Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998 ;>------------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Bragi Gunnars- son fæddist á Isafirði 15. júní 1976. Hann andað- ist á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 9. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Agústa Bragadóttir, for- stöðuþr oskaþj álfi, og Gunnar Jónsson. Fósturfaðir Braga frá því hann var átta ára er Hallur Páll Jónsson, star fsmannastj óri. Bróðir Braga er Haukur Halls- son, f. 1989. Bragi útskrifaðist úr Öskju- hlíðarskóla árið 1993. Síðasta árið starfaði Bragi í Bjarkarási. Heimili hans frá 1996 var í Mururima 4. Utför Braga verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lífið gefur okkur flestum góðar gjafir í vöggugjöf; heilbrigði, gjörvuleika og ástríka foreldra. „ÍGest göngum við út frá því sem gefnu að ekkert sé sjálfsagðara. Þó er það svo að sumum er skorinn þrengri stakkur frá upphafi og líf þeirra verður erfiðara en okkar hinna. Mörgum er einnig gefið lang- lífi, en fyrir öðrum liggur að fá ekki lifað nema skamman tíma. Þannig var með Braga, sem varð aðeins 22ja ára gamall. Það var fallegur átta ára strákur sem við systurnar kynntumst þegar jiabbi okkar hóf sambúð með Agústu mömmu Braga fyrir um ~‘?jórtán árum síðan. Þessi kynni opnuðu okkur nýja sýn vegna þess að Bragi var líka mikið fatlaður, bæði blindur og þroskaheftur og gat ekki tjáð sig með orðum. Við áttum saman ótalmargai' góðar stundir, lékum okkur, fórum í ferðalög, sum- arbústaðaferðir margoft, sungum og dönsuðum og hlustuðum mikið á tónlist. Við minnumst líka samveru á hátíðarstundum, sérstaklega gamlaárskvöldanna. Bragi var fær um margt, þrátt fyrir mikla fötlun sína og fátt sem hann ekki gerði. Hann fór í fjallgöngu og berjamó, kannaði Surtshelli, gekk á skíðum, fór mikið í sund, hjólaði á tvímenn- ingshjólinu sem afi hans á ísafirði •'tS'iafði með sér á togaranum frá út- löndum. Hann hlustaði á Beethoven og Bubba og allt þar á milli, fór með vinum sínum á tónleika og söng- leiki. Hreyfingin og tónlistin voru hans yndi. En dagarnir í lífi Braga voru ekki alltaf bjartir. Það komu einnig tím- ar myrkra daga fyrir fáeinum árum, þegar hann þjáðist mikið og oft. Það er erfitt að ímynda sér angist og þjáningu blinds og þroskahefts ungs manns, sem hefur hvorki mál til að tjá hugsun sína og tilfinning- ar, né sjón til að skynja heiminn í kringum sig. Við eigum ekki svar við þeirri spurningu af hverju gleði manna. Lífið er ekki alltaf réttlátt. Það var Agústu, mömmu Braga, og pabba alltaf mjög mik- ilvægt að Bragi gæti notið lífsins á sama hátt og helst með jafn- öldrum sínum ófötluð- um; það tókst líka oft. Hann átti líka að fá að flytja að heiman þegar hann yrði fullorðinn, sem hann og gerði. Það var sólríkur dagur í Mururima í sumar þegar Bragi hélt upp á 22ja ára afmælið sitt. Við virðum fyrir okkur myndina af Braga þar sem hann situr í sólstóln- um á veröndinni og Haukur litli bróðir hans og okkar heldur utan um hálsinn á honum. Þú áttir margt fólk í kringum þig sem þótti vænt um þig, Bragi, ættingja, vini og starfsfólk, sem hafði bundist þér sterkum böndum. Annað var ekki hægt, þannig varstu bara. Rannveig Jóna, Margrét Huld og Sigríður Heiða Hallsdætur. Þegar mér barst sú fregn að Bragi Gunnars væri látinn kólnaði ég upp. Það getur ekki verið, hugs- aði ég. A þessum stutta tíma sem ég þekkti þig hvarflaði aldrei að mér að þú færir svona snemma. Að ég fengi ekki að kveðja þig, en það þykir mér sárast, að ég skyldi ekki hafa fundið tíma til að koma og hitta þig eftir að ég hætti í Bjarkarási, en því hafði ég lofað ykkur. En ég á margar minningar um þig, Bragi minn, sem sefa sársaukann og kveikja bros á vör. Manstu þegar ég var að lesa Ijóð fyrir þig og ég gleymdi einu orðinu í ljóðinu og þú sagðir það orð aftur og aftur. I fyrstu skildi ég ekki af hverju þú sagðir þetta orð, ekki fyrr en ég las yfir ljóðið aftur og sá orðið sem ég hafði gleymt og las því allt Ijóðið