Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Utandagskrárumræða um breytingar á skipulagi lögreglustjóraembættisins
Hart deilt á dómsmálaráð-
herra fyrir málsmeðferð
Þorsteinn Pálsson segir tillögur VSÓ
miða að því að gera stjórnskipulag
lögreglunnar allt markvissara
HART var deilt á Þorstein Pálsson
dómsmálaráðherra fyrir málsmeð-
ferð í sambandi við breytingar á
skipulagi lögreglustjóraembættisins
í Reykjavík í utandagskrárumræð-
um á Alþingi í gær. Efuðust þing-
menn sem til máls tóku um að fyrir-
hugaðar breytingar á starfssviði lög-
reglustjóra stæðust lög, og sökuðu
þeir dómsmálaráðherra um að gi'afa
undan lögi'eglustjóranum.
Ögmundur Jónasson, þingflokki
óháðra, hóf utandagskrárumræðuna
og kallaði hann skýrslu verkfræði-
stofunnar VSÓ um lögreglustjóra-
embættið handarbaksvinnubrögð.
Út yfir allan þjófabálk hefði þó tekið
þegai- dómsmálaráðuneytið hefði
falið yfirmönnum lögreglunnai' að
framfylgja tillögum VSO þótt þær
væru mjög umdeildar, vanhugsaðar
og síðast en ekki síst stönguðust á
við landslög.
„Þetta eru þungar ásakanh'. Það
eru þung orð að halda því fram að
dómsmálaráðherra landsins hafi
falið æðstu mönnum lögreglunnar að
fremja lögbrot," sagði Ögmundur.
Hann vitnaði í þessu sambandi í 6.
grein lögreglulaga, þar sem segir að
lögreglustjórar fari með stjóm lög-
regluliðs hver í sínu umdæmi og þeir
annist daglega stjórn og rekstur lög-
reglunnar í umdæmi sínu og beri
ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa
innan þess. Sagði Ögmundur að VSÓ
legði til að lögreglustjórinn í Reykja-
vík verði sviptur mannaforráðum
sem honum séu þó ákvörðuð í áður-
nefndri lagagrein.
Engin lokaákvörðun
verið tekin
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagði meðal annai-s hafa komið
fram í skýrslu VSÓ eftir ítarlega út-
tekt að helstu veikleikar lögreglu-
stjóraembættisins væru að mikill
fjöldi starfsheita væri án ábyrgðar,
millistjórnendur væru óvirkir, boð-
leiðir óskýrar, æðstu embættismenn
eyddu miklum tíma í að fjalla um
smæstu málefni og staða og hlutverk
varalögreglustjóra væri óljós. Tillög-
ur VSÓ miðuðu að úrbótum á þess-
um sviðum og að því að gera stjórn-
skipulagið allt markvissara.
„Það hefur engin lokaákvörðun
verið tekin því þetta er allt enn í
vinnuferli. Eg geri ráð fyrir að í
þessu vinnuferli eigi eftir að koma
upp ýmsar athugasemdir sem síðan
verða skoðaðar og reynt verði að
taka afstöðu til því það er auðvitað
svo að umfjöllun um mál af þessu
tagi hlýtur að skýra og koma fram
með ný atriði sem ég vona að öll geti
stuðlað að því að gera þetta skipulag
betra og heilsteyptara. En því fer al-
veg víðsfjarri að hér hafi verið nokk-
uð gert sem víki gegn lögum. Hér er
verið að byggja upp heilsteypt kerfi í
fullri sátt við yfirstjórn lögreglunnar
og ég er sannfærður um að það mun
leiða til markvissari og betri stjórn-
unar þegar búið er að fara yfir þæi'
athugasemdir og taka endanlegar
ákvarðanir," sagði dómsmálaráð-
herra.
/
Samstarf lækna og Islenskrar erfðagreiningar
Ráðherra spurður hvort greiðslur hafi
runnið til lækna fyrir upplýsingar?
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra í ræðustól í umræðum um
breytingar á skipulagi lögreglustjóraembættisins í Reykjavík.
námi. Samhljómur innan lögreglunn-
ar hefði verið rofinn með skipuriti
þar sem ekki hefði verið haft samráð
við yfirstjórn lögreglunnar og hinn
almenna lögreglumann. „Það leiðir
augljóslega til tortryggni og veikir
þar af leiðandi lögregluna sem eina
heild,“ sagði hann.
Jón Kristjánsson, Framsóknar-
flokki, sagði að hann treysti dóms-
málaráðherra til að vinda ofan af
þessu máli og taka það upp í samráði
við lögreglustjórann í Reykjavík og
lögreglumenn í landinu.
