Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfír fimm hundruð manns á flokksþingi Framsóknarflokksins
Finnur sigraði Siv
með 63% atkvæða
Finnur Ingólfsson hafði betur í baráttu við
Siv Friðleifsdóttur um embætti varafor-
manns í Framsóknarfiokknum. Finnur var
að styrkja stöðu sína þá daga sem flokks-
þing flokksins stóð yfír og sigur hans varð
á endanum öruggur. Egill Ólafsson fylgd-
ist með aðdraganda kosningarinnar og
viðbrögðum frambjóðenda við úrslitunum.
FRÁ flokksþingi Framsóknarflokksins seni fram fór um síðustu helgi.
Morgunblaðið/Porkell
HALLDÓR Ásgrímsson óskar Finni Ingólfssyni til hamingju.
FINNUR Ingólfsson, viðskipta-
og iðnaðarráðherra, sigraði Siv
Friðleifsdóttur alþingismann í
varaformannskjöri á flokksþingi
Framsóknarflokksins. Finnur fékk
343 atkvæði eða 62,8% atkvæða, en
Siv fékk 197 atkvæði eða 36,1%.
549 greiddu atkvæði. Þegar úrslit-
in lágu fyrir sagði Halldór As-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, að mikil verkefni biðu-
þeirra beggja í framtíðinni fyrir
flokkinn.
Þegar úrslitin lágu fyrir ávarp-
aði Finnur Irigólfsson flokksþingið.
Hann sagði að á seinni árum hefði
verið lítið um tvísýnar kosningar
um ábyrgðarstörf í Framsóknar-
flokknum. Kannski of lítið því heil-
brigð og drengileg átök settu
gjarnan þau mál og áherslur í
brennidepil sem frambjóðendur
stæðu fyrir.
„Margir sem um varaformanns-
kjörið hafa tjáð sig við mig hafa
harmað að hafa ekki átt þess kost
að velja okkur bæði til starfsins.
Því erum við bæði í raun sigurveg-
arar í þessum kosningum. Ég tel
að flokksþingsfulltrúar hafi sýnt
að þeir óska eftir að við bæði tvö
getum leikið lykilhlutverk fyrir
Framsóknarflokkinn á vegferð
hans inn í næstu öld. Aðeins bæj-
arlækur skilur kjördæmi okkar
að. Eftir það veganesti sem
flokksþingið hefur gefið okkur
báðum ættum við að geta haft for-
ystu um að efla og treysta stöðu
Framsóknarflokksins og leiða
hann til stórkostlegs sigurs á suð-
vesturhorninu í komandi alþingis-
kosningum,“ sagði Finnur.
Siv ávarpaði einnig þingið og
þakkaði þann góða stuðning sem
hún fékk í kjörinu. Hún sagðist
hafa fengið mikla hvatningu frá
stuðningsmönnum sínum.
„Ég óska nýkjömum varafor-
manni til hamingju með kjörið og
ég vona af einlægni að við getum
átt gott samstarf eftir þetta. Að
loknu þessu flokksþingi mun ég
vinna áfram og af enn meiri krafti
en fyrr að því að efla fylgi okkar,
bæði í Reykjaneskjördæmi og um
hinar dreifðu byggðir landsins. Það
eni afar mikilvægar kosningar
framundan í vor og það er því
brýnt að framsóknarmenn þjappi
sér saman til sóknar," sagði Siv.
Sigur Finns ljós
þegar leið á þingið
Stuðningsmenn Finns og Sivjar
unnu af miklum krafti á flokksþing-
inu að því að afla sínum mönnum
stuðnings. Fyiir þingið hafði Siv
rætt við fjölda þingfulltrúa og það
var mál margra að hún væri að
vinna á. Skiptar skoðanir voru um
hvort hún ætti raunhæfa möguleika
á sigri, en það var þó greinilegt eftir
að þingið byrjaði að stuðningsmenn
Finns lögðu gríðarlega áherslu á að
tryggja honum sigur. Þeir lögðu
m.a. áherslu á að það yrði mikið
áfall fyrir Framsóknarflokkinn ef
ráðherra flokksins yrði hafnað í
varaformannskjöri. Andstæðingar
flokksins myndu notfæra sér það,
ekki síst í Reykjavík þar sem miklu
skipti fyrir hann að styrkja stöðu
sína. Stuðningsmenn Sivjar sögðu
að þessi áróður, sem þeir kölluðu
hræðsluáróður, hefði haft áhrif á
marga þingfulltrúa sem voru óá-
kveðnir eða haft höfðu uppi góð orð
um stuðning við Siv. Það bendir því
margt til þess að Finnur hafi verið
að styrkja stöðu sína þá daga sem
flokksþingið stóð yfir.
