Morgunblaðið - 24.11.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 21
VIÐSKIPTI
Enn mikið
fjárfest í Asíu
London. Telegraph.
RUMUR þriðjungur brezkra fvrir-
tækja hefur skorið niður fjárfest-
ingar á Asíu-Kyrrahafssvæðinu
vegna fjármálaumrótsins, en flest
halda nánum tengslum við svæðið
samkvæmt skýrslu rannsóknar-
nefndar samtaka brezkra iðnrek-
enda, CBI, og Telstra, hins kunna
ástralska fjarskiptafjrrirtækis.
Um 60 af hundraði 80 fyrirtækja,
sem tóku þátt í könnuninni, búast
við að fjárfestingar verði óbreyttar
frá því sem gert hafi verið ráð íyrir
í áætlunum, eða að þær verði aukn-
ar á næsta ári. Tæpur þriðjungur
telur hlutfallslega fleiri tækifæri í
boði á svæðinu, þar sem mörg fyrir-
tæki hafi dregið úr fjárfestingum.
Steve Demetriou, aðalfram-
kvæmdastjóri Telstra Europe, segir
að á næstu fimm árum geri brezk
fyrirtæki ráð fyrir að ráðast í meiri
fjárfestingar á Asíu-Kyi-rahafs-
svæðinu en í Evrópu eða Ameríku.
----------------------
Dell selur staf-
rænar mynda-
vélar frá Kodak
Round Rock, Texas. Reuters.
ÞAR sem talið er að æ fleiri Banda-
ríkjamenn sendi jólakveðjur á net-
inu ætlar Dell tölvufyrirtækið að
selja stafrænar myndavélar frá
Eastman Kodak Co. ásamt
nokkrum einkatölvum sínum að
sögn fyrirtækjanna.
Markaðssamningur mesta tölvu-
seljanda heims og stærsta ljós-
myndafyrirtækis Bandaríkjanna
ber vott um vaxandi eftirspurn eftir
stafrænum ljósmyndavélum - síð-
asta tízkufyrirbærinu sem gerir
kleift að senda ljósmyndir með
einkatölvu eða prentara.
Heimilistæki hf
TÆKNI-OG TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SlMI 5691500
@
Hreinsanir
í fyrirtækjum
Þú getur styrkt stöðu þína með því að láta Securitas sjá um þrifin í fyrirtækinu. Láttu fólkinu þínu líða
vel í hreinu umhverfi og um leið losnar þú við óþægindi og áhyggjur. Þú færð persónulega og
sveigjanlega þjónustu hjá fagfólki, á verði sem stenst samanburð. Þú getur treyst á vönduð
vinnubrögð og sérþekkingu okkar sem auk forfallavaktar tryggir skil á verkinu.
Securitas starfar eftir háum gæðastaðli með miklu aðhaldi, öflugu gæðaeftirliti
og sérvöldum vistvænum hreinlætisvörum.
Securitas er alveg hreint frábært fyrirtæki!
Securitas Ræstingardeild • Reykjavík Sími 533 5000 • Akureyri Sími 462 6261
u/na/u
20,24%:
Frá síðustu áramótum til 13. nóvember var bein hœkkun bréfa hjá Camegie
Nordic Markets 20,24%*, en sá sjóður er rekinn á sömu forsendum og
Norðurlandasjóðurinn.
Carnegie, sem er eitt virtasta verðbréfafyrirtœki á Norðurlöndum,
hefur falið Verðbréfastofimni hf. að annast ráðgjöfog milligöngu
um málefni Norðurlandasjóðsins á íslandi.
*Dœmi um árangursríkar fjárfestingar Carnegie-sjóðanna.
Norðurlandiisjóðurinn
l'amegie All Mordic
VERÐBREFASTOFAN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060
www.vbs.is