Engin tilraun gerð til að draga
úr valdi lögreglustjóra
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagði engan þingmanna hafa
fært ein einustu rök fyrir því að ver-
ið væri að gera þær breytingar á
skipulagi lögreglunnar í Reykjavík
sem brjóti í bága við lög. Enda gengi
það í sjálfu sér ekki upp því allt
skipulag yrði að vera í samræmi við
lög og yrði auðvitað aldrei á annan
veg.
„I öðru lagi þá liggur það í augum
uppi, lögum samkvæmt og í sam-
ræmi við þetta skipulag, að lögreglu-
stjórinn í Reykjavík er æðsti yfir-
maður lögreglunnar í Reykjavík og
ber þai' fulla ábjrgð sem slíkur. Það
hefur ekki minnsta tilraun verið gerð
til þess að draga úr því valdi og
þeirri ábjrgð. Fyi'ir því eru engin
rök,“ sagði dómsmálaráðherra.
Hann sagði engar hugmjmdh' hafa
verið pantaðar úr dómsmálaráðu-
neytinu í þessu sambandi og fullyrð-
ingar um slíkt væru sagðar algjör-
lega út í loftið og án nokkurs rök-
stuðnings. Þá sagði hann að tillögur
VSÓ væru í meginatriðum samhljóða
þeim tillögum sem komu frá Ríkis-
endurskoðun en þær væru fyllri og
nauðsynlegt hefði verið að vinna þær
frekar.
band lögreglumanna. Hann svai-aði
stutt og laggott: Þeim kemur þetta
ekki við. Það er því ekki von á góðu,“
sagði ísólfur Gylfi.
Lúðvík Bergvinsson, Þingflokki
jafnaðarmanna, sagði þær hugmjmd-
ir sem kjmntar hefðu verið vai't sam-
rýmast lögum að sínu viti og hvað þá
hugmyndum um heilbrigða skyn-
semi. „Það eru grátbroslegar hug-
myndir sem þarna eru settar fram,
og að mínu viti geta þessar hug-
myndir aðeins átt sér stoð í því að
hæstvirtur dómsmálaráðherra hefur
pantað þessar hugmyndir, það er al-
veg klárt. Það er ekkert fyi'h'tæki
sem vill láta taka sig alvarlega sem
setur fram hugmyndir af þessum
toga nema þær séu pantaðai'."
Össur Skarpéðinsson, þingflokki
jafnaðarmanna, sagði ógeðfellt að
fylgjast með því úr fjariægð hvernig
reynt væri að grafa undan lögreglu-
stjóranum í Reykjavík. Hann sagði
það blasa við að verið væri að fara á
svig við lög og rejmt að beita skipu-
riti utan úr bæ til að setja lögreglu-
stjórann á hliðarspor.
„Ætlar ekki hæstvirtur dóms-
málaráðheira í ljósi þeirra stað-
rejmda sem nú liggja fyrir að láta af
ofsóknum sínum á hendur lögreglu-
stjóranum, framfylgja lögunum og
sjá til þess að hann verði yfirmaður
lögregluliðsins í sínu umdæmi?"
sagði Össur.
Bryndís Hlöðverdótth’, Alþýðu-
bandalagi, sagði það með ólíkindum
hversu óhönduglega dómsmálaráð-
herra hefði tekist við það þarfa verk-
efni að endurskipuleggja stjórn-
skipulag lögreglunnar i Reykjavík
og niðurstaðan væri ótrúlegt klúður.
Krafðist Bryndís þess að dómsmála-
ráðherra svaraði því hvers vegna til-
lögum í stjórnsýsluúttekt Ríkisend-
urskoðunar á lögreglustjóraembætt-
inu í Reykjavík hefði verið ýtt til
hliðai’.
„Það gengur ekki að fara svona í
málið í blóra við lög, í ósátt við lög-
reglumenn og í andstöðu við samtök
þeirra," sagði Bryndís.
Hjálmar Arnason, Framsóknar-
flokki, sagði málið alvai'legt og í upp-
ALÞINGI
Kjördæma-
málið
komið inn
í þingið
FRUMVARPI til brejtinga á
stjórnskipunarlögum var dreift
á Alþingi í gær en það felur í
sér brejdingu á kjördæmaskip-
an í landinu og jöfnun atkvæð-
isréttar. Flutningsmenn eru
formenn alh'a stjórnmála-
flokka, sem eiga sæti á þingi,
nema þingflokks óháðra.
Allir þingflokkar hafa sam-
þykkt að styðja frumvai'pið, en
einstakir þingmenn í flestum
flokkum eru með fyrirvara um
samþykkt þess.