fyrir þig aftur og þá varstu ánægður, en svona varstu, Bragi minn, allt varð að gera vel og ekki með hangandi hendi og þú sem kunnir svo mörg ljóð utan að, gast náttúrlega ekki látið mig gera þetta vitlaust og þegar við sátum í sófan- um í Bjarkarási og hlustuðum á tónlist eða ég söng fyrir þig, þá fannst þér svo gott að láta klóra á þér hársvörðinn á meðan ég söng fyrir þig. Við áttum líka margar skemmti- legar ferðir niður í bæ á kaffihús Reykjavíkur, þar sem allt snerist um þig, ekki það að þú værir frekur heldur var svo gaman að gera hlut- ina fyrir þig, þú vai'ðst alltaf svo ánægður. Manstu þegar þú vildir fá kók á Kaffi París en það var bara selt pepsí og þjónustustúlkan gerði sér lítið fyrir og hljóp út í sjoppu fyrir þig og keypti kók svo þú gætir fengið uppáhalds drykkinn þinn. Svona auðvelt áttir þú með að heilla alla upp úr skónum enda var ekki annað hægt en að þykja vænt um þig, Bragi minn. Eg á svo margar þær gætu fyllt heila bók og þær get ég notað til að ylja mér á erfiðum stundum. Elsku Bragi minn, ég á eftii' að sakna þín sárt, en ég veit að við hittumst aftur. Þangað til hef ég minningarnar. Elsku Ágústa og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum og leiði ykkur í gegnum sorgina. Bragi minn, nú ert þú farinn í ljósið bjarta og augu þín ljúkast upp á ný. Öll heimsins fegurð birtist þér í allri sinni dýrð. Fegurð sem áður var þér hulin. Fegurð sem enginn fær séð fyrr en komið er í Ijósið fagra. Elsku Bragi minn, í faðmi Jesú ég veit þú hvílir nú. Eg veit að nú horfir þú niður til okkar allra sem þótti svo vænt um þig. Við vit- um að við munum hittast á ný. Guðrún Hulda Fossdal (Gugga). Uppi á vegg hjá mér er mynd af fallegum dreng sem potar feimnis- lega með vísifingri í rennilásinn á sparipeysunni sinni. Þetta er hann Bragi, kannski á öðru ári, í fyrstu myndatökunni sinni. Við Bragi urð- um „sambýlisfólk" þegar við Ágústa, mamma hans, fórum að leigja saman í Tangagötunni á Isa- firði. Bragi var á fyrsta ári og við stöllurnar sögðum stundum í gríni að ég hefði verið fyrsti „pabbinn" hans Braga. Og víst vorum við svo- lítið eins og hjón, vinkonurnar, stoltar á labbi með Braga um þorp- ið. Sumarið 1977 er í minningunni einstaklega sólríkt. Drengurinn myndaður í bak og fyrir; í fangi annarrar hvorrar okkar, með sól- hatt í fanginu á Gróu ömmu með vestfirsk fjöllin í baksýn, í baði í eld- húsvaskinum í litlu íbúðinni okkar, hjá barnapíunni og fleira og fleira. Því Bragi var í senn sólargeisli og undraverk! Svo ótrúlega seigur þrátt fjrrir fötlun sína. Svo sáumst við sjaldnar i nokkuð mörg ár því ég fór utan í nám. Já, ég segi sáumst því þótt Bragi hafi verið blindur þá „sá“ hann auðvitað eins og blindii' sjá. Og þegar hann þekkti mig aftur þegar ég kom í heimsókn vestur eftir fyrsta Sví- þjóðarárið voru fá orð til í huganum sem lýst gátu gleði minni. Um jólin 1981 hittumst við aftur í London þangað sem Bragi fór í fylgd með mömmu sinni og ömmu í stóran hjartauppskurð. Mér er hann í fersku minni, vafinn slöngum og þráðum í alltof stóru bresku sjúkra- rúmi og manni fannst þetta líf skrýtið að leggja allt þetta á ungan dreng. Enn og aftur var maður agn- dofa yfir því hvað hvað þessi granni kroppur megnaði að takast á við. Síðar áttum við stundir saman í Gautaborg. Ég var ólétt að mínu fyrsta barni og mæðginin á leið heim frá Noregi. Bragi var þá ekk- ert smábarn lengur heldur sjö ára herramaður, einstakur snyrtipinni, því hún Ágústa mín hefur nú alltaf verið svolítið pjöttuð með hann. Hafi Bragi verið fremstur meðal jafningja í hópi „sambýlisfólks" míns, þá var það svo innilega viðeig- andi að kært yrði með honum og mínum heittelskaða. Meðan við ungu stúlkurnar krufðum lífsins gátur yfir kaffibolla léku þeir alls kyns listir og mátti vart sjá hvor þeirra skemmti sér betur. Nokkru eftir þá heimkomu eignaðist vinkon- an svo alvöru kærasta, Hall Pál, og þar með færði forsjónin Braga heimsins besta fósturpabba. Síðan eru liðin svo mörg mörg ár. Nú