Morgunblaðið - 18.11.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Gult og girnilegt
saffranbrauð
Jambo, jambo, (halló, halló) þetta er
kveðja þeirra Kenyabúa en vikuna25,-
31. okt dvaldi Kristín Gestsdóttir,
fyrstu þrjá dagana á Stykkishólmi en
síðari hluta vikunnar í Kenya.
HVAÐ er líkt með þess-
um tveimur stöðum,
sem báðir höfðu mikil
áhrif á mig? Geysileg
náttúrufegurð og eiijstak-
lega alúðlegt fólk. Svo
heitir sími
SIMUá
Swahili
(máli
þeirra
inn-
fæddu í
Kenya).
Þegar
við flugum
norður í þjóðgarðinn
Masai Mara blasti
fjallið KILIMAN
JARÓ við með jök-
ulhettu á toppnum
og lögun þess
minnti á Herðubreið.
Að öðru leyti var þetta
allt annar heimur og
geysilega framandi.
Þríburablómið (Bougainvillan)
sem skartaði sínu fegursta í
stofuglugganum mínum í sumar
var þarna út um allt í formi
smárra og stórra runna í ýmsum
litbrigðum, pálmarnir hneigðu
sig og tunglið sem var íullt
minnti á pönnukökuna sem hljóp
og hljóp i barnabókinni frægu,
og var ekki alveg kringlótt frem-
ur en hún. Sólin var beint uppi
yfir manni og vatnið í vaskinum
seig niður rangsælis enda var
þetta fyrir sunnan miðbaug. Á
ströndinni framan við Whites-
andshótelið var auðvitað hvítur
sandur, en sjórinn var grunnur
og auðvelt að rífa sig á skeljum
ef maður ætlaði að synda. Einn
vinur okkar synti út með hót-
ellykilinn í vasanum og kom til
baka hruflaður á hendi og lykil-
laus, enda var viðhengið á lyklin-
um físklaga og fiskurinn kominn
heim eins og Keikó okkar ís-
lendinga. Þarna voru saman
komnir á fímmta hundrað Is-
lendingar á vegum Samvinnu-
ferða/Landsýnar og Stöðvar 2
og var allt skipulag geysigott og
hnökralaust, boðið upp á margar
fróðlegar og skemmtilegar ferð-
ir inn í landið og út á Indlands-
haf og gisting og matur eins og
best verður á kosið. Smábrauðið
var fjölbreytilegt og oft kryddað
með saffrani og því fagurgult og
stundum í laginu eins og sænskt
Lúeíubrauð þótt fjölbreytilegri
lögun væri á því. Það var mjúkt
og girnilegt og minnti á jólin þó
ekkert annað minnti á þau þarna
í sólinni og blómskrúðinu. Ánnar
matur var líka girnilegur og má
reyna að stæla hann síðar, en
núna verður það saffranbrauð
sem má frysta og borða á jólum
og jólaföstu eða á Lúcíudaginn
13. desember.
Saffran er ýmist selt sem
þræðir eða duft. Oft er duftið
svikið eða blandað öðru en þræð-
irnir síður. Þá þarf helst að
mylja í morteli eða með skeiðar-
baki og getur verið gott að setja
ögn af sykri saman við. Síðan
þarf að hella 1 msk. af sjóðandi
vatni yfir, láta standa smástund
og sía vökvann frá, gott er að
gera það á fínu sigti. Vökvinn er
síðan settur í brauðið, í annan
mat má oftast setja þræðina
beint út í. Saffran er fræna, þ.e.
efsti hluti frævu Saffran-krók-
ussins. Ur hverju blómi fást
þrjár frænur og eru þær
handtíndar. Frænurnar eru svo
léttar að það þarf um 20.000 stk.
í 125 g. svo það er engin furða
þótt kryddið sé dýrt, enda er það
dýrasta krydd sem til er.
■
Saffranbraud
(um 30 stk.)
