Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 26

Morgunblaðið - 24.11.1998, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reiði í Rússlandi vegna morðsins á þingkonunni Galínu Starovojtovu Almenningur búinn að fá sig fullsaddan af ofbeldi Reuters FJÖLDI fólks hefur komið með blóm og kerti á stigapallinn þar sem Starovojtova var myrt. Galína Starovojtova galt fyrir skoðanir sínar með lífí sínu. Vera kann að dauði þingkonunnar í Sankti Pétursborg marki þáttaskil í rússneskum stjórnmálum. REIÐI og sorg ríkir í Rússlandi vegna morðsins á þingkonunni Ga- línu Starovojtovu, sem var skotin við heimili sitt aðfaranótt laugardags. Þúsundir manna hafa komið að morðstaðnum með blóm til að minn- ast Starovojtovu, sem var einn ötul- asti baráttumaðurinn fyi-ir lýðræði og gegn kynþáttafordómum á rúss- neska þinginu. Hafa margir lýst þeirri skoðun sinni að morðið á þing- konunni kunni að marka vatnaskil, það hafi verið til marks um sívax- andi ofbeldi í tengslum við stjórn- mál, sem almenningur sé nú búinn að fá sig fullsaddan af. Ekki er enn vitað hverjir stóðu að baki morðinu en ekki er talinn vafi á því að St- arovojtova hafi goldið fyrir stjórn- málaskoðanir sínar með lífi sínu. Morðið bar öll merki leigumorðs, Starovojtova og aðstoðarmaður hennar, Rúslan Linkov, voru skotin í stigagangi fjölbýlishússins sem hún bjó í. Starovojtova var skotin í þrí- gang í höfuðið og lést samstundis en Linkov náði að hringja í útvarps- fréttamann áður en hann missti meðvitund. Hann er kominn til með- vitundar að nýju en getur ekki tjáð sig. Öflug öryggisgæsla er á sjúkra- húsinu sem hann liggur á. Lögregla telur að karl og kona hafi verið að verki. Ráðgjafi Jeltsíns Starovojtova var sjötti rússneski þingmaðurinn sem fellur fyrir morð- ingjahendi á fimm árum. I hin skipt- in var talið að um viðskiptadeilur hafi verið að ræða en sú er hins veg- ar ekki talin raunin með St- arovojtovu. Hún var ötul baráttu- kona fyrit' mannréttindum og barð- ist hatrammlega gegn umburðar- leysi, kynþáttahatri og þjóðernis- hyggju og beindi spjótum sínum einkum að meirihluta kommúnista og öfgafullra þjóðernissinna, sem fara með meirihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Starovojtova fór til dæmis fremst í flokki þeirra sem kröfðust þess að þingið vítti þingmann sem lét niðr- andi ummæli falla um gyðinga fyiT í mánuðinum. Kallaði hún yfir sig reiði og hatur margi-a andstæðinga vegna óþreytandi baráttu sinnar. Starovojtova var fædd árið 1946 og lærði sálfræði við háskólann í Leníngrad. Hún tók sæti á fyrsta lýðræðislega kjörna þinginu á ní- unda áratugnum, í stjórnartíð Míka- íl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovét- ríkjanna. Var hún í hópi stuðnings- manna mannréttindafrömuðarins Andrejs Shakarov og studdi Borís Jeltsín til valda. Er hann tók við for- setaembættinu varð hún sérlegur ráðgjafi hans í málefnum þjóðar- brota. Leiðir forsetans og Starovojtovu skildi vegna stefnu Jeltsíns í Tsjet- sjníjumálihu en forsetinn minntist hennar engu að síður með hlýju um helgina og kvaðst sjálfur myndu hafa yfirumsjón með rannsókninni á morðinu. „Hún var nánasti félagi minn í baráttunni og aðstoðarmað- ur. Skotin sem bundu enda á líf hennar hafa sært alla Rússa sem meta lýðræðishugsjónina einhvers." Rússneskir stjórnmálamenn, embættismenn og