er maður fullorðinn og það sem var þá kemur aldrei aftur. Erfið ár eru að baki hjá Braga mínum og fjölskyldu hans en líka mörg góð. Fötluðu fólki er oft ekki gefið að vera gerendur í eigin lífi á sama hátt og hinum sem fullfrískir eru. En ekki allir skilja eða vita að fatl- aðir eiga þrátt fyrir það persónu- leika eða sál sem getur gefið manni svo ótrúlega margt. Bragi var áhrifavaldur í lífi okkar allra sem þekktum hann. Tilvera hans er órjúfanlegur hluti af heimsmynd minni, nærvera hans í lífi mínu hef- ur kennt mér hluti sem engin orð ná yfir. Þá dýrmætu hluti geymi ég innra með mér. Elsku Ágústa mín, Hallur Páll, Haukur, móðurforeldrar og móður- systkin, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorgerður Einarsdóttir. Elsku Bragi. Þú varst prins, þú varst fallegi prinsinn okkar. Svo viðkvæmur en samt svo sterkur, svo einlægur en samt svo dulur. Það var svo einstaklega auðvelt að þykja vænt um þig, þú kallaðir fram það góða í öllum sem kynntust þér. Samfylgd okkar varð ekki löng en ógleymanleg, því þú náðir að kenna okkur svo ótal margt. Þú kenndir okkur að meta það sem lífið gefur okkur. Þú kenndir okkur um leið að lífið getur verið ósanngjarnt og erfitt en samt þess virði að lifa því. Þú sannaðir fyrir okkur hversu mikils virði það er að eiga góða mömmu og fjölskyldu sem stendur með manni. Þú kenndir okkur að njóta og hlusta upp á nýtt og þroskaðir með okkur tilfinningu fyrir öllu því smáa sem þó skiptir svo miklu máli. Þegar þér leið illa kenndir þú okkur að þykja enn vænna um þig. En umfram allt kenndir þú okkur að bera virðingu - virðingu íyrir lífinu í öllum sínum myndum, í blíðu og stríðu; virðingu fyrir einstaklingnum, þöríúm hans og kröfum; virðingu fyrir þér. Að koma inn til þín í fallegu íbúð- ina þína í Mururimanum og þú opn- aðir faðminn svo hlýr; að bjóða þér upp í dans og svífa með þér um gólf- in; að syngja með þér öll þau ógrynni af lögum og vísum sem þú kunnir; að hlusta á Bubba og Moz- art og allt þar á milli með þér. Þess- ar minningar og margar fleiri mun- um við geyma. Og nú ertu farinn og eftir sitjum við og söknum þín óendanlega. Nú ertu prins einhvers staðar í eilífð- inni og þér líður vel. Kannski ertu að horfa á englana og þeir að spila fallega tónlist fyrir þig. Við huggum okkur við allar yndislegu minning- arnar sem við eigum um þig og geymum mynd af þér í hjörtum okkar. Við eigum mörg með þér uppáhaldslag og alltaf héðan í frá þegar við heyrum lögin okkar, döns- um við við þig í huganum. Er hoígur sól að hafsins djúpi og hljóðlát sorg á brjóstin knýr vér rainnumst þeirra er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum með óskir þær er flugu hæst og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum sem gat ei ræst. Og hinsti geislinn deyr í djúpið en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Ágústa, fíallur og Haukur, amma og afi á Isafirði og Magga frænka, við samhryggjumst ykkur af öllu hjarta. Við kveðjum þig, kæri vinur, og þökkum samfylgdina. Allir félagar þínir í Mururima. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Braga Gunnarssonar. Það var haustið 1982, þegar hann var sex ára, að leiðir okkar lágu fyrst saman. Ég var þá að byrja sem kennari í blindradeild Laugar- nesskóla að loknu námi erlendis og hann að hefja sína skólagöngu. Það var eflaust hvorki auðvelt fyrir Braga né mig að hefja þetta samstarf, hann blindur og mikið fatlaður og ég nýgræðingur sem blindrakennari en samvinna okkar tókst vel. Við bárum virðingu hvor fyrir öðrum og kenndum hvor öðr- um býsna mikið. Ég hef stundum sagt að vinna mín með Braga hafi verið nokkurs konar háskólanám fyi'ir mig, sem mér finnst að hafi nýst mér vel í vinnu minni með marga aðra mikið fatlaða einstak- linga, gert mig sterkari og úrræða- betri og gefið mér lífssýn sem ég hefði ekki viljað vera án. Af því sem við Bragi unnum sam- an var honum músíkin hugleiknust og gleymi ég trúlega aldrei hve og þjanmgu er svo oft misskipt milli