Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 15 Morgunblaðið/Hermann Sigtryggsson TÓMAS Ingi Olrich alþingismaður og Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, fengu sér tertusneið eftir að Þórarinn hafði tendrað ljósin við skíðagöngubrautina í Hliöarfjalli. Upplýst skiða- göngubraut í Hlíðarfjalli NY uppsett lýsing meðfram skíða- göngubrautinni í Hlíðarfjalli við Akureyri var foi-mlega tekin í notk- un sl. laugardag. Fjölmargir gestir voru viðstaddir er Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs, tendraði ljósin. Upp- lýsta brautin er 3,5 km að lengd og á þeirri leið eru 60 ljósastaurar. Ahugamenn um skíðagöngu á Akureyri hafa á síðustu 10 árum unnið að því að byggja upp glæsi- lega aðstöðu í Hlíðarfjalli. Þar hef- ur verið byggt gönguhús og unnið við lagningu brautar, sem nú hefur verið upplýst og er heildarkostnað- ur við framkvæmdirnar á annan tug milljóna króna. Hörður Blöndal, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands og áhugamaður um uppbyggingu skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, sagði að eftir að búið er að jafna og slétta göngubraut í fjaliinu, hefði verið hægt að byrja að nota brautina í mun minni snjó en áður. I kjölfarið hafi göngumenn viljað nota braut- ina lengur og oftar, sem aftur kall- aði á lýsingu. Hvergi betri aðstaða „Öll þessi vinna hefur frá upp- hafi verið að langmestu leyti unnin í sjálfboðavinnu, bæði framkvæmd- in og fjáröflunin. Það era enn til menn sem eru tilbúnir að leggja á sig sjálfboðavinnu þegar mikið stendur til. Einnig er það viður- kennt að hvergi er betri aðstaða fyrir skíðagöngu en í Hlíðarfjalli og það hefur hleypt töluverðum krafti í menn.“ Göngubrautin er í 500-600 metra hæð yfir sjó og þar era einnig 5 og 7,5 km brautir sem fengið hafa viðurkenningu sem al- þjóðlegar keppnisbrautir, að sögn Harðar. Hann sagði stefnt að því að hafa kveikt á ljósunum frá því fer að skyggja og fram til kl. 22 á kvöldin á þeim dögum sem hægt er að vera á gönguskíðum. „Þannig að þegar ljósin loga er um að gera fyr- ir fólk að drífa sig í fjallið." AKUREYRI Fjöldi fólks á ferðinni í jólaþorpinu Norðurpólnum Margir á ferli og líflegt í verslunum FJÖLDI fólks lagði um helgina leið sína í jólaþorpið Norðurpólinn, sem sett hefur verið upp á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri, en það var formlega opnað síðdegis á föstu- dag. Tómas Guðmundsson forstöðu- maður Ferðamálamiðstöðvar Norð- urlands sagði að vissulega hefði veðrið sett sitt strik í reikninginn á laugardag, en þá var um tíma úr- hellisrigning. „Það er eins og við er að búast hér á landi og vill reyndar oft verða þegar Islendingar efna til hátíða utandyra. Við ráðum ekki við veðrið," sagði hann. Kom það for- svarmönnum Norðurpólsins reynd- ar á óvart hversu margir komu í þorpið þrátt fyrir leiðindi í veðri. Mun betra veður var á sunnudag og var þá fjöldi fólks að skoða jóla- þorpið. Norðurpóllinn verður opinn frá því um hádegi og fram til kl. 18 alla virka daga, en um helgar íylgir hann afgi’eiðslutíma verslana í bæn- um. Allt að 35 manns era að störf- um í þorpinu og þá við ýmsa iðju. „Við eigum eftir að bæta við húsum í þorpinu og eins að setja niður fleiri tré og fínpússa svona aðeins í kring- um okkur og það verður gert næstu daga,“ sagði Tómas. Aætlanir gera ráð fyrir að allt að 80 þúsund manns heimsæki jóla- þorpið fram til jóla og sagði Tómas að þær byggðust m.a. á því að gert er ráð fyrir að öll börn í leik- og grunnskólum Akureyrar sem og í nágrannabyggðum komi í jólaþorp- ið, en slíkar heimsóknir hafa verið skipulagðar. „Við höfum fengið mik- ið af fyrirspurnum, bæði héðan af Eyjafjarðarsvæðinu og reyndar víð- ar, en það virðist vera að margir hafí áhuga á að heimsækja jólaþorp- ið.