Stuðningsmenn Finns notfærðu
sér einnig þau rök á þingfulltrúa úr
tilteknum kjördæmum, að ef Siv
yrði varaformaður yrði hún óhjá-
kvæmilega fremst á bekk þeirra
sem bíða eftir ráðherrasæti. Þar
með myndi Guðni Agústsson og
Valgerður Sverrisdóttir ekki verða
ráðherrar í næstu ríkisstjórn.
Siv virtist eiga meiri stuðning
meðal ungi-a framsóknarmanna en
Finnur. Siv fékk hins vegar ekki
afgerandi stuðning frá konum í
flokknum. Nokkra athygli vakti af-
dráttarlaus stuðningsyfirlýsing
Signínar Magnúsdóttur borgar-
fulltrúa við Finn á fundi þingfull-
trúa úr Reykjavík, sem haldinn var
á laugardag. Fleiri áhrifakonur í
Framsóknarflokknum studdu Finn
þó að þær létu stuðninginn ekki op-
inberlega í ljós.
Á laugardeginum fór ekki milli
mála að allt útlit var fyrir örugg-
an sigur Finns. Stuðningsmenn
Sivjar breyttu þá dálítið um bar-
áttuaðferð og sögðu í samtölum
við þingfulltrúa að þeir gerðu sér
grein fyrir að orrustan væri töp-
uð, en það væri hins vegar mikil-
vægt að Siv fengi ekki slæma
kosningu.
Staða Siyjar styrktist
Almennt má telja að Siv hafi
styrkt stöðu sína í flokknum á
flokksþinginu. Halldór Ásgríms-
son þakkaði henni sérstaklega fyr-
ir hversu drengilega hún tók úr-
slitunum og hann tók fram að
frambjóðendanna beggja biðu
mikil verkefni fyrir flokkinn í
framtíðinni. Nafn Sivjar var nefnt
fyrir fjórum árum þegar Fram-
sóknarflokkurinn valdi ráðherra til
setu í ríkisstjórninni. Nafn hennar
mun án efa koma aftur upp í vor
sem ráðherraefni ef flokkurinn
verður aðili að ríkisstjórn. Það fer
þó ekki milli mála að andstaða er
við að Siv fái svo skjótan frama
innan flokksins. Eitt af því sem var
notað gegn henni á flokksþinginu
var að hún væri ung og gerði of
miklar kröfur um frama í flokkn-
um. Sú spurning hlýtur hins vegar
að vakna hvort það geti ekki komið
niður á fylgi flokksins ef hann ætl-
ar að halda niðri sterkum stjórn-
málamönnum eins og Siv óneitan-
lega er.
Sigur Finns í varaformanns-
kjörinu er mikilvægur fyrir hann
og styrkir hann sem framtíðar-
leiðtoga. Líklegt má telja að sig-
urinn hjálpi honum að ná aftur
því trausti sem hann naut í upp-
hafi kjörtímabilsins meðal kjós-
enda, en nýleg skoðanakönnun
leiddi í ljós að hann nýtur
minnstra vinsælda ráðherra ríkis-
stjórnarinnar.
Átök um umhverfismál á
þingi framsóknarmanna
HÖRÐ átök og miklar umræður
urðu um umhverfismál á flokks-
þingi Framsóknarflokksins. Ólafur
Órn Haraldsson alþingismaður vildi
að í ályktun um umhverfismál yrði
þess krafist að Fljótsdalsvirkjun
færi í umhverfismat, en því var
hafnað í umhverfisnefnd þingsins.
Steingrímur Hermannsson, fyrr-
verandi formaður Framsóknar-
flokksins, lýsti yfir stuðningi við að
Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfis-
mat.
Talsverðar deilur urðu í umhverf-
isnefnd flokksþingsins og dróst
fram að hádegi á sunnudag að
ganga frá ályktun í umhverfismál-
um. Ólafur Örn og Ólafur Magnús-
son, formaður Sólar í Hvalfirði,
lögðu mikla áherslu á að í ályktun-
inni yrði þess krafist að Fljótsdals-
virkjun færi í lögformlegt umhverf-
ismat.
Þeir féllu hins vegar frá þessari
kröfu þegar sýnt þótti að hún myndi
ekki ná fram að ganga í nefndinni.
