Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 11

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 11 Litlar breytingar á Evrópustefnu flokksins í ÁLYKTUN flokksþings Fram- sóknarflokksins um utanríkismál er ekki tekið með afgerandi hætti und- ir þær hugmyndir sem Halldór As- grímsson utanríkisráðherra setti fram í setningarræðu sinni um Evr- ópumái, en hann sagðist vilja láta kanna hvort Island gæti gerst aðili að Evrópusambandinu án þess að gangast undir sjávarútvegsstefnu sambandsins. í utanríkismálaályktun þingsins segir um Evrópumál: „Flokksþingið er sátt við þann farveg sem sam- band Islands við Evrópusambandið er í og telur að samstarf innan EES hafí gengið vel. EFTA getur enn haft mikilvægu hlutverki að gegna en huga þarf vel að hagsmunum Is- lands ef til þess kemur að aðildar- rikjum EFTA fækkar.“ Litlar umræður urðu um Evrópu- mál á flokksþinginu. Páll Pétursson félagsmálaráðherra gagnrýndi þó áherslur flokksformannsins, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Dregið úr tekjutengingu barnabóta A flokksþinginu voru samþykktar um 30 ályktanir um fjölmörg mál. M.a. var samþykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að dregið verði verulega úr tekjutengingu barna- bóta og vakin athygli á að barna- bætur hafa lækkað verulega. Nokkur gagnrýni kom fram á áherslur flokksins í skattamálum og háa jaðarskatta. Halldór sagði að breytingar í skattamálum kostuðu verulega fjármuni og stjórnmála- menn yrðu því að forgangsraða verkefnum í þessu efni. Hann sagði hins vegar að af þeim mörgu tillög- um í skattamálum sem samþykkt hefðu verið á flokksþinginu vildi hann leggja mesta áherslu á hækk- un barnabóta. A flokksþinginu kom einnig fram nokkui- gagnrýni á áherslur flokksins í bankamálum. Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri sagði að flokkur- inn hefði gengið of langt í einkavæð- ingu á bönkunum. Áherslur flokksins væru of hægrisinnaðar sem sæist best í því að Davíð Oddsson hefði stöðvað flokkinn þegar hann vildi selja Landsbankann úr landi. Halldór Ásgrímsson sagðist ekki kannast við að það bæri sérstakan vott um hægri stefnu að vilja einka- væða bankana. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn ætti að vera óhræddur við að taka frumkvæði og beita sér fyrir breytingum. Það bæri ekki vott um stjórnvisku að láta aðra um breytingarnar. Á sínum tíma hefði hann viljað einkavæða Síldarverksmiðjur ríkisins, en ekki komið því máli í gegn m.a. vegna andstöðu í eigin flokki. Síðar hefðu sjálfstæðismenn einkavætt Síldar- verksmiðjur ríkisins, en gert það á annan hátt en hann hefði lagt til. Morgunblaðið/Þorkell Aldraðir fengu bjartsýnis- verðlaun LANDSSAMBAND félaga eldri borgara fékk bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins, en þau voru veitt á flokksþingi flokks- ins. Benedikt Davíðsson, formað- ur landssambandsins, veitti verð- laununum viðtöku fyrir hönd sambandsins úr hendi Ingibjarg- ar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra. Þetta er í annað sinn sem framsóknarmenn veita sérstök bjartsýnisverðlaun. Síðast voru þau veitt samtökunum Heimili og skóli. Eftir að Benedikt hafði þakkað fyrir verðlaunin söng Kór eldri borgara fyrir þingfull- trúa. Sagði sig úr Framsokn- arflokknum BJARNI Einarsson, fyrrver- andi aðstoðarframkvæmda- stjóri Byggðastofnunar og bæjarstjóri á Akureyri, gekk úr Framsóknarflokknum á flokksþinginu um helgina. Hann segir í bréfí sem hann sendi formanni Framsóknarfé- lags Reykjavíkur að sá Fram- sóknarflokkur sem hann gekk í 1950 og barðist fyrir i /jölda ára sé ekki lengur til. í stað þess sé kominn félagsskapur og málefni sem höfði ekki til sín og séu jafnvel skaðleg íyrir Island. Hann segir að sú staða geti komið upp að hann neyðist til að taka upp baráttu gegn Framsóknarflokknum. JDY iACQUtUht Ot VOVNC • f Vt«0 MOOA Jólakjólar verö frá 2490.- VERO MODA Laugaveqi 95-97 simi 552 1444 Krmglan sin Komdu í Freemans og „dressaðu" þig upp fyrir hlægilegt verð. Úrvals flíkur eru seldar með miklum afslætti á lagerút- sölunni sem stendur aðeins í stuttan tíma. TÝeeMdMs. Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.