“ Mikið um aðkomufólk á ferðinn Verslanir á Akureyri vora opnar til kl. 16 á laugardag og sagði Ragn- ar Sverrisson formaður Kaup- mannafélags Akureyrar að almennt hefði verið mikið að gera. „Þetta var auðvitað ekkert Þorláksmessuævin- týri, en margt fólk á ferðinni og greinilegt að það kom víða að, sér- staklega var áberandi hversu mikið var um fólk héðan austan við okkur, frá Austfjörðum og af norðaustur- horninu, allt frá Þórshöfn," sagði Ragnar. Góð færð skiptir eflaust miklu um hversu margir er á ferð- inni, en einnig gerði Ragnar ráð fyr- ir að opnun jólaþorpsins og umtalið vegna þess hafi átt sinn þátt í að margir voru á ferð í miðbænum. Rýmri afgreiðslutími Kaupmannafélag Akureyi-ar hef- ur samþykkt afgreiðslutíma versl- ana fram til jóla, en tvo næstu laug- ardaga verður einnig opið til ki. 16 í öllum verslunum, til kl. 18 laugar- daginn 12. desember en eftir það verður opið fram á kvöld, fóstudag- inn 18. desember og laugardaginn 19. verður opið til kl. 22 og frá kl. 13 til 18 sunnudaginn 20. desember. Mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. desember verður opið til kl. 22 um kvöldið og líkt og vanalega til kl. 23 á Þorláksmessu og frá 9-12 á að- fangadag. Morgunblaðið/Kristján BÆJARSTJÓRI Norðurpólsins, Garri Pólsson, þurfti að leita aðstoðar vaskra sveina hjá umhverfisdeild bæj- arsins í hvassviðri gærdagsins, þeirra Priðfinns Guðmundssonar og Baldurs Gunnlaugssonar, en hjá þeim stendur Magnús Már Þorvaldsson sem hannaði svæðið og sá um verkstjórn við uppbyggingu þess. Morgunbiaðið/Kristján Tæknival hefur starfsemi á Akureyri Tímastjórn, náms tækni og fjármál Vitni vantar að umferð- aróhöppum LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eft- ir vitnum af tveimur umferðaró- höppum er urðu í bænum sl. föstu- dag. Hið fyrra varð kl. 14.19 á Krossa- nesbraut við Hlíðarbraut. Grárri bifreið, Subaru 1800, var ekið suður Krossanesbraut og á ljósastaur við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið að afstýra árekstri við bifreið er ekið var af Hlíðarbraut og suður Ki'ossanesbraut. Þetta hafí verið rauð bifreið, e.t.v. Hyundai. Ökumaður þessarar bifreiðar eða vitni eru beðin að gefa sig fram við rannsóknardeild lögi'eglunnar á Akureyri. Seinna umferðaróhappið varð kl. 14.30 á Hjalteyrargötu norðan Tryggvabrautar, gegnt húsi númer 20. Rauðri bifreið, MMC Lancer, sem ekið var suður, var þá ekið á stóran stein sem datt af vörubifreið er bifreiðarnai- mættust. Ökumaður vörubifreiðarinnar eða vitni era beðin að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar. TÆKNIVAL opnaði fyrir síðustu helgi Akureyrardeild félagsins að Furuvöllum 5 þar sem Tölvutæki voru áður til húsa, en um síðustu áramót keypti Tæknival verslun Tölvutækja en rak hana þar til nú undir því nafni. Breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu og það lagað að nýrri starfsemi. Alls starfa 25 manns hjá Tækni- vali á Akureyri og skiptist starf- semin í þrjú svið; þjónustusvið, fyrirtækjasvið og verslunarsvið. Kristján Aðalsteinsson, deildar- stjóri Tæknivals á Akureyri, tók vel á inóti fyrsta viðskiptavini fyr- irtækisins, Kristni G. Jóhannssyni, sem lagði leið sfna í verslunina til að kaupa litaprentara við tölvu sínu. Myndin var tekin þegar Kristján færði Kristni blómvönd og gjafabréf af þessu tilefni. BLAKDEILD KA gengst fyrir námskeiði í tímastjórnun, náms- tækni og fjármálum fyrir meistara- flokka félagsins, bæði karla og kvennaflokka, ásamt 2. og 3. flokki karla og kvenna og er það haldið í KA-heimilinu næstkomandi mið- vikudagskvöld 25. nóvmeber frá kl. 19 til 22. Markmiðið er að þátttakendur öðlist meiri færni í að takast á við hið daglega líf í námi, starfí og leik. Farið verður yfn- tímastjórnun, notkun og uppsetningu tímatöflu, námstækni og einnig tekjur og gjöld einstaklinga, gerð fjárhagsá- ætlana, kaup og rekstur ýmissa hluta og bókhald. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sólveig Hrafnsdóttir námsráð- gjafi og Helgi Björnsson rekstrar- fræðingur. íbúð ó Akureyri til sölu Til sölu er þriggja herbergja íbúð í tveggja hæða fjölbýlishúsi við Furulund á Akureyri. Allar íbúðirnar í húsinu eru í eigu félaga og félagasamtaka víða að af landinu en íbúðirnar eru mjög hentugar sem slíkar. Ibúðin er ó neðri hæð og er stærð hennar 50 fm. Astand er mjög gott. Verð kr. 5,4 millj. Eignakjör ehf., fasteignasala, Skipagötu 16, Akureyri, sími 462 6441.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.