erfði Finnbogi frá föður sínum. Það tókst strax góð vinátta með foreldram mínum og Pétri. Það sama gilti um syni hans, Finnboga og Svavar, en Svavar lést 1991. Þeir samlöguðust svo vel okkar fjöl- skyldu að aldrei bar skugga á. Eftir að Svavar stofnaði heimili með konu sinni, Þórdísi Jóhannes- dóttur, var samgangur jafnvel enn nánari. Þegar Finnbogi, eða Bogi eins og hann var kallaður á meðal vina, var 12 ára og Svavar 8 ára lést Guðfinna móðir þeirra af áverka, sem hún hafði hlotið árið áður við fall í stiga á heimili sínu. Fjölskyldan bjó þá á Hverfisgötu 80. Allt frá því slysið átti sér stað hafði henni verið hjúkrað heima. Guðfinna var þá að- eins 36 ára gömul. Ætla má að þessi bitra reynsla og móðurmissir hafi mótað unglinginn á þessum áram. Þess vegna læðist sú hugsun að manni að Bogi hafi aldrei verið ung- ur. Aldrei átt æsku í eiginlegum skilningi heldur gengið á barnsaldri yfir í flokk fullorðinna manna. Bogi lærði málaraiðn hjá Ósvaldi Knudsen og Daníel Þorkelssyni í Reykjavík, en báðir höfðu þeir fjölda málara í vinnu á þessum ár- um. Bogi starfaði aðallega í Reykja- vík að iðn sinni, en um árabil vann hann við málningarvinnu á Laugar- vatni. Bogi var listfengur að eðlis- fari, hafði fallega tenórrödd og tók virkan þátt í starfi Fóstbræðra á þessum áram. Hann átti við van- heilsu að stríða um árabil og varð að dvelja í Amarholti seinni árin þar sem hann naut góðrar aðhlynningar starfsfólks. Á seinni árum var fátt til tilbreytingar hjá Boga en börn Svavars bróður hans héldu sam- bandi við hann, sem gaf honum lífs- fyllingu og tækifæri til að eiga er- indi við vini. Ekki get ég lokið svo við þessi fáu minningarorð um Boga að ekki sé minnst á Grím Guð- mundsson framkvæmdastjóra, sem alltaf hafði tíma fyrir hann. Grímur var óþreytandi við að létta honum lífið á erfiðum stundum. Áratuga kynni okkar geyma margar góðar minningar, enda var hann skemmtilegur og spaugsamur á meðal vina sinna. Ég óska honum góðrar ferðar, þakka samfylgdina og bið honum guðs blessunar. Öll^ um ástvinum Boga votta ég mína innilegustu samúð. Guðmundur K. Egilsson. Minnumst þess er við komum til þín saman síðast. Þá var ferðlúinn og þreyttur maður er horfði út um gluggann á hestana í gáskafullum leik og hlaupum. Við töluðum um að fara með þig í bæinn og þú varst glaður og sagðir að þú ætlaðir þá ekki að koma til baka. Almættið varð við ósk þinni, fyrr og á annan hátt en við áttum von áp» en ferðbúinn varstu. Við kveðjum þig, kæri frændi, með ljóði eftir Gunnar Dal og þökk- um þér fyrir gafmildi og góð- mennsku þína og liðnar samvera- stundir sem hefðu svo sannarlega mátt vera fleiri. Líf jarðarinnar vakir djúpt í vitund manns- ins, því jörð og maður eru fædd á himnum eins og sólkerfm, sem komu í ósýnilegri smæð inn í tómið. Jörðin lifir í hjarta mannsins eins og sigurör lítilla barna, sem ganga undir fánum vorsins. Jörðin lifir í hjarta mannsins, * hinar endalausu víddir, hin botnlausu djúp, og öll reynsla jarðarinnar liggur í blóði hans. Jörðin lifir í hjarta mannsins eins og bleikur akur undir fölri sigð mánans. Megir þú hvfla í Guðs friði. Þínar frænkur, Guðfinna og Sigurrós. t Elskulegur vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENDT BENDTSEN, lést á Droplaugarstöðum 4. þessa mánaðar. Útförin fór fram í kyrrþey 13. þessa mánaðar að ósk hins látna. Þökkum vináttu og hlýhug. Helga Þórðardóttir, Hilmar Bendtsen, Troels Bendtsen, Björg Sigurðardóttir, Berglind Bendtsen, Hörður Héðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför hjartkærs eiginm'anns míns, PÁLS RAGNARSSONAR, Rauða húsinu, sem lést miðvikudaginn 11. nóvember síðast- liðinn, verður gerð frá Fossvogskapellu föstu- daginn 20. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Hanne Vestgard Ragnarsson. í dag verður vinur okkar Bragi Gunnarsson jarðsettur. Við viljum þakka þær samverustundir sem við áttum. Minning þín lifir í hjarta okkar.. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku Ágústa, Hallur, Haukur og aðrir ástvinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ilalla, Haukur, Hákon, Heba, Helga og Jón Örn. Þessu bjóst ég ekki við. Þessu bjóst enginn við eftir allt sem á und- an var gengið. Eftir erfið ár var ioks tekið að birta og framtíðin virtist vera þín. Bragi hafði sérstakt lag á að draga það besta fram í fólki. Á góð- um stundum gat hann afvopnað hvern sem er með einlægri gleði og ljúfmennsku. Þegar hann hafði eitt sinn snortið mann var engrar und- ankomu auðið; vinátta var óumflýj- anleg. Þannig var féiagsskapur Braga engu líkur þar sem gleði, háski og vinahót gerðu hvert augna- blik einstakt. + Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barna- barn, RÚNAR BÁRÐUR ÓLAFSSON, Hólmgarði 2b, Keflavík, lést af slysförum laugardaginn 14. nóvember. Ólafur Þ. Guðmundsson, Guðlaug F. Bárðardóttir, Viðar Ólafsson, Róberta Maloney, Sveinbjörg S. Ólafsdóttir, Kjartan Ingvarsson, Árný Eyrún Helgadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GEIR HAFSTEIN HANSEN pípulagningameistari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Þú komst á móti mér með sólina í bakið og hvarfst skyndilega í ofbirtunni og sólin kom ein á móti mér og varð aftur þú og síðan hef ég engan mun séð. (Þórður Helgason) Einar Örn Einarsson. Una Guðrún Jónsdóttir, Rúna S. Geirsdóttir, Gylfi Pálsson, Stefán Ingólfsson, Kristín ísleifsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar og amma, ÁSTA EYÞÓRSDÓTTIR, Hjallabraut 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Þór Jónsson, Bragi Þór Kristinsson, Donna Ýr Kristinsdóttir, Jón Ingi Þorvaldsson. V + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EYJÓLFS PÁLSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Miðleiti 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ásta Ólafsdóttir, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Örn Þórðarson, Páll Eyjólfsson, Stefán Ólafur Eyjólfsson, Helga Jóna Sigurðardóttir, Davíð, Eyþór og Kári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.