Morgunblaðið - 24.11.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913
268. TBL. 86. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Minnast
ÞÚSUNDIR manna hafa komið
að heimili rússnesku þingkon-
unnar Galínu Starovojtovu, sem
myrt var aðfaranótt laugardags,
til að minnast hennar. Hefur
morðið vakið mikla reiði og er
jafnvel talið kunna að marka
þáttaskil, þar sem almenningur
sé búinn að fá nóg af ofbeldinu
sem viðgangist.
I gær hét Jevgem' Prímakov,
forsætisráðherra landsins, því
að gripið yrði til hertra aðgerða
gegn glæpamönnum og reynt að
draga úr öfgastefnu og spill-
þingkonu
ingu. Hann sagði hins vegar að
ekki kæmi til greina að lýsa yfir
neyðarástandi í landinu eins og
kommúnistar hafa lagt til, svo
að beita megi glæpamenn
hörðu.
Starovojtova verður lögð til
hinstu hvflu í klaustri heilags
Alexanders Nevskís en þar hvfla
nokkrir ástsælustu listamenn
Rússa, m.a. rithöfundurinn
Fjodor Dostojevskí og tónskáld-
ið Pjotr Tsjajkovskí.
■ Almenningur búinn að fá/26
Irakar segjast ekki
reyna að hindra
störf UNSCOM
Sameinuðu þjóðunum, Washington, Bagdad, Prag. Reuters.
ÍRAKAR vísuðu því á bug í gær að
það að þeir neituðu að afhenda
skjöl, sem vopnaeftirlitsnefnd Sam-
einuðu þjóðanna (UNSCOM) óskaði
eftú- í síðustu viku, væri tilraun til
að hindra störf nefndarinnar.
Nizar Hamdoon, sendiheiTa
íraks hjá Sameinuðu þjóðunum,
sagði í gær að Irakar hefðu ekki
frekari skjöl til reiðu sem „tengd-
ust afvopnun", eftir að hann af-
henti öryggisráði SÞ bréf frá
Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð-
herra Iraks, þar sem hann skýrir
hvers vegna Irakar neituðu að af-
henda skjölin.
í bréfinu sakar Aziz Richard
Butler, yfn-mann UNSCOM, um að
óska eftir skjölunum á þessum
tíma til að tefja fyrir áformaðri út-
tekt öryggisráðs SÞ á því hvernig
Irak hafi framfylgt ályktunum
ráðsins. Öryggisráðið féllst fyrr í
þessum mánuði á að gera slíka út-
tekt gegn því að Irakar tækju aftur
upp samstarf við UNSCOM, en
þeir vonast til að matið leiði til þess
að olíusölubanni á þá verði aflétt.
Jeremy Greenstock, sendiherra
Bretlands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, sagði í gær að deilan vegna
skjalanna myndi væntanlega
seinka úttektinni.
Butler varkár
í ummælum
Richard Butler var varkár í um-
mælum um málið í gær, og sagði
frekari viðræður og rannsóknir
þurfa að fara fram áður en ákvörð-
un væri tekin um viðbrögð.
Madeleine Aibright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði í
gær að málið væri ekki þess eðlis
að Irökum yrði gefinn ákveðinn
frestur til að afhenda skjölin, það
sem skipti máli væri að þeir sýndu
vilja til samvinnu. William Cohen,
varnarmálaráðhen-a Bandaríkj-
anna, tók skýrt fram í gær að eng-
in áform væru uppi um að beita
hervaldi vegna málsins.
Búist var við að öryggisráð SÞ
ræddi deiluna um skjölin á fundi
sínum í gær, og hvort framlengja
ætti um hálft ár í viðbót leyfi Iraka
til að selja ákveðið magn olíu til
kaupa á matvælum og lyfjum.
■ Segja UNSCOM/25
Reuters
Fimbulkuldi í A-Evrópu
HEIMSKAUTAKULDI og hríðar-
byljir gerðu mikinn usla í austur-
hluta Evrópu í gær, umferð bif-
reiða og lesta fór mjög úr skorð-
um og rafmagnsleysi gerði íbúum
ótalmargra smáþorpa Iífíð leitt.
Telja sljórnarerindrekar að rekja
megi íjölda dauðsfalla til mikils
kuldaveðurs í Evrópu undanfarna
viku, allt frá Frakklandi til Rúss-
lands og Eystrasaltsríkjanna.
Verst hefur ástandið verið í
Póllandi og fyrrverandi lýðveld-
um Sovétríkjanna, en þar hefur
kuldinn farið langt niður fyrir
þau mörk sem menn eiga að venj-
ast á þessum árstíma - og eru
menn þó ýmsu vanir. Fór frostið í
Póllandi allt niður í 26 gráður á
celsíus og frusu að minnsta kosti
37 menn til dauða í liðinni viku,
en flestir þeirra munu hafa sofn-
að áfengisdauða á víðavangi.
Ovenju kalt, hefur einnig verið í
Vestur-Evrópu og rekja menn
fimm dauðsföll í Frakklandi til
kuMatiðarinnar að undanförnu.
