Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
m-n - > x ^ i •
ÞIÐ eruð bara svindlarar hérna fyrir norðan, þú ert bara
kasólétt plat jólasveinakerling góða...
Vikurnám fyrirhugað
við Snæfellsjökul
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
hafíð frumathugun á umhverfisá-
hrifum vikurnáms við Snæfellsjök-
ul. Nesvikur ehf. fyrirhugar vikur-
nám á svonefndu Jökulhálssvæði
austan Snæfellsjökuls og Harða-
balasvæði að norðanverðu. Nesvik-
ur hyggst vinna vikur til útflutn-
ings og til frekari úrvinnslu í fram-
tíðinni. Fyrirhugað er að leggja
tvo nýja vegi sem eiga að auðvelda
flutningana og koma upp athafna-
svæði á Breið á bökkum Hólm-
kelsár suður af Rifi.
I mati Skipulagsstofnunar á um-
hverfisáhrifum framkvæmdarinn-
ar segir m.a. að vikursvæðin á Jök-
ulhálsi séu að mestu ógróin.
Landslagsáhrif eru ekki talin
verða veruleg nema helst þar sem
jökulgarður úr vikri verður allur
unninn. Á Harðabalasvæðinu er
meginbreytingin á útliti lands talin
stafa af því að meira verður af ljós-
um vikri á yfirborði og landið því
ljósara á litinn þar sem vikur hefur
verið numinn. Truflun af námu-
vinnslunni og flutningum er eink-
um talin hafa áhrif á gangandi
ferðamenn.
Nýjar ökuleiðir
við jökulinn
Fyrirhugað er að tengja vikur-
vinnslusvæðin með vegi frá Geld-
ingafelli að Harðabala. Kostirnir
eru taldir styttri flutningavega-
lengd, vikurflutningar fara ekki í
gegnum Ólafsvík eða eftir vegi frá
Ölafsvík upp á Jökulháls og að
flutningar færast fjær vatnsvemd-
unarsvæði. Vegurinn opnar nýja
ökuleið meðfram jöklinum að norð-
anverðu. Ókostir eru taldir þeir að
farið er um tiltölulega ósnortið
land. Þá er fyrirhugað að leggja
nýjan veg frá Klukkufossi að at-
hafnasvæði á Breið. Kostirnir eru
taldir styttri flutningavegalengd
og að vikurflutningar fara hvorki
um þéttbýli á Hellissandi og Rifi
né um þjóðveg. Vegurinn opnar
nýja ökuleið frá Rifi um Dýjadal
og upp að Jökulhálsi. Ókostir eru
taldir þeir að farið er um ósnortið
land.
Samkvæmt frummatsskýrslu er
talið að hægt sé að koma í veg fyr-
ir verulega sjónmengun af mann-
virkjum og efnishaugum með því
að velja staðsetningu vel.
Almenningi gefast fimm vikur til
að kynna sér framkvæmdina og
leggja fram athugasemdir sem
eiga að berast Skipulagsstofnun
eigi síðar en 28. desember 1998.
F í jólaeldhúsið
Rautt og grænt með skoskum skáböndum.
Diskamottur 490 kr., pottaleppar 280 kr. stk.,
grillhanski 500 kr., stólsessa 590 kr.,
svunta 1.500 kr., kappi 930 kr., efni 660 kr.
Einnig nýkomið loð-fleece á 1.495 kr. m.
1 Ö -búðirnar
Örugg verndun persónuupplýsinga
Ástæða til
að breikka
umræðuna
••
Orugg verndun per-
sónuupplýsinga er
yfírskrift ráðstefnu
sem haldin er í dag, þriðju-
daginn 24. nóvember, á
Hótel Loftleiðum. Ráð-
stefnan er haldin á vegum
Skýrr hf. Hrafnkell V.
Gíslason er framkvæmda-
stjóri þjónustudeildar hjá
Skýrr.
„Nálgunin í umræðunni
um miðlægan gagnagrun á
heilbrigðissviði hefm’ aðal-
lega snúist um einn þátt
sem snýr að verndun per-
sónuupplýsinga, þ.e. dulrit-
un. Við viljum á hinn bóg-
inn breikka þessa umræðu.
Okkur fínnst ástæða til að
líta á öryggismál og per-
sónuvernd í víðara sam-
hengi en gert hefur verið.
Það eru til faglegar leiðir
til að nálgast þetta verk-
efni og leysa með góðum ár-
angri.“
Hrafnkell segir að dulritun sé
vissulega öflug leið til að tryggja
tiltekna þætti í persónuvernd. En
hann segir að það þurfi fleira að
koma til eins og stjórnunarlegar
aðferðir þ.e. hver heimilar aðgang
að upplýsingum, hver ber ábyrgð
og hver tekur ákvörðun um hver
gerir hvað.“ Þá segir Hrafnkell að
nákvæma lýsingu þurfi á vinnu-
ferli þar sem hægt er að rekja
þær aðgerðir sem gerðar voru og
bera saman við það sem gera átti.