fjölmiðlamenn hafa fordæmt morðið á Star- ovojtovu, hvar svo sem í flokki þeir eru. Vladimír Pútín, yfirmaður rúss- nesku leyniþjónustunnar, sagði TILLAGA um vantraust á tyrk- nesku stjómina kom til umræðu á þingi í gær og er búist við, að hún verði samþykkt á morgun. Tyrk- neskir fjölmiðlar sögðu í gær, að ný samsteypustjórn miðflokkanna myndi sitja fram að kosningum í aprfl en að dagar Mesuts Yilmaz sem forsætisráðherra væru taldir. Stjörnuspá á Netinu mbl.is _/KLL.TAf= e/TTHV'A€í NÝTT morðið vera svartan blett á sögu rússnesku þjóðarinnar og „gera lítið til að bæta ímynd landsins út á við“. Aðrir hafa verið enn harðorðari og fullyrt að morðið marki þáttaskil í rússneskum stjórnmálum, þar sem ofbeldi og glæpir eru ótrúlega al- geng. „Það er útilokað að umbera þetta lengur," sagði Grígorí Javl- inskí, formaður hins frjálslynda Ja- bloko-flokks. „Við getum ekki leng- ur setið aðgerðarlaus gagnvart æ uppivöðslusamari skríl. Við getum ekki lengur látið eins og allt sé við það sama.“ Ekki er ljóst hvað það var sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Rúss- um. Sumir hafa bent á það að Star- ovojtova hafi verið kona, aðrir nefna vinsældir hennar og enn aðrir það að fólk sé einfaldlega búið að fá nóg. Kommúnistum kennt uin Félagar Starovojtovu í stjórnmál- um hafa kennt kommúnistum eða öfgafullum þjóðernissinnum um morðið og sagt það til marks um Tyrkir tilkynntu um helgina, að hætt yrði við vopnakaup á Italíu vegna þess, að Italíustjóm hefði neitað að framselja Kúrdaleiðtog- ann Abdullah Öcalan. I vantrauststillögunni er Yilmaz borin á brýn mikil spilling og er al- mennt gert ráð fyi'ir, að hún verði samþykkt þegar hún kemur til at- kvæða á miðvikudag. Var það meðal annars haft eftir Bulent Ecevit, að- stoðarforsætisráðherra, og því nokkuð ljóst, að deilan við Itali um Öcalan muni lifa stjórnina. Standa að henni þrír flokkar og hafa þeir ekki meirihluta á þingi. Tyi’knesku blöðin sögðu í gær, að Tansu Ciller, fyrrverandi forsætis- ráðhema og andstæðingur Yilmaz, hefði sent flokki hans blómvönd og væri það skilið sem svo, að hún gæti hugsað sér, að flokkar þeirra störf- uðu saman. Það þykir líka styðja hugsanlegt samstarf þeirra, að þingnefnd ákvað í gær að vísa ekki málum Cillers, sem einnig er sökuð um spillingu, til hæstaréttar og flokksbræður Yilmaz í nefndinni studdu þá ákvörðun. Líklega myndu „rauða ógn“. Gengu ásakanirnar svo langt að innanríkisráðherrann Sergej Stephasín boðaði til blaða- mannafundar til að lýsa því yfir að ekkert benti til þess að Gennadí Sel- eznjev, forseti Dúmunnar, tengdist þri á nokkurn hátt. A síðustu mánuðum hafði St- arovojtova varað við því að glæpa- hópar reyndu nú með öllum ráðum að komast inn í stjórnmálabaráttuna í borginni. Sveitastjórnarkosningar fara fram í næsta mánuði og hefur það orðið æ algengara að glæpa- menn reyni að komast á þing, eða í borgar- og sveitarstjórnir, til að njóta friðhelgi. Hefur baráttan fyrir komandi kosningar í Sankti Péturs- borg verið sögð hin grimmilegasta í sögu Rússlands. Sagði Starovojtova frá því í viðtali í októbei' að stjórnmálamanni þar í borg hefðu verið boðnar um 7 millj- ónir ísl. kr. fyrir að hætta við fram- boð. Sjálf hafði hún hug á því að bjóða sig fram sem héraðsstjóri í Leníngrad-héraði fyrir utan Sankti hvorki Yilmaz né Ciller veita slíkri