3 meðalstór egg + 1 eggjahvíta
100 g sykur (11/4 dl)
1 tsk. salt
600 - 650 g hveiti (12-13 dl.)
1 g saffran (áætlið sjálf)
1 msk. fínt þurrger
1 dl matarolía
1 dl fingurvolgt vatn úr krananum
1 eggjarauða + 2 tsk. volgf vatn
3-4 sykruð græn og
rauð sykruð kirsuber
1. Þeytið egg, eggjahvítu og
salt saman, geymið eina rauðu.
Setjið síðan matarolíu og vatn
út í.
2. Hellið sjóðandi vatni á
saffranþræðina, sjá hér að ofan.
Hellið því vatni út í.
4. Takið frá 2 dl af hveitinu, en
blandið þurrgeri saman við hitt
og hrærið út í. Líklegt er að
hnoða þurfí meira hveiti upp í,
gerið það þar til fengist hefur
mjúkt frekar lint deig. Leggið
stykki yfír skálina og látið deigið
lyfta sér í minnst 6 klst.
5. Takið deigið úr skálinni,
mótið um 30 smábrauð allavega í
laginu, raðið á bökunai-pappír á
bökunarplötu.
6. Skerið kirsuberin í smábita
og setjið í fellingar sem myndast
við vafninga brauðanna, blandið
þó ekki litum saman, hafið sum
brauð með grænum kirsberjum
en önnur með rauðum. Notið ekki
mikið af þessu.
7. Blandið saman eggjarauðu
og volgu vatni og penslið brauðin.
8. Hitið bakaraofn í 200°C,
blástursofn í 188-190°C, setjið í
miðjan ofninn og bakið í u.þ.b. 15
mínútur.
í DAG
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Islensk tunga
í hættu?
ÞAÐ þarf að vaka yfír og
vernda íslenska tungu en
hún er í mikilli hættu
vegna enskunnar sem
flæðir yfir allt. Til dæmis
talar Kristján spaugstofu-
maður hvort tveggja, ís-
lensku ög ensku, og ruglar
svo öllu saman. Þetta er
mesta hættan sem steðjar
að ungu fólki, það er að
búa til nýtt tungumál úr
blöndu af ensku og ís-
lensku. Okkar unga fólki
stafar veruleg hætta af
þessu.
Utvarpshlustandi.
Þakklæti
EG vil koma á framfæri
þakklæti mínu til lækna og
hjúkrunarfólks á 5. hæð
Sjúkrahúss Reykjavíkur,
deild A, íyrir góða hjúkrun
og umönnun.
Elísabet Aradóttir.
Dýrahald
Bröndótt
fress týnt
BRÖNDÓTT fress, með
hvíta bringu og hvítar
loppur, bláa hálsól og blátt
merkispjald , eyrnamerkt
R8H-043, týndist frá
Flúðaseli 48 sl. miðviku-
dag. Þeir sem hafa orðið
þess varir hafi samband í
síma 557 5794.
Högni týndist
í Kópavogi
EINS árs högni, svartur
með hvíta bringu, höku og
sokka, svarta ól með
tveimur bjöllum og eyrna-
merktur Y8026, týndist sl.
föstudag í Kópavogi. Þeir
sem hafa orðið hans varir
hafi samband í síma
564 1807 eða 891 8289.
Gárapar óskast
ÓSKA eftir geflns gára-
paid. Upplýsingar í síma
555 3041.
Kolsvart fress
í óskilum
KOLSVARTUR fallegur
fressköttur með rauða ól,
sem nafnspjaldið hefur
dottið af, er í óskilum í
Vogaseli 1. Upplýsingar í
síma 557 1000.
Knolla
er týnd
SVÖRT læða með hvítt
brjóst og hvítar tær týnd-
ist eftirmiðdag sl. fóstu-
dags frá Engi við Reynis-
vatnsafleggjara við Vest-
urlandsveg. Þeii' sem hafa
orðið hennar varir hafi
samband í síma 587 6103.
