Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.11.1998, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Erindisbréf yfírmanna lögreglunnar í Reykjavík gefín út Einhugur um starfs- skiptingu meðal æðstu yfirmanna I ERINDISBREFI lögreglustjór- ans í Reykjavík, sem gefíð var út af dómsmálaráðuneytinu í gær sam- kvæmt tillögu starfshóps á vegum ráðuneytisins, kemur fram að hann skuli sinna daglegri stjórn embætt- isins í samræmi við lögreglulög. I erindisbréfí varalögreglustjóra segir að hann hafí umsjón með starfsemi þriggja meginsviða emb- ættisins í samráði við lögreglu- stjóra, en þau eru lögreglusvið, rannsóknar- og ákærusvið og rekstrar- og þjónustusvið. Hann ber auk þess daglega ábyrgð á ákveðnum verkefnum. í tillögu að starfslýsingu yfir- mannanna samkvæmt skýrslu sem fyrirtækið VSÓ ráðgjöf vann fyrir dómsmálaráðuneytið, og kynnt var fyrir skömmu, var tiltekið að dag- leg yfirstjórn embættisins skyldi vera í höndum varalögreglustjóra. Erindisbréf var í gær einnig gef- ið út fyrir varalögreglustjóra. Hvorugt embættanna hefur áður verið skilgreint með erindisbréfí. Einhugur um verkaskiptinguna í starfshópnum, sem skipaður var af dómsmálaráðhen-a 2. nóv- ember, sitja Haraldur Johannes- sen ríkislögreglustjóri, formaður, Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík, Georg Kr. Lárusson varalögreglustjóri og Björg Thorarensen skrifstofustjóri á lög- reglusviði dómsmálaráðuneytisins. Haraldur Johannessen segir að einhugur hafí verið í starfshópnum um verkaskiptingu lögreglustjóra og varalögreglustjóra. Dómsmála- ráðherra hafi gefið út erindisbréf embættanna á grundvelli tillagna hópsins. „Þeir þættir er varða stjóm- skipulag embættis lögreglustjór- ans í Reykjavík sem starfshópur- inn hefur fjallað um og lokið vinnu við eru unnir af einhug og með samþykki starfshópsins, þar á meðal lögreglustjórans í Reykjavík og varalögreglustjórans,“ segir Haraldur Johannessen. Eftir er að ráða framkvæmda- stjóra yfir rekstrar- og þjónustu- sviði lögreglunnar og hefur sú staða verið auglýst en umsóknar- frestur rennur út í lok mánaðarins. Haraldur segir að með ráðningu hans verði framkvæmdastjórn embættisins orðin fullskipuð, en í henni eiga sæti lögreglustjóri, varalögreglustjóri, yfirlögreglu- þjónn, saksóknari og fram- kvæmdastjóri. „Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdastjómin fjalli enn frekar um innri málefni embættisins, þau málefni sem lúta að öðram þáttum í starfseminni heldur en þeim sem starfshópurinn átti að sinna og fjalla um. Eg reikna með þvi að þá verði litið svo á að starfshópurinn hafi lokið sínum störfum," segir Haraldur, „og framkvæmdastjórn lögreglustjóraembættisins taki við og vinni að áframhaldandi breyt- ingum á innri starfsemi embættis- ins í samráði og samvinnu við starfsmenn þess. Um þær breyt- ingar sem þegar hafa verið gerðar á lögi-eglusviði ríkti einnig fullkom- in samstaða í starfshópnum,“ sagði Haraldur að lokum. Nokkrir verkefnaflokkar færðir til lögreglusijói-a Björg Thorarensen, skrifstofu- stjóri lögregluskrifstofu dóms- málaráðuneytisins, sem var einn fulltráanna í hópnum, segir að er- indisbréfin séu í stóram dráttum byggð á tillögum í skýrslu VSO en með ýmsum tilhliðrunum og skýr- ara orðalagi. Aðspurð segir hún að meginatriðið hafi ekki verið að breyta stöðu lögreglustjórans mið- að við það hvemig hún var skil- greind í skýrslunni. Nokkrir verk- efnaflokkar hafi þó verið færðir til lögreglustjóra, að tillögu hans sjálfs, eins og innra eftirlit og skýrsluskrá. „Við höldum því fram að staða lögreglustjórans hafi aldrei verið veik og þær ályktanir í þá átt sem dregnar voru út frá til- lögum að skipuriti hafi verið rang- ar.“ Sjónvarpið flyt- ur á næsta ári STARFSEMI Ríkisútvarpsins- sjónvarps verður á næsta ári flutt úr sjónvarpshúsinu við Laugaveg í Reykjavík í hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Áætlað er að flutn- ingarnir hefjist í júlí og að í árslok verði allar deildir sjónvai’ps og út- varps komnar undir sama þak. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær gera fastlega ráð fyrir að fyrsta deildin sem flyttist yrði fréttastof- an en áætlað er að það verði í júlí. Síðan verða aðrar deildir sjón- varpsins fluttar hver af annarri og segir hann ráðgert að flutningun- um ljúki í lok næsta árs. Sænsku konungshjónin taka á móti forsetanum Stokkhólmi. Morgunblaðið. Fjölgun í Húsdýra- garðinum SÓMI heitir hann, kálfurinn sem svolgrar mjólkina úr pela hjá Gunnari ísdal dýrahirði í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Sómi kom í heiminn fyrir viku og braggast vel. Hann er afkvæmi þeirra Tinnu (4 ára) og Guttorms (6 ára), sem bæði búa í Húsdýragarðinum. KARL Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning taka í dag á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Is- lands, er opinber heimsókn hans til Svíþjóðar hefst. Forsetinn dvelur í heimsókninni í Hagahöllinni, en þar tekur greifynjan af Halland á móti honum árla dags. Olafur Ragnar hitt- ir síðan Karl Gústaf konung og halda þeir í virðulegum hestvagni með fylgdarliði að konungshöllinni, þar sem drottningin tekur á móti þeim. Þar mun Olafur Ragnai- hitta sænska fyrirmenn, en síðan snæðir hann hádegisverð í boði konungs- hjónanna. Seinna um daginn heim- sækir forsetinn þinghúsið og stjórn- an’áðið, þai' sem hann hittir Göran Persson forsætisráðherra. Saman halda þeir síðan blaðamannafund, en síðla dags býður forsetinn íslending- um til móttöku á Nordiska museet. Um kvöldið halda konungshjónin kvöldverð til heiðui’s forsetanum. Miðvikudagurinn er helgaður sænsku og íslensku viðskiptalífi, auk þess sem forsetinn heldur konungs- hjónunum veislu. Morgunblaðið/Ásdís Tilboð opnuð í Borgarfjarðarbraut Gildistöku fram- kvæmdaleyfis frestað VEGAGERÐIN opnaði í gær tilboð í Borgarfjarðarbraut frá Bæjar- sveitarvegi til Kleppjárnsreykja. Um er að ræða 9,2 kílómetra langan veg og er gert ráð fyrir nýju vegar- stæði frá afleggjaranum að Bæjar- sveit að Flókadalsá, en þaðan og til Kleppjárnsreykja verði vegurinn lagfærður í núverandi vegarstæði til bráðabirgða, samkvæmt upplýs- ingum Vegagerðarinnar í Borgar- nesi. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar 80 milljónir og bárast tólf tilboð í verkið, það lægsta upp á rúmar 55 milljónir og það hæsta upp á rámar 92 milljónir. Sveitarstjórn í hinu nýja bæjarfé- lagi í Borgarfirði, sem samanstend- ur af Hálsasveit, Reykholtsdals- hreppi, Lundarreykjadalshreppi og Andakílshreppi, hafði gefið Vega- gerðinni leyfi fyrir framkvæmdun- um, en í kjölfarið barst kæra frá bóndanum á Steðja, þar sem þess er krafist að framkvæmdaleyfi í landi hans verði afturkallað og vísaði um- hverfisráðherra málinu til úrskurð- arnefndar skipulags- og byggingar- laga, þar sem það er nú til meðferð- ar. Á fundi hreppsnefndar 12. nóv- ember síðastliðinn var samþykkt samhljóða tillaga um að fresta af- greiðslu málsins og gildistöku fram- kvæmdaleyfisins þar til úrskurður nefndarinnar liggur fyrir, sam- kvæmt upplýsingum Þórunnar Gestsdóttur, sveitarstjóra. Vegagerðin hefur fjórar vikur til að fara yfir tilboðin og ganga frá samningum við tilboðsgjafa. Auð- unn Hálfdánarson, hjá Vegagerð- inni í Borgarnesi, sagði að ákveðið hefði verið að fara í meiriháttar við- gerðir og endurbætur á núverandi vegi í samræmi við tillögu sem kom- ið hefði fram þar að lútandi í sumar. Um væri að ræða lagfæringar á gamla vegai-stæðinu til bráðabirgða að undanskildum lítilsháttar lagfær- ingum við Flókadalsá. Vegurinn væri ekki hannaður miðað við ýtr- ustu staðla og ekki væri gert ráð fyrir 90 kílómetra ökuhraða þar heldur 70 til 80 kílómetra hraða. Ný brú Auðunn sagði að að hluta til væri um að ræða nýjan veg, þ.e. frá Bæj- arsveitarafleggjaranum og upp að Flókadalsá. Þaðan og til Klepp- járasreykja væri um að ræða end- urbætur á núverandi vegarstæði. Einnig væri um að ræða nýja brú yfir Flókadalsá og stórt ræsi í Geirsá, en brúin yrði byggð af vinnuflokki Vegagerðarinnar og væri ekki inni í útboðinu. Samtals væri um að ræða 9,2 kílómetra lang- an veg og þar af væru 3 km frá Bæjarsveitarafleggjaranum og að Flókadalsá. Auðunn sagði að ef vel viðraði áfram væri vonast til þess að fram- kvæmdir gætu hafist fyrir áramót. Ef veður færu harðnandi yrði sjálf- sagt ekkert byrjað á framkvæmd- um fyrr en í vor. Á ÞRIÐJUDÖGUM ttmnili HEFURÞÚ SPURNINGAR VARÐANDi FJÁRFESTINGAR ocLfFEYRISMÁL? RAéXijÁFAR OKKAK SVAftASrtlRNINCtlM Á VERBBRÉf AtXXiUM 25-27. NÚVtMftlR í ÚnMJUM KÚNAOAMUNKANS I Kúnwoci MAMJtASOKC 9. SÍMI 554 Z222 IsmAkamum SMAKATOKGI l S(MI 564 7828 OC IIIAFNAHFIRHI riAKOAAGOTU 0-15. JÍMI 565 5600 VEíUÐ VbLKOMIN! A U G L Ý S 1 N G fi BLAÐINU í dag fylg- ir auglýsing um verðbréfadaga Búnaðarbankansí útibúum hans í Kópavogi, Smáran- um og í Hafnar- firði dagana 25.-27. nóvember MKNNCVC I.ISTIH BÆKUR Geir gefur ekki kost á sér í landsliðið/C1 Sigurður Valur Sveinsson leikur með Lemgo/Ci 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.