stjórn forystu vegna fjandskapar- ins, sem er með þeim, heldur trú- lega leiðtogi þriðja flokksins, Bulent Ecevit. Þjóðverjar veigra sér við framsalsbeiðni Tyi'kneska stjórnin tilkynnti um helgina, að hætt hefði verið við vopnakaup á Ítalíu vegna Öcalan- málsins en ítalskur dómstóll hefur úrskurðað, að ekki mega framselja hann til lands þar sem dauðarefsing er við lýði. Öcalan er einnig eftir- lýstur í Þýskalandi fyrir glæpi, sem liðsmenn hans í Kúrdíska verka- mannaflokknum eru taldir hafa framið, en óvíst er, að Þjóðverjar fari fram á, að hann verði framseld- ur þeim. Hefur Öcalan beðið um stuðning páfa við baráttu Iíúrda í Tyrklandi fyi-ir sjálfræði. Talsmenn löglegs, kúrdísks stjórnmálaflokks í Tyrklandi hafa skýrt frá því, að lögreglan hafi handtekið nokkrar þúsundir fylgis- manna hans síðan Ócalan var hand- tekinn í Róm fyrir 11 dögum. Tyrknesku stjórninni spáð falli á morgun Ankara. Reuters. Morgunblaðið/Ásdís Heimsótti / Island MORGUNBLAÐIÐ átti viðtal við Galínu Starovojtovu árið 1996 þar sem hún ræddi m.a. horfur fyrir lýðræðið í Rússlandi og vax- andi andúð á Vesturlöndum vegna uppgangs öfgafullrar þjóðernisstefnu og hruns komm- únismans í Rússlandi. Starovoj- tova sagði að menn á Vesturlönd- um vildu ekki viðurkenna að þeir litu á Rússa sem óvin sinn en það skini samt í gegn með útþenslu NATO allt að landamærum Rúss- lands. Ræddi hún einnig um heilsu Borís Jeltsíns, sem þá hafði nýlega farið í hjartaaðgerð. Pétursborg og talið var að hún íhug- aði forsetaframboð árið 2000. Kom til íslands 1996 Galína Starovojtova kynntist Is- lendingum sem reka fyriitæki í Sankti Pétursborg vel, og kom hún á þeirra vegum til Islands um jólin 1996. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem rekur drykkjarvörufyrirtæki í borginni segir Starovojtovu hafa verið afar hjálplega sem þingmaður kjördæmisins sem fyrirtækið er í. „Hún vann lengi á bak við tjöldin en var nýlega farin að láta að sér kveða. Hún var ekki aðeins góður stjórnmálamaður, heldur einnig vel menntuð, vel gefin og síðast en ekki síst afskaplega góð manneskja. Hún hafði til að bera það sem vantaði í rússnesk stjórnmál og þá gerist þetta,“ segir Björgólfur. Starovojtova hafði lýst áhuga á því að upplifa íslensk jól og kom í hans boði til íslands jólin 1996. Átti hún þá óformlega fundi með ýmsum ráðamönnum. Kemur vel ávondan Istanbul. Reuters. TYRKNESKIR framleiðendur alls konar varnings hafa lengi stundað það að kalla hann ítölskum nöfnum, áþekkum frægum vörumerkjum, til að villa um fyrir löndum sínum og gefa framleiðslunni meiri glans. Er þetta að sjálfsögðu ólöglegt og nú hefur þessi óheiðarleiki komið í bakið á framleiðendun- um sjálfum vegna Öcalan-máls- ins; ítalir hafa neitað að framselja Kúrdaleiðtogann Abdullah Öcal- an og Tyrkir eru æfír, jafnt al- menningur sem stjórnvöld. Hef- ur fólk verið hvatt til að snið- ganga ítalskar vörur og hvað skyldi svo sem vera ítalskara en Bentini-skyrtur og Alpacino-leð- urvörur. Þær eru raunar tyrk- neskar og framleiðendur þeirra reyna nú að koma því á fram- færi í fyrsta sinn, að þær eigi ekkei-t skylt við Ítalíu þrátt fyrir nafnið. Framleiðendur Bellona- sófa birtu til dæmis stóra aug- lýsingu í tyrkneskum dagblöð- um þar sem þeir sóru af sér allt samband við ítalska tísku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.