Á myndinni má sjá tvo kosovo-
albanska drengi sem þykja búa
við afar slæm skilyrði í flótta-
mannabúðum í úthverfi Sarajevo
í Bosniu og hafa fengið að kenna
illa á kuldunum undanfarna
daga.
ESB afléttir útflutningsbanni á brezkar nautakjötsafurðir
Blair heitir að styðja
endurheimt markaða
Brussel, London. Reuters.
BREZKIR nautgripabændur fögnuðu í gær mjög ákvörðun Evrópusam-
bandsins (ESB) um að létta útflutningsbanni af brezku nautakjöti, en tals-
menn þeirra sögðu ákvörðunina aðeins vera upphafið að nýrri og erfiðri
baráttu fyrir að endurheimta fyiTÍ sess þessara afurða á erlendum mörkuð-
um. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hét stuðningi stjórnvalda við
það verkefni, tveimur og hálfu ári eftir að bannið tók gildi.
A fundi landbúnaðarráðherra
ESB-landanna fimmtán í Brussel í
gær greiddi meirihluti þeirra at-
kvæði með því að banninu skyldi
aflétt. Með þessari ákvörðun er það
nú í höndum framkvæmdastjómar-
innar að aflétta banninu formlega.
Þýzki landbúnaðarráðherrann
var sá eini sem greiddi atkvæði á
móti tillögunni. Fulltrúar Frakk-
lands, Austurríkis, Lúxemborgar og
Spánar sátu hjá.
„Þetta er stórt framfaraskref,“
sagði Ben Gill, forseti brezku
bændasamtakanna. Samkvæmt til-
lögunni, sem ráðherramir sam-
þykktu, verður útflutningur á
nautakjöti frá Bretlandi leyfður aft-
ur, en undir ströngum skilyrðum.
Afurðirnar verða að vera beinlausar
og af dýrum á aldrinum hálfs árs til
30 mánaða, og bornum eftir 1. ágúst
1996.
Tony Blair lýsti mikilli ánægju
með ákvörðun ráðherranna og hét
bændum aðstoð stjómvalda við að
endurheimta útflutningsmarkaði
brezkra nautakjötsafurða, en slíkt
tæki tíma. „Ríkisstjómin mun nú
vinna að því að tryggja að við getum
byggt aftur upp traust [neytenda á
erlendum mörkuðum] á brezku
nautakjöti," sagði Blair.
Útflutningsbann ESB var sett í
marz 1996 eftir að brezk stjórnvöld
viðurkenndu að tengsl væru milli
kúariðu og banvæna heilahrömun-
arsjúkdómsins Creutzfeldt-Jakob
(C JD). Yfir 30 manns hafa látizt úr
CJD svo vitað sé. Yfir fjórum millj-
ónum nautgripa hefur verið slátrað
frá því bannið var sett í því skyni að
reyna að hindra að kúariðusmit ber-
ist út í fæðukeðjuna.
Fyrirvarar
vísindamanna
Vísindamenn, sem hafa sinnt
rannsóknum á kúariðu, lýstu í gær
sumir hverjir efasemdum um rétt-
mæti ákvörðunar ráðherranna, en
dýralæknanefnd ESB mælti með
takmörkuðu afnámi bannsins fyrr í
mánuðinum.
„Vandamálið er og hefur alltaf
verið, að við vitum ekki hvaða naut-
griph- eru sýkth- og hverjir ekki.
Jafnvel þótt við höfum slátrað mikl-
um fjölda þá er fjarri því að við get-
um fullyrt að við höfum náð öllum
þeím sýktu,“ sagði Stephen Dealer,
sameindalíffræðingur við Burnley-
sjúkrahúsið á N-Englandi.
Dow Jones-
vísitaian
aldrei verið
hærri
New York. Reuters.
MIKIL hækkun varð á verði
hlutabréfa á Wall Street í New
York í gær og er meginorsökin
rakin til samruna stórfyrir-
tækja. Hefur Dow Jones-vísi-
talan aldrei verið hærri.
Dow Jones-vísitalan hækk-
aði í gær um 2,34% eða 214,72
stig og stóð í lok viðskipta í
9.374,27 stigum, sem er nýtt
met. Hæst hefur hún áður
staðið í 9.337,97 stigum við lok-
un, en það var 17. júlí síðastlið-
inn. Með hinu nýja meti lýkur
fjögurra mánaða erfiðleika-
skeiði, þar sem Dow Jones
komst lægst niður í 7.400 stig
1. september. Vísitalan stóð og
í 7.467 stigum 8. október en
hefur risið síðan, eða um 1.900
stig á sex vikum.
Alls skiptu 772 milljónir
hluta um eigendur á Wall
Street í gær. Verðbréf lækk-
uðu lítilsháttar vegna hinnar
miklu hækkunar á hlutabréfa-
markaði. Dollarinn styrktist
hins vegar bæði gagnvart jeni
og þýska markinu.
Nasdaq-vísitalan hækkaði
um 2,55% í gær og stóð í
1.977,42 stigum í lok dagsins.
Vantar hana 37 stig í að jafna
það stig sem hún hefur hæst
komist í, en það var 20. júlí síð-
astliðinn. Hlutabréf hækkuðu
um 2,2% í Þýskalandi í gær,
2,3% í Bretlandi og 1,1 í
Frakklandi.