„í síðasta lagi þai’f tæknilegar
lausnir og tæknileg vinnuferli.
Undir þann flokk falla hlutir eins
og dulritun og öryggiskerfi.
Þessi umræða um persónu-
vernd er ekkert ný þó hún hafi
ekki farið fram fyrir opnum tjöld-
um fyir en núna að undanförnu.
Skýrr hefur starfað á þessum
vettvangi í nær hálfa öld og unnið
með upplýsingar sem hefur þurft
að vernda. Þessar upplýsingar
sem við erum að sýsla með eru
grundvöllur starfs okkai’. Við höf-
um byggt okkar starf á því að
persónuvernd þeirra upplýsinga
sem vistaðar eru séu í lagi miðað
við þær kröfur sem hið opinbera
gerir á hverjum tíma. Þessar
kröfur eru hins vegar að breytast
m.a. vegna umræðu um persónu-
vernd í miðlægum gagnagrunni á
heilbrigðissviðinu.“
- Eru kröfurnarþá að aukast?
„Já, en aðalatriðið er þó að
meðvitund almennings, stjórn-
valda og stjórnmálamanna er að
aukast mikið. í tölvukerfum nú-
tímans, ekki bara hér á
landi, heldur alls stað-
ar í heiminum, er gífur-
lega mikið af upplýs-
ingum sem spannar í
raun flesta þætti nú- ____________
tíma samfélaga, t.d. —
fjármál, innkaup, laun og svo
framvegis. Vissulega hefur margt
mjög gott verið gert á Islandi í
þessum efnum, tölvunefnd hefur
áorkað ýmsu miðað við þann
þrönga stakk sem henni er snið-
inn. En það er ástæða til að skoða
þessi mál í heild sinni.“
Hrafnkell segir að í nýrri
skýrslu frá ríkisendurskoðun fyr-
ir árið 1998 sé verið að tala um
rekstraröryggi upplýsingakerfa.
„Skýrslan fjallar bæði um rekstr-
aröryggi og aðgangsöryggi sem
m.a. er hluti af þessari persónu-
vernd. Vísað er í samning sem
Skýn’ gerði við fjármálaráðherra
um rekstur landskerfa en þar eru
vistaðir stjórnsýsluþættir ís-
lenska ríkisins, þjóðskráin, skatt-
Hrafnkell V. Gíslason
►Hrafnkell V. Gíslason er
fæddur í Reykjavík árið 1960.
Hann lauk BS-prófí í tölvunar-
fræði frá Háskóla íslands árið
1983 og MS-prófi í tölvunar-
fræði frá University of Pitts-
burg í Bandaríkjunum árið
1988. Hann starfaði hjá tölvu-
deild Sparisjóðsins í Keflavík í
þijú ár en hefur síðan starfað
hjá Skýrr hf., nú síðast sem
framkvæmdasljóri þjónustu-
deildar.
Eiginkona hans er Björg Ey-
steinsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur og eiga þau fjögur börn.
Þessi umræða
er lengra kom-
in í nágranna-
löndunum
skráin, tollakerfið, bótakerfi
Tryggingastofnana, launaskrá
hins opinbera og svo framvegis.
Gerður var sérstakur samning-
ur milli fjármálaráðherra og
Skýrr um rekstur og meðhöndlun
þessara upplýsinga og þar er
kveðið á um hvernig staðið skuli
að persónuvernd."
- Eru farnai■ nýjar leiðir í þess-
um samningi?
„Já, í samningum er kveðið á
um öryggiskröfur og þjónustu-
markmið sem tryggja góða per-
sónuvernd og tryggan rekstur."
- Hvernig er verndun persónu-
upplýsinga háttað hérlendis mið-
að viðínágrannaiöndunum?
„Það veit í raun enginn hvernig
þessum málum er háttað hér á
landi því engar kannanir hafa ver-
ið gerðar á þessum málum hér á
landi.
Þessi umræða er lengra komin
í nágrannalöndunum og ástæða til
-------- að kynna sér stöðu
mála þar, þó með það i
huga að fínna nálgun
sem hentar íslenskum
aðstæðum."
- Hverjir koma til
með að halda fyrir-
lestra á ráðstefnunni?
„Eftir að Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hefur flutt ávarp
mun Tom Peltier ræða um nýj-
ungar í verndun persónupplýs-
inga. Hann er eftirsóttur fyrirles-
ari um það sem tengist öryggis-
málum í kringum tölvukerfí og
gagnagrunna. Þá mun Oddný
Mjöll Arnardóttir lögfræðingur
fjalla um verndun persónuupplýs-
inga lagalega séð. Stefán Hrafn-
kelsson mun síðan fjalla um ógn-
anir og lausnir hvað varðar ör-
yggi á Netinu.
Bjarne Hansen ræðir um
áhættur í þessu sambandi en
hann er löggiltur tölvuendurskoð-
andi hjá Ernst og Young í Dan-
mörku.“