yndislegar minningar um þig að t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA EINARSDÓTTIR, Kiðafelli, Kjós, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Hjalti Sigurbjörnsson, Einar Þorvarðarson, Hallfríður Bjarnadóttir, Sigríður Þorvarðardóttir, Paul Newton, Margrét Þorvarðardóttir, Árni Árnason, Guðbjörg Þorvarðardóttir, Þorsteinn Þorvarðarson, Þorkell Hjaltason, Dagbjört Helgadóttir, Sigurbjörn Hjaltason, Bergþóra Andrésdóttir, Kristín Hjaltadóttir, Björn Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. BRAGI GUNNARSSON gaman var að fara með honum í gegnum ákveðin músíkverkefni sem ég útbjó fyrir hann. Leið Braga lá í Öskjuhlíðarskól- ann haustið 1986, en þar byrjaði ég reyndar að vinna haustið 1991 og þá með Braga aftur, reyndar lítillega. Svo kom að því að leiðir skildu, en ég frétti alltaf af Braga, núna síðast á sambýli í Grafai'vogi og í Bjarkar- ási._ Ég vil færa Braga alúðarþakkir fyrir öll árin sem við áttum saman og voru mér svo lærdómsrík. Ykkur Ágústu, Halli og Hauki færi ég mín- ar einlægustu samúðarkveðjur. Einnig flyt ég innilegar samúðar- kveðjur frá þeim kennurum og starfsfólki Öskjuhlíðarskóla sem kynntust Braga þegar hann var nemandi þar. Þorbjörn Bjarnason. Það haustar í lífi sérhvers manns og stundum kemur haustið allt of snemma. Þannig var hjá vini okkar Braga, hans haust kom allt of fljótt. Þegar við kvöddum Braga Gunn- arsson fyiir fáeinum vikum er hann þurfti að fara á sjúkrahús hvarflaði það ekki að okkur að við værum að kveðja hann í hinsta sinn. Við viss- um þó að hann væri að fara í erfiða aðgerð en Bragi var ungur og hraustur. Við hlökkuðum til að hitta hann aftur og fá að fylgja honum í gegnum gleði og sorgir endurhæf- ingar. En kallið kom allt of fljótt og eftir situr söknuður. Þegar vinir kveðja leitar hugur- inn ósjálfrátt til baka. Upp koma minningar um ánægjulegar sam- verustundir, hvort sem þær vora í gönguferðum, á bókasafni hverfis- ins eða við vinnuverkefni dagsins. Minningar um samstarf byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu; trausti sem gerði það að verkum að Bragi var óhræddur við að láta í ljós tilfinningar sínar. Bragi er nú dýrmætur í minning- unni því þrátt fyrir að kynni okkar hafi ekki verið löng vora þau ein- stök og við erum þákklát fyrir þann tíma sem við áttum saman með Braga. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Fyrir hönd samstarfsfólks hinnar nýju deildar á Bjarkarási sendum við fjölskyldu Braga innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Bryndís og Sigrún. Það dimmdi yfir tilveru okkar sem þekktum Braga Gunnarsson þegar ljóst var að heilsu hans fór hrakandi í kjölfarið á erfiðri aðgerð sem hann þurfti að gangast undir. En eigi má sköpum renna og Bragi var svo sannarlega einn af þeim ein- staklinum sem örlögin höfðu skapað oft erfitt hlutskipti. Ég hélt þó að hann væri búinn að taka út sinn skerf, hann hafði alltaf staðið af sér stormana og við trúðum því að þessi síðasti hjalli yrði honum ekki um of. Ungur maður er fallinn langt um aldur fram. Það er ekki langt síðan ég kynnt- ist Braga og kynni okkar voru meira í gegnum annað fólk sem bar boðin milli okkar heldur en að við hefðum bein samskipti. Þó var ég svo lánsöm að upplifa góðar stundir í samvistum við Braga, stundir sem gáfu mér mikið. Fyrir þær er ég þakklát. Bragi kvaddi okkur þegar Vetur konungur er á næsta leiti með kulda snjó og kalsarigningu. Þetta er ekki veðrið sem átti best við Braga. Bragi var unnandi sólar og hlýju og á heitum sumardegi á skjólgóðum stað leið honum vel. Hvað er líka betra en sólbað, kók og góð tónlist úr kraftmiklum græjum þegar maður er ungur og á lífið framundan? Þó að Braga hafi verið skammtað fremur naumlega af ýmsum þáttum líkamlegs og and- legs atgends hafði hann þó fengið í vöggugjöf ríkulega af öðrum þátt- um sem prýddu persónu hans. Hann var myndarlegur, hlýr, til- finninganæmur og gæddur mikilli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.