Morgunblaðið/Einar Falur
Víkverji skrifar...
YÍKVERJI dagsins telur sig
ekki mikinn þjóðemissinna og
því verður hann að viðurkenna, að
að honum setur hroll þegar hann
fylgist með umræðu á borð við þá
sem hefur staðið um þjóðerni Leifs
Eiríkssonar á netsíðu norska
blaðsins Aftenposten. Þar hafa um
100 manns sent inn skoðun sína á
málinu, oftar en ekki studda hæpn-
um rökum, krydduðum með væn-
um skammti af þjóðernisrembu og
á stundum dónaskap.
„Munið að það voram við íslend-
ingar sem varðveittum málið, ekki
þið,“ er dæmi um það sem getur að
líta á síðunni. Landar okkar segja
Norðmenn tala „mengaða ís-
lensku“ og „undirfurðulegt babl“
sem sé nú eitthvað annað en sú
hreina tunga sem hér er töluð.
xxx
NORÐMENNIRNIR eru sak-
aðir um að vera barnalegir,
ágjarnir og öfundsjúkir, auk þess
að vera lélegir í fótbolta, vilja stela
frá okkur Islendingasögunum af
því að við höfum „stolið frá þeim
smávegis af fiski“, þeim er sagt að
halda kjafti og einn segir íslend-
inga munu „hirða fiskinn úr hafinu
hjá ykkur og olíuna líka, nýi-íku
nojaraskepnur. Við eigum Leif og
líka fallegustu konurnar".
Víkverji verður að viðurkenna að
hann veit ekki alveg hvort honum
þykir verra, dónaskapurinn og
bullið sem sumir hafa sent eða
þjóðremban sem er alltumlykjandi.
Það sem verst er við dónaskapinn
er sú staðreynd að þar eigum við
íslendingar vafalaust vinninginn.
Þjóðremban er þjóðunum hins veg-
ar sameiginleg. Norðmennirnir
virðast upp til hópa líta á ísland
sem hálfnorska eyju, íslendingarn-
ir vilja ekkert af hinum norska
þætti í sögu okkar vita.
xxx
SEM betur fer er Víkverji ekki
einn um þá skoðun að þjóð-
remban sem fram kemur sé
óskemmtileg aflestrar. Raunar
gengur hún svo fram af einum
bréfritara að hann varar við því að
hún minni á þjóðernissinnana á
Balkanskaga!
Vonandi er þessi umræða fyrst
og fremst til marks um það hvað
menn nenna að þenja sig út af smá-
munum og hvað fólki getur orðið
heitt í hamsi út af hlutum sem Vík-
verji leyfir sér að efast um að skipti
það svo miklu máli þegar allt kemur
til aUs. En þegar skrifin em lesin er
ekki að furða að þessar þjóðir skuli
geta deilt um Smuguveiðar á eins
hatramman hátt og raun ber vitni.
xxx
FYRSTI snjórinn á hverju
hausti, eða hverjum vetri, eftir
því hversu snemma hann fellur, er
alltaf sama tilhlökkunarefnið fyrir
yngstu kynslóðina. Víkverji gat
ekki annað en skemmt sér yfir því
á leið til vinnu sl. miðvikudags-
morgun, að sjá svo víða skólabörn,
í vetrarbúningi, ærslast við leik,
eins og þann að hnoða snjóbolta,
leggjast á grasflöt og búa til engla
eða fara í snjókast við náungann,
þótt enn væri ekki orðið albjart af
degi. Það var líka eins gott að börn
á leið í skólann notuðu tækifærið
þennan morgun, því þegar líða tók
á daginn hafði snjófölin þynnst til
muna, svo að víða stungu grastopp-
arnir sér upp úr og þegar kvöldaði,
var lítið eftir af þessum fyrsta snjó
vetrarins í höfuðborginni.