Steingrímur J. Sigfússon,
þingmaður óháðra, sagði að
þingflokkur óháðra hefði ekki
átt fulltrúa í nefndinni sem
samdi frumvarpið og þess
vegna hefði það orðið að sam-
komulagi að þingmenn hans
yi'ðu ekki meðal flutnings-
manna. Þingflokkur óháðra
legðist hins vegar ekki gegn því
að frumvarpið jrði lagt fram og
myndi taka þátt í umræðu um
það eins og aðrir flokkar.
Stefnt er að því að mælt
verði fyrir frumvarpinu á
morgun.
Laun forseta íslands
Undanþága
frá skatt-
skyldu
falli niður
LAGT hefur verið fram á Al-
þingi frumvarp til breytinga á
lögum um laun forseta Islands
þess efnis að fellt verði brott
ákvæði um að forseti skuli und-
anþeginn öllum opinberum
gjöldum og sköttum. Flutnings-
menn eru Ólafur Hannibalsson
og Pétur H. Blöndal.
I greinargerð með frumvarp-
inu segir að markmið þess sé að
gera launakjör forseta Islands
gagnsæ, það eigi að vera meg-
inforsenda skattalöggjafar að
hún sé einföld og að jafnræðis
þegnanna sé gætt. Stefnt skuli
að fækkun undanþágna frá
skattskyldu. Þá er í frumvai-p-
inu bráðabirgðaákvæði sem
segir að forsætisráðherra skuli
láta meta kjaraskerðingu for-
seta íslands, sem hljótist af lög-
festingu lagabreytingarinnar,
og skuli forsetanum bætt kjara-
skerðingin með hækkun mán-
aðarlauna.
Frumvarp svipaðs efnis var
flutt á þingi fyrir þremur árum
en hlaut ekki afgi’eiðslu. Þá var
ekki gert ráð fyrir áðurnefndu
bráðabirgðaákvæði.
Grafíð undan
lögreglustjóranum
Isólfur Gylfi Pálmason, Fram-
sóknai'flokki, sagði að aðferðirnar
við að rýra mannorð lögreglustjór-
ans væru með ólíkindum, og sam-
kvæmt skipuriti sem dómsmálaráð-
hen'a hefði kynnt væri lögreglu-
stjórinn rúinn völdum.
„Eg spurði aðstoðarmann dóms-
málaráðherra, sem er í raun og veru
arkitekt þessara breytinga í umboði
dómsmálaráðhen'a, hvort það hefði
verið haft samband við Landssam-
LAGÐAR hafa verið fram á Alþingi
tvær fyrirspurnir til heilbrigðis- og
tryggingaráðheiTa sem snerta ís-
lenska erfðagi-einingu og ein til fjár-
málaráðherra um samkomulag
þjóðkirkju og kirkjumálaráðherra.
Fjrirspyi-jandi er Ólafur Hanni-
balsson og óskar hann eftir skrif-
legu svari.
Ólafur Hannibalsson spyr hvort
peningagreiðslur hafí runnið til
lækna, sem starfa hjá sjúkrahúsun-
um og gert hafa samstarfssamninga
við Islenska erfðagi’einingu, fyrir
upplýsingar sem hafa orðið til þegar
sjúklingar lágu á sjúkrahúsi. Spurt
er hvort ekki sé eðlilegt, ef um það
sé að ræða, að þær greiðslur renni
til viðkomandi sjúkrastofnana.
Gefur kirkjan út afsal
fyrir kirkjujörðum?
Einnig hvort stjórnir sjúkrastofn-
ananna hafi fengið afrit af samning-
um sem læknar hafa gert við Is-
lenska erfðagreiningu og hvort ráð-
herra telji þörf á að setja almennar
reglur um slíka samstarfssamninga.
Þá spyi’ þingmaðurinn heilbrigð-
isráðherra hvað hafi breyst frá því
stefnumótun var sett fram af ráð-
herranum í mars 1997 þar til frum-
varp um gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði kom fram ári síðar. Vísar hann
sérstaklega til þess atriðis í stefnu-
mótun sem segir að þeirri megin-
reglu verði fylgt að upplýsingar
skuli varðveittar þar sem þær verða
til og að ekki sé áformað að setja
upp miðlæga gagnabanka með per-
sónutengdum upplýsingum um
heilsufarsmálefni.
Fyi-irspurnirnar til fjármálaráð-
herra eru þessar:
1. Hvaða árlegar skuldbindingar
tók ríkissjóður á sig með samningi
þjóðkii'kjunnar og ráðherra kirkju-
mála í ágúst sl. umfram það sem áð-
ur gilti?
2. Verða þær skuldbindingar
færðar til gjalda á ríkisreikningi og
við gerð fjárlaga?
3. Mun þjóðkirkjan eftir gerð
samkomulagsins gefa út afsal til
ríkissjóðs fyrir öllum kirkjujörð-
um?