Hvorugur deiluaðila munu hafa
talið það sér í hag að láta fara fram
atkvæðagreiðslu á þinginu um þetta
mál. Niðurstaðan varð því sú að
ekki var minnst á Fljótsdalsvirkjun
í ályktuninni, en áhersla lögð á að
endurskoðun laga um umhverfismat
verði lokið á kjörtímabilinu.
Steingrímur Hermannsson sagði
í umræðunum að hann harmaði að
ekki skyldi hafa náðst fram að
Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfís-
mat. Hann sagðist ekki skilja að það
væri neitt að óttast í sambandi við
umhverfismatið. Hann fagnaði hins
vegar öðrum áherslum flokksins í
umhverfismálum og hvatti flokks-
menn að taka forystu í þessum
málaflokki. Hann minnti á að flokk-
urinn hefði haft forystu í umhverfis-
málum allt frá því að Eysteinn
Jónsson var formaður Framsóknar-
flokksins.
Fyrr á þinginu vék Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, að deilum um virkjana-
mál. Hann sagði að ef menn vildu
ekki virkja á hálendinu yrði að
virkja í byggð. Hann sagðist þó ekki
vera sannfærður um að betur gengi
að ná samkomulagi um að virkja
þar. Hann sagði að á sínum tíma
hefði verið gerð sátt um Eyjabakka
og kvaðst telja að það ætti að
standa við hana.
Halldór vill undirrita
Kyoto-bókunina
I umhverfisnefnd var einnig mik-
ið rætt um hvort Island ætti að ger-
ast aðili að Kyoto-bókuninni. Niður-
staðan varð sú að ekki var tekin af-
dráttarlaus afstaða til þess hvort Is-
land ætti að undirrita hana, en lögð
áhersla á að stjórnvöld meti kosti
og galla þess að undirrita bókunina
fyrir 15. mars nk.
Halldór Ásgrímssfjn Iýsti því yfir
að hann teldi að ísland ætti að
stefna að því að undirrita Kyoto-
bókunina og taka þannig þátt í að
deila byrðum af mengun heimsins.
Umhverfisráðherra væri nú að láta
meta kosti og galla við það að undir-
rita bókunina. Halldór lagði hins
vegar áherslu á sérstöðu íslands
varðandi nýtingu endurnýjanlegra
orkulinda _og benti á að 2/3 orku-
notkunar íslendinga kæmu frá end-
urnýjanlegum orkulindum. Það land
sem kæmi næst á eftir íslandi fengi
16% orku sinnar frá endurnýjanleg-
um orkulindum.
Steingrímur fagnaði yfirlýsingu
Halldórs um Kyoto-bókunina og
sagði mikilvægt að Halldór hefði
ekki tekið undir yfirlýsingar Davíðs
Oddssonar um bókunina, en Davíð
hefur sagt að ísland ætti ekki að
undirrita hana.
Halldór sagðist ætla að beita sér
fyrir því á vettvangi Norðurlanda-
samstarfsins að komið verði á
skipulögðu samstarfi frjálsra fé-
lagasamtaka sem starfa að um-
hverfismálum. í umhverfisályktun-
inni var lögð áhersla á mikilvægi
frjálsra félagasamtaka. Þetta mun
vera hluti af samkomulagi sem gert
var í umhverfisnefnd um að ekki
yrði minnst á Fljótsdalsvirkjun í
umhverfisályktuninni.
Kosningar á þingi
framsóknarmanna
Halldór
fékk 97,6%
atkvæða
HALLDÓR Ásgi-ímsson var
endurkjörinn formaður Fram-
sóknaifiokksins á flokksþingi
flokksins. Hann fékk 519 at-
kvæði sem voru 97,6% at-
kvæða. Ingibjörg Pálmadóttir
var endurkjörin ritari með
90,3% atkvæða. Unnur Stef-
ánsdóttir var endurkjörin
gjaldkeri með 86,6% atkvæða.
Varamenn þeirra voru einnig
endurkjörnir. Drífa Sigfús-
dóttir var endurkjörin vararit-
ari með 80,2% atkvæða og
Þuríður Jónsdóttir varagjald-
keri með 77,8% atkvæða.
Við kjör í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins fékk Sigurður
Geirdal, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, flest atkvæði, en næstir
komu Ari Teitsson, formaður
Bændasamtakanna, og Jón
Sveinsson hæstaréttarlögmað-
ur. Af 25 aðalmönnum í mið-
stjóm eru 9 konur.